Dagblaðið - 07.02.1977, Qupperneq 13
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 7. FEBRÚAR 1977.
I
J:Z
íþróftir
Bþróttir
Iþróttir
Iþróttir
D
BUBBIKASTAÐISÉR FRAM
OG SKALLAÐI í MARKIÐ!
Kom inn fljótt íleik Celtic og Hibernian og skoraði strax
Pétur, svar Rangers við Shuggie.
Celtic fékk hornspyrnu á 20.
mín. í leiknum gegn Hibernian á
Parkhead á laugardag. Johnny
Doyle tók spyrnuna, sem var of
kraftmikil og knötturinn fór
alveg yfir á hinn kantinn. Þar
náði Poul Wilson honum, lék upp
að endamörkum og gaf fyrir.
Doyle skallaði inn í teiginn — og
Jóhannes Eðvaldsson kastaði sér
fram og skallaði knöttinn
óverjandi í mark. Akaflega
fallegt mark og yfir 30 þúsund
áhorfendur fögnuðu marki
Jóhannesar mjög. Þetta var fyrsta
mark Celtic í leiknum og sigur
vannst 4-2. Celtic hefur nú örugga
forustu í úrvalsdeildinni.
Roddy MacDonald tognaði á
æfingu á miðvikudag — en var
talinn hafa náð sér á laugardag.
Byrjaði því í leiknum gegn
Hibernian, en ég var varamaður,
sagði Jóhannes Eðvaldsson, þegar
Dagblaðið ræddi við hann í gær
Við hjá Standard náðum loks
ágætum leik í gær og sigruðum
CS Brugge 3-1 í Liege. Það var góð
tilbreyting eftir slaka Ieiki að
undanförnu, sagði Ásgeir Sigur-
vinsson í gær. Standard er í 6.
sæti og hefur enn möguleika í
UEFA-keppnina. Riedel og Tater
skoruðu fyrir Standard í f.h. og
staðan í leikhléi var 2-1. í s.h.
skoraði Helmut Graf 3ja markið.
Völlurinn í Liege er ákaflega
slæmur, eitt drullusvað.
Hins vegar tóku meiðslin sig fljótt
upp hjá MacDonald — og eftir 16
mín. haltraði hann af vellinum.
Jóhannes tók stöðu hans og eftir
aðeins fjórar mínútur hafði hann
skorað fyrsta mark Celtic á snjall-
an hátt.
Tíu mín. síðar skoraði Ronnie
Glavin annað mark Celtic eftir
undirbúning Joe Carig, en á 37.
mín. skoraði Smith fyrra mark
Celtic. Leikurinn var
bráðskemmtilegur og lið Celtic
gaf tóninn. Á 57. mín. skoraði
Craig 3ja mark Celtic og liðið
komst í 4-1 á 72. mín.. þegar
Glavin skoraði eftir undirbúning
Jóhannesar og Craig. 5 min.
fyrir leikslok skoraði McLeod
annað mark Hibernian.
Við sigurinn náði Celtic tveggja
stiga forustu í úrvalsdeildinni.
Hefur 28 stig, en hefur þó leikið
tveimur leikjum minna, en þau
lið, sem eru í næstu sætum.
Ásgeir var ánægður með sinn
hlut í leiknum og sagði enn-
fremur, að Guðgeir Leifsson hefði
komið inn hjá Charleroi í síðari
hálfleik. Liðið vann góóan sigur á
Antwerpen með mörkum
Gebauer og Jacobs. Guðgeir átti
ágætan leik. Þá sigraði Union
Diest 1-0 á heimavelli og er aftur í
toppnum í 2. deild. Marteinn lék
allan leikinn, en Stefán Halldórs-
son fyrri hálfleikinn, en marka-
hæsti maður liðsins kom í hans
Rangers og Aberdeen, sem hafa
26 stig.
Þjálfari Celtic, Dave
MacParland, sagði við mig eftir
leikinn, að hann hefði verið
ánægður með frammistöðu mína,
sagði Jóhannes Eðvaldsson. Þess
má geta, að skozku blöðin hafa að
undanförnu mjög látið i það
skína, að MacParland verði fram-
kvæmdastjóri Celtic, þegar þessu
leiktímabili líkur. Talið nokkuð
víst, að Jock Stein dragi sig þá í
hlé. MaePaland hefur verið hægri
hönd Stein i vetur — og hlotið
mikið lof. Hann sér um allar
æfingar Celtic-liðsins.
Jóhannes tók stöðu MacDonald
sem miðvörður — en hafði mun
meira frjálsræði, en Pat Stanton,
sem var aftasti maður
varnarinnar, og tók því talsvert
þátt í sóknaraðgerðum Celtic. I
skozku blöðunum í gær fengu
þeir McGrain, Latchford og
stað í s.h. Urslit í 1. deild urðu
þessi:
Beerschot — Molenbeek 2-2
Standard — CS Brugge 3-1
Courtrai — Malinois 0-0
Charleroi — Antwerpen 2-0
Lierse — Ostende 0-1
Lokeren — Beveren 1-0
FC Brugge — Liege 4-0
Beringen — Waregem 1-1
Anderlecht—Winterslag 4-2
Charleroi er nú með 15 stig og
komið af mesta hættusvæðinu.
Llynch hæsta stigagjöf í Celtic
liðinu eða fjóra, en Jóhannes
var með þrjá i einkunn ásamt
Glavin, Aitken, Doyle, Craig og
Stanton. Wilson og fyrirliðinn
Kenny Dalglish fengu tvo. I kvöld
leikur Celtic á Parkhead, heima-
velli sínum, gegn Hearts í úrvals-
deildinni og taldi Jóhannes mikl-
ar líkur á. að hann héldi stöðu
sinni.
Pétur — svar Rangers við
Shuggie — var skrifað í eitt
Glasgow-blaðið i vikunni. Þar var
sagt frá því, að eftir ábendingu
Alberts Guðmundssonar, sem eitt
sinn lék í framlínu Rangers-
liðsins, hefði Rangers náð i Pétur
Pétursson frá Akranesi til sín
sem svar við Shuggie (gælunafn
Jóhannesar Eðvaldssonar hjá
Glasgow-búum) hjá Celtic. Við
höfum áður rakið aðdraganda að
utanför Péturs hér í blaðinu, en
þess má geta, að hann mun leika
með unglingaliði Rangers á móti í
Milanó, sem hefst nk. þriðjudag.
Fyrsti leikur Rangers þar verður
við AC Milano og fræg félög taka
þátt í mótinu.
Ef við snúum okkur að skozku
knattspyrnunni aftur á laugar-
dag, þá urðu úrslit þessi í aðal-
deildinni.
Ayr-Rangers 0-2
Celtic—Hibernian 4-2
Dundee U.—Motherwell fr.
Hearts—Kilmarnock 4-0
Partick—Aberdeen 2-1
Partic lék sinn fyrsta heimaleik
frá því á jólum og vann Aber-
deen. Melrose og Sommer
skoruðu fyrir Glasgow-liðið, en
Jarvie fyrir Aberdeen. Derek
Johnstone og McLean skoruðu
mörk Rangers í Ayr — og Gigson
þrjú af mörkum Hearts. Þá vakti
athygli að St. Mirren sigraði Dun-
dee 3-1 í 1. d. St. Mirren stefnir
Jóhannes Eðvaldsson — Búbbi á
íslandi, Shuggie á Skotlanai —
skoraði fallegt mark fyrir Celtic á
laugardag.
í úrvaldsdeildina. Hefur 36 stig.
Clydebank er með 34 stig og
Dundee 32. Staðan í . úrvals-
deildinni er nú.
Celtic 18 12 4 '2 41-19 28
Rangers 20 10 6 4 33-19 26
Aberdeen 20 j9 8 3 35-21 26
Dundee II 17 9 3 5 30-23 21
Hearts 21 5 8 8 31-34 18
Hibernian 20 3 12 5 18-22 18
Partich 18 5 6 7 27-24 16
Motherwell 18 5 5 8 29-33 15
Ayr 20 5 4 11 25-42 14
Aberdeen 20 2 6 12 22-42 10
Skíðamót um
helgina
Þrjú skíðamót fóru fram um
helgina —tvö í Skálafelli og eitt á
Húsavík. Sökum mikilla þrengsla
í blaðinu i dag verður frásögn af
mótunum að bfða til morguns.
tslendingaliðin sigruðu öll
í NÆRFELLT100 ÁR HEFUR
Þaö var í Swiss áriö 1883,
sem Herman Thorens hóf
framleiöslu á fyrstu tónflutn-
ingstækjum sínum.
Fáir framleiöendur á þessu
sviöi njóta nú meiri virðingar.
Thorens verksmiöjan hefur
um áratugaskeið fram-
leitt plötuspilara fyrir kröfu-
haröa tónlistarunnendur meö
betri árangri en flestir aðrir.
SAMVALDAR NESCO
HUÓMTÆKJASAMSTÆÐUR
VERZLUN OG SKRIFSTOFA: LAUGAVEGI 10. SÍMAR: 27788,19192,19150.