Dagblaðið - 07.02.1977, Side 14

Dagblaðið - 07.02.1977, Side 14
DAGBT.AÐIÐ. MÁNUDAGUR 7. FEBRUAR1977- Iþróttir fþróttir i Iþróttir Iþróttir Þeir voru glaðir og hressir, landsliðsnefndarmeiinirnir, eftir sigrana gegn Vestur-Þjóðverjum. r rá vinstri Birgir Björnsson, formaður iandsliðsnefndar, Janusz Czerwinski, iandsliðsþjálfari, og Gunnlaugur Hjálmarsson —en á myndina vantar Karl Benediktsson, sem einnig á sæti i landsliðsnefnd. Markvörðurinn bjargaði Þjóðverjum frá stórtapi ísíðari landsleik íslands og Vestur-Þjóðverja ígærkvöld. ísland sigraði 10-8 Þýzki landsliðsmarkvörðurinn Rudolf Rauer hjá Wellinghofen sýndi í gærkvöld einhverja stór- kostlegustu — ef ekki þá beztu — markvörzlu, sem sézt hefur á fjöl- um Laugardalshallarinnar í síðari landsleik íslands og Vestur-Þýzkalands. Honum — já, honum einum — geta Þjóðverjar þakkað, að þeir biðu ekki algjört skipbrot í leiknum. ísland sigraði með tveggja marka mun — og markvarzla Rauer bjargaði liðinu frá stórtapi. Hann varði 19 skot í leiknum — mörg þeirra á svo snilldarlegan hátt, að undrun sætti, en einnig kom fram nokkur klaufaskapur íslenzku landsliðs- mannanna í markskotum. Loka- tölur 10-8. Laugardalshöllin var þétt- skipuð áhorfendum og meira en það, þegar leikurinn hófst. Þrettándi landsleikur þjóðanna í handknattleik og áhorfendur voru með á nótunum frá byrjun. 1 lokin, þegar tsland hafi sigrað örugglega, en þó í minnsta lagi, var fögnuður meiri, en ég minnist áður í Laugardalshöll. Áhorfend- ur sameinuðust í köllum lengi eftir leikinn, Island, ísland, Island. Þetta var leikur mikilla mis- taka — snilldartakta á milli — þrúgandi spennu, og gífurlegra átaka svo jaðraði við slagsmál á stundum. Greinilegt að Þjóðverj- ar ætluðu að selja sig dýrt. Sóknarlotur þeirra langar — og oft ákaflega lítil ógnun. Það var líka erfitt að komast í gegn. Varnarleikurinn, aðall íslenzka liðsins — oft stórkostlegur — og markvarzla þeirra Gunnars Einarssonar í fyrri hálfleik og Ölafs Benediktssonar í þeim síðari, góð. Þó féllu þeir í skugg- ann af Rauer og það hefðu víst allir markverðir heims gert, eins og Þjóðverjinn stóri lék í mark- inu. Mistökin voru mikil á báða bóga, en það fór ekki milli mála að íslenzka liðið var sterkari aðil- inn. Janusz Czerwinski notaði alla leikmenn íslands i leiknum — og stórstjörnurnar voru hvíldar ekki síður en aðrir. Það hlýtur að vera rétt stefna. Allir leikmenn is- lands verða að öðlast reynslu í hörðum landsieikjum — og til þess voru landsleikirnir við Þjóð- verja. Æfing fyrir B-keppnina. Með keyrslu á beztu mönnum is- lands allan leikinn hefði kannski unnizt stærri sigur, sem þó var aukaatriði. Sigur — öruggur sigur var nóg. Það liðu heilar átta mín., þar til fyrsta markið var. skorað. Meffk, en sami maður hafði áður misnotað vítakast. Þorbjörn og Geir átt’i sliik skotáþýzká markið — Axel hörkuskot neðst í mark- stöngina, svo markið nötraði lengi. Axel skoraði fyrsta mark íslands á 9. mín. Freisler náði forustu fyrir V-Þýzkaland á 11. mín., en Jón Karlsson jafnaði fljótt, snilldarlega úr horninu. Skoraði með vinstri — þó rétt- hentur sé. Hraðaupphlaup Is- lands mistókst — tveir fríir — og Þorbjörn áttí enn slök skot m.a. í opnum færurri. Víti dæmt á Þjóð- verja eftir snilldarlinusendingu Geirs á Björgvin. Jón Karlsson skoraði. Sterkur kafli íslands og eftir 22 mín. stöð 5-2. Þorbjörn og Agúst skoruðu — Ágúst komst inn í sendingu og brunaði upp. Skoraði af öryggi. Ekki gat í varnarleik íslands á þessum tíma — en síðan kom versti kaflinn. Þjóðverjar jöfnuðu á næstu fimm mínútum, 5-5. Þorbjörn slasaðist og var fluttur á slysavarðstofuna. Tíu sek. fyrir hlé skoraði Geir sjötta mark Islands. Hörkuskot hans Ienti undir þverslá og inn fyrir línu. Dæmt mark, en til öryggis sendi Björgvin knöttinn aftur í markið. 6-5 í hálfleik. Þjóðverjar jöfnuðu eftir 4 mín. í s.h., en Björgvin náði strax aftur forustu eftir stórgóða línusend- ingu Axels — en tíu mín. liðu í næsta mark. Mikið flautað. Slags- mál, tafir. Þá jöfnuðu Þjóðverjar í 7-7 — en síðan fiskuðu Björgvin og Geir viti. Jóni Karlssyni mis- tókst — Viðar skoraði, 8-7. Þá kom Þorbjörn inn aftur — mikið fagnað — og á 20. mín. jöfnuðu Þjóðverjar 8-8. Það var síðasta mark þeirra í leiknum. Geir fisk- aði enn víti eftir góða sendingu Þorbjörns, en Viðari brást skot- fimin. Fimm mín. fyrir leikslok skoraði Ölafur Einarsson stórgott mark, 9-8, og mín. síðar kom Geir Islandi í 10-8 en Þjóðverjar voru þá einum færri og Geir naut frjálsræðisins. Það var í eina skiptið, sem manni var vísað af leikvelli af hinum snjöllu, dönsku dómurum. Lokakaflann voru Þjóðverjar að mestu með knött- inn án þess að finna glufu á ís- lenzku vörninni. Sigur Islands byggðist mest á frábærum varnarleik. Þetta veik- asta atriði i islenzkum handknatt- leik áður en Janusz kom til íslands er nú orðið það sterkasta. Þar áttu allir leikmenn tslands hlut að máli: Liðið er orðið ákaf- lega sterk heild með nokkrum afburðaleikmönnum. Astæðu- laust að gera þar upp á milli. Mörk Íslands skoruðu Geir 2, Jón Karlsson 2, eitt víti, Axel, Þor- björn, Björgvin, Ölafur og Viðar (víti) eitt hver. Fyrir V- Þýzkaland skoruðu Freisler 4 (1 víti), Meffk 3 og Weiss 1. Átta mörk — og island hefur ekki fengið á sig jafn fá mörk í leik síðan í Bratisíava 1964. Ísland 16 — Eg.vptaland 8. og einu sinfii færri mörk 1950 á Melavelli, Ísland 3—Finnland 3. -hsim. Leikfimi kvenna Leikfimibolir — Leikfimiskór Frottébolirogbuxur Sportvöruverzlun INGÓLFS ÓSKARSS0NAR Klapparstíg 44 — sími 11783 Vestur-Þjóðverjatö] sagði landsliðsþjálf ai Stenzel.eftirtapleik Nú skil ég hvers vegna þið sigruðuð Pólverja og Tékka. Þeir hafa ekki fengið að borða frckar en við, sagði landsliðsþjálfari Vestur- Þýzkalands við Axel Sigurðsson, framkvæmdastjóra HSl, eftir tapleik Vestur-Þjóðverja í LaugardalshöII í gærkvöld. Það voru fyrstu viðbrögð hins hcimsfræga þjálfara eftir tapleik liðs síns. Þar fór reiður og sár maður — maður, sem kann ekki að tapa. Stenzel kvartaði yfir matnum á Hótel Esju, þar sem þýzku landsliðs- mennirnir dvöldu meðan á heimsðkn þeirra stóð. Ástæðan. Þjóðverjar pöntuðu nautahakk í gær — en fengu að sögn örþunnar kjndahakksneiðar í staðinn. Þýzku piltarnir eru svangir, sagði landsliðsþjálfarinn, og þaut síðan inn í búningsherbergi vestur- þýzkra, en Axel stóð orðlaus eftir. Að hans áliti hafði verið gert vel við Þjóðverja i matnum á Esju. Nokkru síðar birtist Stenzel aftur og blaðamenn notuðu tækifærið að leggja fyrir hann nokkrar spurning- ar. Stenzel sagði þá, að hann hefði aðeins verið með B-landslið hér. Beztu leikmenn Þýzkalands hefðu ekki komizt til Islands — en lið Islands væri þokkalegt. Ekkert meir. Aftur kom Stenzel á óvart. Fyrir förina sögðu þýzku blöðin, að Þjóðverjar sendu bezta lið sitt til Islands. Þó er rétt að geta þess að tvo þekkta leikmenn vantaði (Deckarn og Brand) — en varla skipta þeir sköpum, svo þessi afsökun Stenzel í heild er einhver hin aumasta, sem undirritaður man eftir í sambandi við tapleiki erlendra á Islandi. Rétt er þó að geta þess, að á blaðamannafundi með Stenzel og Czerwinski hálftíma síðar hafði Stenzel að nokkru náð stjórn á skapi sinu. Gætti tungu sinnar. Hann sagði þá. Markvarzlan í kvöld bjargaði okkur frá stórtapi. Það fer ekki milli mála. Undirbúningur ísl. liðsins er sögulegur. Að lið frá Vestur-Evrópu skuli æfa tvisvar á dag, enda lætur árangurinn ekki á sér standa. Baráttuvilji ísl. leikmannanna mikill. Tækni góð. Það er þó veikleiki hvað allt spil liðsins byggist á einum manni, Geir, og við reyndum að taka hann úr umferð, en það tókst ekki vel. Ekki þó af því hve Geir er góður, heldur vegna þess hve okkar maður var slakur!! — Þá vorum við heldur ekki með okkar sterkasta lið. Bezta lið okkar hefði reynzt verðugri mót- herji fyrir ísland þó ég segi ekki að það hefði sigrað hér. Áhorfendur Czerwinsk of mikilli „Eg er mjög ánægður með leikina um helgina — leikmenn börðust vel og vörnin var mjög þétt," sagði Janusz Czerwinski þjálfari íslenzka landsliðsins eftir sigrana um helgina. — Mér finnst alls ekki hægt að tala um að Þjóðverjarnir sendi hingað b- lið. Það vantaði að vísu tvo leikmenn. en breiddin er það mikil að það á ekki að skipta máli. En ég vara við of mikilli bjartsýni — við megum ekki verða of ánægðir með okkur. Við munum gera okkar bezta, þegar til Austurríkis kemur. Hins vegar get ég einlæglega sagt að áhorfendur — já. fólkið hefur glatt okkur mjög. Fólkið er greinilega ánægt og það gleður mig mjög. Þetta hafa leikmennirnir fundið og það hefur ýtt undir þá til að gera betur, sagði Czerwinski að lokum. Jón H. Karlsson Vörnin hefur smollið vel saman hjá okkur. Þrátt f.vrir tvo sigra þá voru Þjóðverjarnir mjög sterkir í vörninni, að ég tali ekki um markvörzluná. Þýzki markvörðurinn bjargaði liði sínu frá stórtapi í síðari leiknum.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.