Dagblaðið - 07.02.1977, Síða 15

Dagblaðið - 07.02.1977, Síða 15
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 7. FEBRUAR 1977. 15 N iðir B- ísmenn puðu fyrir íslendingum, i V-Þýzkalands, Vlado Þjóðverja ígærkvöldi Vlado Stenzel, landsliðsþjálfari, — reiður og sár eftir tapleikina. skiptu sköpum i leikjunum. Hvatning þeirra var gífurleg — og tsland hlýtur að eiga góða möguleika í Austurríki. Við snerum okkur til Einars Árna- sonar, yfirmatsveins á Esju vegna ummæla Stenzels. Einar sagði. Þýzku leikmennirnir fengu allt í mat, sem beir vildu hér á ESju. Það var aldrei haldið í við þá í mat— og hef ég ekki kynnzt leikmönnum, sem hafa borðað jafn mikið. Þeir komu síðdegis á föstudag. Fengu þá um kvöldið sveppasúpu og lambalæri að vild. Einnig djús og gos. Meginlandsmorgunverð á laugar- dagsmorgni með öllu. Súpu og djúp- steiktan fisk í hádeginu, en annað vildu þeir ekki fyrir leikinn á laugar- dag. Um kvöldið hamborgarhrygg og súpu að vild. A sunnudag. Morgun- verður kl. átta — en vildu þá ekki hádegismat. Kl. 15.00 báðu þeir um súpu, rúnstykki, og nautasneið og fengu það strax. Þeir fengu örugglega nautasneið — það fer ekki milli mála, sagði Einar Árnason. Meira vildu þeir ekki fyrir síðari landsleikinn — en eftir hann fengu þeir T-bone steik að vild. Þýzku landsliðsmennirnir fengu allt, sem þeir báðu um hér — góðan og mikinn mat, en héldu í við sig fyrir landsleikina, sagði Einar að lokum. i: Vara við bjartsýni sagði Jón H. Karlsson fyrirliði ís- lenzka liðsins eftir leikinn í gær- kvöld. Áhorfendur hafa hvatt okkur mjög tii dáða hingað til — stuðningur þeirra hefur verið geysilegur og því hefur ekki reynt eins á liðið og ella. Við megum ekki fagna of snemma — enn eru veikir punktar. Við verðum að ná að teygja sóknir án þess að ógnun detti niður. Opinber stuðn- ingur er okkur einnig mikil hvatning og hann mun skipta sköpum. Björgvin Björgvinsson — Það hefur aldrei verið unnið eins gífurlega fyrir nokkurt einstakt verkefni og nú f.vrir b-keppnina, sagði Björgvin Björgvinsson, línu- vörðurinn snjalli. — Áhuginn hefur aldrei verið meiri. enda Janusz frábær þjálfari og eins má segja að við viljum skilja vel við áður en við hættum — sumir okkar fara að nálgast það. Æfinga- mæting hefur verið mjög góð. Já, liðið hefur tekið gífurlegum fram- förum og jú. svo er gott að fá línu- sendingarnar frá Axel — þær eru alveg einstakar.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.