Dagblaðið - 07.02.1977, Page 19
DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 7. FEBRUAR 1977.
19
Trúir á endurholdgun rc*
og lif eftir dauðann
Nokkrir draumar sem spákon-
una frægu, Jeane Dixon, hefur
dreymt hafa sannfært hana um aö
hún hafi áður lifað á fjórum til-
veruskeiðum. Meira að segja
heldur hún því fram að hún hafi
fengi að kíkja inn í það tilveru-
skeið sem hún á eftir að lifa.
,,Eg trúi því að þessir draumar
hafi komið beint frá guði. Þetta
var hans leið til þess að láta mig
vita um að ég hefði lifað á öðru
tilveruskeiði,“ sagði Jeane Dixon
í viðtali við bandarískt blað.
..Þetta var máti guðs að segja
mér frá því að það er ákveðinn
tilgangur með sérhverju tilveru-
skeiði sem við lifum. Tilveru-
skeiðin eru öll ákveðinn hluti af
miklu alheims lifsmynztri. Þessir
draumar mínir hafa fullvissað
mig um að líf eftir dauðann er
staðreynd."
Jeane Dixon skýrði frá því að í
munkurinn var mjög læknis-
fróður.
Eg sá sjálfa mig yfirgefa
klaustrið, sem nánasl nékk utan í
klettavegg i háu fjalli, og klifra
niður í frjósaman dal þar sem ég
safnaði lækningajurtum.
Það var alveg dásamlegt. Dalur-
inn var prýddur skrautlegum
blómum og í fjarska sá ég hús
með flötum þökum. Eg sá einnig
úlfaldalestir sem snigluðust upp
fjallshlíðina. Siðar í draumnum
sá ég dauða minn.
Líkami minn var látinn á afvik-
inn stað þar sem tveir hræfuglar
voru á sveimi. Fuglarnir sveim-
uðu yfir líkama mínum og mér
fannst ég sjálf sveima fyrir ofan
fuglana.“
Daginn eftir að frú Dixon
dreymdi þennan draum sagðist
hún hafa fundið til ólýsanlegs
friðar innra með sér. En nóttina
Jeane Dixon bendir þarna á mynd af egypzku piramítunum, en hún sá
sjáifa sig þar sem hún fylgdist með byggingu eins þeirra á fyrra
tilverustigi.
þessum draumum, sem hana
dreymdi alla í sama mánuðinum.
hefði hún séð sjálfa sig í eftirfar-
andi hlutverkum:
*• Sem egypzkan stjörnufræðing
sem fylgdist nteð því þegar þræl-
arnir voru að byggja píramita.
★ Sem tíbetskan munk sem hafði
lækningar sem sérgrein.
★ Sem bónda austur í Asíu sem
drepinn var af hermönnum
Genghis Khans.
★ Sem Azteka er fylgdist í skelf-
ingu með mannfórnum.
í einum draumnum fékk Jeane
Dixon að sjá sjálfa sig á tilvo'n-
andi tilveruskeiði, en þá var hún
um borð í fljúgandi furðuhlut
sem kom í heimsókn til jarðarinn-
ar utan úr geimnum.
„Fyrsta drauminn dreymdi mig
fyrir um það bil mánuði. Hann
var svo skýr að mér fannst ég
finna rykið í loftinu sem ég and-
aði að mér,“ sagði Jeane Dixon er
blaðamaðurinn ræddi við hana á
vistlegu heimili hennar i
Washington D.C.
„Eg heyrði angurværa söngva
þrælanna á meðan þeir erfiðuðu
við steinana í píramítann. Ég
fann hvernig sólin bakaði á mér
andlitið.
Eg vissi að ég var í hinu forna
Egyptalandi og að ég var stjörnu-
spekingur. Eg sá að ég var klædd í
síðan kufl úr stífu baðmullarefni
og í höndunum hélt ég á fornum
handritum.
A fingrunum var ég með blek-
bletti eftir að hafa skrifað á þessi
fornu handrit og á hægri hendi
var ég með stóran gullhring með
stórum bláum steini.
Eg fann að ég átti þarna mikil-
vægu hlutverki að gegna í sam-
bandi við byggingu píramítanna.
Líklega hefur stjörnufræðingur-
inn valið hentugasta byggingar-
tintann.
Á meðan ég fvlgdist með þess-
um smávöxnu þrælum þar sem
þeir strituðu i sólskininu skynjaði
ég að þetta var draumur — en þó
um leið að þetta var veruleiki sem
gerzt hafði endur fyrir löngu."
Frú Dixon kvaðst hafa verið
mjög rugluð þegar hún vaknaði
upp af þessum draumi því hún
gerði sér ekki grein fyrir því fyrst
í stað hvað draumurinn þýddi.
„Eg bað li! guðs að sýna mér
hvað þessi draumur þýddi. Strax
nóttina á eftir dreymdi mig annan
draum." sagði hún.
„Þá fannst mér ég sjá sjálfa
mig í hlutverki munks í Tíbet. en
eftir dreymdi hana óhugnanlegan
draum sem gerði henni mjög órótt
innanbrjósts.
„Mér fannst ég sitja inni í miðri
Gobi-eyðimörkinni í Asíu," sagði
hún.
„Napur vindurinn svipti til
klæðum mínum. Halarófa af gul-
um Mongólum reið fram hjá á
smáhestum. Þeir voru smávaxnir
og rindilslegir með kringlótt
höfuð og flestir með óræktarlegt
yfirvaraskegg. Eg sá foringja
þeirra og vissi samstundis að það
var Genghis Khan.
Allt í einu tóku fimm reiðmenn
sig út úr hópnum og riðu í áttina
að svartklæddri persónu sem sat
hjá hundi sinum. Þessi persóna —
ekki var hægt að sjá hvort um var
að ræða konu eða karl reis á
fætur þegar reiðmennirnir nálg-
uðust en þeir báru brugðin sverð.
Það skipti engum togum. Reið-
mennirnir réðust að þessari svart-
klæddu persónu og brytjuðu hana
í spað.
Allt í einu var ég gripin skelf-
ingu. Það rann upp f.vrir mér að
þessi svartklædda persóna var
engin önnur en ég sjálf. Eg varð
vitni að dauða mínum sem hafði
borið að höndum fyrir mörg
hundruð árum. Eg tel að ég hafi
verið bóndi sem Mongólarnir
drápu er þeir áttu leið fram hjá
mér."
Og frú Dixon hélt áfram:
„t næsta draumi var ég uppi á
tímum Aztekanna og varð vitni að
mannfórnum. Eg sá fjöldann all-
an af fullorðnum mönnum og
drengjum sem teknir höfðu verið
til fanga og voru leiddir fram
fyrir steinaltari hofsins og þeim
fórnað.
Sólin skein á stöðuvatn sem var
bak við altarið og himinninn var
fagurblár. En hróp fórnarlamb-
anna bergmáluðu yfir alla þessa
náttúrufegurð og altarið var þak-
ið af blóði.
Þegar ég vaknaði var ég þess
fullviss að þetta væri ekki
draumúr — heldur endurminn-
ingar löngu liðinna atburða.
Og loks kemur síðasta sýnin.
Ekki var hún minna merkileg en
hinar fyrri draumsýnir.
Eg sá sjálfa mig um borð i
geimfari sem nálgaðist jörðina.
Eg var ekki ein í geimfarinu —
þar voru aðrar kvenlegar verur
íklæddar samfestingum sem voru
úr málmkenndu efni. Eg vissi að
ég var ein af þessum verum.
Eg vissi hvaðan við vorum. frá
systurplánetu jarðarinnar og ég
vissi einnig hvers vegna við
vorum að heimsækja jörðina. —
Við ætluðum að frelsa íbúa
jarðarinnar frá sjúkdómum.
Mér fannst að geimfararnir
sem ég tilheyrói væru komnir
miklu lengra en jarðarbúar í
læknisfræði, þannig að þeir voru
lausir við sjúkdóma. Okkur
langaði til þess að miðla jarðar-
búum af þekkingu okkar.
Mér fannst farartækið sem ég
var í gefa frá sér undarlega birtu
um leið og það bjó sig undir að
lenda á fagurgrænum grasbala.
Þá vaknaði ég.
Ég vissi að þetta var tilverustig
sem ég á eftir að lifa.“
Frú Dixon stóð upp og gekk að
Maríulikneski sem stóð á arinhill-
unni og fór blíðlega höndum um
það.
„Eg trúi á endurholdgun."
sagði hún. „Ég trúi á að andi
okkar gangi í gegnum mörg til-
verustig og þróunarstig. Að okkur
sé ætlað að þroska okkur á sér-
hverju tilverustigi sem við lifum.
Mér þótti athyglisvert að ég
hafði ekki verið áhrifamikil
persóna á fyrri tilverustigum
mínum. Þetta gæti verið vísbend-
ing frá guði um að það skiptir
ekki svo miklu máli hver staða
okkar er — miklu frekar að okkur
takist að bæta okkur sjálf og
hjálpa öðrum."
Þýtt og endursagt — A.Bj.
Hagstætt verð
Vegna tollalækkunar bjóðum við nú
f jölbreyttara úrval loft- og veggl jósa
en áður á m jög góðu verði
P 236 PB 2
LJOS & ORKA
Sudurlandsbraut 12
sími 84488