Dagblaðið - 12.02.1977, Side 7
DAGBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. FEBRUAR 1977.
7
Aðeins hluti hjúkrunarfræðinga starfar við sína grein:
Hóta að hætta störfum 1. apríl
,,Það er ekki að efa að
óánægjan með launin er meg-
inástæðan fyrir þvi hversu lítill
hluti hjúkrunarfræðinga er i
starfi. Af 1458, sem eru í Hjúkr-
unarfélagi íslands, vinna 558
fullt starf, 266 hálft starf en
142 eru erlendis."
Þetta sögðu hjúkrunarfræð-
ingar sem litu inn á ritstjórn
Dagblaðsins 1 gær. „Yfir 90%
hjúkrunarfræðinga á Landa-
koti. um 90% á Borgarspítalan-
um og um 85% á Vífilstöðum
sögðu upp störfum sínum 1.
okt. 1976 og var ekkert rætt við
okkur þar til farið var fram á
framlengingu vinnutímans í 3
mánuði. en heimild er fyrir því
í lögum að hægt sé að skikka
okkur til vinnu,“ sögðu tals-
■menn hjúkrunarfræðinga.
Þeir sögðu og að ljóst væri að
þegar þeir létu af störfum skap-
aðist neyðarástand á sjúkrahús-
unum. Þá væru erfiðleikar við
að fá hjúkrunarfólk og vinnu-
álag því oft óheyrilega mikið.
Við bætt kjör myndu fleiri fá
áhuga á hjúkrunarnámi.
Núverandi laun hjúkrunar-
fræðinga er 99.941 kr. fyrir ný-
útskrifaða en með fulla starfs-
reynslu fá þeir 106.486 kr. á
mánuði.
Fyrir vaktavinnu koma síðan
1.600 kr. fyrir nætuvinnu í við-
bót en 1.200 kr. fyrir kvöld-
vinnu.
Hjúkrunarfræðingarnir
sögðu að illt væri að fá deildar-
hjúkrunarkonur vegna lélegra
launa. Þær fá ekki nema nokk-
ur þúsund kr. hærri laun en
hjúkrunarfræðingar.
„Það sem við förum fram á er
um 140 þús. kr. fyrir þá lægr,t
launuðu á mánuði," sögdu
hjúkrunarfræðingarnir. „En
við okkur hefur vart verið rætt
enn sem komið er.“
-EVI.
Framleiðsla rafbíla möguleg hér?
— iðnaðarraðherra synir
áhuga á nýtingu raf knúinna
ökutækja hérlendis
Ef marka má nýútkomna
skýrslu frá iðnaðarráðuneytinu
er ekki fráleitt að ætla að hér
muni hefjast tilraunir með
notkun og e.t.v. hönnun rafbíla
á næstunni.
I samtali við Dagblaðið kvað
Gísli Einarsson fulltrúi í
iðnaðarráðuneytinu mikinn
áhuga fyrir hendi á þessum
málum og hefði iðnaðar-
ráðherra, dr. Gunnar Thorodd-
sen, látið kanna möguleika á
nýtingu raforku hérlendis sem
orkugjafa til flutninga. Einnig
fól ráðherra prófessor Gísla
Jónssyni að sækja alþjóðlega
ráðstefnu um rafknúin ökutæki
í Dússeldorf í haust og fjallar
áðurnefnd skýrsla um niður-
stöður hennar. Þar kemur með-
al annars fram að notkun raf-
bila fer stöðugt vaxandi í
Evrópu og í Bandaríkjunum, þó
svo að þróun þeirra og
fullkomnun sé enn í fullum
gangi. Hefur reynzt erfitt að
finna viðunandi lausn á raf-
hleðslu þessara bíla, sem enzt
gæti meira en ca 100 km í einu.
Engu að síður búast Banda-
ríkjamenn við að framleiða
a.m.k. 15 milljón rafbíla á árinu
1980.
I dag eru bílar sem þessir
mest notaðir við þjónustustörf,
svo sem mjólkurdreifingu í
Bretlandi og póstdreifingu í
Bandaríkjunum, eða m.ö.o. þar
sem föst ákveðin rúta eða vega-
lengd er annars vegar. Þannig
er aksturssviðinu sniðinn mátu-
legur stakkur milli endur-
hleðslu.
Hinn vaxandi áhuga á rafbíl-
um má e.t.v. rekja til orku-
kreppu og hækkandi olíuverðs.
svo og aukins áróðurs gegn
mengun af völdum bensinbíla.
Eins og komið hefur fram í
fréttum er þegar til einn
íslenzkur rafbíll, hannaður og
byggður af Steini Sigurðssyni,
en hann hefur hlotið verðlaun í
alþjóðasamkeppni um slíka
hönnun.
Þá eru starfandi 3 íslenzkar
rafgeymaverksmiðjur sem
standast fyllilega erlendan
samanburð.
Álverksmiðja er hér til
staðar, járnblendiverksmiðja er'
i byggingu og af raforku er
þjóðin auðug miðað við mörg
önnur Evrópulönd.
Sumar gerðir rafbila eru
venjulegir bílar, sem settur
hefur verið í rafhreyfill, stjórn-
Fyrsti islenzki rafbíllinn, Rafsi, á götum Reykjavíkur.
búnaður og geymar í stað
bensínhreyfils og bensín-
geymis. Því mætti hugsa sér að
til að byrja með flyttu
íslendingar inn hreyfillausa
bíla og umbyggðu þá i rafbíla.
Draumurinn um innlendan
bílaiðnað kynni þannig smám
saman að verða að veruleika.
Að vísu er verð rafbíla í dag
allmiklu hærra en bensínbíla
en það stafar fyrst og fremst af
því að fjöldaframleiðsla á þeim
er ekki enn orðin sambærileg
við bensínbíla.
Rikisvaldið gæti hins vegar
haft veruleg áhrif á notkunar-
möguleika rafbflsins hér því
verulegur hluti stofn- og
rekstrarkostnaðar bíla eru
gjöld til hins opinbera.
Ekki þarf að fjölyrða um
gjaldeyrissparnað og eflingu
iðnaðar hérlendis ef þjóðin
færi að sjá sér fyrir farar-
tækjum sjálf að einhverju leyti.
-JF.
Tveir bflar á sama
númeri í Reykjavík
— Gamalskráður bfll féll út af skrá fyrir „mannleg mistök”
og annar bfll fékk sama niímer
Um margra ára skeið hefur
Ölafur Þórarinsson farið allra
sinna t'erða á Land Rover-bifreið
sinni sem fyrir mörgum árum
fekk skrásetningarnúmerið R-
3758. Nú hefur það „slys“ hent
hjá skrásetningardeild Bifreiða-
eftirlitsins að bifreið Ölafs og
númer hefur fallið út af skrá.
Valda því „mannleg mistök" er
unnið var að því að færa upp-
lýsingar af gömlum handskrif-
uðum kortum yfir á tölvuspjöld.
1 kerfinu er nú önnur bifreið
búin að fá þetta númer, R-3758.
Samkvæmt tölvukorti er þetta
svört Datsun bifreið sem Georg
Sigurðsson er skráður eigandi að.
Leikur því grunur á að hin
„mannlegu mistök" hafi valdið
því, að nú séu tvær bifreiðir á
götum Reykjavíkur með sama
númer. Land Rover-jeppinn hans
Ölafs og Datsun-bíllinn hans
Georgs.
Mistökin komu í ljós er Ólafur
ætlaði að borga þungaskattinn af
bílnum sínum. Þá var hann fall-
ínn út af skrá og Georg kominn
þar í staðinn með sinn Datsun.
Bifreiðaeftirlitið hefur undan-
farna daga, eða réttara sagt sólar-
hringa. reynt að hafa uppi á
Georg Sigurðssyni, en ekki tekizt.
Lesi hann þessar línur er hann
beðinn að hafa samband við
skráningardeild Bifreiðaeftirlits
ríkisins hið snarasta.
-ASt.
Verða að kaupa úrgangsloönu úr frystihúsunum jafndýru
verði og upp úr bátnum:
Bræðslur mótmæla harðlega
Bræðslueigendur mótmæla
harðlega ákvörðun Verðlagsráðs
sjávarútvegsins í fyrradag þess
efnis að verð á úrgangsloðnu frá
frystihúsum til bræðslna eigi að
vera 'það sama og verð til þeirra
beint frá bátunum. Ákvörðunin
var tekin af oddamanni og selj-
endum gegn atkvæðum kaup-
enda.
Til skýringar á þessu skal tekið
fram að fái frystihús loðnu til
frystingar gengur verulegur hluti
hennar úr sem óhæfur til fryst-
ingar og þannig eru t.d. aðeins
hrygnurnar frystár. Það sem úr
gengur er hins vegar sem bezt
hægt að bræða.
A f.vrrnefndum fundi létu
kaupendur bóka að þeir áteldu
harðlega verðákvörðunina þar
sem ekkert tillit væri tekið til
þess að úrgangsloðna frá frysti-
húsum er sannanlega mun af-
urðarýrara hráefni en loðna sem
landað er beint úr báti til bræðsl-
unnar, enda sé afurðamesta loðn-
aiv, hrygnan, skilin frá. Þá segja
þeir meðferð á loðnunni í frysti-
húsi rýra mjög gildi hennar til
bræðslu, minnki þannig afköst og
hækki vinnslukostnað. Einnig
benda þeir á að mjög takmarkað-
ur fjöldi verksmiðja taki við meg-
inmagni úrgangsloðnunnar og
þannig skapist meiri mismunun
milli verksmiðjanna en hægt sé
að sætta sig við.
-G.S.
Starfsfólk óskast á
götunarstofu
Upplýsingar veittar á skrifstofu vorri.
Skýrsluvélar ríkisins
og Reykjavíkurborgar
Hóaleitisbraut 9.
Útboð
Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir til-
boðum í spennibreyta fyrir eftirtaldar
spennistöðvar:
Grundartangi Breiðidalur
Varmahlíð Bolungarvík.
Eyrarteigur
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu
Rafmagnsveitna ríkisins, Laugavegi
116, gegn 5000 kr. skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð... á skrifstofu
Rafmagnsveitnanna, fimmtudaginn
14. apríl 1977 kl. 14.00.