Dagblaðið - 12.02.1977, Qupperneq 24
Negri vetrarmaður
á íslandi:
Óttast mest
dýpt snjó-
skaflanna
Það þykir tíðindum sæta og er
sjálfsagt einsdæmi á íslandi að
Afríkunegri er nú vetrarmaður á
bæ einum í Þistilfirði.
Blaðið Dagur á Akureyri
greinir frá þessu nú í vikunni en
þá birtist bréf frá fréttaritara
Dags á Gunnarsstöðum í Þistil-
firði. Þar segir m.a. svo:
,.Á einu búinu hér á Gunnars-
stöðum. hjá ungum bónda,
Jöhannesi Sigfúss.vni, sé ég dag-
lega Afríkunegra í snjó. og mun
það liklega heldur sjaldgæf sjón
hér á landi. Hann er frá Gana og
er vetrarmaður hjá Jóhannesi.
Þetta er kátur maður og er að
venjast störfunum. En einn hlut
óttast hann, og það er dýpt
snjóskaflanna sem hann álítur, að
hann muni e.t.v. festast í og ekki
komast upp aftur. Ganabúinn er
landeigandi i heimalandi sínu, 32
ára gamall og er að búa sig undir
kjötframleiðslu svína og sauða.“
-ASt.
23 ára gamli Will.vsjeppinn úr
Barðastrandarsýslu flaug í
gegnum nálaraugað. Þar var
allt í góðu lagi. og Snorri skipt-
ir um miða. Jeppinn er búinn
að bera 23 slíka.
DB-myndir Sv. Þorm.
Nei, heyrðu mig, segir Snorri
Sigurðsson skoðunarmaður.
Spindilkúian hérna megin er
slæm og hin er alveg ónýt.
Þetta verður að laga strax. Og
Moskinn fékk grænan miða.
Bflaskoðunin
1977 erhafin:
Krafla kostar
35 þúsund á
hvert mannsbam
miðað við lok þessa árs
Það verða rúmlega 35 þús-
und krónur á hvert
mannsbarn i landinu eða 140
þúsund á hverja fjögurra
manna fjölskyldu sem búið
verður að leggja i Kröfluvirkj-
un í lok þessa árs.
Kostnaður er nú orðinn 6,4
milljarðar og um 1.4 eiga að
bætast við í ár.
■ Þetta kemur fram í skýrslu
vinnuhóps um Kröfluvirkjun
tii iðnaðarráðune.vtisins. Eins
og DB hefur skýrt frá má skilja
greinargerð hópsins þannig að
grænt ljós sé gefið fyrir áfram-
haldandi framkvæmdum við
Kröflu með sama hraða og ver-
ið hefur.
Þannig er áætlað að nauðsyn-
legu verki vegna gangsetningar
fyrri vélar verði lokið 31. marz
og geti þá orðið ,,sett í gang“
um miðjan apríl.
Fimm holur á að bora á kom-
andi sumri. Þær holur, sem eitt-
hvað hafa gefið hingað til, hol-
ur 6, 7 og 10, eru taldar munu
gefa 3-4 megavött, en þetta er
aðeins um einn tíundi af því
sem fyrri vélin getur framleitt
við full afköst. Verið er að at-
huga hvar ráðlegast sé nú að
bora.
Framkvæmdum við stöðvar-
hús og gufuveitu verður haldið
áfram af fullum krafti til að
unnt verði að koma stöðinni í
gang með þeirri gufu sem til-
tæk er.
Lagningu háspennulínu frá
Kröflu til Akureyrar mun
væntanlega ljúka um næstu
mánaðamót. Gerð tengivirkis á
Akureyri er næstum lok-
ið.Þannig ætti að verða unnt að
taka línuna í notkun í byrjun
marz. -HH
GRÆNN MIÐIEÐA HVITUR?
— það getur verið erfitt að komast gegnum nálaraugað
hjá þeim f bif reiðaefti rlitin u
Annirnar og'biðraðirnar hjá
Bifreiðaeftirlitinu eru nú
byrjaðar. Bifreiðaskoðun ársins
hófst 1. febrúar og í gær áttu
allir bílar með númerin 1-3600
að hafa komið í Borgartún. Stíft
er auglýst að mæti menn ekki
með bíla sína á réttum tíma
verði menn látnir sæta sektum
og bifreiðar teknar úr umferð
hvar sem til þeirra næst.
DB ,leit við á skoðunar-
planinu þar sem ríkti að venju
einhver sérkennileg spenna,
einhver blanda af ótta við að
komast ekki í gegnum nálar-
augað og sigurvissu og gleði
þeirra sem nýjum bílum aka og
ekkert amar að.
Þeir skoða nú 400 bíla á dag
og eru 6-7 menn við skoðunina
samtímis. Flestir fengu hvíta
miðann fyrir 1977, sem settur
er í efra framrúðuhorn vinstra
megin. Allmargir fengu græna
miðann sem veitir frest til
viðgerðar á einu eða fleiri at-
riðum sem aðfinnsluverð þóttu.
Örfáir misstu númerin og var
lagt út i horn þar sem þeir.
stóðu eins og yfirgefin hræ, all-
ur glæsileiki löngu horfinn.
Þarna kom margt til
umræðu. Spindilkúlur voru
farnar að gefa sig, aurhlífar
vantaði eða menn fengu fyrir-
skipun um að rífa aurhlífar af
aurbrettum framhjóla. Virtust
skoðunarmenn mjög misjafn-
lega ákveðnir i slíkum
skoðunum. Þarna bar að ýmsar
samsetningar bílahluta. t.d. að
dálítið þreytulegur Moskvitch
hafði fengið flautu úr Volvo og
greindi menn á um hvor bíllinn
ætti að móðgast.
Þarna kom 23 ára gamall
jeppi norðan úr Barðastrandar
sýslu. Hann flaug í gegn. enda
nýþveginn og fægður og með
mjúkan gang og allt í góðu lagi.
Nýlegir bílar voru hins vegar
með galla í stýrisútbúnaði og
fleira.
Þarna er sami erillinn og
spennan og verið hefur undan-
farin ár. Skilyrði skoðunar-
manna breytast ekkert þótt
hvert árið af öðru liði. En þarna
á planinu eru ýmis örlög ráðin.
Miðinn á að vera í efra fram-
rúðuhorni vinstra megin. A lit-
uðum rúðum lendir skoðunar-
miðinn niðri undir miðri rúðu
bíistjórum til ama. En þar skal
hann vera samkvæmt skipun.
örlög sem valdið geta straum-
hvörfum bæði í ævi bíla og
manna. -ASt.
frýálst,óháð Hagblað
LAUGARDAGUR 12. FEB, 1977
Vinnu-
veitendur
vilja viðræður
— um „sameiginleg
hagsmunamál”
gagnvart ríkisvaldinu
Vinnuveitendur skírskota til
sameiginlegra hagsmuna þeirra
og verkafólks í ýmsum efnum.
Þeir vilja hefja viðræður við
verkalýðshreyfinguna um með
hvaða hætti aðilar vinnumarkaðs-
ins geti komið fram „sameigin-
lega gagnvart ríkisvaldinu“ í
kjarasamningunum.
Þeir segjast vænta stuðnings
verkalýðshreyfingarinnar við
óskir um afnám eða lækkun
ýmissa opinberra álaga og gjalda*
á atvi.nnureksturinn. Þeir kveðj-
ast fúsir til að leggja lið tillögum
sem miði að því að bæta hag
hinna lægst launuðu. I því sam-
bandi geti komið til athugunar
aðgerðir á sviði skattamála, trygg-
ingamála eða húsnæðismála, svo
að dæmi séu nefnd. Sú kjarabóta-
leið sé nú heppilegust.
Viðræður um þetta ættu að
hefjast hið fyrsta, segir í yfir-
lýsingu framkvæmdastjórnar
Vinnuveitendasambandsins frá í
gær. Þar er undirstrikað að
brugðið geti til beggja vona í
efnahagsmálum, þótt ástandið
hafi lagazt. Það skipti miklu að
kjarabreytingar verði nú „innan
þeirra marka, sem aukning
þjóðartekna setur“. -HH.
HARLEM GL0BE-
TR0TTERS
TIL ÍSLANDS
í APRÍL?
Harlem Globetrotters,
hinn frægi körfuboltasirkus
sem undanfarna áratugi hef-
ur farið um heiminn og sýnt
hinar ótrúlegustu listir með
körfuboltann, hafa boþizt til
að koma til islands og leika
listir sinar.
Körfuknattleikssam-
bandið íhugar þessa dagana
fjárhagshlið málsins en
kostnaður er geysimikill,
enda 30 mahns í flokknum.
Ef af verður kemur Harlem-
flokkurinn hingað í apríl-
mánuði.
-hsím,-
Kaupiðhækkar
um 2,5 prósent:
Verðhækkunin
miklu meiri en
kauphækkunin
Kaup hækkar almennt um 2,5
af hundraði 1. marz næstkomandi
vegna verðhækkana.
Þetta er lítið eitt minna en Dag-
blaðið hafði spáð.
Verðbólgan frá nóvemberbyrj-
un til byrjunar febrúar varð 5,77
prósent. Verðhækkun varð á bú-
vörum, fiski, kaffi, tóbaki,
bensíni, áfengi og mörgum öðrum
vörum og hitaveitu- og raf-
magnstaxtar hækkuðu, svo og
póst- og símagjöld. En svo var um
samið í kjarasamningunum í
fyrra að ýmsar hækkanir, svo sem
á svonefndum vinnulið Verðlags-
grundvallar búvöru og á áfengi og
tóbaki, skyldu ekki taldar með
þegar reiknuð væri kauphækkun-
in sem af hækkun verðlagsins
leiðir.
Kauphækkunin er því 3,27%
minni en verðhækkunin. -HH