Dagblaðið - 14.02.1977, Síða 5

Dagblaðið - 14.02.1977, Síða 5
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 14. FEBRUAR 1977. 1 " 5 N 10%VERÐHÆKKUN Á SVARTOLÍU - FLEIRIHÆKKANIR ÓUMFLÝJANLEGAR Verðhækkun á svartolíu var leyfð frá og með sl. laugardegi. Hækkaði hvert tonn úr kr. 21 þús. í kr. 23.200, eða um 10%. ..Framboð og eftirspurn á hinum ýmsu tegundum elds- neytis er mjög árstíðabundið,“ sagði Örn Guðmundsson skrif- stofustjóri Olíuverzlunar ís- lands i viðtali við DB. Hann kvað t.d. svartolíu vera mikið notaða til húsahitunar erlendis og hefðu miklir kuldar aukið eftirspurn og notkun hennar. Væri þetta að hluta ástæðan fyrir verðhækkun á heims- markaðnum. Vi ..Við áttum mjög litlar birgð- ir af svartolíu í landinu og vorum nýlega að fá farm á hækkuðu verði erlendis frá.“ sagði Örn. Hann sagði að loðnu- mjölsverksmiðjurnar notuðu svartolíu og væri því eftir- spurnin hér með mesta móti um þessar mundir, þegar sú notkun bættist við það sem skipin not- uðu. Öll olía og eldsneyti unnið úr henni er háð verðlagsákvæðum, þ.e. leyfi stjórnvalda til verð- hækkunar á innanlandsmark- aði. Heita má að sífellt liggi f.vrir hjá verðlagsyfirvöldum einhverjar umsóknir frá olíufé- lögunum um leyfi til hækkun- ar. ,,Það er aðeins „geymdur vandi“ að fresta alltaf verð- hækkunum sem ekki verða um- flúnar," sagði Örn Guðmunds- son. Hann benti á að um langt skeið hefði. eða þar til í nóv- ember sl„ orðið gengissig á ís- lenzku krónunni gagnvart bandaríkjadollar. Hefði það numið um 0,9% á mánuði hverjum. Þar sem við greiddum Rússum í dollurum fvriroliuna. sem við kaupum alla af þeim, þýddi þetta sig verðhækkun á olíu hérlendis. „Verðhækkun kemur alltaf niður á neytendum vörunnar," sagði Örn. „Langvarandi frest un á augljósum óumflýjanleg um verðhækkunum veldur margvíslegum vanda fyrir þá sem frestunin kemur niður á hverju sinni. Má þar til dæmis nefna stöðugan rekstrarfjár- skort, eins og á þessum málum hefur verið haldið.“ Dagblaðið hefur traustar heimildir fyrir því að t.d. gas- olía hefur að undanförnu hækkað mikið á heimsmarkaðn- um. Má því telja fyrirsjáanlega verðhækkun á henni hérlendis. Umsóknir liggja frá olíuinn- flytjendum um heimildir verð- lagsnefndar og rikisstjórnar til hækkunar á eldsneyti almennt, meðal annars um tveggja króna hækkun á bensínlítra. Ekki er ljóst hvenær þessum umsóknum verður sinnt eða hækkanir leyfðar. Ljóst er þó að óðum styttist í vorið. Þá fer mjög vaxandi eftirspurn eftir þensíni á meeinlandi Evrópu. NILFISK FÖNIX HATUN 6A SÍMI 24420 Raftækjaúrval — Næg bílastæði Svo einfalt... 1. Þú hringir í Stáltœki símar 42717 — 27510 og pantar bílskúrshurðaropnara. Við komum í heim- sókn. Þu þrýstir a hnappinn inni i 3. Hurðin opnast sjalfkrafa og hlýjum bilnum. kveikir Ijós. 4. Þuekur inn ur kuldanum 5. Hurðin lokast a eftir þér siwm sterka ryksusan... & Styrkur og dæmalaus ending hins þýðgenga, stillanlega og sparneytna mótors, staðsetning hans oghámarks orkunýting, vegna lágmarks loft- mótstöðu i stóru rvksíunni, stóra. ódýra pappírspokanum og nýju kónisku slöngunni. afbragðs sog- stykki og varan- legt efni. álog stál. Svona er NILFISK: Vönduð og tæknilega ósvik- in, gerð til að vinna sitt verk fljótt og vel. ár eftir ár. með lág- marks truflunum og tilkostnaði Varanleg: til lengdar ódýrust. Nýr hljóð- deyfir: Hljóðlótasto ryksugan. Ný keilu-slanga: 20% meira sogafl, stíflast síður. Afborgunarskilmálar Traust þjónusta lá 6. Þú labbar inn til þín, afslappaður, í rólegheitunum því þú ert hœttur að slást við hurðir, þú kannt að nota þér ameríska yfirburðatœkni.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.