Dagblaðið - 14.02.1977, Síða 11

Dagblaðið - 14.02.1977, Síða 11
DAGBLAÐIÐ, MÁNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1977. i, " ' ' u- 1 .. . . ■ ■ ' ' A Og RegnbogabúrJapanans Kazuko Tamaro er eitt af sérstæðustu verkum sýningarinnar. Allan sjötta áratuginn setti pólska vefjalistin, sem meö sinni áhrifamiklu efnismeðferð seildist inn á svið skúlptúrs, svip sinn á evrópsku vefjalist- ina. Af pólskum vefjasnilling- um má nefna Mariu Laszkie- wicz, andlega móður nýja pólska vefnaðarins og frá vef- stofu hennar hafa komið flest þeirra verka, sem aflað hafa Póllandi alþjóðlegra viður- kenninga. Að Kjarvalsstöðum eru pólsku áhrifin á greinilegu undanhaldi, raunsæja myndin er farin að ryðja sér rúms og gætir þess helst í verkum svía og islendinga. En yfirgnæfandi meirihluti vinnur þó með abstrakt formum, geometrísk- um eð^ non-figurativum. Lit- irnir eru oft í mildum og mett- uðum jurtalitum, unnir af vef- urunum sjálfum, sumir spinna jafnvel sjálfir og til að komast enn nær þvi upprunalega, rækta t.d. hörinn sem þeir vinna úr. Efnið er eins fjöl- breytilegt og hugmyndaflugið leyfir, ull og bómull eru mest notuð og gerviefni ýmiss konar. ívafið er stundum koparþráð- ur, hampur, hrosshár eða gróf reipi. Finnarnir eru sem fyrr ákaf- lega náttúrubundnir og náttúran er einnig hugkveikjan að verkum þriggja íslendinga af 6. Þessi verk eru ekki aðeins rómantískar náttúrulýsingar, heldur flytja þær einnig sinn boðskap um náttúruvernd og það að hverjum manni beri að rækta sinn garð. Þennan boð- skap má lesa í Rúg og kartöflu- akri (39) Pirkko Hammarberg, sem er beinn óður til jarðarinn- ar, hugleiðing um gjafmildi hennar og þá ríkulegu upp- skeru sem hún gefur af sér, ef vel er að henni fanð. Pirkko beitir þarna ýmsum aðferðum til að ná fram dýpt og vídd. Hún gríþur til hinnar gömlu finnsku röggvatækni, hnýtir og bindur léreftsræmur og búta í ótal grænum litbrigðum og er auð- sjáanlega nýtin í sinni list, enda uppskeran eftir því. Það er einnig komið að upp- skerutíma við Kartöflukofa (62) Rögnu Róbertsdóttur, sem byggður er upp á einföldum geometrískum formum í jarðar- litunum og hvítu og líkt og Pirkko hnýtir hún léreftsræm- ur fyrir kartöflugrös og gefur ströngum fletinum þannig hreyfingu og líf. Radísur Arndísar Agnar Guðmundsdóttir (60) eru leik- andi létt og næstum músíkaiskt bungu, eru náttúrustemmning- arnar ákaflega sterkar, nöfn verkanna Is og eldur (58, 59) undirstrika það frekar. Hún teflir fram andstæðum hvað snertir efnisval, mjúk ullin og strítt hrosshárið skapa spennu i því fullkomna jafnvægi sem á myndfletinum ríkir. Aftur í goðafræði rómverja hefur S.vnnöve Aurdal sótt nafn verk síns Janus (67), sem er mikið verk og þrískipt. Þetta er eins konar sjónbrelluverk, sem framkallar optísk áhrif á net- himnunni. Synnöve hefur brot- ið upp myndflötinn og alla fjar- vídd og lætur óreglulega tafl- reiti sem hún hefur slitið úr tengslum við kerfið rjúfa kulda skákborðsins og setur þá upp á rönd. Og augað nær ekki hvíld- arpunkti fyrr en á klofnum hnetti fyrir miðri mynd. Þetta verk leiðir hugann beint að verkum ungverjans Vasarely og portúgölsku listakonunnar Vieira da Silva, sem unnið hafa með sömu sjónáhrif innan mál- aralistarinnar. Synnöve Aurdal hefur verið falið að vefa þjóðargjöf norð- manna til íslendinga vegna 1100 ára búsetunnar og mun sá vefnaður í framtíðinni prýða Hrafnhildur Schram þjóðarbókhlöðu íslendinga. Ef vel er að gáð má í sýningarskrá finna fáeina karlmenn meðal þátttakenda. Þar á meðal eru þrír sem ekki eru af norrænu bergi brotnir en búsettir i Sví- þjóð og minnir t.d. litskrúðugur svifskúlptúr japanans Kazuko Tamaro Regnbogahátíð (111) á austurlenskan uppruna hans. Pólverjinn Gregor Fedyszyn, sem á eitt frumlegasta verk sýningarinnar (97) heklaðan gólfskúlptúr af lífrænum toga með löngu latnesku nafni sem leiðir hugann að kórölum, sver sig i ætt við lífrænan nútíma- skúlptúr í heimalandinu Póllandi. Kannski eru framlög íslenskra karlmanna ekki langt undan! Nina Gjestland sýnir verk (70) undir sterkum áhrifum frá list indíána og Nanna Her- toft, (12) einn helsti hvatamað- ur þríæringsins, opnar fagur- rauðan fjallaheim ævintýra- landsins undir silfurhimnum í Fvískiptum vefnaði. Loftkennd og létt eins og þokuslæða eru verk Annette Juel (21, 22) þar sem uppistaðan án ívafs breiðir úr sér og óneitanlega eru þær skondnar og skemmtilegar prjónamyndirnar hennar önnu Lenu Emden (93, 94 , 95) með barnslegu yfirbragði með eftir- lætismyndaefni naivistans, brúðkaupi, á einni myndinni. Vefþrykkið gegnir sama hlut- verki innan vefjalistar og graf- íkin innan myndlistar, ekki sem ódýrari og óæðri miðill, heldur sem sjálfstæð listgrein innan vefjalistar, þar sem möguleikar fjölföldunar geta haldið verðinu niðri. Mynd- vefnaður hlýtur alltaf að verða dýr vegna þeirrar miklu og seinlegu vinnu sem á bak við liggur. Erlendis mun nú vera hægt að velja um sömu mynd I myndvefnaði og vefþrykki og verður gaman að fylgjast með því hvort vefþrykkið á eftir að ná jafn skjótri útbreiðslu og grafíkin hér á landi á síðustu árum. Vefþrykkin eru veikasti hlekkur sýningarinnar og gefa alls ekki rétta mynd af því sem gert er í dag á því sviði. Það er heillandi á þessari sýningu að sjá verk þeirra listamanna sem þekkja sitt efni, treysta þvf og vinna samkvæmt eðli þess og ná árangri sem virkar sannfær- andi á því tiltekna sviði. Áþreif- anlegt dæmi þess hversu illa getur farið þegar svo er ekki er verk Brittu Stenberg-Tyrefors (109) þar sem reynt er að flytja vatnslítamynd yfir í myndvefn- að sem lýtur gjörólíkum lög- málum eins og nærri má geta um svo ólíkt efni. Útkoman verður sú að ferskleiki frum- myndarinnar fer forgörðum við þennan flutning, tjáningar- máttur vefsins er þarna ekki nýttur. Eins og aðstandendur symng- arinnar hafa réttilega bent á hefðu verkin notið sín betur á hvítum bakgrunni, eins hefði vandaðri sýningarskrá með fá- einum litmyndum haft meira söfnunargildi en nýstárlega fréttablaðsformið. Þess er ósk- andi að framtíða þríæringar fái að halda þeim ferskleika og reisn, sem einkennir sýninguna að Kjarvalsstöðum. Hrafnhildur Schram listfræðingur. Það er ekki oft sem annan eins hvalreka og norrænu vefjalistarsýninguna, sem nú stendur að Kjarvalsstöðum, ber á íslandsstrendur og er þessi fyrsti þríæringur lofsvert menningarframtak norræna starfshópsins sem gerði hann að veruleika.Héðanfer sýningin til Færeyja sem eru síðasti við- komustaðurinn, áður en sýning- in kemur í heimahöfn í Ala- borg, en þaðan lagði hún upp í sína miklu reisu um Norður- löndin í ágústmánuði sl. Norrænu dómnefndinni bár- ust 800 verk frá Norðurlöndun- um fimm og var öllum frjálst að senda inn tillögur, án þess að um nokkuð bindandi þema eða aðrar kvaðir væri að ræða. Síðan voru valin úr 116 verk, sem nú fylla hvern krók og kima að Kjarvalsstöðum og má ætla að sýningin gefi nokkuð góða hugmynd um norræna vefjalist í dag. Hér er nú loksins komið tæki- færi fyrir norræna vefara, sem draga á eftir sér sameiginlegan slóða gamallar vefjahefðar, að vinna vefjalistinni fastari sess f þjóðarvitundjnni sem sjálfstæð listgrein, sem ekkert þarf að þiggja frá öðrum listgreinum. Og. óneitanlega hefur vefjalist- in það forskot fram yfir aðrar listgreinar, svo sem málaralist og höggmyndalist, að þarna er um að ræða efni sem allir þekkja og hafa komist i snert- ingu við. Að þremur árum liðn- um fáumviðsíðan að sjá afrakst- ur þess innblásturs. saman- burðar og örvunar sem þetta tilefni hlýtur að verða öilum þeim sem að vefjalist vinna. I fróðlegri sýningarskrá i broti fréttablaðs má sjá stefnu- yfirlýsingar norrænu starfs- hópanna, svo og söguieg yfirlit vefjalistar í viðkomandi lönd- um. Björn Th. Björnsson getur þess í nokkrum punktum ís- lenskrar vefjasögu, að vefkon- an muni hafa verið einn fyrsti lögverndaði iðnaðarmaðurinn á Norðurlöndum og sýnir það að þegar á miðöldum hefur vefja- list veyð viðurkennd listgrein. Að Kjarvalsstöðum kemur glöggt í ljós, hversu geysivíð- feðmt hugtakið „vefjalist“ er. Þar fá inni ótal tjáningarform, svo semmyndvefnaður.röggvar- vefnaður, vefþrykk, ásaumur, útsaumur, makramé, batik, hekl, prjón og fleira. Mörkin milli vefjalistar annars vegar og . skúlptúrs og málaralistar hins vegar eru hér ákaflega óljós. Vefjalistin er ekki lengur háð veggnum, hún er vís með að koma til okkar niður úr loft- inu eða feta sig eftir gólfinu., Það er einnig augljóst aó norræna vefjalistin í dag er skapandi, en ekki þjónandi eins og hlutverk hennar hefur óhjá- verk eins og þeim er komið fyrir og Blóm (61) Sigurlaugar Jóhannesdóttur er ljóðrænt verk og heillandi. Sigrún Sverr- isdóttir og Þorbjörg Þórðardótt- ir fara aðrar leiðir en landar þeirra. Þær nota hina raunsæju listmynd til að fjalla um þjóðfélagsleg vandamál og taka fyrir málefni kvenna. Verk Þorbjargar Lífsmunstur kon- unnar (65) er myndasaga um félagslega stöðu kynsystra hennar. Þar bregður hún upp og frystir fjö'gur augnablik úr lífi konunnar, giftingu, upp- þvott, barnagæslu og einmana- leika ellinnar. Þessi augnablik raðast í lífi konunnar, lifs- munstrið er útfyllt í myndinni. Annað verk Þorbjargar Eftir átta (66) er tvíeggjað og áleitið. Þar stendur konan við upp- þvottinn, meðan fjölskyldan ef- laust situr við skjáinn. Upp- þvottabalann sem konan stend- ur við má einnig sjá sem sjón- varpsskjá, þar sýnir myndin leirmunina sem hún þvær. I Karlmenn og konur (63) Sig- rúnar Sverrisdóttur er inntakið karlmannaveldi. Myndbygging- in er ákaflega margbrotin, þó hefur boðskapurinn ekki borið formið ofurliði.ennþá áhrifa- meiri hefði myndin kannski orðið á stærri fleti. Sigrún sýn- ir vinnulúið verkafólk með steinsteypukassa í baksýn í Að loknu dagsverki (64) á raunsæjan og væmnislausan hátt á sama hátt og ljósmynda- vélin hefði gert. Sigrún Sverrisdóttir myndvefari við verk sitt Aðloknu dagsverki. Ásgerður Búadóttir sýnir ein fallegustu verkin á sýningunni. Þótt erfitt sé að finna ytri fyrir- bæri úr náttúrunni, kannski að- eins gáru á vatni eða svell- kvæmilega verið á undanförn- um öldum sem n.vtjalist. Þegar gengið er um sýningarsalina án þess að hafa sýningarskrá við höndina, er nær ógjörningur að flokka verkin rriður eftir þjóð- erni. Það sýnir ekki einungis að öll góð list er alþjóðleg, heldur einnig að þessir fimm álar norrænnar vefjalistar runnu eitt sinn út frá sömu uppsprett- unni. Vel má vera að þessi sérein- kenni norrænnar vefjalistar hafi orsakað það að framlög Norðurlandanna hafa átt erfitt með að fá- inni á alþjóðlegum sýningum t.d. á vefjalistasýn- ingunni í Lausanne og hefur það einnig orðið til að auka skilning á nauðsyn norræna þríæringsins. Pólverjar urðu á sjötta áratugnum fyrstir til að brjótast út úr sinni gömlu vefjahefð. sem farin var að sníða listrænu hugmyndaflugi þeirra og lífshugsjónum of þröngan stakk. Sumarbrúðkaup Önnu Lenu Emden er unnið i prjón á einlægan og barnalegan hátt. Myndlist Uppistaða ívaf

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.