Dagblaðið - 14.02.1977, Síða 13
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 14. FEBRUAR 1977.
Kjallarinn
Garðar Viborg
kaupmáttur launa rýrnaði
verulega á samningstímabilinu.
Það gefst vonandi tækifæri til
þess síðar að ræða þessi mál
nánar og jafnframt bænatil-
löguna, sem frá er greint að
framan.
Benedikt sagði jafnframt í
ræðu sinni: „ísland er að verða
láglaunasvæði". Hvað telja
flutningsmenn tillögunnar, að
kaup verka- og launafólks
þyrfti að lækka mikið frá því
sem nú er til að segja megi
fullum fetum og með fullum
rökum: „ísland er orðið lág-
launaland." island er þegar
orðið láglaunaland, það hef ég
áður sagt hér í kjallaragreinum
í Dagblaðinu.
Eðvarð Sigurðsson þorði þó
að viðurkenna það á Alþingi,
þótt hann jafnframt væri að
,,rassskella“ sjálfan sig. Vissu-
lega er höfuðsökin hjá sjálfri
verkalýðsforystunni, hana
hefur skort baráttuvilja.
Blessuð samtryggingin
Eftir stofnun Samtaka frjáls-
iyndra hér í Reykjavík hófum
við umræður á fundum um
samtryggingu gömlu
flokkanna, að þeir skiptu
völdum innan þjóðfélagsins
eftir föstum prósentureglum,
og það gera þeir vissulega enn
þann dag i dag.
Nýtt land hóf skrif um
„kerfið", sem væri sameining-
artákn gömlu flokkanna og að
það væri í reynd aflið sem
stjórnaði þjóðarskútunni.
Við töldum og teljum, að
„kerfið" sem slíkt væri að
drepa heilbrigt þjóðlíf og að
flokksblöðin fylgdu sömu reglu
og túlkuðu í blindni allt það,
sem flokkarnir og flokksráðin
fyrirskipuðu hverju sinni, svo
að frjáls hugsun, tal og skrif
væru á stöðugu undanhaldi í
okkar lýðfrjálsa landi.
Sannast sagna er yfirlýstum
stefnumálum og hugsjónum
flokka kastað fyrir róða til að
þjóna sjálfu kerfinu. Flokks-
blöðin fylgja dyggilega sömu
reglu. En hvers vegna nú að
skrifa um þetta margrædda
samtrygginga-kerfi?
Ástæða þess er sú, að kerfis-
flokkarnir hafa aldrei viljað
viðurkenna, að til sé nefnt sam-
tryggingarkerfi. heldur séu
hugsjónir flokkanna svo ólíkar
sem nótt og dagur.
En eins og áður sagði er ég og
margir fleiri á öndverðum
meiði og gerum engan mun á
kerfisflokkum. Lokatakmark
hvers flokks er það sama, að ná
völdum og aðstöðu.
Nú hefur það gerzt, sem
sannar fyllilega okkar mál um
það sem nefnt er samtrygging
flokkanna.
Tveir ungir menn, þeir
Ólafur Ragnar Grímsson, og
Baldur Óskarsson, sem einu
sinni fyrir ekki svo löngu, voru
í fararbroddi ungra framsókn-
armanna, fengu ekki þann
frama þar, sem þeir óskuðu,
yfirgáfu þá hreyfingu og gengu
í Samtök frjálslyndra og vinstri
manna og svifu beint inn í
innsta hring þeirra. Sá hringur
var að vísu ekki stór, og þvi lítil
von frama þar, og hugsjónir
þeirra það stórar að þær
rúmuðust ekki í svo litlum
hring, og leituðu þeir því fljótt
þaðan.
Þeirgenguþá í Alþýðubanda-
lagið og hoppuðu eins og byssu-
brenndír beint inn í innsta
hring þess, og þar reyna þeir að
koma hugsjónum sínum á fram-
færi. Og nú er um það talað, að
Baldur Óskarsson verði innan
langs tíma framkvæmdastjóri
Alþýðubandalagsins. Forystu-
menn þess hafi fundið ylinn af
þeim hugsjónaeldi, sem í hon-
um býr.
Þessi saga er sögð til að
sanna alþjóð það, að við höfum
haft rétt fyrir okkur, sem höf-
um talað um samtryggingu
gömlu stjórnmálaflokkanna,
,,kerfið“ er eitt, en angar þess
eru fjórir. Það eru stjórnmála-
flokkarnir sem koma fram í
fernu lagi, þegar kosið er til
Alþingis, en tilgangur þeirra er
sá, að á þann hátt er von til
aukins styrkleika innan
kerfisins, prósentuhlutföllin
eru aflið sem gildir í skipta-
reglunni, þegar völdum og
aðstöðu er breytt innan þjóða-
heildarinnar. Þannig er
íslenzkt lýðræði í hnotskurn.
Garðar Viborg
fulltrúi.
Góðir körfubílar
til sölu
Höfum til afgreiðslu strax eftirtalda körfubíla
fró Englandi:
1. Ein SIMON D40 vökvakarfa árgerð 1969 á Morris-bil.
2. Fjórar SIMON U35 vökvakörfur árgerð 1968áMorris-
bílum.
3. Ein SIMON LF7 vökvakarfa árgerð 1975 á Land-Rover
jeppa.
Hentugar fyrir hvers konar byggingariðnað,
slökkvilið og margt fleira. Myndir á staðnum.
Markaðstorgið,
Einholti 8, sími 28590 (74575).
13
2...3=6 SÆTA
ETTIÐ "MALLO
n
- á óvenju lágu verði miðaó við gæði,
eða aðeins 162.000.- kr.
og með staðgreiðsluafslætti aðeins
145.800.-kr.
Mallo-sófasettið er vandað, efnismikið og
þér getið valið um sex ólik munstur í áklæði.
Litið inn í stærstu húsgagnaverslun
landsins. Og það kostar ekkert að skoða.
Húsgagnadeild
Jón Loftsson hf.
Hringbraut 121 Sími 28601
W GOLFTEPPI ^
f fyrir y
heimili—stigahús—skrifstofur
AXMINSTER
Grensásvegi 8 — Sími 30676
Flugfélag íslands býður upp á
sérstakar helgarferðir allan veturinn
fram undir páska: Ferðina og dvöl á
góðum gististað á hagstæðu verði.
Út á land, til dæmis í Sólarkaffið
fyrir vestan, á Sæluvikuna á Sauðár-
króki eða þorrablót fyrir austan, til
keppni í skák eða í heimsókn til
kunningja. Víða er hægt að fara á
skíði.
Suður til Reykjavíkur vilja flestir
fara öðru hverju. Nú er það hægt
fyrir hóflegt verð. Þar geta allir
fundið eitthvað við sitt.hæfi til að
gera ferðina ánægjulega. Margir hafa
notað helgarferðirnar og kunnað vel
að meta.
Gerið skammdegið skemmtilegt!
Leitið upplýsinga hjá skrifstofum
og umboðum um land allt.
FWCFÉLAC ÍSLANDS
INNANLANDSFLUG