Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 01.03.1977, Qupperneq 8

Dagblaðið - 01.03.1977, Qupperneq 8
8 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 1. MARZ 1977. „Það verður enginn heimsmeistari á því að tefla normait" f jörlegri skákskýringu Kortsnoj — Petrosjan: V2 — V2 Heilsuðust ekki — kvöddust ekki arann að bera það undir Petro- sjan hvort hann tæki jafnteflis- boði. Petrosjan bað Kazics að skila því að hann tæki boðinu. Risu þeir úr sætum sínum og gengu brott án þess að mælast við einu orði. „Þetta hefði Bobby Fischer ekki gert. Hann er trúaður, það er Kortsnoj ekki. Honum er því al- veg sama um biskupa," sagði Spassky þegar Kortsnoj lét biskup fyrir riddara í skákinni sem þeir tefldu í Giocco á Ítalíu. Það vakti mikla ánægju áhorf- enda þegar þeir Friðrik Ólafsson og Spassky stukku upp á sviðið til þess að skýra skákina milli Korts- nojs og Petrosjans. Nokkurt hlé hafði orðið á geysilega fjörlegum skákskýringum Jóns Þorsteins- sonar á meðan beðið var eftir næstu leikjum á teiexinu frá Luzerne. „Þetta eru allt of miklir kommahatarar til þess að hægt sé að láta þá skýra skákir,“ sagði Haraldur Blöndal þegar Jón fór að tillögum áhorfenda, og þeir búnir að leika Petrosjan í dauð- ann hvað eftir annað. „Þetta er orðinn stjórnmáls- fundur," sagði annar áhorfandi þegar svona var komið. „Petrosjan virðist hugsa — hann er í vandræðum eins og við,“ sagði Jón einu sinni. Þá gall við rödd úr salnum: „Hvernig væri að leika biskup á b7 og tefla normalt?" „Það verður enginn heims- Frú Marina Spassky og Albert Guðmundsson alþingismaður og ræðis- maður Frakklands við setningarathöfnina sl. föstudag. DB-mynd Bjarnleifur. Petrosjan settist við skákborðið i keppnissalnum í II Giocco á Italíu í sphtniiunýjum ítölskum fötum.Fátt varð umkveðjur milli hans og Kortsnoj. Þoir tókust ekki i hendur, eins og venja er þegar einvígi er háð. Þeir horfð- ust ekki á alla skákina, sem reyndar var aðeins 22 leikir. Petrosjan horfði fram í salinn á milli leikja en Kortsnoj einbeitti sér að taflborðinu. Kortsnoj hafði hvítt. Var almennt talið, að Petrosjan hefði fullt eins gott tafl. Þegar Kortsnoj hafði leikið sínum 22. leik, Bf4, sneri hann sér til yfirdómarans B. Kazics, sem er Júgóslavi og vara- forseti FIDE. Kortsnoj bað dóm- Þrír góðir sem komu við sögu á „einvígi aldarinnar” Boris Spassky, Guðmundur G. Þórarinsson og Sæmundur Pálsson við setningarathöfnina si. föstudag. Kortsnoj einbeitti sér við skákina í II Giocco i gær, en Petrosjan horfði fram í salinn — þeir heilsuðust ekki. meistari á því að tefla normalt," svaraði Jón. Þegar þeir Spassky og Smyslov gengu í salinn kl. 6.20 gerðust menn ekki eins tillögudjarfir. Frú Marina Spassky kom inn í salinn í appelsínugulum úlpujakka. Spassky fékk skilaboð um að koma fram og fóru þau hjónin frá en þeir Friðrik og Smyslov tóku að ræða skákina af miklum áhuga. „Þessi skák er geysilegt tauga- stríð. Hér er barizt upp á líf og dauða,“ sagði Spassky. Lokastaðan, þegar um jafntefli samdist, var þessi: Hvítt: Kortsnoj: Kgl, Dbl, Hfl, Hc3, Bd3, Rf4, a2,b4, d4, e4, f2, g2, h2. Svart: Petrosjan: Kg8, Dd6, Hc7, Hc8, Be6, Rc7, a7, b7, c6, d5, f7, g6, h7. Skákin var annars leikin þannig: 1. c4—e6 2. g3—d5 3. Bg2—Rf6 4. Rf3—Be7 5. 0-0—0-0 6. d4—dxc4 7. Re5—Rc6 8. Bxc6—bxc6 9. Rc3 — c5 10. dxc5 — Bxc5 11. Da4—Rd5 12. Re4—Rb6 13. Dc2—Be7 14. Rxc4—Rxc4 15. Dxc4 — Dd5 16. Dc2 — Bb7 17. f3—Dd4 18. Kg2—Bxe4 19. dxe4—dxe4 20. fxe4—Hfb8 21. b3—Bd6 22. Bf4— Portisch: % — Larsen: ‘A Larsen gaf Portisch kost á því að fara út í hefðbundið drottningarbragð. Eftir eina klukkustund höfðu þeir leikið 18 leiki. Larsen var sýnilega við öllu búinn en jafntefli var að dómi Helga Ölafssonar skák- skýranda jafnlíklegt og hvað annað. Sú spá reyndist rétt því að Portisch bauð jafntefli eftir 20 leiki. Hafði hann þá notað 89' mínútur en Larsen 70 minútur. Larsen tók jafnteflisboðinu. Lokastaðan, þegar jafnteflið var samið, er þessi: Hvítt: Portisch: Kgl, Dbl, Hfl, Hc3, Bd3, Rf4, a2, b4, d4, e3, f2, g2, h2. Svart: Larsen: KgS, Ddt>, Hc7, Hc8, Be6, Rd7, a7,b7,c6,d5,f7, g6, h7. Leikirmr í Rotterdam voru þannig: 1. c4 — Rf6 2. Rf3 — e6 3. Rc3—d5 4. d4—Rbd7 5. cxd5—exd5 6. Bg5—Be7 7. e3—0-0 8. Bd3—c6 9. Dc2—He8 10. 0-0—Rf8 11. Hael—Be6 12. Re5—Rfd7 13. Bxe7—Hxe7 14. Rxd7—Dxd7 15. b4—Hac8 16. Hecl—Dd6 17. Dbl—Hec7 18. Re2—g6 19. Hc3—Rd7 20. Rf4— - skrifar um skákina

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.