Dagblaðið - 01.03.1977, Síða 10
10
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 1. MARZ 1977.
frýálst, úháð dagblað
Utgefandi Dagblaðið hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Krístjánsson.
Fróttastjóri: Jón Birgir Pótursson. Ritstjomarfulltrui: Haukur Helgason. Skrifstofustjórí ritstjórnar:
Jóhannos Reykdal. íþróttir: Hallur Símonarson. Aöstoðarfróttastjóri: Atli Steinarsson. Safn: Jón
Sævar Baldvinsson. Handrit: Ásgrímur Pálsson.
Blaðarnenn: Anna Bjarnason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurðsson, Ema V. Ingólfsdóttir, Gissur
Sigurðsson, Hallur Hallsson, Helgi Pótursson, Jakob Magnússon, Katrín Pálsdóttir, Krístín Lýðs-
dóttir, Ólafur Jónsson, ómar Valdimarsson, Ragnar Lár. Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjamleifsson,
Hör.ður Vilhjálmsson, Sveinn Þormóðsson.
Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjólfsson. Auglýsingastjóri: Þórir Sæmundsson. Gjaldkerí: Þráinn Þorleifs-
son. Dreifingarstjóri: Már E.M. Halldórsson.
Áskriftargjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 60 kr. eintakiö.
Ritstjóm Síðumúla 12, sími 83322, auglýsingar, áskriftir og afgreiðsla Þverholti 2, sími 27022.
Setning og umbrot: Dagblaöið og Steindórsprent hf., Ármúla 5.
Mynda-og plötugerð: Hilmir hf., Síðumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 19.
Evró-kommúnismi
Fundur þriggja leiðtoga
kommúnistaflokka íMadrid á
morgun verður stefnumarkandi
Austræn „ástarmá!"
Við íslendingar höfum ekki úr
háum söðli að detta í pólitískri
siðfræði. Fyrst og fremst þurfum
við að hreinsa til í eigin húsi, áður
en við höfum afskipti af siðleysi
stjórnvalda úti í heimi. En sums
staðar gengur það svo langt, að við
fáum ekki orða bundizt. Okkur finnst við verða
að leggja okkar litla lóð á vogarskálina til að
bæta stjórnarfar á þessum stöðum.
Spillingin hér heima er barnaleikur í saman-
burði við hinn víðtæka skort á mannréttindum,
sem ríkir víðast hvar í heiminum. Frelsi til að
hugsa, hafa skoðanir og tjá sig, svo og frelsi til
að safna upplýsingum og segja fólki frá þeim er
víðast hvar fótum troðið, nema helzt á Vestur-
löndum.
Sterkasta afl ófrelsis í heiminum eru Sovét-
ríkin og fylgiriki þeirra. Þar jafngildir það
landráðum að fara út af línu kommúnista-
flokksins eins og hún er hverju sinni. Dæmin
um þetta hafa verið að hrannast upp á undan-
förnum mánuðum.
Stjórnmálaleiðtogar á Vesturlöndum eiga
nokkra sök á þessu. Þeir hafa hagað sér á þann
hátt, að stjórnvöld Sovétríkjanna og fylgiríkja
þeirra telja þá hafa lítinn áhuga á stuðningi við
andófsmenn í kommúnistaríkjunum. Og þetta
hefur til skamms tíma virzt rétt ályktað.
Ástandið var verst á valdatíma Nixons
Bandaríkjaforseta og utanríkisráðherra hans,
Kissingers. Þá var bætt sambúð við Sovétríkin
og Kína efsta mál á dagskrá. Efling mannrétt-
indahugsjóna Vesturlanda féll alveg í skugg-
ann á valdaskeiði þessara kaldrifjuðu manna.
Carter Bandaríkjaforseti hefur breytt þessu.
Hann komst til valda á siðvæðingaröldunni, er
reis í kjölfar uppljóstrana um spillingu hinna
kaldrifjuðu manna, sem höfðu áður ráðið ríkj-
um þar í landi um skeið. Hann er utangarðs-
maðurinn, sem virðist hafa tilfinningu fyrir
örlögum utangarðsmanna í öðrum löndum.
Afstaða Carters mun hafa áhrif á aðra vest-
ræna leiðtoga. í þeim hópi er Bandaríkjaforseti
fremstur meðal jafningja. Og þar á ofan eru
fjölmiðlar í löndum þeirra farnir að þrýsta á þá
með fréttaskrifum í stíl bandarískra fjölmiðla.
Stjórn Sovétríkjanna leit á Helsinki-
yfirlýsinguna sem grænt ljós á, að vestræn ríki
mundu ekki hafa afskipti af svokölluðum inn-
anríkismálum þeirra, þótt Sovétríkin • haldi
áfram óbreyttum afskiptum af innanríkis-
málum ríkja Vesturlanda og þriðja heimsins.
Sovétríkin og fylgiríki þeirra hafa stjórnar-
skrár, sem ekki er framfylgt. Hin undna
hugsun úr þrætubókarlist skólaspeki marxism-
ans gerir stjórnvöldum þar eystra þetta kleift.
Hún er hin sama og í „1984“, háðsögu Orwells,
þar sem ríkislögreglan hét „Ástarmálaráðu-
neyti“ og herinn hét „Friðarmálaráðuneyti“.
Sovétstjórnin taldi sig geta meðhöndlað
mannréttindakafla Helsinki-yfirlýsingarinnar
á sama hátt og hún fer með eigin stjórnarskrá.
Hún ætlaði sér ekki að taka neitt mark á þeim
kafla.
En almenningur, fjölmiðlar og stjórnvöld á
Vesturlöndum mega nú hvergi láta bilbug á
sér finna í stuðningi við hugsjónamenn mann-
réttinda í Austur-Evrópu.
Leiðtogar þriggja vestur-
evrópskra kommúnistaflokka
koma saman til óvenjulegs
fundar í vikunni og er talið
fullvist, að Sovétmenn muni
fylgjast náið með þeim fundar-
höldum.
Leiðtogarnir þrír, sem laus-
lega eru nefndir ,,evró-
kommúnistar", formenn komm-
únistaflokka Frakklands, Ítalíu
og Spánar, eru taldir munu
ræða frekara samstarf og að
þeir muni ræða frekar þær
stefnubreytingar, sem valdið
hafa Moskvumönnum þungum
áhyggjum.
Santiago Carrillo, 61 árs gam-
all formaður kommúnistaflokks
Spánar, sem enn er bannaður,
mun bjóða Georges Marchais
formanni kommúnistaflokks
Frakklands og Enrico
Berlinguer formanni kommún-
istaflokks Italíu til fundarins í
Madrid á morgun.
Er þetta fyrsti fundur ,,evró-
kommúnista", hreyfingar
kommúnistaflokka Evrópu,
sem nú þegar hafa deilt mikið
um trúmennsku gagnvart
Sovétríkjunum, hreinleika í
stjórnmálum og mannréttindi.
Hugtakið ,,evró-
kommúnismi“ varð ekki til fyrr
en á síðasta ári, er stærstu
flokkar V-Evrópu sýndu greini-
leg merki þess, að þeir vildu
sjálfstæði gagnvart sovézka
kommúnistaflokknum og
kommúnistáflokkum annarra
Austur-Evrópulanda.
Enda þótt fundur kommún-
istaleiðtoganna í Madrid sé
fyrst og fremst talinn vera
stuðningsyfirlýsing við
spænska kommúnistaflokkinn,
er ljóst, að hann getur orðið
tilefni deilna innan alheims-
hreyfingarinnar.
Carrillo, Marchais og
Berlinguer hafa haft mikið
samband sín á milli, en þetta
verður fyrsti formlegi fundur
þeirra síðan þeir lögðu fram
tillögu um breytingar á stefnu
kommúnistaflokka á 29. þingi
alheimshreyfingarinnar í
Austur-Berlín sl. sumar.
A þeim fundi komu fram ný
sterk þjóðernissinnuð öfl og
frjálslyndir kommúnistar, sem
Það var á þingi evrópskra kommúnistaflokka si. sumar, sem hugtakið „evró-kommúnismi“ varð til.
Sovétmenn hafa fordæmt þessa stefnu harðlega, enda stefna flokkarnir að þvi að verða óháðir þeim.
„Hvað verður
þá um þig?”
A Alþingi hefir verið lögð
fram tillaga þess efnis að at-
huga, hvort ekki teldist rétt að
taka tvö núll aftan af krónunni
okkar og gera eitt hundrað
krónur að einni krónu. Eitt-
hvað skýtur hér skökku við þær
staðhæfingar okkar stoltu
stjórnenda um það, að allt sé
hér í besta lagi og þeir hafi
haldið á spilunum á hinn heppí-
legasta hátt fyrir land og lýð.
Fátt er það í okkar landi, sem
hefir verið jafnumkomulaust
og íslenska krónan á umliðnum
árum. Þó minnist ég þess að eitt
af því síðasta, sem Magnús
Sigurðsson bankastjóri sagði
við landslýðinn var: Haldið
vörð um íslensku krónuna, en
Magnús var einn mesti áhrifa-
maður í fjármálalífi þjóðarinn-
ar, í mörg ár. Hvað mundi hann
hafa sagt, ef honum hefði verið
ljóst, að sá tími kæmi, að talið
væri til bjargráða að halastýfa
krónuna hundraðfalt?
Mér finnst fátt bera þroska-
leysi þjóðarinnar jafnglöggt
vitni eins og meðferð hennar á
gjaldmiðlinum, og ef við berum
okkur saman við nágrannaþjóð-
ir okkar í þeim efnum, þá
verður einkunn okkar ekki há.
Mér finnst það hjáróma tónn
í flautu hins mikla þjóðarstolts
að þurfa að greiða 100 íslenska
aura fyrir 3 danska einseyringa
og 100 ísl. aura fyrir sænskan
tveggjeyring. Þetta sýnir,
hversu lítils við höfum metið
ráðleggingar hins reynda fjár-
málamanns, Magnúsar
Sigurðssonar.
•
Ef við flettum blöðum sög-
unnar, sjáum við, að það, sem
nú er lagt til á Alþingi, hefir
áður verið framkvæmt á ís-
landi, en þó í miklu smærri stíl.
Við nemum staðar við fyrstu ár
síðustu aldar. Árin fyrir og
eftir 1810 voru tíðindasöm.
Árið 1808 komu breskir til
landsins og rændu ríkiskassan-
um, en i honum voru 37 þúsund
ríkisdalir, en þegar þeir sáu, að
mestur hluti fjárins var í
bankóseðlum, þótti þeim lítið
til koma og kröfðu kaupmenn
um skipti á seðlununt f.vrir
silfurmynt, og mundu þeírræna
búðir þeirra ef kaupmenn yrðu
ekki við kröfunni. Árið 1809
var mikill órói í viðskipta-
málum landsmanna, og þá réð
hundadagakóngurinn ríkjum
hér.
Arið 1811 segir svo í
annálum: Bankaseðlar falla
stöðugt í verði. Spesíur og aðrir
silfurpi lingar hafa sópast út
úr land nu undanfarin ár, þar
eð kau) menn hafa langtum
fremur tekið þá en bankóseðla.
Er nú hvarvetna mikill skortur
á silfurpeningum í landinu.
Sömu sögu er að segja árið
eftir. Árið 1813 voru boðnar
upp og seldar konungsjarðir
víða um land. Boð voru mjög
há, því miðað var við hina verð-
litlu bankóseðla. Þetta ár var
ægileg dýrtið í landinu og stór-
kostlegt verðfall peninga.
Ástæður fyrir þessu voru taldar
þær helstar: Hart árferði,
skortur á innlendri vöru, sigl-
ingateppa og litlar vörur í
verslunum, óhemju seðlaút-
gáfa, gengisfelling og sivaxandi
skuldasöfnun danska ríkisins.
Þá neituðu kaupmenn að selja
matvöru fyrir greiðslu í bankó-
seðlum. Nú var danska ríkið
komið í greiðsluþrot. Akveðið
var þá að stofna nýjan banka í
Danmörku, ríkisbanka, er inn-
leysa skyldi gömlu seðlana með
nýjum í hlutföllum 1 á móti 10.
Þessi seðlaskipti náðu þó
ekki til íslands fyrr en tveimur
árum síðar og þá þannig, að
sex kúrant dalir voru innleystir
með einum ríkisbankadal.