Dagblaðið - 01.03.1977, Side 23
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 1. MARZ 1977.
I
Útvarp
23
Sjónvarp
8
Sjónvarp f kvöld kl. 20.45:
Það gekk betur
að fá viðmælendur
sem voru á móti
bjórnum en með
Umræðufundur ísjónvarpssal
Umræduþáttur um hvort
leyfa eigi bruggun og sölu á
áfengu öli verður á dagskrá
sjónvarpsins í kvöld kl.. 20.45.
Það er Hinrik Bjarnason sem
stjórnar þættinum.
„Ætlunin er að spjalla við
fjóra aðila og eins og rétt er og
skylt verður alls réttlætis gætt
og rætt við tvo frá hvorum
armi,“ sagði Hinrik.
Stjórnandi þáttarins, Hinrik
Bjarnason.
„Annars vegar eru það
alþingismennirnir Helgi Seljan
og Sigurlaug Bjarnadóttir og
hins vegar Jón Sólnes alþingis-
maður og Hrafn Gunnlaugsson.
Það verður að segjast eins og
er að miklu reyndist það
erfiðara að fá málsvara með
áfenga ölinu en á móti því. Þó
að flestir svari spurningunni
annaðhvort með já eða nei, þá
fylgja alls konar fyrirvarar á
eftir.
Ákaflega margir treysta
sjálfum sér fyrir ölinu en ekki
heildinni," sagði Hinrik.
Sagði hann jafnframt að
þessi þáttur ætti ekki að vera
umræða um áfengismál al-
mennt heldur verður aðeins
rætt um bjórinn. Ekki er þó
ósennilegt að eitthvað verði
komið inn á áfengismálin, þvl
þau eru óneitanlega skyld bjór-
málinu.
-A.Bj.
Drykkjusýki meðal unglinga i Bandarikjunum hefur farið vaxandi að undanförnu. Unglingarnir
hafa snúið sér frá amfetamíni og heróíni að alkóhólinu. Vandamálið er orðið geigvæniegt og bæði
foreldrarnir, skólarnir og sjúkrahúsin standa ráðþrota gagnvart þvi. Það eru fleiri en fslendingar
sem eiga við drykkjuvandamál unglinga að striða.
Útvarp í kvöld kl. 20.15: Vinnumál
Hvernig hef ur verið staðið
—að kjara-
samningum
undanfarið
—eru
einhverjar
breytingar
æskilegar?
Þátturinn Vinnumál er á dag-
skránni í kvöld kl. 20.15.
Stjórnendur eru lög-
fræðingarnir Arnmundur
Backman og Gunnar Eydal.
„Baldur Guðlaugsson frá
Vinnuveitendasambandinu og
Þórir Daníelsson, fram-
kvæmdastjóri Verkamanna-
sambandsins, koma í heimsókn
I þáttinn og ætla að ræða
aðdraganda kjarasamninga og
samskiptareglur aðila vinnu-
markaðarins í sambandi við
kjarasamninga, um samninga-
viðræðurnar og annað. Þá
verður rætt hvernig staðið hef-
ur verið að kjarasamningum
undanfarið og hvort breytingar
séu æskilegar og einnig
hvernig bezt sé að tryggja
árangur kjarasamninga, og þá
sérstaklega fyrir láglaunafólk.
Hvort það sé vonlaust að semja
um kjör þess sérstaklega án
þess að allir aðrir fylgi á eftir.
Síðan verður auðvitað rætt
um kjararáðstefnu ASÍ og þau
átök sem eru framundan og
hvort von sé á verkföllum og
það kannski miklurn," sagði
Arnmundur Backman.
Útsendingartími þáttarins er
tuttugu og fimm mínútur.
-A.Bj.
Meðal þess sem rætt verður um í þættinum Vinnumál i kvöld er
hvort unnt sé að bæta kjör Iáglaunafólks án þess að allir aðrir
starfshópar fylgi í kjölfarið. Myndin er tekin á fundi Dagsbrúnar í
vor.
FráHOFI
Tíminn er peninga virði.Komið í Hof.
Þar er bezta úrvalið af garni og hann-
ýrðavörum.
20% afsláttur af smyrnateppum.
Hof
Ingólfsstræti 1 (á móti Gamla bíói)
Haf narf jörður—
Kjörbúð
Til sölu kjörbúð í fullum rekstri. Lyst-
hafendur sendi nöfn sín í pósthólf 191
í Hafnarfirði fyrir 10. marz.
Verzlunar-og
skrifstofufólk
Verzlunarmannafélag Reykjavíkur
heldur félagsfund að Hótel Esju í
kvöld kl. 20.30.
Fundarefni: Kjaramól.
Verzlunarmannofélag Reykjavíkur
Styrkur til náms ítungu
grænlendinga
í fjárlögum fyrír áriö 1977 eru veittar kr. 120.000,- sem styrkur til íslendings til
að lœra tungu grœnlondinga.
Umsóknum um styrk þennan, með upplýsingum um námsferíl ásamt staöfestum
af rítum prófskírteina, svo og greinargerö um ráögeröa tilhögun grnnlenskunáms-
ins, skal komiö til monntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 6. Reykjavík, fyrír 25.
mars nk. — Umsóknareyðublöð fást í ráÖunoytinu.
Menntamálaráðuneytið,
22. febrúar 1977.