Dagblaðið - 01.03.1977, Síða 24

Dagblaðið - 01.03.1977, Síða 24
59 milljarða greiðslubyrði raforkufyrirtækjanna Ríkið hirðir þriðjung útsöluverðs rafmagns sagði rafmagnsstjóri Reykjavíkur ímorgun „Efasemdir vakna um, að þjóðin verði svo fjárhagslega i stakk búin, að hægt verði að mæta fjárfestingarþörfum raf- orkuiðnaðarins." Þetta sagði Aðalsteinn Guðjohnsen raf- magnsstjóri í erindi á miðsvetr- arfundi Sambands íslenzkra rafveitna í morgun. Söluverð á rafmagni til not- enda er orðið verulega hærra hér en á öðrum Norðurlöndum, enda þótt heildsöluverðið sé með því lægsta sem gerist í þessum löndum, sagði Aðalsteinn. „Ein orsök þess er hin gífurlega skattlagning raf- orku hér á landi,“ sagði hann. „Hin opinberu gjöld, sölugjald til ríkissjóðs og verðjöfnunar- gjald til Rafmagnsveitna ríkisins, nema um 25 prósent- uni af útsöluverði raforku. Með tollum og sölugjaldi af efni verða þessi opinberu gjöld um það bil 33 prósent eða þriðjungur af útsöluverði raf- veitu. Hér er of langt gengið,“ sagði Aðalsteinn. Skattlagning á hinum Norðurlöndunum er almennt á bilinu 15-20 prósent. Innflutningur -eldsneytis kostar þjóðina nú yfir 10 millj- arða á ári. Greiðslubyrði raforku- fyrirtækjanna vegna lána er yfir 59 milljarðar króna fram til ársins 1985. Lán að upphæð 49 milljarðar hvíldu á fyrir- tækjunum um síðustu áramót. Þetta er gífurlegur vandi. „Ofurkapp á rafhitun“ Þá sagði Aðalsteinn, að ofur- kapp hefði verið lagt á beina rafhitun í húsum, sem seld væri of lágu yerði og kallaði á umfangsmiklar og dýrar fram- kvæmdir í dreifikerfi. Skýrslur um hitaveitur, þar sem notuð yrði svartolía og afgangsraf- magn, hefðu nýlega verið gerðar yfir ýmsa staði á landinu. Samanburður við raf- hitun með forgangsrafmagni væri hitaveitum tvímælalaust í hag. Aðalsteinn taldi, að Laxár- virkjun ætti að gerast aðili að Landsvirkjun. Ýmis óvissa væri í skipulags- og fjármálum raf- orkuiðnaðarins. Til dæmis hefði engin ákvörðun verið tekin um, hvernig fundin yrði lausn á fjármálum Kröflu- virkjunar. Rafmagnsstjóri Reykjavíkur lagði í lok erindis sins áherzlu á, að sameinazt verði um fastmótaða orku- stefnu á Islandi. -HH frfálst, úháð dagblað ÞRIÐJUDAGUR 1. MARZ 1977. Eyjapeyjar Það var á ýmsan hátt sem rafmagnsskorturinn í Eyjum bitnaði á Vestmannaeyingum. Skipshöfn ein á Vestmanna- eyjabát, sem kom til Reykja- víkur í gær og lenti í sólar- hrings löndunarbið, ætlaði að nota tímann og lyfta sér upp í gærkvöldi.Báðu þeir útgerðar- manninn um nokkra útborgun af inneign sinni hjá honum. Hann hugðist bjarga málinu skjótlega og ná í fé í bankann í Eyjum. En þar greip hann í tómt. Ekki þó þannig að bankinn væri févana. Heldur var þar ekkert hægt að gera vegna rafmagnsleysis. Allar bókhaldsvélar eru rafknúnar og hreyfðust ekki. Skips- mennirnir sem biðu í Reykja- vík tóku'þessu að vonum illa, en brugðust þó við af karl- mennsku eins og sjómenn eru vanir. Hófu þeir slátt hjá vin- um og kunningjum og þegar síðast fréttist mun kvöldinu hafa verið bjargað. -ASt. Fór tugi metra út af Kefla- víkur- veginum Bifreið af Volkswagen gerð flaug út af veginum rétt ofan við Voga um kl. 16.50 í gærdag. Ökumaður var einn í bif- reiðinni og slapp með smá- skrámur en bíllinn er mjög illa farinn. Ökumaðurinn sagði lögreglunni að á móti sér hefðu komið tveir bílar sam- síða og sveigði hann út í veg- kantinn. Missti hann vald á bifreiðinni með þeim af- leiðingum að hún kastaðist nokkra tugi metra út í hraunið og fór einar fjórar eða sex veltur. -A.Bj. „Síðasta sólarhring tilkynntu sig 45 skip með 12 þúsund tonn,“ sagði Andrés Finnbogason hjá Loðnunefnd í samtali við DB í morgun. Frá miðnætti til klukkan níu í morgun bættust við 16 skip með 4 þúsund tonn. Heildaraflinn um níuleytið í morgun var því orðinn 380 þúsund tonn. Veiðisvæðið er við Vestmanna- eyjar og út af Ingólfshöfða. -KP- Breti stöðvaður Útlendingaeftirlitinu barst í gær skeyti frá lögreglunni á Akureyri þess efnis að stöðva ungan Breta f. 1953. Var búizt við að hann ætlaði að taka sér far utan með flugvél í gær. Var maðurinn stöðvaður á Keflavíkurflugvelli og var fluttur til Reykjavíkur. Þar var hann geymdur í nótt í fangageymslum lögreglu- stöðvarinnar. Var síðan farið með manninn til Akureyrar í morgun. Þar beið hans kæra vegna líkamsárásar. Þessum unga manni, sem vann i frystihúsi, var eitthvað laus höndin og hafði hann lenti í útistöðum við annan mann rétt fyrir ára- mótin. Hafði sá brezki brotið tennur úr Akureyringnum, og vildi sá fá sínar tennur bættar, sem vonlegt er. -A.Bj. —Heildaraf linn nálgast 400 þús. tonn Fjórtán drekkhlaðnir loðnubátar komu til Reykjavikur í gærkvöldi og nótt. Var talið að þeir væru allir með meira og minna af frystingarhæfri loðnu. Var því handagangur i öllum frystihúsum og mikil vinna framundan. Hér sést hluti bátaflotans í morgunsárið. DB-mynd Sveinn Þormóðsson. Sjá einnig bls. 4. m1i"f' Keypti aftur hlutabréf sem félagið var látið kaupa í heimildarleysi biðstaða eftir hluthafa- fundinn ígærkvöld Kaup stjórnar flugfélagsins Vængja hf. á hlutabréfum Kristins Finnbogasonar og Guð- jóns Styrkárssonar, stjórnarfor- manns félagsins, voru látin ganga til baka áður en hlut- hafafundur i félaginu hófst í gærkvöld. Lagði Guðjón fram tryggingu fyrir því, að hann myndi greiða bréfin til baka innan mánaðar, samtals 5,4 rriilljónir króna. Fóru þessi hlutabréfakaup fram sl. haust án þess að farið væri að settum reglum félagsins þar um. Niðurstaða hluthafafundar- ins í gærkvöld, sem stóð í hálfa fimmtu klukkustund, varð eins konar biðstaða, skv. þeim upp- lýsingum sem blaðið aflaði sér eftir fundinn. Voru margar athugasemdir og mótmæli lögð fram á fundin- um, og töldu margir fundar- manna sig eiga eftir að fá skýringar á ýmsum fjármála- legum athöfnum stjórnar félagsins. Var stjórninni veittur frestur til 21. marz til að boða aðalfund í félaginu, og skal endurskoðað bókhald liggja frammi fyrir þann tíma. Endurskoðuninni ætti að vera lokið innan tiu daga, að því er Guðjón Styrkársson mun hafa sagt á fundinum. Ekki reyndi á raunverulegan styrk atkvæða í félaginu á fundinum í gærkvöld, enda kom ekki til atkvæðagreiðslu. Lögbannskrafa nokkurra hlut- hafa við meðferð stjórnarinnar á atkvæðum eigin hlutafjár félagsins var ekki tekin til greina hjá borgarfógeta í gær, enda var hún talin of almennt orðuð. Mun niðurstaðan hafa orðið sú, að stjórn félagsins lýsti því yfir, að hún myndi fara með þau atkvæði, sem ágrein- ingur væri ekki um. Sá ágreiningur kom lítillega upp, þegar fram komu tvö um- boð fyrir atkvæði tveggja manna. Varð af töluvert karp, sem lyktaði með því að hvorugt umboðið væri hægt að vefengja og féllu því atkvæðin dauð. Þá hafði það gerzt fyrir fundinn, að formaður stjórnar lýsti því yfir að stjórnin myndi aðeins fara með atkvæði 10% eigin hlutafjár. Var og samþykkt að Vængir ættu framvegis aðeins 10% eigin hlutafjár, i stað 30% eins og viðskiptaráðuneytið hafði veitt undanþágu til. Hyggjast nú hluthafar í félaginu halda að sér höndum þar til endurskoðað bókhald liggur frammi fyrir aðalfund. Sæmundur Pálsson rokk- dansari var dyravörður á fund- inum í gær með sérstök fyrir- mæli um að meina blaðamönn- um tnngöngu. Ekki kom til kasta Sæmundar i þvi efni, en aftur á móti vitnuðu fundar- menn-gjarnan i fréttir DB af málefnum Vængja til stuðnings máli sinu. Þykir fundurinn hafa heppnazt vel. -ÓV

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.