Dagblaðið - 07.03.1977, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 7. MARZ 1977.
Framkvæmd tékkareglnanna ekki eftir höfði lögfræðings Seðlabankans:
Greiddi dráttarvexti af
200þtísundum þótt hann ætti
400þtísund á reikningi
Nýju tékkareglunum hefur
víða verið framfylgt með allt
öðrum hætti en lögfræðingur
Seðlabankans vill vera láta.
,,Ég átti tæplega 400 þúsund
krónur inni á reikningi mínum,
en var samt látinn borga fulla
dráttarvexti af tveimur ávísun-
um, 100 þúspnd krónur hvor,
sem ég skrifaði eftir að ég lagði
þá upphæð inn. Þá var mér sagt
að reikningnum hefði verið lok-
að svo að ég gæti ekki dregið
upphæð ávísananna frá því sem
inni stóð.“ Þetta sagði blaða-
maður einn, sem ekki starfar á
Dagblaðinu, i viðtali við Db í
gær.
Blaðamaðurinn, sem er einn
af mörgum sem í slíku hafa
lent, segir: „Eftir að nýju regl-
urnar gengu i gildi, skrifaði ég
ávísun upp á 2000 krónur og
síðan aðra upp á 20.000 krónur.
Við það fór ég, vegna misreikn-
ings, lítið eitt fram yfir. Næst
gerist það að ég fæ tæpar
400.000 krónur í hendur og legg
þær inn í reikninginn. Síðan
fór ég og greiddi skuldir,
100.000 krónur á einum stað og
100.000 krónur á öðrum. Eftir
það er hringt til mín frá bank-
anum og sagt, að ég sé kominn
fram yfir. Reikningnum hafi
verið lokað með tæplega
400.000 krónum inni. 100.000
krónu ávísanirnar tvær séu í
innheimtu, „gúmmitékkar“, af
því að þeir hafi borizt bankan-
um eftir að reikningnum var
lokað.“
Blaðamaður þessi greiðir síð-
an sektir og fulla 2,5 prósent
dráttarvexti af fjórum ávísun-
um. Af 2000 króna tékkanum
greiðir hann 540 krónur plús 50
krónúr. Af 20.000 króna tékk-
anum greiðir hann 540 plús 500
krónur. Af 100.000 kr. tékka
greiðir hann 540 krónur og'
2.500 krónur og hið sama af
síðari 100.000 krónu tékkanum.
Dagblaðið skýrði frá svipuðu
dæmi á föstudaginn. Það var
byggt á viðtali við starfsmann
útibús, sem hefur með slík
mál að gera í daglegum rekstri
og ætti því gerzt að vita hvernig
reglurnar eru framkvæmdar.
Þá gerist það síðla föstudags að
lögfræðingur Seðlabankans
hringir og kvartar um lélega
blaðamennsku og biður um að
leiðréttingum sé komið á fram-
færi. Blaðið hafði tekið það
dæmi, að maður sem ætti 89.000
krónur inni á reikningi og
skrifaði óvart 90.000 krónu
tékka, þyrfti að greiða dráttar-
vexti af 90.000 krónunum og
koma með „nýjar“ 90.000 krón-
ur, áður en hann gæti nálgast
89.000 krónurnar sem hefðu
lokazt inni i reikningi hans.
Þetta dæmi var vandlega lagt
fyrir fyrrgreindan bankamann
og sagði hann að svo væri. Eftir
að fréttin birtist, hringdi
bankamaðurinn og sagði að
ekki væri rétt að greiða þyrfti
dráttarvexti af 90.000 krónum,
nóg væri að greiða þá af mis-
muninum, 1000 krónum. Hið
sama sagði lögfræðingur Seðla-
bankans. En viðtalið við blaða-
manninn hér að framan sýnir
að hann var látinn greiða drátt-
arvexti af öllum tékkunum,
þótt hann ætti miklu hærri fjár-
hæð, sem hafði „lokazt" inni á
reikningi hans.
Gjaldkeri „lokar
augunum“
Blaðamaðurinn var f þessu
tilfelli að vísu ekki látinn koma
með rúmar 200.000 krónur,
heldur sagt að hann gæti selt
gjaldkera bankans „gúmmí-
tékka“ fyrir upphæð tékkanna
og sektum. Virðist gjaldkerinn
þá hafa „lokað augunum“
meðan þau viðskipti fóru fram.
Hann keypti gúmmítékkann og
blaðamaðurinn greiddi þá sekt-
ir sínar allar. Blaðamaðurinn
spurði þá hvort hann mætti
ekki einnig búast við sektum og
dráttarvöxtum af þessum síð-
asta tékka sem gjaldkeri bank-
ans keypti! Var honum sagt að
það þyrfti hann ekki að óttast.
Blaðinu er kunnugt um fleiri
slík dæmi. Eitt slíkt varð til
þess að dæmið um 89 og 90
þúsund krónurnar var lagt
fyrir starfsmann útibúsins sem
ætti að þekkja þetta bezt. Nú
virðist lögfræðingur Seðla-
bankans lita á málin frá allt
öðru sjónarmiði. Virðist því að
víða hafi nýju reglunum ekki
verið framfylgt eftir hans
höfði. Verður því helzt að ætla
að menn eigi kröfu á endur-
greiðslu í slfkum tilvikum sem
þvi sem hér hefur verið rakið.
HH.
K0NUR - K0MIÐ
upp kom mikil hræðsla í fólki við Og þær láta sér þetta ekki fimi og auðvitað fer hún fram við
brunann í Asparfellinu,“ sagði nægja I kvenfélaginu heldur músfk. Kvenfélagsfundir eru hins
Guðlaug. fara þær lfka tvisvar í viku i leik- vegar einu sinni í mánuði. EVI
NÚ ÚT ÚR ELD-
HÚSKRÓKNUM
„Eg vil skora á kvenfólkið
hérna í Breiðholti III að ganga í
Kvenfélagið Fjallkonurnar
hérna. Við getum nefnilega haft
ótrúlega mikil áhrif á gang mála
til þess að gera þetta stóra hverfi
manneskjulegra. Ég veit líka að
kvenfólkið hérna í hverfinu hefur
alls konar hugmyndir sem eru því
miður aðeins ræddar heima i
eldhúsi. Við þurfum að fá hug-
myndabanka hérna og hrinda
ýmsu í framkvæmd,“ sagði for-
maður Fjallkvennanna, Guðlaug
Wium.
Hún bætti við að konurnar
þyrftu alls ekki endilega að
standa i neinum stórræðum og
gera einhver ósköp. Nei, aðal-
atriðið væri að vera með og
spjalla.
„Hér er líka ýmislegt gert sér
til gamans, eins og tízku-hárkonu-
og „make up“-sýningin hérna
sýnir. Svo höfum við verið með
flosnámskeið og handavinnusýn-
ingu. Einnig höfum við verið með
markað þar sem við seldum okkar
eigin handavinnu. Síðan styrkt-
um við smávegis safnaðarheimilið
en aðallega íþróttafélagið Leikni
sem starfar hér af miklum
krafti."
•Og Guðlaug sagði að Breiðholt-
ið gæti hreykt sér af að eiga
Reykjavíkurmeistara í borðtennis
fyrir 13 ára og yngri, auk þess að
eiga fullt af ungu fólki I frjálsum
íþróttum með ýmsa titla.
„Fyrir stuttu voru líka valdar
20 konur til þess að vera sjálf-
boðaliðar fyrir Almannavarnir en
Þær gera ýmislegt sér til gamans Fjallkonurnar í Breiðholtinu. A
fimmtudagskvöldið voru þær með tízku-, hárkollu- og „make up“-
sýningu. Hérna er Þóra Þórarinsdóttir snyrtisérfræðingur að segja
konunum allt um „make up“. Formanni félagsins, Guðlaugu Wium,
finnst að konurnar í hverfinu séu ekki nærri því nógu mikið með og
skorar á þær að ganga í félagið. DB-mynd Hörður.
BJÖRNINN
R
S
a
V
AMIGO 105 -kr.ca. 880.000,
AMIGO 120 L - - - 950.000,-
AMIGO 120 LS - - - 1000.000.-
þú gerir hvergi betri kaup
Skoda Amigo er mjög falleg og stilhrein bifreió. Hun er
búin fjölda tæknilegra nýjunga og öryggið hefur verió
aukiö til muna. Komió og skoóiö þessa einstöku bifreiö
JÖFUR hf
Tékkneska bfreidaumboðió ó Ísbndí
AUOBWKKU 44-46 . KÓfVWOGl - SÍMl 42600