Dagblaðið - 07.03.1977, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 07.03.1977, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 7. MARZ 1977. MÉBIABIÐ frfálst, óháð dagblað Útgefandi DagblafiiA hf. Framkvœmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjórí: Jónas Krístjánsson. Fróttastjóri: Jón Birgir Pótursson. Ritstjómarfulltrúi: Haukur Holgason. Skrífstofustjórí rítstjómar: Jóhannes Reykdal. íþróttir: Hallur Símonarson. Aðstofiarfróttastjórí: Atli Steinarsson. Safn: Jón Sœvar Baldvinsson. Handrít: Asgrímur Pálsson. Blafiamenn: Anna Bjarnason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurfisson, Ema V. Ingólfsdóttir, Gissur Sigurfisson, Hallur Hallsson, Helgi Pótursson, Jakob Magnússon, Katrín Pálsdóttfr, Krístín Lýfiv dóttir, Ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson, Ragnar Lár. Ljósmyndir: Bjamleifur Bjamleifsson, Hörfiur Vilhjálmsson, Svoinn Þormófisson. Skrifstofustjórí: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkerí: Þráinn Þorieifsson. Dreifingarstjórí: Már E. M. HaUdórsson. Áskriftargjald 1100 kr. á mánufii innanlands. i lausasölu 60 kr. eintakifi. Ritstjóm Sífiumúla 12, sími 83322, auglýsingar, áskríftir og afgreifisla Þverholti 2, simi 27022. Setning og umbrot: Dagblafiifi og Steindórsprent hf., Ármúla 5. Mynda-og plötugerfi: Hilmir hf., Sífiumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 19. Aögera Gósenland Nú þegar verðbólgan stefnir upp á við í 40-50% á árinu, væri sanngjarnt, að ráðlitlir þjóðarleið- togar athuguðu sinn gang og spyrðu sjálfa sig, hvort hinar hefðbundnu efnahagsstefnur hafi ekki endanlega gengið sér til húð- ar. Margar nýjar og skynsamlegar tillögur hafa komið úr ýmsum áttum, flestar róttækari en svo, að stjórnmálamenn og hagfræðiþjónar þeirra geti sætt sig við þær. Fjalla þær þó yfirleitt ekki um annað en, að íslendingar hagi sér jafn skynsamlega í efnahagsmálum og þær þjóðir gera, sem bezt standa sig. í leiðara Dagblaðsins á miðvikudaginn var fitjað upp á því, að ríkið greiddi bændum föst laun og slyppi í staðinn við niðurgreiðslur, útflutningsuppbætur, styrki og framlög, Bún- aðarfélagið og annað slíkt. Jafnframt yrði inn- flutningur landbúnaðarafurða gefinn frjáls. Þetta mundi spara ríkinu nokkra milljarða og lækka vöruverð í landinu. Sparnaður á gjald- eyri fyrir aðföng landbúnaðar mundi bæta upp gjaldeyrisnotkun vegna innflutnings landbún- aðarafurða. Kristján Friðriksson hefur sett fram ýtarleg- ar tillögur um nýskipan sjávarútvegs og iðn- aðar. Fela þær m.a. í sér, að fiskveiðar verði boðnar út og tryggt, að ekki séu fleiri skip að veiðum en svo, að hámarksafli náist með sem minnstri fyrirhöfn og minnstum kostnaði. Mundi það bæta kjör útgerðar og sjómanna og færa ríkinu marga milljarða í tekjur. Þessa milljarða vill Kristján nota til að hvetja til uppbyggingar iðnaðar, ekki sízt á þeim svæðum, þar sem atvinna við útgerð, fiskvinnslu, landbúnað og vinnslu landbúnað- arafurða mundi minnka, en einnig á þeim svæðum, þar sem f jölmennustu hóparnir koma inn á vinnumarkaðinn. Stefnt verði að því, að byggðajafnvægi haldizt óbreytt. Aron Guðbrandsson vill taka leigu fyrir bandaríska herinn og margir hafa tekið í svip- aðan streng. Líklegt er, að víðtækast samkomu- lag gæti náðst um, að herinn láti framkvæma ýmislegt, sem hefur varnargildi. Þar á meðal eru almannavarnir, uppbygging Keflavíkur- flugvallar og annars alþjóðlegs flugvallar, svo og lagning varanlegs slitlags á hringveginn um landið. Ef um þetta semdist, ætti ríkið að reyna að draga sem mest úr sínum framkvæmdum, m.a. til að draga úr verðbólguáhrifum stórfram- kvæmda. Nokkurn hluta sparnaðarins ætti skil- yrðislaust að nota til að efla félagslegt öryggi aldraðra og öryrkja, svo og annarra þeirra, sem minni máttar eru. Afganginn mætti nota til að afnema tekjuskattinn og lækka söluskattinn. Með öllum þessum aðgerðum ætti að vera unnt að styrkja krónuna og gera hana að frj'áls- um og hörðum gjaldmiðli. Slíkt mundi auð- velda framkvæmd tillggna Jóns Sólness um alþjóðlegan peningamarkað hér á landi og treysta enn á þann hátt efnahag þjóðarinnar. Það er ástæðulaust fyrir okkur að hjakka sífellt í sama farinu við verðbólgu, verðlausa krónu, láglaunakerfi og vitlausar f járfestingar. Við höfum næga möguleika, ef við höfum nægi- legt hugrekki. Enn eitt hneykslismálið hrjáir stjóm Schmidts: Hver sagði frá og hvers vegna? Nýjasta hneykslissagan sem hrjáir stjórn Helmut Schmidts í Vestur Þýzkalandi gæti allt eins verið efni í góðan saka- málaþátt I sjónvarpi. En hún er ekki skáldskapur heldur staðreyndir sem birtar hafa verið opinberlega og hluti þeirra viðurkenndar af tals- mönnum rikisstjórnarinnar. Svona er sagan: Aðai- persónan er kjarnorku- fræðingur, Klaus Traube, 49 ára og sagðurutan við sig. Hann hefur aðgang að flestum kjarn- orkuleyndarmálum Vestur- Evrópu. Konan í sögunni er gullfallegur lögfræðingur, Inge Hornischer, sem „vill breyta heiminum". Þriðji maðurinn í sögunni er ungur þéttbýlisskæruliði sem tekur þátt i að ræna nokkrum valdamestu mönnutn heims og við það láta þrlr menn lífið. Sagan birtist öll í tímariti og veldur miklu fjaðrafoki. Og nú er það spurningin: hver sagði frá „sorp-áætluninni“? Þetta er orðið spennandi, ekki satt? „ Aðeins nokkrir menn frá gagnnjósnamiðstöðinni í V- Þýzkalandi vissir um hleranir þær sem gefið var nafnið „sorp" éðá „urgangurr7 með tilliti til kjarnorkuúrgangs. Hleranir þessar voru gerðar á nýársdagskvöld fyrir 14 mánuðum eftir að þeim hafði verið frestað í sólarhring vegna Þéttbýlisskæruliðinn Hans-Joachim Klein með franska heimspekingnum Jean Paui Sartre á leið til fundar við Baader Meinhof skæruliðana. Hvert var samband hans við Dr. Traube? „Á ég að gæta bróður míns?” Við, sem teljum okkur and- lega og líkamlega heilbrigð, \ metum það gjarnan sem sjálf- sagðan hlut, svona eigi þetta að vera. „Menn eru nú einu sinni misjafnlega af Guði gerðir,“ segja menn. — Þann veg hefur það verið og mun verða — örlög sem ekki verða um flúin eða um breytt, segja enn aðrir og þar með gæti þessari grein verið lokið og málið útrætt. — Þriðji hópurinn segir svo e.t.v.: Jú, jú, vissulega vitum við um fólk, sem á við ýmiss konar erfiðleika að etja, en hvort tveggja er, ég á nóg með mig og hvað ætli ég breyti þar nokkru um, þótt ég fari að skipta mér af erfiðleikum annarra? Flestir munu kannast við þennan tón eða hliðstæð svör. Jafnvel í „velferðarríki“ nútímans heyrist ómurinn af orðum úr bók bókanna — „ekki á ég að gæta bróður míns“. Við höfum tryggingalöggjöfag sjúkrasamlög, sem eiga að sjá fyrir þörfum þeirra, er höllum fæti standa í lífinu. Samkvæmt gildandi lögum um almanna- tryggingar, sjúkrasamlög og at- vinnuleysistryggingar, þá greiðum við gjöld og skatta fyrir það að vera heilbrigð, að ógleymdum lífeyrissjóðs- gjöldum, enda er setning laga og reglugerða um þau efni grundvölluð á þeirri hugsun, að fyrir fulla andlega og líkamlega hreysti verði seint fullgreitt. — Munu þeir ekki ótaldir, sem vildu flest láta af hendi rakna til að öðlast á ný þá stöðu i lífinu, að geta talist „fullfrískir og heiiir heilsu“? Persónulega er ég þeirrar skoðunar, að félagsleg opinber samhjálp verði seint og aldrei of mikil. Þvert á þá skoðun mína og skoðanasystkina minna, er gjarnan bent á, að þessi aðstoð sé mjög misnotuð og að hin fjárhagslega aðstoð þess opinbera (þ.e. skattgreið- enda) renni oft í stórum mæli til þeirra, er ekki séu hennar þurfandi og þá á kostnað þeirra, er frekar þyrftu á að halda. — Svo djúpt er tekið í árinni. aó umrædd aðsloó_ali beinlínis upp „leti og ómennsku meðal fjölda manns

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.