Dagblaðið - 27.04.1977, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 27.04.1977, Blaðsíða 1
dagblað RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. SÍMI 83322. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA, ÞVERHOLTI2, SÍMI 27022. „Jólasnjór” á Akureyri en sól og sumar sunnan heiða Þótt sumarið virðist vera komið fyrir alvöru á Suðvestur- landi og við borð liggi að íbúar höfuðborgarinnar séu löngu búnir að gleyma hvar þeir eru staðsettir á hnettinum geta íbúar norðan og austanlands ekki tekið undir það. Þar ríkir nú hið mesta vetrarríki. — Þetta er alveg ekta jólasnjór, sagði .Jakob F. Magnússon blaðamaður DB sem verið hefur veðurtepptur á Akureyri í þrjá sólarhringa. — Hér er mikill jafnfallinn snjór, mikil hálka var á götun- um i gær, í nágrenninu var aflýst samkomum. Ég skrapp að Laugalandi og hélt að ég festi bílinn, sagði Jakob. Akureyringum brá við þessa skyndilegu „vetrarkomu", því veðrið á sumardaginn fyrsta var svo dæmalaust gott og allir héldu að nú væri sumarið komið fyrir alvöru. En börnin kunna að meta snjóinn og eru alsæl á sleðum og skautum, sagði Jakob. Samkvæmt upplýsingum Knúts Knudsen veðurfræðings er gert ráð fyrir snjóhraglanda áfram á Norður- og Austurlandi næstu tvo daga. -A.Bj. KOMA UTAN ÚR HEIMITIL KEPPNIÁ HESTAMANNAMÓTI ,,Alþjóðlegt“ hestamanna- mót verður haldið á Víðivöllum ofan við Reykjavík um helgina. Verður þar keppt 1 keppnisgreinum, sem keppt er á 1 Evrópumótum. Er þetta í fyrsta skipti, sem hér er haldið opið kynningarmót af þessu' tagi. „Við áttum von á að þetta yrði lítið og þægilegt möt,“ sagði Gísli B. Björnsson teiknari í morgun, en hann er einn framkvæmdaaðilanna, „en áður en við vissum af var þátttakan orðin geysilega mikil og meira að segja komnir þátttakendur frá Austurríki, Þýzkalandi og Belgiu. Þeir fá ýmist lánaða hesta eða eiga þá hér.“ Keppt verður m.a. í keppnis- — í Víðidal um helgina greinum, er ekki hefur verið keppt hérlendis 1 áður, eins og tölti, þar sem til dæmis verður dæmt eftir hraða, yfirferð, gangfegurð og fleiru. I þeirri keppni taka þátt hvorki meira né minna en 43 hestar. Það er fþróttaráð Lands- sambands hestamanna, fþróttadeild hestamanna- félagsins Fáks og Félag tamningamanna, sem standa fyrir þessu opna kynningar- móti'. Hefst mötið á laugardag og lýkur á sunnudag með úr- slitakeppninni. „Við leggjum á það mikla áherzlu, að keppendur komi til leiks sem íþróttamenn," sagði Glsli B. Björnsson í morgun, „og eru keppendur á öllum aldri. Keppt verður 1 tölti, 4- gang, 5-gang, skeiði og hlýðni- æfingum.“ -ÖV. Hvernig á að opna rósina góðu? Gjöf Dagblaðsins til tékk- neska stórmeistarans Horts vakti mikla athygli. Gullsmið- irnir í Gulli og Silfri höfðu búið þannig um gullhring einn góðan, er þeir smíðuðu í tilefni maraþonfjölteflisins, að honum var komið fyrir innan í rós. Ef ýtt var á takka, opnaðist gervi- rósin, sem reyndar var eins og hinar í vendinum. Það vafðist fyrir mönnum að finna takk- ann, og hér er hans leitað ákaft. Einar Einarsson, Hort, JBP frá Dagblaðinu og Magnús Er- lendsson, forseti bæjarstjórnar Seltjarnarness. (DB-mynd Bjarnl.) — Sjá nánar á bls. 9. Nýr f lugturn á Keflavíkurf lugvelli: Aukið öryggi okkar, Kanar borga brúsann — sjá bls. 5 Nýjarnáms- greinar — kennslugögn engin — iðnnám íólestri — bls. 5 Hverniggengur búhokriðhjá marbendlunum? Sjá kjallaragrein Leós M. Jónssonarábls. 11 Stórmál sofnar í dóms- kerfinu — sjá baksíðu A

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.