Dagblaðið - 27.04.1977, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 27.04.1977, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 1977. -l ............ Skrif stof ustarf — KEFLAVÍK Laust er starf við afleysingar á skrif- stofu embættisins frá og með 15. maí 1977. Um framtíðarstarf getur verið að ræða. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf óskast sendar undirrituðum fyrir 10. maí nk. Sýslumaöurinn í Gullbringusýslu. Bæjarfógetinn í Keflavík, Grindavík og Njarðvík. Vatnsnesvegi 33. 230 Keflavík. Reiknistofa bankanna óskar að ráða starfsmann til tölvu- stjórnar og skyldra starfa. Starfið er unnið á vöktum. Æskilegt er að umsækjandi hafi stúd- entspróf og/eða bankamenntun. Ráðning er samkvæmt almennum kjörum bankastarfsmanna. Skriflegar umsóknir sendist Reikni- stofu bankanna Digranesvegi 5 Kópa- vogi, fyrir 1. maí 1977. Alþýðusamband íslands er flutt af Laugavegi 18 að Grensás- vegi 16 (á horni Grensásvegar og Fellsmúla). Athugið að símanúmerið er breytt og verður hér eftir 83044. Kelvin - bátavél árg. ”63 Mikið af varahlutum, bæði nýjum og notuðum til sölu á mjög hagstæðu verði. Uppl. í síma 36051. SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT SÖNGSVEITIN ÍSLANDS FILHARMONlA. Tónleikar í Háskólabíói fimmtudaginn 28. apríl kl. 20.30. Stjórnandi: Marteinn Hunger Friðriksson Einsöngvarar: Elín Sigurvinsdóttir Ruth L. Magússon Sigurður Björnsson Guðmundur Jónsson Efnisskrá: Schubert — Messa í As-dúr Brahms — Haydn tilbrigði op. 56A. Aðgöngumiðar í Bókabúð Lárusar Blöndal, Skólavörðu- stig, og Eymundsson, Austurstræti. Ath. Áskriftarskírteini gilda ekki að þessum tónleikum. I BIAÐIB I er smáauglýsingablaðið *—'»« ..... .......— Iðnfræðslan íólestri: Nýjar námsgreinar kennslugögn engin „Á haustin segir skólastjór- inn að nú skulum við taka upp nýja námsgrein. Hún gætiheitið til dæmis öryggi á vinnu- stöðum. Síðan er sezt niður og málið rætt fram og til baka, hvað eigi að falla undir þessa nýju námsgrein og svo fram- vegis. Þegar þeim umræðum er lokið, segir skólastjórinn að nú skuli byrja að kenna, og að þessi grein eigi að vera svo og svo margir tímar á viku. Þá fellur það á kennarann að setjast niður að loknum vinnu- degi og útbúa kennslugögnin fyrir næsta dag. Þetta gerist í hverjum einasta iðnskóla á landinu. Nemendur hafa allir mismunandi kennslugögn, en taka síðan allir sömu prófin.“ Svo fórust orð Skildi Vatnari Björnssyni, iðnskólakennara, um vandamál iðnfræðslunnar á Islandi, í samtali við DB í vik- unni I tilefni ráðstefnu kennara á iðnfræðslustigi, sem haldin var i Reykjavík um helgina. Átakanlegur skortur er á námsgögnum í öllum sérgréin- um iðnfræðslunnar. Á síðustu árum hafa ýmsar nýjar náms- greinar verið settar á verkefna- skrá iðnfræðsluskólanna án þess að kennurum og nemend- um hafi verið séð fyrir nauð- synlegum kennslu- og náms- gögnum, eins og fram kom í orðum Skjaldar. Hefur þetta valdið áberandi erfiðleikum í skólastarfi, eirtk- um í vetur og allar horfur á að vandinn aukist ef ekki verður brugðið skjótt við. Áðurnefnd ráðstefna, sem haldin var að tilhlutan kennara, skólastjóra og Sam- bands iðnskóla á íslandi, gerði þá kröfu til fræðsluyfirvalda að þegar í stað verði hafin útgáfa nauðsynlegra námsgagna í öll- um sérgreinum iðnfræðsl- unnar. Um sjötlu kennarar og skóla- stjórar víðs vegar að af landinu tóku þátt í ráðstefnunni. —ÓV K Frá ráðstefnu kennara og skólastjóra á iðnfræðslustigí um iðnfræðslumál. Könnun meðal grunnskólanema: Bókvit íaskana? Unga fólkið virðist hverfa frá bóknáminu —sækir f remur í verkmenntun „Það er greinilegt á þessari könnun að það er nokkurt frá- hvarf meðal unglinga frá bók- námi,“ sagði Stefán Ólafur Jóns- son deildarstjöri I menntamála- ráðuneytinu í samtali við DB. Tilefni samtalsins var að grennsl- azt fyrir úm hvaða niðurstöður hafa fengizt í könnun þeirri sem gerð var í 9. og 10. bekk grunn- skólans um námsval unglinga að loknu skyldunámi. Könnunin náði til um 6.200 nemenda í 9. og 10. bekk grunn- skólans, eins og áður segir. Að sögn Stefáns Ólafs hafa ungling- arnir tekið þátt í könnuninni af fullri ábyrgð, það sýnir ákveðin fylgni á vali námsbrauta um allt land. Vegna rýmkunar á inntöku- skilyrðum í menntaskólana var jafnvel búizt við að nemendur myndu sækja þangað meira en undanfarin ár. Það hefur hins vegar komið fram í könnuninni að svo er ekki. Ef marka má niður- stöður hennar er fráhvarf meðal unglinga að nokkru marki frá bóknáminu. Þeir leita nú í hag- nýtara nám t.d. í verkmenntun og viðskiptanámsbrautir. Úrvinnslu úr könnuninni er ekki nærri lokið, en af því sem lokið er, þá hafa komið ákveðnai línur í ljós. Eftir á t.d. að bera saman einkunnir nemenda og val þeirra en í fljótu bragði virðist sem nemendur geri sér ljósa hæfni sína og velji samkvæmt þvi. Fáir nemendur velja sér hús- stjórnarnám og búfræðinám svo eitthvað sé nefnt. Staðfestir það þá þróun sem hefur verið undan- farin ár um að fáir nemendur velja þessar námsleiðir. Frekar lítill hluti nemenda sem spurðir voru höfðu ekki tekið ákvörðun um framhaldsnám. Að sögn Stefáns má búast við að 4.200 til 4.500 nemendur hefji framhaldsnám nú í haust, ef miðað er við þær niðurstöður sem fengust í könnuninni. KP Krummagull boðið til sýningar víða um heim Fyrirhugað er að bjóða sjón- varpsstöðvum víða um heim „Krummagull" Alþýðuleik- hússins á Akureyri til sýningar, en leikritið var nýlega tekið upp á litmyndsegulband í Sví- þjóð. Alþýðuleikhúsið er eignar- aðili að myndinni ásamt % Dramatiska Institutet í Stokk- hólmi og þeim nemendum þar sem unnu að upptöku leikrits- ins. Það var að frumkvæði Þráins Bertelssonar, sem stundar nú nám við Dramatiska Institutet, að „Krummagull“ var tekið upp á myndsegulband. Dramatiska veitti Alþýðuleikhúsinu nokk- urn styrk til utanfararinnar og mun annast sölu og dreifingu á leikritinu. Til greina hefur komið að sýna „Krummagull" t fslenzka' sjónvarpinu innan tíðar, að þvf er segir í Leiksýn, málgagni Alþýðuleikhússins. óv.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.