Dagblaðið - 27.04.1977, Síða 5

Dagblaðið - 27.04.1977, Síða 5
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 1977. 5 Stóraukið flugöryggi fyrir millilandaflugið á Keflavíkurflugveili: Hver Bandaríkjaþegn borgar 100 krónur í nýjan f lugtum Nýr flugturn á Keflavíkurflug- velli á eftir að kosta bandarísku þjóðina 2017 milljónir króna, og raunar 50 þúsund krónum betur. Þessi tala gildir á fyrstu áætlun um nýja flugturninn, en skóflu- stunga númer eitt var tekin fyrir mannvirkið á dögunum. Fyrir hvern bandarískan borgara kostar flugturninn því 100 krónur eða þar um bil. Gamli flugturninn á flugvellin- um er kominn til ára sinnar og i raun og veru hefur flugumferó um völlinn orðið að gjalda þess, því tækjaútbúnaður allur er orðinn langt á eftir tímanum, trú- lega tveim áratugum á eftir öðrum alþjóðaflugvöllum. Sem dæmi má nefna að enginn radar er til á vellinum fyrir aðflug, en þar fyrir utan vantar fjölmörg tæki sem sjálfsögð þykja í nútímaflugi. Nýi flugturninn verður nær flugstöðinni en hinn gamli, nánar tiltekið á gamla Hálaleitinu, sem kallað var, milli flugbrautar 03 og stóra flugskýlisins. Er hann tal- inn mun betur 'staðsettur en sa gamli. í gamla flugturninum skín sól svo til allan daginn beint í augu flugumferðarstjóranna og rýrir það mjög útsýn yfir völl- inn. Þar að auki er gamli turninn illyrmislega lágur sem flugturn á alþjóðlegum flugvelli. Bogi Þorsteinsson, yfirflugum- ferðarstjóri og 20 starfsmenn hans eiga því gott í vændum. Nýi turninn á að vera fullbúinn f janúarmánuði 1979. Amerískur (bygginga)hraði virðist því ekki sá hinn sami og islenzkur. JBP Við stutta athöfn var fyrsta skóflustungan að nýjum flug- turni, sem Bandaríkjamenn borga fyrir tslendinga og sjálfa sig, tekin. í framvarðasveitinni, með öryggishjálma á höfði, standa þeir Karl J. Bernstein aðmíráil, yfirmaður Varnar- iiðsins, Einar Ágústsson utan- ríkisráðherra, James Blake ambassador og Agnar Koefoed- Hansen fiugmálastjóri (Ljósmynd — Varnarliðið). Frumvarp um fæðingarorlof samþykkt í neðri deild — umræður í ef ri deild í dag Konur innan ASt hafa þar með fengið hlut sinn réttan á ný. Þegar skerðingarákvæði At- Frumvarp um fæðingarorlof sem lagt var fram á Álþingi í marz hefur nú verið samþykkt í neðri deild. í því voru tekin af öll tvimæli um þá skerðingu sem kom til framkvæmda um síðustu áramót um að konur maka sem hefði yfir 1430 þúsund í árstekjur fengju ekki orlof. Má því búast við að þing- menn í efri deild samþykki það í dag, ef að líkum lætur. Þá sitja allar konur við sama borð og fá sitt orlof, óháð tekjum maka. vinnuleysistryggingarsjóðs gengu í gildi um áramótin síðustu, þá útilokuðust t.d. allar sjómannskonur á landinu og þær sem áttu maka með um 14 hundruð þúsund í árstekjum. Alþingismenn hafa væntan- lega ekki brugðizt konum í þessu máli og er það vel ef svo er. KP SIGURÐUR BLÖNDAL SKÓGRÆKT- ARSTJÓRI Sigurður Blöndal, skógar- vörður á Hallormsstað, hefur verið skipaður Skógræktarstjóri ríkisins frá 1. júlí nk. Forseti íslands skipaði Sigurð í embættið í gærdag að tillögu landbúnaðar- ráðherra, Halldórs E. Sigurðs- sonar. Hákon Bjarnason lætur senn af störfum þar eð hann hefur náð hámarksaldsri embættismanna, 70 árum, þann 13. júli nk. Hinn nýi skógræktarstjóri er 52 ára gamall Austfirðingur. Sig- urður nam skógfræði í Noregi og gerðist starfsmaður skógræktar- innar 1952. Frá 1955 hefur hann verið skógarvörður á Austurlandi með aðsetri á Hallormsstað. Auk Sigurðar Blöndal sóttu um starfið þeir Baldur Þorsteinsson, Guðmundur Örn Árnason, Haukur Ragnarsson, Snorri Sigurðsson og Þórarinn Benedikz. —JBP Litsjónvarpstækin Frá General Electric Eru með öllum tækninýjungum eins og t.d. # In-Line myndlampa # köldu kerfi # einingarverki # snertistöðva- breytilinöppum # möguleikar fyrir mynd- og plötusegulbönd # ónœm fyrir spennusveiflum# Verðið er það lang bezta sem er á markaðinum. 22“ ..............kr. 238.000 26“..............kr. 275.000 22“ m/fjarstýringu kr. 259.500 26“ m/fjarstýringukr. 299.300 Sölustaður: T. H. Garðarsson h/f Vatnagörðum 6. Sími 86535 Sigurður Blöndal i paradísinni miklu, Hallormsstaðaskógi. (DB-mynd JBP) Viðgerðarþjónusta: SJÓNVARPSVIRKINN Arnarbakka 2 — S. 71640.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.