Dagblaðið - 27.04.1977, Page 6
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 27. APRlL UFL
---[ Anker Jörgensen, forsætisráðherra Danmerkur J
Fordæmir harölega tafír á
títkomu Berlingske Tidende
Anker Jörgensen forsætis-
ráðherra Danmerkur fordæmi
harðlega í gærkvöld tilraunir
danskra prentara og stuðnings-
manna þeirra til að tefja út-
komu dagblaðsins Berlingske
Tidende. Blaðið kom út í gær í
fyrsta skipti í þrjá mánuði.
Prentarar komu ekki nálægt
vinnslu blaðsins, heldur önn-
uðust verkstjórar hana.
Forsætisráðherrann kvaðst
þess fullviss að þeir ' 1.000
prentarar sem voru reknir úr
störfum sínum í síðasta mánuði
hafi ekki staðið fyrir né verið
sammála þeim, sem efndu til
óeirða fyrir utan Berlingske
Hus, aðsetur blaðsins, í fyrra-
kvöld. „Ég verð að játa,“ sagði
Anker á blaðamannafundi í
gærkvöld, ,,að ég hef enga
samúð með málstað þeirra, sem
reyna að tefja útkomu
Berlingske Tidende."
Alls voru það um 2.000
manns, sem söfnuðust saman
fyrir utan Berlingske Hus í
fyrrakvöld og töfðu alla umferð
til og frá byggingunni. Lög-
reglan dreifði mannfjöldanum.
Talsverður fjöldi fólks slasaðist
í átökunum, sem eru sögð þau
verstu í Danmörku síðan árið
1970. Þá sló í brýnu milli lög-
reglu og öfgasinnaðra vinstri
manna, sem mótmæltu arðráni,
Alþjóðabankans og Alþjóða
gjaldeyrissjóðsins. Báðar þess-
ar stofnanir þinguðu í Kaup-
mannahöfn um það leyti.
Danskir prentarar hafa hafið
störf á öllum dönskum dagblöð-
um, nema Berlingske Tidende.
í fyrradag náðust sættir í deil-
um prentara og atvinnurek-
enda þeirra. Blaðstjórn
Berlingske stendur hins vegar
fast á uppsögnum prentara
fyrirtækisins og notar verk-
stjóra við vinnsluna.
VI.
fulltriía-
fundur
Landssam-
taka
Kliíbbanna
Yesfmannaeyjar
0RUGGUR AKSTUR
Hallgrimur
Stefán
Haldinn að Hótel Sögu 28. og 29.
april 1977.
Dagskrá:
Fimmtudaginn 28. april.
rv .
12.00 Sameiginlegur hádegisverftur á hótelinu.
Avarp: Hallgrimur Sigurösson, framkv.stj.
13.00 Fundarsetning: Stefán Jasonarson, form.
LKL. Kosning starfsmanna, fundarstj. og
ritara.
13.30 Ávarp: Ólafur Jóhannesson, dómsmála-
ráðherra.
14.00 Erindi I: Guöm. Þorsteinsson námsstjóri
umferöarfræðslu „Uppeldismótun mannsíns
i umferðinni”. Umræður. Fyrirspurnir.
15.00 Kaffihlé.
15.30 Erindi II: Páll H. Jónsson frá Laugum:
,;,Frá Bergþórshvoli til Miklubrautar.”
Úmræður. Fyrirspurnir.
16.30 Arsskýrslur stjórnar LKL ÖRUGGUR
AKSTUR. Umræður. Fyrirspurnir.
Nefndakosning: Umferðaröryggisnefnd.
Fræöslu- og félagsmálanefnd. Allsherjar-
nefnd. Útbýting tillagna til nefndarmanna.
Spjall um vinnustaö og tilhögun. Nefndastörf
á hótelinu eftir þörfum.
19.00 Kvöldveröur á hótelinu. Veiting SILFUR-
BtLS Samvinnutrygginga i 6. sinn.
21.00 Nefndastörf eftir atvikum.
ólafur
Föstudaginn 29. april.
KL.
9.00 Lok nefndastarfa — frágangur tillagna
10.00 Fundarframhald:
Fréttir úr heimahögum: Arsskýrslur
klúbbanna o.fl.
11.00 Erindi III: Sigurlaug Bjarnadóttir, alþing-
ismaður: „Alþingi i umferðinni”.
12.00 Hádegisveröur á hótelinu.
13.00 Fundarframhald.
14.00 Nefndirskila störfum.Framvisun tillagna
og umræður.
15.00 Kaffihlé.
15.30 Framhaldsumræöa um tillögur. Sam-
þykktir tillagna.
17.00 Stjórnarkjör. Fundarslit.
18.00 Kvöldveröur á hótelinu.
Guömundur
Páll II.
Sigurlaug.
UPPREISNARMENN í SHABA-
HÉRAÐIERU ATKVÆÐAUTUR
■ MjjlJimi - Utanríkisráðherra Nígeríu kom í
PLwvA UAVlANA heimsóknígærtilaðsættadeiluaðila
Hermenn Zairestjórnar og
marokkanskir aðstoðarmenn
þeirra voru atkvæðamiklir í
smábænum Mutshatsha og
nágrenni hans í gær. Uppreisnar-
menn sýndu litla tilburði til að
andæfa hernaðaraðgerðunum, að
sögn talsmanns hersins.
Mobuto Sese Sako fór í flugvél
til Mutshatsha á mánudaginn til
að hvetja menn sína til dáða.
Uppreisnarmenn höfðu bæinn á
sínu valdi til skamms tíma, en fall
hans þykir mjög mikilvægt í
baráttunni gegn þeim.
Utanríkisráðherra Nígeríu,
Joseph Garba kom í heimsókn til
Zaire í gær til að bera klæði á
vopnin og rcyna að sætta stjórn-
völd í Zaire og Angola endanlega
vegna „þessa leiðindaatviks",
eins og ráðherrann komst að orði.
Utanríkisráðherra Zaire tók á
móti honum og þeir starfs-
bræðurnir fóru saman til
Lubumbashi, höfuðborgar Shaba-
héraðs, til skrafs og ráðagerða við
Mobuto forseta.
Mobuto forseta þótti vel við hæfi
að vera í nágrenni við hermenn
sína — þeim til styrktar á góðum
stundum.
Mexíkanar rýmka um
eiturlyfjalöggjöfina
Öllum að óvörum hefur
Mexíkóstjórn ákeðið að létta
dálítið á eiturlyfjalöggjöf sinni.
Þetta hefur í för með sér að
þeir sem hafa verið handteknir
með lítið af marijuana, kókaíni
eða herófni á sér verða nú
látnir iausir.
eiturlyfjaverzlun, yrði hann
ákærður. Um það bil 2.000
manns sleppa úr fangelsum
vegna rýmkunarinnar. — Þeir,
em áður höfðu verið dæmdir
verða þó að afplána dóma sína,
5-14 ár.
Erlendar
fréttir
Síðan það gerðist hafa aö
minnsta kosti fimmtán Banda-
ríkjamenn verið látnir lausir í
kyrrþey og sendir aftur til síns
heima. Um það bil 20-30 í
viðbótar munu að öllum líkind-
um losna úr fangelsi á næstu
vikum.
Saksóknari i Mexikó sagði
fyrir skömmu að ákærúr á
hendur þessu fólki yrðu látnar
niður falla. Hér eftir ,yrðu
mörkin sett við það magn sem
hver neytandi þyrfti til eigin
nota. Væri minnsti grunur um,
að sá handtekn' hygðist stunda
GAMALT VÍN-
í GÖMLUM FLÖSKUM
F.in flaska af Vintage Chateau
d’Yquem víni, árgerð 1865,
seldist fyrir fjörutíu og níu
þúsund, sjö hundruð og sjötíu
krónur og fimmtíu aura á
uppboði í Genf i Sviss í gær.
Þessi flaska var sú elzta af 381,
sem voru á uppboðinu. Alls
seldust þær á um 23 milljónir
króna.
Þá var einnig seld flaska af
Roi De Rome koníaki frá árinu
1911. Hún seldist á um 42
þúsund krónur. Þeir virðast því
gefnir fyrir gömlu vínin,
blessaðir Svisslendingarnir.