Dagblaðið - 27.04.1977, Qupperneq 7
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 27. APRlL 1977.
Fá Baader-Meinhof
skæruliðamir
— Dómsins
er að vænta
á morgun
bandaríska hersins, er fjórir her-
menn létust. Þá sprungu nokkrar
sprengjur af þeirra völdum við
lögreglustöðvar og aðalstöðvar
Springer útgáfunnar.
Réttarhöld í málum þremenn-
inganna Andreasar Baader,
Gudrunar Enslin og Jan-Carls
Raspe hafa nú staðið í tæp þrjú
ár. Almennt er talið að þau sæti
öll lífstíðar fangelsisdómi. Dóms-
völd í Stuttgart hafa varað við því
að fangarnir þrír, sem nú eru í
hungurverkfalli, muni deyja-inn-
an skamms verði næringu ekki
troðið í þá á einhvern hátt.
Hungurverkfall þeirra hefur
staðið í mánuð.
Öryggisráðstafanir í Stuttgart vegna réttarhaldanna yfir Baader-Meinhofliðinu eru gífurlegar, — svo
miklar að annað eins þekkist varla siðan Niirnbergréttarhöldin miklu fðru fram eftir lok síðari
heimsstyrjaldarinnar.
lífstíðar fangelsi?
Verjendur Baader-Meinhof
skæruliðanna þriggja, sem nú
bíða dóms í Stuttgart í Vestur-
Þýzkalandi, munu birta frétta-
mönnum lokaorð málsvarna sinna
í dag. Urskurðar kviðdóms og
dómsins sjálfs er að vænta á
morgun.
né neitað sekt sinni. Þau hafa ábyrgð vegna nokkurra spreng-
hins vegar lýst yfir pólitiskri inga. Þær voru við aóalstöðvar
Tveir aðrir sakborningar hafa
látizt í fangavistinni. Annar fyrir-
liði skæruliðahópsins, Ulrike
Meinhof, hengdi sig í fangaklefa
sinum á síðasta ári. Holger Meins
lézt eftir 135 daga hungurverkfall
í nóvember 1974.
Þau þrjú, sem eftir lifa, eru
ákærð um að hafa myrt fjóra
menn og sært 54 í sex bankarán-
um og sex sprengjutilræðum á
tímabilinu maí-júní 1972. Ails
rændu þau um 435.000 mörkum
úr bönkunum sem þau réðust inn
í. Þau ákærðu hafa hvorki' játað
Starfsfólki sjúkrahúss bannaö
aö fóðra villiketti
Starfsfólk Maelor sjúkra-
hússins í Wrexham í Englandi
hefur verið alvarlega varað við
að gefa villiköttum við sjúkra-
húsið að éta. Um það bil
fjörutíu kettir hafa safnazt
smám saman að spítalanum og
lifa nú i vellystingum á mjólk
og matarleifum sjúklinganna.
Forráðamaður Maelor
sjúkrahússins, David Hardy,
segir: Enda þótt kettir þessir
Séu villtir, þá eru þeir orðnir
svo vel vandir, að þeir vita
nákvæmlega að hvaða gluggum
þeir eiga að koma, þegar þeir fá
mjólkursopann sinn og fiskbit-
ann. En því miður eru þeir
einnig hinir verstu smitberar.“
senda
honum
peninga
— til að létta
sektargreiðslurnar
Israelsmenn virðast
mar^ir hverjir kunna að
meta viðbrögð forsætis-
ráðherra sins, Yitzhaks
Rabins, við því er upp
komst að hann ætti ólöglega
peningainnistæðu I banda-
riskum banka. Ráðherrann
sagði af sér og varð auk þess
að greiða um fimm og hálfa
milljón íslenzkra króna i
sektir.
Fjöldi fólks hefur sent
Rabin peninga til að létta
honum sektargreiðslurnar.
Hann er þó ekki á þeim
buxunum og hefur sent alla
peningana til baka og
hundruð bréfa.
„Forsætisráðherrann er
öllu þessu fólki ákaflega
þakklátur," segir talsmaður
hans, ,,en honum finnst
hann eigi að axla þessa byrði
einn.“
Hreinn Halldórsson, kúluvarpari í
forsíöuviötali
AthyglisvertviötalviöHannesFlosason
tónlistarkennara og tréskuröarmeistara
Greinarkorn um tryggingafélagiö
LloydsoJLo.fi.