Dagblaðið - 27.04.1977, Qupperneq 10
1Q
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 27. APRlL 1977.
frfálsi, úháð dagblað
Utgefandi DagblaAið hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas krístjánsson.
Fróttastjori: Jón Birgir Pótursson. Ritstjómarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrífstofustjórí ritstjórnar:
Johannos Reykdal. Iþróttir: Hallur Símonarson. AAstoAarfróttastjóri: Atli Steinarsson. Safn: Jón
Sævar Baldvinsson. Handrit: Ásgrímur Pálsson.
BlaAamenn: Anna Bjarnason, Ásgeir Tómasson, Bragi SigurAsson, Ema V. Ingólfsdóttir. Gissur
'SigurAsson, Hallur Hallsson, Helgi Pótursson, Jakob Magnússon, Katrín Pálsdóttir, Krístín LyAs-
«jk>ttir, Ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson, Ragnar Lár. Ljósmyndir: Bjamleifur Bjamleifsson,
iHörAur Vilhjálmsson, $veinn ÞormÓ.Assoo.
Skrifstofustjóri: ' Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkerí: Þráinn feorleifsson. Dreifingarstjórí: Már E. M
Halldórsson.
Áskriftargjald 1100 kr. á mánuAi innanlands. í lausasölu 60 kr. ointakiA.
Ritstjóm SíAumúla 12, sími 83322, auglýsingar, áskriftir og afgreiAsla Þverholti 2, sími 27022.
Setning og umbrot: DagblaAiA og Steindórsprent hf., Ármúla 5.
Mynda-og plötugerA: Hilmir hf., SíAumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 19.
Hirtu bara kaupið sitt
Alþingi hefur sett ofan í seinni
tíð. Þetta viðurkenna flestir, sem
hugsað hafa málið. Vantrú al-
mennings á alþingismönnum hef-
ur vaxið. Það þing, sem nú er að
ljúka, bætir ekki úr skák. Það
hefur verið eitthvert hið slappasta
um langan aldur.
Talsvert ósamlyndi er milli stjórnarflokk-
anna. Halda mætti, að hinn geysilega þing-
meirihluta þeirra hefði mátt nota til gagn-
gerðra aðgerða í helztu vandamálum þjóðarinn-
ar. En þingmenn láta eins og ekkert sé að. Það
sé í hæsta máta ágætt, hversu rólegt þingið
hefur verið og aðgerðalaust.
Er ekki verðbólgan yágestur, sem bægja
hefði þurft frá dyrum? Átti ekki að stefna að
því að koma henni niður á það stig, sem hún er
á í nágrannaríkjunum? Er ekki viðurkennt, að
margra ára óðaverðbólga veldur margs konar
misrétti og skekkir máttarstólpa þjóðfélags-
byggingarinnar? Hefur Alþingi eitthvað gert
til að ráða hér bót á? Nei, hið rólega þing hefur
ekki sinnt því.
Er ekki viðurkennt, að gífurlegt misrétti
ríkir í skattamálunum? Hefðu menn ekki vænzt
þess, að Alþingi gripi í taumana í þessum
efnum? En hið rólega þing fékk ónýtanlegt
frumvarp frá fjármálaráðherra og kaus að
svæfa það. Ekki notuðu alþingismenn það
tækifæri til að bera fram og samþykkja eigin
frumvörp um skattamál, þótt margir þeirra
hefðu haft að orði, að breytinga væri þörf. Nei,
hið rólega þing svæfði skattafrumvarpið og
kom ekki með neitt í staðinn.
Eru menn ánægðir með ástandið í dóms-
málunum? Hafa málin síðasta árið ekki leitt í
ljós mikla galla á ríkjandi skipulagi? Þingið
samþykkti frumvarp um rannsóknarlögreglu
ríkisins, sem kann að vera til bóta, en það hefur
ekki valdið neinum straumhvörfum.
Er ekki viðurkennt, að réttur einstaklingsins
er gjarnan fyrir borð borinn í viðskiptum við
hið opinbera? Er allt kerfið, sem við búum við,
ekki meingallað? Hvar hefur Alþingi látið til
sín taka í þessum efnum? Hið hógværa þing
hefur ekkert gert.
Svo mætti lengi telja. Hvað um skólamálin
eða orkumálin? Jafnvel dómsmálaráðherra sá
nú í vikunni ástæðu til að fordæma máls-
meðferð stjórnarliðaí iðnaðarnefndí einu orku-
málinu. í upphafi þings voru boðuð frumvörp
um skólamál, en lítið hefur orðið um gerðir.
Hefur hinn hörmulegi aðbúnaður aldraðra
og öryrkja verið bættur af þessu þingi? Nei,
þingmenn ætla að láta þar við sitja, að þetta
fólk þurfi að biðja um ölmusu. Hefur þingið
haft forgöngu um kjarabætur til handa hinum
lægstlaunuðu, þótt viðurkennt sé og ómótmælt,
að enginn lifir af lágu laununum?
Nei, þingmenn hafa haft annað að gera. Þeir
hafa bara hirt sitt góða kaup, sem þeir hafa
sjálfir skammtað sér. Alþingi, sem nú er að
ljúka, hefur ekki orðiö þingmönnum eöa því
kerfi öllu álitsauki.
Uganda: r
FRJALSRÆÐIOG
OFBELDIHERSINS
AÐ LEIÐA ÞJÓÐINA
í EFNAHAGSGLÖTUN
— hermenn nú loks hvattir til að fara að landslögum og
drepa ekki saklausa borgara að óþörf u
Engum blöðum er um það að fletta að margar aðgerðir Amins
forseta eru brjálæðislegar enda vilja margir halda því fram að
hann sé brjálaður. Þá er hann talinn vera með heilasyfiiis sem
getur brenglað heilastarfsemina mjög.
Ofbeldi Ugandahermanna i
heimalandi sínu er nú svo yfir-
gengilegt að Amin forseti hefur
loks séð ástæðu til að fyrirskipa
þeim að fara að landslögum,
sem þeir virðast skv. því hafa
verið undanþegnir, a.m.k. í
framkvæmd.
En það er ekki að ástæðu-
lausu að Amin gerir þetta og er
ástæðan fremur efnahagslegs
eðlis en mannlegs. Útvarpið i
Nairobi hefur 1 undanfarnar
vikur útvarpað tilkynningum
til hermanna um löghlýðni og
að láta saklaust fólk í friði.
Þykir mörgum mál til komið
enda munu um 200 þúsund
manns hafa verið drepnir f
Uganda í sex ára stjórnartíð
Amins, eða nálega jafnmargir
og íslendingar allir, skv. upp-
lýsingum Amnesty Inter-
national.
I kjölfar þessarar ógnaröldu
hafa þúsundir manna flúið til
skógar eða til annarra landa svo
sem Kenya. Hafa þeir skilið
eftir allar eigur sínar og
segja að það sé betra að vera
blankur en lifandi í Kenya en
að deyja efnaður i Uganda.
Hermenn drepa án dóms og
laga alla þá sem þeir telja
hættulega rfkinu og eru þessi
dráp handahófskennd og oft
talin án nokkurs samhengis við
tilganginn.
Nýlega heimsótti varaforset-
inn Mustafa Adrisi borgina
Gulu í norðurhéruðum lands-
ins, en þar hefur ástandið verið
hvað verst. Þar komst hann að
því að fjöldi verzlana, skóla og
fleiri stofnana var lokaður og
yfirgefinn. Einnig kom í ljós að
heilu búgarðarnir utan borgar-
innar voru yfirgefnir og
ónýttir.
Var' honum tjáð að flótta-
fólkið þyrði ekki að snúa aftur
og stæði því sérstaklega
stuggur af manni að nafni
Festus Ojiga. Hann var yfir-
maður Gulu deildar rannsókna-
skrifstofu rikisins, en starfs-
menn hennar fara um vopnaðir
og hafa gert í sex ár.
Þegar varaforsetanum varð
ljós efnahagslegur vandi í kjöl-
far þessa, fyrirskipaði hann
handtöku Ojiga og að sögn
kunnugra hefur hann ekki sézt
á norðlægum slóðum í landinu
síðan.
En lög byssunnar eru orðin
það sterk meðal hermanna og
annarra stjórnarmanna að
flóttafólkið fæst ekki til að
snúa heim þrátt fyrir þessa
einu handtöku, segir að miklu
meira þurfi að koma til. Auk
þess óttast það að verða að ein-
hverju leyti refsað, snúi það
heim.
Hermenn skeyta engu hver á
í hlut og þannig geta háttsettir
embættismenn, sem eru Amin
þóknanlegir, orðið illa fyrir
barðinu á hernum.
Nýlega flúði einn af háttsett-
ustu mönnum ríkisins til
Nairobi i útlegð eftir að hann
hafði haldið norður í landið til
að heimsækja fjölskyldu sína,
sem þar rak mikinn búgarð.
Þar var aðkoman ömurleg, her-
menn höfðu haft fjölskyldu
hans burt í einu lagi, einnig
verkamenn, rænt vélabúnaði og
uppskeru.
Hánn hafði fieiri ljótar sögur
að segja úr nágrenninu. Einn
daginn kom herflokkur akandi
til skrifstofu héraðsstjórans í
Agago, sem er skammt frá
Búhokur
marbendla
Miklar og þungar ásakanir
hafa að undanförnu verið
bornar á stjórn og forvígis-
menn Þörungavinnslunnar hf.
á Reykhólum við Breiðafjörð.
Eflaust á eitthvað af þessu við
rök að styðjast, en þó skín í
gegn vanmat á þeim erfiðleik-
um, sem við er að etja í þróun
iðnaðar á íslandi.
Það hefur lengi verið svo að á
öllum stigum iðnaðaruppbygg-
ingar hérlendis hefur verið
ruglað saman arðsemi, pólitík
og tækni. Ur þessari blöndu á
síðan að veiða upp svonefnd
nýiðnaðartækifæri og sá veiði-
skapur er næstum eingöngu
pólitísks eðlis. Akveðnum
mönnum, nefndum eða stofn-
unum er falið að kanna mögu-
leika á nýrri iðnaðarfram-
leiðslu, matreiða skýrslur um
hagkvæmni, kostnað, fram-
leiðsluverðmæti og urðsemi.
Þessar skýrslur fara síðan fyrir
einhverja pólitikusa, sem hafa
það i hendi sér hvort af fram-
kvæmdum verður eða ekki.
Það er afskaplega eðlilegt að
þeir menn sem falið er að
stapda fyrir frumathugunum á
framleiðslumöguleikum, veljist
síðan til þess að standa fyrir
meiri háttar rannsóknum á
þeim iðnaðartækifærum sem
þeir leggja frumdrög að. Og þá
byrjar ballið.
Ábyrgð og ókvörðun
aðskilin
Eftir að farið var að miðstýra
öllu fjármagni iðnaðar á Islandi
getur enginn aðili stofnsett
verksmiðju sem kostar um eða
yfir 100 milljónir án þess að
dragast með lið opinberra og
hálfopinberra skriffinna á hæl-
unum meðan verið er að kría út
lánin. Og ekki nóg með það,
heldur verður að syngja ástar-
söngva undir altönum pólitík-
usa, látlaust, þar til einhver
þeirra fæst til að beita áhrifum
sínum á sjóðapésana.
Þetta er gangurinn ef ein-
hver einstaklingur er svo vit-
laus að ætla að fara að fikta við
iðnað. Þeir einstaklingar gerast
nú skiljanlega færri með
hverju árinu sem liður, enda
ekki öðrum lengur til að dreifa
en hinu opinbera, ef fram-