Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 27.04.1977, Qupperneq 11

Dagblaðið - 27.04.1977, Qupperneq 11
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 1977. 11 Gulu og heimtaði héraðssjóð- inn af héraðsstjóranum. Hann neitaði að láta hann af hendi og var þá skotinn fyrir utan héraðsstjóraaðsetrið. Að því búnu ók herflokkurinn á brott með fjárhirzlu héraðsins. Enn frekari flótti fylgir í kjölfar þess háttar aðgerða og er hver borgin af annarri, einkum í norðurhéruðunum, að breytast í draugaborg. Mikilvægir viðskiptaþættir svo sem flutningar og verzlun, lamast af þessum sökum, að því er Reuter fréttastofan hefur eftir heimildum, sem hún treystir. Efnahagslífið staðnar og verðiag hefur að undan- förnu rokið upp úr öllu valdi, sem aftur hefur leitt af sér öldu þjófnaða og ofbeldisverka í kjölfar angistarfullra tilrauna fólks til að draga fram lífið. Sápustykki í Kampala kostar t.d. eitthvað um 40 Uganda skildinga, eða um eitt þúsund krónur ísl. Húsmæður eru komnar af stað í matarleit fyrir dögun og stundum koma þær tómhentar heim að kvöldi, herma heimildir. Hermennirnir hafa hins vegar engu að kvíða hvað fram- færi sitt áhrærir vegna hárra launa, reglulegra fataúthlut- ana, viskískammts, úthlutunar armbandsúra, sólgleraugna og annarra vörufiokka, sem viku- lega koma frá Bretlandi með flugvélum Flugfélags Uganda, sem bandarískir flugmenn stjórna. Vegna hruns Uganda skild- ingsins og almennrar efnahags- legrar óstjórnar hefur svarta- markaðsbrask mjög blómstrað I landinu að undanförnu og eru margir háttsettir herforingjar hvað athafnamestir á því sviði. Hækkandi kaffiverð á heims- markaði gerir það að verkum að kaffibændur freista þess fremur að smygla kaffi sínu úr landi heldur en að selja það í gegn um ríkið, sem greiðir lægra verð og þar að auki ekki út I hönd. Fyrir kaffið kaupa þeir mat- væli og annað, sem þeir smygla frá Kenya með aðstoð og sam- vinnu við herforingja i Uganda- her. Væri þetta ókleift án þess samstarfs, þvf hershöfðingjarn- ir hafa sett það mikið upp af vegatálmum og komið upp það öflugu eftirliti með landamær- unum að án aðstoðar þeirra væri þetta ómögulegt. Amin hefur í raun skapað þetta ástand sjálfur þar sem hann hefur gefið hernum sem frjálsastar hendur og sem bezt kjör til að tryggja sér fullan stuðning hans, sem honum veitir ekki af til að halda völd- um. Þetta frjálsræði hermann- anna hefur svo leitt af sér efna- hagskreppu, sem stöðugt hleður utan á sig samfara auknum landflótta og lömuðu atvinnulífi. Þvi er hann nú kominn i þá stöðu að þurfa að taka strang- ara á hermönnunum, með ófyrirsjáanlegum afleiðingum, til þess eins að fremja ekki efnahagslegt sjálfsmorð þjóðar- innar. Köflóttur þáttur eða bilað tæki? í seinasta pistli reyndi ég að spá um dagskrá vikunnar, sem þá var framundan og leist mis- jafnlega á. Reyndin hefur orðið sú, að sumt sem ég hafði ekki hugsað mér að horfa á, en gerði samt, var bráðgott, en hitt, sem ég hlakkaði mest til, olli vonbrigðum. Þannig er það víst um fleira. En til að byrja á mánudeginum, þá vænti ég ekki mikils af finnska leikritinu og þótti verst hvað það tók langan tíma. En þegar til kom fannst mér það alveg ágætt og meira að segja spenn- andi. Allir hlutir voru svo eðlilegir, ekki fegraðir eða ýktir á neinn hátt og tónlistin var ekki sniðin eftir efninu, heldur tekin þaðan sem hún heyrist oftast: meðal venjulegs fólks. Þátturinn á eftir, hvers er að vænta, dró hins vegar alveg niður í mér og ég var góða stund sannfærð um að við hérna á jörðinni ættum lítið annað eftir en gefa upp öndina, rígföst í okkar eigin sóðaskap. Þriðjudeginum sleppti ég, því einhvernn veginn fannst mér að allt hlyti að vera skemmti- legra en sjónvarpsdagskráin. En á miðvikudaginn var ég búin að hreiðra vel um mig talsvert fyrir klukkan sex og var orðin bjartsýnni. Rokk- veita rfkisins er prýðisþáttur og hefði mátt koma til skjalanna mun fyrr. Það má teljast með eindæmum hvað þessir ríkis- fjölmiðlar okkar eru sparsamir á tónlist af þessu tagi í skipu- legum þáttum. Ætli við séum ekki næstum eina landið, sem þykist kallast menningarland, sem ekki hefur að minnsta kosti vikulega vinsældalista yfir poppið. Þátturinn um merkar uppfinningar vakti at- hygli mína áður en hann hóf göngu sfna, ég hélt að maður gæti orðið miklu fróðari. En það er heldur lítið á þessu að græða. Reynt er að hafa þetta fyndið á köflum og ýmist er dvalið við smáatriði eða farið svo hratt yfir sögu að þróunin dettur út. Jæja, en svo kom saga vopnanna eftir fréttir og þó þar væri líka farið hratt yfir, datt ekkert úr og það var meira að segja hægt að skellihlæja á köflum. Um Vöku ætla ég ekki að fjölyrða, en segja þó það, að þátturinn heldur manni tæpast vakandi lengur. Hann er orðinn svo hátfðlegur, að manni dettur helst í hug að menningin í land- inu væri gjörsneydd allri kímnigáfu. Síðasti þáttur um stjórnmálin frá stríðslokum var I augum kínversku þjóðarinnar hefur „gangan rnikla" hvorki upphaf né endi. bæði athyglisverður og skemmtilegur, þvf stjórnmála- þróunin í Asfu og einkum Kína frá stríðslokum er ævintýri llkust. Hvað skyldi til dæmis hafa tekið vestræna verk- fræðinga marga áratugi að reikna út hvernig best væri að útrýma plágu eins og gráspörvinn reyndist I Kína? Kinverjar reiknuðu ekki, þeir framkvæmdu bara hlutinn á einfaldan og ódýran hátt og náðu þar af leiðandi auðvitað tilætluðum árangri. Myndir eins og Siglt niður Zaire-fljót mættu vera síðastar á dagskránni viðkomandi kvöld, því það getur ekki verið nema takmarkaður hópur sem hefur áhuga á slíku. Hinir geta þá f arið þeim mun fyrr að sofa. I Kastljósi á eftir var fjallað um innhverfa íhugun. Það var merkílegt. íhugunarmennirnir svöruðu ákaflega skýrt og skil- merkilega og Eiður var prýðis- fulltrúi allra áhorfenda, sem auðvitað vissu ekkert, hann spurði eins og sá sem ekkert veit, en gallinn var sá að þegar hann spurði einfaldlega vafðist hinum tunga um tönn, því þeir voru allir á fræðilega sviðinu. En skyldi ekki aðsóknin aukast hjá þeim á næstunni? Snjólaug Bragadóttir Yfirleitt er ég lftið hrifinn af ,,kábój“ eins og börnin segja, en vestrinn á föstudagskvöldið var ágætur. „Happy end“ virð- ist vera orðið hálfgert skamm- aryrði undanfarin ár en ósköp verð ég alltaf fegin þegar svo er, þvf nú á sfðustu og verstu menningartfmum má maðui þakka fyrir ef myndir hafa upphaf og endi, yfirleitt. Jæja, hér lauk minni sjón- varpsviku, að öðru leyti en þvf að ég horfði með öðru auganu á sumarþátt eftir fréttir á sunnu- dagskvöldið. Þar var margt skemmtilegt og frumlegt að sjá og heyra, en þar sem ég mátti ekki vera að, hefur sjónvarps- tækið mitt sennilega sloppið við skak og skrölt. Ég frétti nefni- lega seinna um kvöldið að fólk . hefði farið að fikta þegar eitt- hvert torkennilegt mynstur lagðist yfir skjáinn. Ég sá þetta en taldi að það liði hjá. A daginn kom, reyndar um kvöld- ið, að þátturinn hafði annað hvort verið tekinn eða sýndur gegn um eitthvert virnet eða mynstrað gler. Það mætti taka það fram, svona til að hlífa tækjunum. Varðandi næstu viku sé ég lítið annað ! dagskránni en að við eigum að hætta að reykja. Mig langar til að segja það einu sinni enn og veit að ég er ekki ein um það, að of mikill áróður getur verkað öfugt. leiðslan á að vera eitthvao merkilkegri en krullupinnar eða karamellur. Hjá hinu opinbera eru, eins og áður var sagt, sérstakir „iðnaðarpromotorar" eða iðnaðarrótarar sem búa til skýrslur á skýrslur ofan. Skýrslurnar fara sfðan fyrir pólitíkusa, sem fletta þeim og samþykkja, eða visa frá, eftir því hvað þær líta út fyrir að vera góð beita á atkvæðaveið- um. Þá taka skriffinnar sjóð- anna við og draga lógaritma- töflur upp úr skrifborðsskúff- unni ásamt vasatölvu og byrja að reikna. Forsendur þurfa að líta vel út á pappírnum, vélar, markaður og tækni er nokkuð sem skriffinnar hætta sér ekki nálægt, en arðsemi þarf að vera sem mest, fjárfesting hófleg og þjöðhagslegt gildi mikið. Allt nema vélar, markað og tækni má reikna á vasatölvu. Ef til framkvæmda kemur þá á einn aðilinn skýrsluna. annar a fjármagnið, sá þriðji sér um framkvæmdirnar og pólitfkus- inn á heiðurinn — ef vel tekst til. Sem sagt, ef einhver dugnaðarmaður f kerfinu er orðinn leiður á skrifborðsþönk- um og blýantsnagi og er farið að langa til að sjá eitthvað verða að veruleika þá eru hæg heimatökin. Hann býr einfald- lega til óskadraum pólitikusins og sjóðapésans og áður en sól er sezt er allt komið í gang. Aðal- atriðið er að skýrslan sýni gull og græna skóga, — allt að því arðsemi eilifðarvélar. Raflinan af alfaraleið út á eyðisker er ekki talin með f stofnkostnaði, heldur ekki hafnargarður og nýr vegur. Gert er ráð fyrir þvf að allt fjúki upp á mettfma svo hægt sé að ná í ráðherra og aðra dándismenn til að horfa á ráð- herrann ýtá á takkann, skála, skoða og láta ljúga sig fulla. Síðan er keyrt í bæinn f bens- um og bjúikkum, en eftir stendur stassjón með stýribún- að og græjur sem enginn kann á, og helvítis þarinn liggur slímugur og gikkfastur um allar fjörur. I þvf hættir að rjúka á Reykhólum. KjalEarinn Leó M. Jónsson Hvað menn eru fljótir að gleyma En þarinn reyndist bæði lævfs og ólipur til samvinnu. Upp komu byrjunarörðugleikar eins og hjá alvörufyrirtækjum erlendis sem ekki ætla að fara troðnar slóðir. íslenzkar skýrslustassjónir þola ekki byrjunarörðugleika frekar en nátttröllin dagsljósið. Svona viljum við ekki hafa nálægt okkur segja pólitíkus- arnir. Við hefðum ekki látið út eina krónu í þetta svínarí, ef við hefðum vitað að þetta yrði svona, segja sjóðapésarnir. Skýrslugerðarmaðurinn er horfinn eins og jörðin hafi kyngt honum kvikum. Heilt sveitarfélag, með ný einbýlis- hús, byggð á sandi opinberrar arðsemi með frystikistum og fleiru, rambar á barmi gjald- þrots, enginn kemst til Costa del Sol á næstunni. En sú var tíðin að pólitíkusar kræktu fyrir Reykjahlfð f Mývatnssveit ef þeir gátu vegna þess að þar var stassjón sem ekki hagaði sér samkvæmt opinberum arðsemisáætlunum, en gekk á bullandi tapi vegna byrjunarörðugleika á tækni- lega sviðinu. Svo rækilega afneituðu póli- tfkusar og aðrir kusar þessu barni sfnu að þeir réðust f að leggja hringveg hina leiðina umhverfis landið til þess að komast hjá því að horfa uppá kfsildútlið við Mývatn. En svo gerist það ótrúlega að erfiðleikarnir við kfsilgúrinn reynast yfirstíganlegir þegar þolinmæði og fjármagn er- lendra alvöruiðnrekenda hafði komið til. Kísiliðjan malar nú gull eins og bezt gerist f íslenzk- um skýrslum og arðsemin er töluverð, jafnvel þótt kostnaður við lausn byrjunar- vandamála væri reiknaður með. Og nú eru pólitíkusar farnir að sjást aftur f Mývatns- sveit, þangað koma einnig sjóðapésar og aðrir dándis- menn, þvf þeir geta þó alltaf litið á Kisiliðjuna sfna þótt krækt sé fyrir Kröflu f bili. Og þá var hætt að halda hringveg- inum við. Amen. Leó M. Jónsson tæknifræðingur.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.