Dagblaðið - 27.04.1977, Blaðsíða 14
14
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 27. APRtL 1977.
OLIUHARM-
LEIKURINN
í NORDURSJÓ
Kjallarinn
A örfáum mínútum breyttist
10 ára olíuævintýri norömanna
í Norðursjó í harmleik. A
þessum 10 árum frá því aö
norðmenn meö aðstoð banda-
ríkjamanna fóru af stað með
tilraunaboranir eftir olíu, hafa
engin stórslys orðið á þeirra
svæði í Norðursjó. Að vísu hafa
borpallar farizt í ofviðrum,
kafarar drukknað við lagningu
leiðslna o. fl, en draugurinn
mikli — útblástur eða ,,blow
out“ sem það heitir á olíumáli,
hefur ekki lát'ð að sér kveða
fyrr en nú.
Hingað til hafa norðursjávar-
þjóðir borað um 1000 holur á
botni sjávar — þar af eru um
200 á norska svæðinu. Aðeins
hefur orðið vart smávægilegs
leka úr nokkrum brezkum
holum. Mörgum af þessum 1000
holum hefur þurft að loka
vegna þess að þrýstingur í þeim
var svo gífurlegur að þær voru
of áhættusamar til vinnslu. En
hvernig hefur verið gengið frá
þessum holum? Hvenær fer
einangrun og lokur að gefa
eftir fyrir tæringu og
þrýstingi? Eftir eitt ár,
hundrað eða þúsund ár? Það
veit enginn, vegna þess að
vísindamenn hafa ekki nægi-
lega tækniþekkingu á þessum
málum.
I dag blása 4000 lestir af olíu
og gasi á dag úr einni holu á
norska Ekofisk-svæðinu fyrir
utan Stafangur. Ef það tekur
4—5 mánuði að bora „hjalpar-
holur“ til að minnka
þrýstingirui geta um 600.000
lestir af olíu dreifst um hafið.
Árið 1970 varð stórslys í
flóanum Bay Marchand Field
við Louisiana, þegar 10 olíu-
brunnar blésu samtímis og það
tók rúmlega 4 mánuði að stöðva
ÞÁ
Svartsýnustu menn hafa
haldið því fram að meira en 100
millj. lestir af olíu geti lekið út
í Norðursjó. Hvers vegna hefur
ekki verið varað kröftuglegavið
þessari hættu fyrr?
Hið svokallaða olíuævintýri á
sér vissulega marga andmæl-
endur, bæði 1 Noregi, á Bret-
landi og víðar. Helzta gagnrýni
þeirra á starfseminni hefur ein-
mitt verið sú að enn er ekki
fyrir hendi nægileg kunnátta
til að koma í veg fyrir og að
ráða við útblástur af því tagi
sem nú er i gangi á Ekofisk-
svæðinu.
En það er með þessa gagn-
rýni eins og oftast er um gagn-
rýni á ríkisvald og fram-
kvæmdavald að almenningur
hefur ekki getað breytt nokkru
þar um. Framkvæmd olíu-
vinnslunar hefur verið á fárra
manna höndum. Altnenningur
hefur heldur ekki þekkt tækni-
atriðin nógu vel og hingað til
hefur öll gagnrýni verið kæfð
með loforðum um betra og
„ríkara“ líf fyrir olíuhagnað-
inn.
í vor var mikið talað og
skrifað í norskum fjölmiðlum
um „brezku skýrsluna“ í
þessari skýrslu var sýnt fram á
að það væru 80% líkur á út-
blæstri í brezka hluta Norður-
sjávar fyrir 1980. Líkurnar á
fleiri enn einu sliku slysi voru
50%. Norðmenn hafa hins
vegar reiknað með töluvert
lægri prósentutölu á slysa-
hættu. Almenningur hefur
spurt sjálfan sig: Mata forráða-
menn olíuvaldsins í Noregi
tölvurnar með þeim tölum sem
þeir óska að tölvurnar skili
þeim aftur?
Iðnaðarráðherra Noregs,
Bjartmar Gjerde, var spurður
álits á brezku „hættu“skýrsl-
unni og hvers vegna norskir
stjórnmálamenn hefðu ekki
gert varrúðarráðstafanir og
tekið meira mark á skýrslunni
en raunin varð. Gjerde á þá að
hafa svarað:
„Þessi skýrsla minnir mig
illilega á söguna um konuna
sem vænti sín í fimmta sinn og
óttaðist að hún fæddi af sér
kínverja því hún hef-ði lesið í
blaði að fimmta hvert barn sem
fæddist í heiminum væri kín-
verji.“ Ekki er góðs að vænta af
olíuframkvæmdum norðmanna
í Norðursjó ef gjörðir þeirra
þar stjórnast af slíkum rökum
sem Gjerde sýndi í svari sínu.
Nú hefur spá „hættuskýrsl-
unnar“, sem enginn vildi líta
við, rætzt. Er ekki að efa að
margir norðmenn telja lán í
óláni að Bravo-holan fór að
blása núna, áður en hafizt var
Björg Árnadóttir
handa við tilraunaboranir við
strendur Norður-Noregs, þ.e.
fyrir norðan 62. br. b. Norska
Stórþingið hefur enn tíma til að
banna þessar tilraunaboranir,
því þar nyrðra eru ein
auðugustu fiskimið í Evrópu,
og meðfram 53.000 km strand-
lengju Noregs eru líka flestir
sjófuglar í Evrópu.
Þjóðirnar sem hafa brotizt
inn i eitt stærsta peningahólf
heimsins. þ.e. oliulindirnar á
botni Norðursjávar, bera
ábyrgð á lífríki þessa hafs. Það
verður fróðlegt að fylgjast
með viðbrögðum þeirra eftir
þessa gífurlegu olíumengun
sem nú á sér stað þarna.
Sumum er ef til vill í fersku
minni viðbrögð þeirra sem
gerðu út risaolíuskipin sem
brotnuðu i tvennt og ollu gifur-
legri mengun. Þeir þóttust ekki
lengur eiga skipin, heldur
vísuðu á aðra, sem enn visuðu á
aðra o.sv.frv.
Norðursjór er eign allra
heimsbúa. Það ætti enginn að
geta leyft sér að eyðileggja
hann fyrir fullt og allt.
Björg Árnadóttir
kennari
*
( Verzlun , * Verzlun Verzlun )
B0RGARLJ0S Grensásvegi 24. Sími 82660
No. 176
Kr. 4500.-
No. 171
Kr. 2100.-
Ný sending plastik kristal
Póstsendum
No. 179
Kr. 2900.
No. 182
Kr. 2800.-
No. 1650
Kr. 2300.-
No. 1651
Kr. 2900,-
No. 174
Kr. 2300,-
MOTOROLA
6/12/24/ volta
aiternatorar
HAUKUR OG ÓLAFUR
Armúla 32 — Stmi 37700
Þórarinn /
Kristinsson
cr " ’ r .
Klapparstíg 8. Siíni
28616 (Heima 72087) land.
Dróttarbeisli — kerrur
Höfum nú fyrirliggjandi
original dráttarbeisli á flestar
gerðir evrópskra bíla. Útvegum
beisli með stuttum fyrirvara á
allar gerðir bíla. Höfum einnig
kúlur, tengi og fleira.
Sendum i póstkröfu um allt
Bílasalan BILAVAL
Laugavegi 90-92
Símar 19168 og 19092
Hjá okkur er opið alla daga nema
sunnudaga frá kl. 10-19.00
Látið okkur skrá bílinn og mynda
hann í leiðinni.
Söluskrá ásamt myndalista liggur
frammi. — Lítið inn hjá okkur og
kannið úrvalið. Við erum við hliðina á
Stjörnubíói.
BILAVAL
SIMAR19168
0G19092
Stigar
Handrið
Smíðum ýmsar
gerðir af
hring- og palla-
stigum.
Höfum einnig
stöðluð inni- og
útihandrið í
fjölbreyttu úr-
vali.
Stólprýði
Vagnhöfða 6.
Sími 8-30-50.
phyris
Fegurfi blómanna stendur yfiur til bofia.
Unglingalínan:
Special Day Cream — Special Night Cream.
Special Cleansing — Tonic.
Phyris tryggir vellíðan og þægindi og veitii
horundi, sem mikifi mæfiir á, velkomna hvild.
Phyris fyrir alla — Phyris-umboðiö.
BÍAÐIÐ
Irjálst, úháð dagblað
c
Þjónusta
Þjónusta
Þjónusta
j
Múrverk ★ Flísalögn
★ Fllsaleggjum bæði fljótt og vel.
★ Hlöðum og pússum að baðkerum og sturtubotnum.
■k Viðgerðavinna á múr- og fllsalögn.
★ Hreinsum qpp eldri flísalögn.
★ Hvítum upp gamla fúgu.
★ Múrvinna í nýbyggingum.
★ F'örum hvert á land sem er. Skilmálar hvergi betri.
★ Fagmenn. Uppl. i síma 76705 eftir kl. 19.
Þéttum allt sem lekur
Morter-Plas/n þakklæðningarefni
300% teygjuþoli —
sérlega gott fyrir ísl.
veðráttu bæði fyrir nýlagnir
og viðgerðir.
Þéttitækni
Tryggvagötu 1 — sími 27620.
fyrir slétt þök mcð
«Verðkr. ÆHa
wBf
pr. ferm flHF
ákomið HB
Regnbogaplast hf. skiltagerð
Kársnesbraut 18 —simi 44190.
Framleiðum:
Ijósaskilti úr plasti,
þakrennur úr plasti á hagsta'ðu verði.
Sjáum um uppsetningar.
Sérsmíðum alls konar plasthluti.
Sjáum um viðgerðir og viðhald á ljósaskiltum.