Dagblaðið - 27.04.1977, Side 24

Dagblaðið - 27.04.1977, Side 24
Það er mér óskiljanlegt hvernig hægt var að leysa öll þessi vandamál Srfálst, nháð dagblað MIÐVIKUDAGUR 27. APRlL 1977. — Spassky og f rú föru til Frakklands i morgun Fréttamenn- urðu óvænt aðnjótandi betri veitinga en ætlað var á blaðamannafundi með Boris Spassky á Loftleiða- hótelinu í gær. Eini lausi staðurinn var barinn og nutu blaðamenn góðs af þeirri stað- setningu. Spassky lék á als oddi og Marinakonahans túlkaði, þegar stórmeistarinn skildi ekki yfir- vegaðar spurningar blaða- manna. Spassky sagði að keppnin hefði verið mjög hörð og jöfn. Hann hefði ekki fundið sig í byrjun^ og í raun ekki komizt í jafnvægi fyrr en eftir tapið í 10. skákinni. Erfiðasta skák einvígisins var 15. skákin þ.e. sigurskák Spasskys, þar sem Hort féll á tíma. „Ég er mjög ánægður með aðstöðuna hér á landi. íslehzka skáksambandið þurfti að leysa mikil vandamál seinni hluta mótsins, enda var sá hluti mjög flókinn. Það er mér algerlega óskiljanlegt hvernig hægt var að leysa öll þessi vandamál á farsælan hátt“. „Verðlaun voru einnig hærri hér en önnur lönd buðu. „Hort var ákaflega drengi- legur andstæðingur og sýndi e.t.v. betri taflmennsku en ég. Það má því segja, að þótt ég sé formlegur sigurvegari, þá hafi Hort verið siðferðilegur sigur- vegari einvígisins. Hvorugur okkar Horts fékk útrás fyrir styrk sinn í einvíginu. Þess vegna varð Hort að gera eitt- hvað stórkostlegt, sem hann og gerði með fjölteflinu. Þetta skil ég mjög vel. Skák er barátta hugar og sálar. Andleg þreyta er hættulegust. Hún er ólík líkamlegri þreytu, sem líður fljótt úr. Stórmeistari þarf 2-3 mánuði til þess að jafna sig eftir slikt einvígi.“ Spassky mun á næstunni hvíla sig í Frakklandi, áður en undirbúningur hefst fyrir ein- vígið við Portisch. Sú breyting hefur orðið á afstöðu sovézka skáksambandsins að það fæst til þess að aðstoða Spassky við undirbúninginn. „Ég get farið til föðurlands míns og þar verð- ur skipulagður æfingatími fyrir mig. Eg stefni að því að fara til Sovétríkjanna og er þakklátur sovézka skáksambandinu fyrir að hafa ekki gleymt mér. Annars vil ég ekki vera flæktur i pólitík. Ég vil tefla skák út um allan heim. Skák sameinar en sundrar ekki.“ „Það er ekki ákveðið hvar einvígið við Portisch verður, en ég er í mun betra jafnvægi nú en fyrir einvígi okkar Horts. Ég þarf þó að hefja rannsóknir á byrjunum, þvl í þeim er Portisch sérfræðingur. Ég hugsa ekki lengra en til næsta einvígis. Ég hef því ekki tekið einvígi við Karpov inn í reikninginn enn. Annars held ég að Karpov vildi heldur tefla utan Sovétríkjanna en innan. Ég vil tefla skák eins lengi og ég get, en ég býst ekki við að keppa lengur en til 52-53 ára aldurs. Eftir það gæti ég hugs- að mér að kenna skák,“ sagði Spassky að lokum. -JH. Spassky, — Hort var ákaflega drengilegur andstæðingur og sýndi e.t.v. betri taflmennsku en ég. Eiginkona stórmeistarans brosir blíðu brosi. (DB-mynd Hörður). 7W»W«"”fSmr Æ reiknkmm RÍKINU ÞETTA ARIÐ 1 augum Helga Hóseason þýðir Rió ekki söng og skemmtan, heldur Ríkisvald íslenzkra óþokka. Ríó syngja um Kristján P. og Helga Hóseasson Félagarnir í Ríó gera það ekki endasleppt við þekktar persónur úr þjóðlífinu. Lagið um Óla Jó hefur varla runnið sitt skeið á enda þegar ný plata er væntanleg frá Ríó — og þar er fjallað m.a. um „Kidda Pé“ og Helga Hóseas- son. Lagið „Kiddi Pé“ er tileinkað frjálsu framtaki og texti eftir Jónas Friðrik skáld og aflrauna- mann fr'á Raufarhöfn. Annað lag heitir „Helgi Hóseas- son“ og er tileinkað frelsi ein- staklingsins. Platan, sem ber heitið „Fólk“ er væntanleg á markað fyrir mánaðamótin, en hún var hljóðrituð í Hljóðrita í Hafnar- firði. Upp úr miðjum júni leggja svo Ríó-bræður land undir fót og hyggjast halda skemmtanir víðs vegar um landið. -ÓV. Sjálfstæðismenn kjósa landsfundarfulltrúa: 82 f rambjóð- endur í 25 sæti Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélag- anna í Reykjavik kaus i gær 25 fulltrúa á Landsfund Sjálfstæðis- flokksins, sem haldinn verður 6.—9. maí nk. Sjálfstæðisfélögin eiga alls 240 fulltrúa á landsfund- inum, og tilnefna félögin sextán 215 fulltrúa beint. Alls voru 82 frambjóðendur í þessi tuttugu og fimm sæti. Til samanburðar má geta þess, að í þessum sömu kosningum fyrir síðasta landsfund voru 65 fram- bjóðendur. Fulltrúakosningarnar eru ekki taldar verulega marktækar fyrir þær línur, sem lagðar verða fyrir kosningarnar, að sögn Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar framkvæmda- stjóra fulltrúaráðs félaganna. Hann sagði að kjör í miðstjórn flokksins á landsfundinum gæfi betri hugmynd um línurnar, sem lagðar yrðu. -ÓV Leikskýrsl- ur vantar Nokkrir þátttakendur i maraþonfjölteflinu gegn Valstimil Hort skiluðu ekki af- riti af leikskýrslunni (viður- kenningarskjalinu). Þeir sem fóru af vettvangi með bláa af- ritið eru vinsamlega beðnir að senda það til Dagblaðsins hið fyrsta. Stórmál sem sofnaði f dómskerfinu: LÆKNAR LANGEYGIR EFTIR RANNSÓKN —Hefurlegið niðri allt frá 1973 - Rannsókn Sakadóms Reykja- víkur á meintu vítaverðu gá- leysi ákveðinna lækna við ávís- anir á lyf sem hafa ávanahættu í för með sér hefur legið niðri í hartnær fjögur ár. í forystugreinum í nýút- komnu Læknablaði segir að læknar séu orðnir langeygir eftir lokum dómsrannsóknar- innar, sem hófst samkvæmt kröfu ríkissaksóknara í maí 1972. Forsaga málsins er sú, að um áramótin 1971/72 fullyrti Kristján Pétursson, deildar- stjóri í Tollgæzlunni á Kefla- víkurflugvelli í viðtölum í fjöl- miðlum, að „ákveðnir læknar hafi sýnt vítavert gáleysi við ávísun á lyf, sem hafa ávana- hættu í för með sér,“ eins og haft er eftir honum í Lækna- blaðinu. I janúarlok 1972 óskuðu formenn Læknafélags Reykjavíkur og Læknafélags íslands eftir því við ríkissak- sóknara að fram færi opinber rannsókn á þessum fullyrðing- um. Bragi Steinarsson, settur vararíkissaksóknari, sagði i samtali við fréttamann DB að í tilefni af forystugreinunum í Læknablaðinu hefði embætti ríkissaksóknara spurzt fyrir um það í Sakadómi Reykjavíkur hvað dómsrannsókninni liði. Svar hefði ekki borizt. Það var Jón Abraham Ólafsson sakadómari sem ann- aðist rannsóknina á fullyrðing- um Kristjáns Péturssonar. Fréttamaður DB sneri sér í gær til Jóns og spurði hvað rann- sókn þessari liði. Sakadómarinn sagði að málið hefði verið sett í biðstöðu á árinu 1973, þegar ný viðhorf hafi skapazt með tilkomu saka- dóms í ávana- og fíkniefnamál- um og hertu eftirliti með eftir- ritunarskyldum lyfjum, sem heilbrigðis- og tryggingaráðu- neytið hefði haft með höndum í stað landlæknisembættisins áður. „Það var talið að málin væru komin í gott horf,“ sagði Jón Abraham, „og ef ekki kæmu nýjar forsendur fyrir rannsókninni, þá væri rétt að láta málið bíða. Það skipti einnig máli í þessu sambandi, að engar beinar kærur höfðu verið lagðar fram á ákveðna lækna, og auk þess fengust ekki gögn frá landlæknisembættinu, sem þá var með eftirlit með eftirritunarskyldum lyfjum." Jón Abraham sagði að upp- hafsmaður málsins, Kristján Pétursson, hefði komið fyrir réttinn, en ekki lagt fram nein sérstök, skrifleg gögn sem renndu stoðum undir framburð hans. -ÓV 166 LÆKNABLAÐIÐ FRÁ RITSTJÓRN: LANGDREGIN DÖMSRANNSOKN í leiðara formanns L.Í. er vísað til þess, að læknasamtökin hafi óskað opinberrar rannsóknar vegna ávana- og fíknilyfja- Læknum brá því mjög í brún, þegar dagblaðið Tíminn birti frétt 20. nóvember 1976 þar sem fulltrúa rikissaksóknara eru Leiðarinn úr Læknablaðinu þar sem kvartað er undan langdreg- inni rannsókn. Pilluglösin á myndinni fundust i fyrra i Mosfellssveit. Flestöll voru þau komin frá einum og sama lækninum. (DB-mynd Björgvin)

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.