Dagblaðið - 20.05.1977, Síða 3

Dagblaðið - 20.05.1977, Síða 3
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 20. MAl 1977. 3 Heilsulindin í Nauthólsvík Heilsulindin í Nauthólsvík I dagblaðinu Tímanum þann 10. þ.m. er stórfrétt á forsíðu ásamt fjögurra dálka mynd frá Skurðinum í Nauthólsvíkinni. öll gengur greinin út á það eitt að sverta þá aðstöðu sem þarna hefur skapazt til böðunar og afslöppunar. I öðru orðinu er þvi fjálglega lýst hvernig baðgestir sem lauga sig á kvöldin og um næt- ur ganga um staðinn og er það ófögur lýsing, en í hinu orðinu er þess geuo að enga aostööu sé þarna að finna fyrir baðgesti ■sem vilji njóta dagstundar i skurðinum. I greininni kemur fram að eina lausnin sé að loka fyrir vatnið. Lokunarpostularnir virðast staurblindir á þann möguleika að þarna sé hægt að gera virkilega hlýlegan úti- vistarstað. Einhver góður maður sagði að þvi miður kæmu rónarnir óorði á brennivinið. Þetta er hverju orði sannarra og þvi miður er það einnig hverju orði sannarra, að kvöld- og nætur- gestir i Nauthólslæknum koma slæmu orði á þann ágæta stað. Þennan baðstað er unnt að gera mjög góðan með tiltölu- lega lítilli fyrirhöfn. I fyrsta lagi þarf að setja upp girðingu meðfram skurðinum i hæfilegri fjarlægð og leggja síðan þökur á bakkana og svæðið í kring, en það hefur verið eyðilagt af bila- og vél- hjólaumferð. I öðru lagi þarf að setja nokkrar ruslatunnur eða rusla- dalla meðfram skurðinuip, svo óg að koma upp einlaldrí snyrtiaðstöðu. I þriðja lagi þyrfti að steypí skurðbakkana og botninn og setja stíflur með hæfilegu milli- bili. Nauðsynlegt væri, vegna ásóknar óæskilegra næturgesta að hafa rennilúgur á stiflunum sem draga mætti upp og læsa frá siðkvöldi til morguns svo vatnið geti runnið óhindrað til sjávar, þannig að böðun um kvöld og nætur verði útilokuð. Þetta ættu borgaryfirvöld að sjá sóma sinn 1 ao lata gera og ekki mun standa á þeim sem skurðinn stunda að leggja fram vinnu endurgjaldslaust, þannig að þetta ætti ekki að þurfa a( kosta meira en spegill og ljósa- króna. Ef borgaryfirvöld sjá sér þetta hins vegar ekki fært er ekki um annað að ræða en þeir sem lækinn stunda, stofni með sér samtök til að hrinda málinu I framkvæmd. Það er ýmislegt sem mönnum hefur eflaust yfirsézt, þegar rætt er um lokun skurðarins. Þar mætti nefna að i skurðinum er ávallt tært vatn vegna stöðugrar og hraðrar endurnýjunar vatnsins.. Þetta er gagnstætt því sem er í sundlaugum þar sem endur- nýjun vatnsins er ákaflega hæg og baðgestir svamla þar í vatni gegnmenguðu af svita og þvagi sjaits sin og annarra. Sjálfsagt er ekki á allra vit- orði að sviði i augum og önnur óþægindi orsakast ekki ' af klórnum i sundlaugarvatninu heldur af svita og þvagi sem sundlaugargestir láta frá sér. Það hefur áður komið fram að vatnið i skurðinum er á stöðugri hreyfingu. Ugglaust gera lokunarpostularnir sér ekki ljóst hve straumþunginn er mikill. Sjálfsagt gera þeir sér heldur ekki ljóst hvaða áhrif það hefur þegar 39 stiga heitur vatnsflaumur Ieikur um likamann. Þessi vatnsflaumur hefur það góð áhrif á líkamlega og um leið andlega heilsu manna að i rauninni ættu engir að hafa áhuga fyrir lokun skurðarins aðrir en þeir sem hafa nudd að atvinnu og er þá átt við þá sem hafa líkamsnudd að atvinnu, en ekki hina sem sifellt eru að nudda og pexa út af öllu og engu. Miklu meira og itarlegar mætti um þetta rita en hér skal botninn i sleginn með nokkrum orðum til borgaryfirvalda. Lokið ekki fyrir vatnið i skurðinn. Lokið a.m.k. ekki fyrr en þið hafið spurt mann- inn sem þjáist af lömun hvar og hvernig hann hafi öðlazt þann þrótt sem hann hefur náð. Spyrjið hann hvort loka beri skurðinum. *Ef hann svarar játandi, skuluð þið Ioka. Spyrjið einnig konuna sem þjáðist i baki, en hefur nú náð undraverðum þrótti, hvort hún vilji láta loka fyrir heita vatnið í skurðinn. Ef hún svarar játandi, þá skuluð þið loka. Spyrjið einnig alla þá sem eftir eril dagsins koma með þrautir í hálsi og herðum, láta vatnsflauminn úr rörinu leika um sig og fara síðan til síns heima afslappaðir og með bros á vör, hvort loka beri fyrir vatnið í skurðinn. Ef þeir svara játandi, skuluð þið loka, en fyrr ekki. Mpð þökk fyrir birtinguna. „Skurðfélagar" Árni Gunnarsson, ritstjóri Alþýðublaðsins: Alþýðublaðið ER á uppleið Hr. Jónas Kristjánsson, ritstjóri, Dagblaðið, Síðumúla 12. í leiðara Dagblaðsins í dag, 17. maí 1977, fjallar þú um aug- lýsingaáróður islenzkra dag- blaða og upplagseftirlit Verzlunarráðs Islands. Þar segir þú meðal annars: „Þrjú minnstu dagblöðin, Alþýðu- blaðið, Þjóðviljinn og Vísir, sjá fyrir, að eftirlit Verzlunarráðs- ins verður þeim I óhag og beina því áróðri sínum inn á óáþreifanlegri brautir." Vegna þessarar klausu í leiðaranum er rétt að fram komi að ég hef sjálfur í leiður- um Alþýðublaðsins og skrifum um dagblöðin islenzku lýst yfir því að Alþýðublaðið væri til- búið að undirrita samninga um eftirlit með upplagi dagblað- anna. I þeim efnum hefur Alþýðublaðið nákvæmlega engu að leyna. Til mín hefur ekki verið leitað vegna þessa samnings. Þá gerir þú að umræðuefni slagorð Alþýðublaðsins, sem sett voru í blaðhausinn í marz á síðasta ári, Þar segir: „Alþýðu- blaðið“, og siðan með smærra Ietri: „á uppleið". Slðan segir orðrétt í leiðara þínum: „Ekki er vitað, á hvaða sviði það er, sem Alþýðublaðið þykist vera á uppleið. Að minnsta kosti er það ekki í söl- unni, því að hún hefur ekki aukizt um eitt eintak, síðan þessi áróður hófst.“ Vegna þessarar staðhæfingar vil ég koma eftirfarandi á fram- færi: Alþýðublaðið hefur, því miður, rekið alltof lítinn áróður fyrir útgáfunni. Slagorðin í blaðhausnum er liklega það eina, sem gert hefur verið I áróðursskyni, utan um 200 lím- miða, er voru prentaðir og dreift. Þetta er nú allt og sumt. Hins vegar hefur áskrif- endum Alþýðublaðsins fjölgað um 1100 frá því I marz á sfðasta ári. Nýting þess eintakafjölda sem prentaður er hefur verið stórlega bætt, og það þekkist vart að Alþýðublaðinu sé ekið á hauga. Upplagið er nýtt til fullnustu. Þetta þykir mér nokkur árangur hjá minnsta dagblaði landsins. A meðan áskrifendum fjölgar er „á uppleið" réttlætanlegt slagorð. Þessum atriðum vildi ég koma á framfæri. Þau skiþta ekki sköpum en rétt skal vera rétt. Mér þætti vænt um ef þú gætir holað þessum línum niður á einhverri síðunni hjá þér. Með kveðju. Arni Gunnarsson, ritstjóri Alþýðublaðsins. Gulbrúnt geitaskinn 12.990/- ('fl'ffíJ Q cim. 1kRMl Laugavegi 69 smu IbobU ^ M i^bæiarmai Uaði sinu 19494 Leðurskor Leðursólar Leðurfóður Burgundy kalfaskinn 7900/- ALLT LEÐUR Póstsendum 6580/- Gulbrúnt, brúnt og svart kálfa skinn. Brúnt geitaskinn 12.990/- Viltulátaloka fyrir vatnsrennsli íheitalækinn íNauthólsvík? Hrafnhildur Guðmundsdóttir leikkona: Alls ekki. Hér er hægt að vera þegar annars staðar er lokað. Borgþór Kjærnested fréttastjóri: Nei, en hins vegar mætti koma ! veg fyrir bílaakstur hingað niðui eftir, svo betra næði fáist. Petra Bragadóttir nemi: Nei ómögulega. Hér er svo gott aí vera. Jóhanna Ingadóttir: Nei, alls ekki. Vatnið er hreint, hvers vegna ætti þá að loka? Ingigerður Helgadóttir gerir ekkert — nemi: Nei, það er þægi- legt að liggja hérna og hafa það gott. Þórhildur Pálsdóttir „bara“ nemi: Nei. Það eru engin glerbrot í læknum en svolítið á bakkanum. Þó er engin ástæða til að loka.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.