Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 20.05.1977, Qupperneq 7

Dagblaðið - 20.05.1977, Qupperneq 7
Stórkostlegt fjármálahneyksli í uppsiglingu í Bretlandi? Leyland-fyrirtækié sakað um miklar múti&eiðslur Brezka stórblaðið Daily Mail fullyrti i gær að það hefði undir höndum gögn sem sönnuðu að ríkisfyrirtækið British Leyland hefði greitt milljónir punda i mútur til allra heimsálfa nema Norður-Ameríku. Blaðið kvað 11.327.700 sterlingspund hafa verið greidd í mútur á fjárhags- ári fyrirtækisins 1975-76. Stjórnarformaður Leyland verksmiðjanna, Ryder lávarður, bar þessa frétt til baka í blaðinu Daily Express, helzta keppinaut Daily Mail. Þar Kvað hann bréf, sem blaðið hefur undir höndum fréttinni til staðfestingar, vera falsanir sem auðvelt ætti að vera að fletta ofan af, eins og lávarður- inn komst að orði. Ryder lávarður var á ferða- lagi í Grikklandi er fréttin birt- ist í Daily Mail. Hann var þegar í stað kvaddur til Englands. — Blaðið birti ljósrit af bréfi Qg fleiri skjölum því til sönnunar að milljónirnar framangreindu hafi verið inntar af hendi til að tryggja fyrirtækinu viðskipti. — Britist Leyland er stærsti útflytjandi Bretlands. — Ríkið á 95 prósent hlutafjár í fyrir- tækinu. Það framleiðir ýmsar vinsælar smábifreiðir, svo sem Morris og Austin auk stærri farartækja. Bandaríkin: Kvenhermaður ásakaður um — haf ði gifzt kynskiptingi kynvillu Bandaríski herinn ráðgerir nú að reka einn af kvenhermönnum sínum fyrir að vera gift kven- manni sem hefur gengizt undir kynskiptaaðgerð. — Hermaður- inn, Marie von Hoffburg, er þó ekki á því að láta reka sig, heldur ætlar hún að berjast fyrir því að fá' aó vera í hernum áfrant. „Eiginmaður minn er karl- maður," sagði frú von Hoffburg við fréttamenn í gær, eftir að her- inn hafði tilkynnt opin réttarhöld þann 6. júní næstkomandi um hvort hún hefði tilhneigingu til kynvillu. — Maður von Hoffburg hét áður Linda Louise Bowers og var einnig í hernum. Athygli hersins á þessum hjúskap var vakin er herra von Hoffburg sótti um nafnskírteini sem sýndi hann (hana) sem eigin- mann hermanns. Skrifstofu- maður bar þá kennsl á hann. BANDARÍSKIR FERÐAMENN TIL KÚBU EFTIR16 ÁRA BANN VIÐ FERÐUM ÞANGAÐ Fyrsti bandaríski ferðamanna- hópurinn, sem heimsækir Kúbu í sextán ár, kom til Havana í gær- kvöld og var vel fagnað af mörg hundruð heimamönnum, sem safnazt höfðu saman við hafnar- götur. Skipið, sem ferðamennirnir komu með, Daphne, varð fyrsta bandaríska skipið til að sigla inn í kúbanska höfn í sextán ár. Þykir þetta vera ótvírætt merki um að sambúð landanna sé nú mikið aó skána og geti jafnvel orðið eðlileg áður en langt um líður, eins og Carter Bandaríkjaforseti hefur heitið að beita sér fyrir. Um borð í Daphne voru 360 bandarískir ferðamenn — þeirra á meðal jazzistarnir Dizzy Gillespie, Earl Hines og Stan Getz. Þar til í marz sl. var Banda- ríkjamönnum bannað að ferðast til Kúbu. Carter forseti fékk því breytt. Heilsuverndarstöð Reykjavíkur óskar að ráða: Hjúkrunarfrœðinga við heimahjúkrun, skóla og barnadeild. Sjúkraliða við heimahjúkrun í afleys- ingar. Ljósmóður á mæðradeild. Upplýsingar gefur hjúkrunarfram- kvænídastjóri í síma 22400. p—FRÁ H0FI—----------------------- Höfum fengið nýjargerdir af Smyrna púðum og teppum, twistsaumarnýkomnir Höfum ótrúlegt iírval afalls konar hannyrðavörum, ath.l0%afsláttur fyrir ellilífeyrisþega og öryrkja H0F Ingólfsstræti Beint ó móti Gamla Bíói. hettutílpur o. Sportvöruverzlun Ingólfs Óskarssonar Klapparstíg 44 — Sími 11783 Hólagarði íBreiðholti — Sími 75020 - ■ Dömudeild: Kjólar — mittisjakkar — plíseruö pils — leðurjakkar. Herradeild: Mittisjakkar — skór — leður jakkar — hermannaskyrtur. yrj Bankastrœti 9 sími 11811

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.