Dagblaðið - 20.05.1977, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 20.05.1977, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 1977. VERKALÝÐSFÉLÖGIN STANDA ÁFRAM FAST Á100 ÞÚS. KRÓNA KRÖFUNNNI — Formaður Vinnuveitendasambandsins vongóður um að deilan leysist „Við höfum alls ekki horfið frá 100 þúsund króna kröfunni," sagði Einar Ögmundsson, for- maður Landssambands vöru- bifreiðastjóra, í gær áður en samningafundur hófst. „Mér finnast verðbótahugmyndir sátta- nefndar hins vegar athyglisverð- ar.“ „Tvö komma fimm prósent eru engan veginn nóg í sérkröf- urnar," sagði Einar Ögmundsson ennfremur um hugmyndir sátta- nefndar. „Erfitt er að segja á þessu stigi hvernig staðan verður næstu daga. Hugmyndir sátta- nefndar gætu vissulega skapað umræðugrundvöll en kaupið, sem lagt er til, er hvergi nærri því marki sem Alþýðusambandið hef- ur sett sér." Einar minnti á að samþykkt ASl-þings lægi meðal annars að baki kröfunni um 100 þúsund króna lágmarkslaun. Það væri forgangskrafa. Einar sagði enn- fremur að það þyrfti að minna á að allar kauphækkanir, sem nú semdist um, mundu verða. miðaðar við 1. mai síðastliðinn. Þá hefðu samningar runnið út og næstu samningar mundu því miðaðir við að kjörin yrðu bætt frá 1. maí. „Eg er ennþá vongóður um að það takist að leysa deiluna,“ sagði Jón H. Bergs, formaður Vinnu- veitendasambandsins, áður en samningafundur hófst í gær. Hann kvaðst enn vongóður um að ekki þyrfti að koma til stórverk- falla. Jón H. Bergs vitnaði í yfirlýs- ingu Vinnuveitendasambandsins þar sem hugmyndum sáttanefnd- ar er hafnað og sagt að þær kjara- bætur, sem í henni felast, mundu leiða til mikiilar verðbólgu. Hann vildi ekkert segja um hvort staðan yrði nú erfiðari, þegar báðir aðilar hafa í reynd hafnað hugmyndum sátta- nefndar. Það kæmi síðar í ljós. Einar Ögmundsson sag'ði að' allir vissu að menn gætu almennt ekki lifað af dagvinnu: Það sæist bezt á því hversu miklu yfir-, vinnan skipti. „Þjóðin gengur fyrir yfirvinnu,“ sagði Einar. HH| Hér er úrvalið! *** 12 gerðir af hjónarúmum, og allar íslenskar! Þér getið valið um spring- eða svampdýnu, mjúka eða stinna að vild. Rúmin finnið þér i svefnherbergisdeildinni á 5 hæð f J.L.húsinu. Þar fáið þér einnig allt annað sem tilheyrir, svo sem sængurfatnað, rúmteppi, o.m.fl. Svefnherbergisdeild, 5. hæð j&l jÓl húsið Jón Loftsson hf. í q e3 □ a ib \m íí íí a b ii Hringbraut 121 Sími 10600 SMART —finnst ykkur ekki ? Það er ekkert lát á hlýindun- hvívetna. Fatabúðirnar fá að um. Hið dægilegasta veður finna fyrir því að vorið er komið, leikur við landsmenn á þessu menn leita gjarna þangað þegar vori, enda nota menn sér það í hlýnar og kaupa sér léttari flíkur fyrir sumar sem allir vona að verði hagstætt. „Smart“, segja stúlkurnar. Orðið er víst ekki til í islenzkum orðabókum en hvað um það, þær sátu þarna og ræddu sín á milli um glænýja sumarflík sem ein þeirra sýndi með þó nokkru stolti DB-mynd Hörður. ^amtgrðattrndttnti! írla Snorrabraut 44 NYK0MIÐ Grófar krosssaumsmöttur, smyrnapúðar og veggteppi, — klukkustrengj aj árn í miklu úrvali. 20 litir af púðaflaueli. Uppsetníngar á flauelspúðum, strengjum og annarri handavinnu. Ateiknuð puntuhahdklæði, gömlu, góðu munstrin. Tilbúnir flauelspúðar og dúkar. Fallegar hannýrðapakkningar í miklu úrvali. Félagsstarf eldri borgara Handavinnusýning Yfirlits- og sölusýning á þeim munum, ,sem unnir hafa verið í félagsstarfi eldri borgara sl. vetur verður haldin að Norðurbrún 1 dagana 21., 22. og 23. maí nk. Sýningin verður opin frá kl. 1—6e.h. f gj | Félagsmálastofnun llf Reykjavíkurborgar Handavinna eldri borgaranna — sýndogseld um helgina Einhver fjölbreyttastsa -handavinnusýning sem haldin hefur verið í Reykjavík verður á vegum Félagsmálastofnunar Revkiavíkur að Norðurbrún 1; (jarðhæð). Á laugardag, sunnudag og mánudag klukk- an 1-6 alla dagana. Þetta er sýning á handavinnu gamla fólksins sem stundað hefur handavinnu- og tómstunda- tfma Félágsmálastofnunarinn- ar i vetur. Sýningin er yfirlits- og sölu- sýnine á handavinnu eldri borgaranna og þykir mjög athyglisverð. Þarna eru hlutir unnir úr beini og tré, teikningar og málverk., alls kyns leðurvinna, emalering og ótai fleira að ótöldum sauma- SKapnum, prjóni, hekli, útsaumi, flosvinnu og fleiru. Mun vart vera hægt að nefna þá handavinnutegund sem ekki sést þarna sýnishorn af. Gamla fólkið hefur notið til- sagnar sérfræðinga við vinnu sína nú sem fyrr. ASt.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.