Dagblaðið - 20.05.1977, Qupperneq 13
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 1977.
13
Sóknarkóngarnir buðu
VELEVHROVIC
jafntefli á víxl
— Karpov og Larsen efstir á Las Palmas - Uhlmann
í Júgóslavfu og Vaganjan sigurvegari íBrazttái
Bent Larsen, danski stórmeist-
arinn, heldur sínu striki frá skák-
mótinu í Sviss. Ekki að sjá, að
tapið gegn Portisch í kandidata-
einviginu í Hollandi hafi sett
hann úr skorðum. Hins vegar á
Ulf Andersson, sænski stór-
meistarinn, sem varð annar á
eftir Larsen í Sviss, erfitt upp-
dráttar á skákmóti í Urbasp í
Júgóslavíu. Neðarlega á blaði
eftir níu umferðir.
Eftir framniistöðuna glaésilegu
á Evrópumeistaramótinu í
Moskvu á dögunum hélt heims-
meistarinn Anatoly Karpov til
Las Palmas, þar sem hann teflir
nú á allsterku skákmóti. Karpov
vann fimm sigra í fimm skákum í
Moskvu og í Las Palmas sigraði
hann í þremur fyrstu umferðun-
um. Hann var þó heppinn í ann-
arri umferðinni. Átti þá i miklum
erfiðleikum gegn Browne, en
Bandaríkjamaðurinn klúðraði
öllu í gífurlegu tímahraki. Ekki í
fyrsta sinn, sem tímahrakið
leikur Browne grátt. I þriðju um-
ferð vann Karpov Debarnot.
En Bent Larsen sigraði einnig í
þremur fyrstu skákum sínum í
Las Palmas og greinilegt, að þar
stefnir í einvigi milli hans og
Karpov. 1 þriðju umferð vann
Larsen Visier. Eftir þrjár um-
ferðir var staðan þessi: Karpov og
Larsen 3 vinningar, Timman 2,5
vinningar, Debarnot 2 vinningar,
Miles, Adorjan, Bellon, Tal og
Tatai 1,5 vinningur. Martin,
Pomar og Browne einn vinningur
hver. Visier og Garcia Padron
hálfur vinningur, en þeir
Hernandez og Cabrera hafa enn
ekki hlotið punkt.
Anthony Miles, Englandi, kom
beint til Las Palmas af skákmóti í
Sao Paulo í Brazilíu, þar sem
hann varð í þriðja sæti. Þar kom
mjög á óvart, að Sanguinetti,
Argentínu, varð neðstur. Röð
efstu manna varð þessi: 1.
Vaganjan, Sovétríkjunum, með
tíu vinninga af 13 mögulegum. 2.
Quinteros 9 vinn. 3. Miles, Rasu-
vajev og Benkö með átta vinn-
inga. Síðan komu Segal, Rocha og
Kaplan með sjö vinninga.
Eftir níu umferðir á skák-
mótinu í Júgóslavíu var austur-
þýzki stórmeistarinn Uhlmann
efstur með sex vinninga og bíð-
skák. Ribli, Ungverjalandi,
Gligoric, Júgóslavíu, og Sax, Ung-
verjalandi voru með 5,5 vinninga.
Matulovic, Júgóslavíu, með 4,5
vinninga. Radulov, Búlgaríu, með
4 vinninga og biðskák. Rajkovic,
Júgóslavíu, með 3,5 vinninga og
tvær biðskákir, Ulf Andersson,
Sviþjóð, með 3,5 vinninga og eina
biðskák, Smejkal, Tékkóslóvakíu
3,5 vinninga — en í áttundu um-
Mikael Tal
ferð gerðu þeir Andersson og
Smejkai jafntefli. Andersson á
biðskák úr níundu umferð gegn
Govedarcia, neðsta manni
mótsins. Sahovic, Júgóslaviu,
var með þrjá vinninga og tvætr
biðskákir eftir níu umferðir",
Barle, Júgóslavíu, þrjá vinninga
og eina biðskák og Govedarcia 1,5
vinning og biðskák.
Stórmeistarinn júgóslavneski
Velimirovic þykir nú einn snjall-
asti sóknarskákmaður heims. Oft
kallaður Tal Júgóslavíu. Það er
vegna þess að hann minnir oft á
Tal í skákum sinum. Óhræddur
við að fórna og flétta, ekki sfður
en heimsmeistarinn fyrrverandi
frá Riga.
Það var því mikil spenna í
Moskvu þegar Tal og Velimirovic
settust gegnt hvor öðrum við
skákborðið á Evrópumeistaramót-
inu. Þar gekk á ýmsu — teflt
djarflega eins og áhorfendur
höfðu reiknað með. Aðeins hall-
aði á Júgóslavann og hann bauð
þá jafntefli. Tal tók ekki boðinu
— en nokkru síðar var staða hans
orðin lakari. Þá bauð Tal jafn-
tefli. JúgQslavinn afþakkaði.
Setti allt sitt traust á að koma upp
peði — en gafst svo upp með tvær
drottningar á borðinu!! Lítum á
skák kappanna.
Hvítt: — Tal
Svart: — Velimirovic.
1. c4 — c5 2. Rf3 — g6 3. d4 —
Bg7 4. d5 — Rf6 5. Rc3 — d6 6. e4
— 0-0 7. Bf4 — Rh5 8. Bg5 — h6 9.
Bd2 — e5 10 dxe — Bxe6 11. Be2
— Rc6 12. 0-0 — He8 13. Be3 —
Prozlsterkir
stálofnar
Framleiðum
samkvæmt íslenskri
hönnun, nýja tegund
stálofna sem eru
sérstaklega ætlaðir til
að þola og nýta
hitaveituvatn sem
best.
Ofnar þessir henta
einnig mjög vel við
önnur kerfi.
Pelrvru:
★ Framleiddir úr þykkara og sterkara efni en
aörír ofnar hérlendis.
★ Fyrirferöalitlir, falla vel I umhverfiö. Þykkt
frá 15 mm. Bnfaldir, tvöfaldir, þrefaldir
eöa fjórfaldir, oftir aöstæöum, til bestu
hitanýtnf fyrir hvem og einn.
★ Lágt verö, leitiö tilboöa. Stuttur
afgreiöslufrestur.
Db6 14. Dd2 — Rd4 15. Bxd4 —
cxd 16 Rb5 — Bxd5 17. exd —
Rf6 18. Hadl — Re4 19. Dc2 — a5
20. Rel — a4 21. Rd3 — Dc7 22.
Hcl — a3 23. b3 — Rc3 24. Hfel
— h5 25. Bf3 — b5 26. cxb — Da5
27. g3 — Dxb5 28. Kg2 — h4 29.
Rf4 — He5 30. gxh — Hae8 31.
Rd3 — Rxa2 32. Dxa2 — Dxd3 33.
Hedl — Da6 34. Hxd4 — Hel 35.
Hdc4 — Bb2 36. Hxel — Hxel 37.
b4 — Be5 38. h5! — Hal 39. Dc2
— a2 40. hxg — Hgl+ 41. Kxgl —
alD+ 42. Kg2
TAL
1 þessari stöðu hugsaði Veli-
mirovic sig um í klukkustund
áður en hann iék biðleiknum.
Hann var 42.------Bf6 en hann
stoðar lítið frekar en aðrir ieikir
svarts í stöðunni. Júgóslavinn
gafst upp án þess að tefla frekar
— og það er auðvelt að sjá hvers
vegna.
TÖLVU-IÍRfrá
CABðO
meðj
skeiðklukku
ogtímaminni
R-18B-1 býður uppá:
1) Klukkust., mín., 10 sek.. 5 sek., 1 sek.
2) Fvrir hádegi — eftir hádegi.
3) Mánuður, dagur, vikudagur.
4) Sjálfvirk dagatalsleiðréttíng um
mánaoamót.
5) NáKvæmni +/+ 12 sek.á mánuði.
6) Ljóshnappur til aflestrar i myrkri.
7) Rafhlaða' erendist vfir la manuði.
Verð kr. 650,-
8) Rvðfrítt stái.
9) 1 árs ábyrgð og viðgerðaþjonusta.
STÁLTÆKI
Vesturveri, sími 27510.
STfiLOFMfSRHF.
MÝRARGÖTU 28, SÍMI 28140
Nú kveóur
viö nýjan tón
Allar götur síðan 1936 hefur Málningarverk-
smiðjan Harpa verið í fararbroddi, hvað snertir
nýjungar í framleiðslu á málningu, lakki og ýms-
um kemiskum efnum byggingariðnaðarins.
Frá upphafi hefur rannsóknarstofa fyrirtækisins
rekið umfangsmikla starfsemi, sem beinist að
því að reyna þol og gæði framleiðslunnar við
mismunandi íslenzkar aðstæður.
Sérstaða Hörpu meðal málningarframleiðenda
á íslandi er fólgin í því, að Harpa notar ein-
göngu uppskriftir sem hannaðar eru á rann-
sóknarstofunni fyrir hina umhleypingasömu ís-
lenzku veðráttu. Reynsla fengin af nær 40 ára
viðureign við íslenzkt veðurfar tryggir gæði
framleiðslunnar.
LÁTIÐ HÖRPU GEFA TÓNINN
HARPA SKÚLAGÖTU 42