Dagblaðið - 20.05.1977, Qupperneq 14
Iþróttir
PAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUH 20. MAÍ 1977.
ísland nærri sigri — en
Grikkir jöfnuðu í lokin
Þjálfarar islenzka unglingalandsliðsins Lárus Loftsson og Theódór
Guðmundsson — hafa náð ágætum árangri saman. DB-mynd
Bjarnleifur.
íslandsmet kvenna FH
Kvennasveit FH setti tslands-
met í 4x200 metra boðhlaupi i
gær er sveitin hljóp vegalengdina
á 2:06.2. Raunar var þetta í fyrsta
sinn sem hlaupið er hérlendis í
þessari vegalengd en sveitina
skipuðu þær Hildur Kristjáns-
dóttir, Matthildur Pálsdóttir,
Guðrún Arnadóttir og Anna
Haraldsdóttir.
Karlasveit FH hljóp einnig
4x200 metra boðhlaup og náði
tímanum 1:46.5. Þá hljóp karla,-
sveit FH einnig í 1500 metra
boðhlaupi og náði fjórða bezta
tima félagssveitar hér á landi —
fékk tímann 3:47.5.
Tvitugur Hafnfirðingur
Kristján Sigurgeirsson, sigraði í
spjótkasti — kastaði 54.50. Valdi-
mar Gunnarsson sigraði í kúlu-
varpi — varpaði 12.02. Ólafur
Unnsteinsson hélt upp á 26 ára
keppnisafmæli sitt er hann
sigraði í kringlukasti — kastaði
36.14. í kringlukasti kvenna
sigraði Kristjana Þorsteinsdóttir
úr Víði — kastaði 37.60 — en
íslandsmet Guðrúnar Ingólfs-
dóttur er 38.22. Kristjana er
inikið efni.
ÍSAL stendur nú á bak við
frjálsíþróttadeild FH og hefur
fyrirtækið styrkt FH með
kaupum á 50 félagsbúningum.
ísland og Grikkland skildu jöfn 1-1 á EM-unglinga
England sigraði Belga 1-0 í sama riðli
ákveðin rútina og leikreynsla
— Ég er mjög ánægður með leik
íslenzku strákanna. Þeir léku
mun betur en ég átti von á —
skynsamlega og ákveðið. Hitt er
svo sárt að missa leikinn niður í
jafntefli eftir að hafa verið svo
nærri sigri — en jafntefli voru i
raun réttlát úrslit, sagði Helgi
Daníelsson, fararstjóri islenzka
unglingalandsliðsins, sem í gær
gerði jafntefli við Grikki 1-1 á
Evrópumóti unglinga í Belgíu.
— Uppistaðan í unglingalands-
liðinu nú er liðið er lék í
Finnlandi '75. Það er komin
liðið og það sýndi sig greinilega í
leiknum við Grikki. Nú vantar
okkur framhald — lið skipað leik-
mönnum undir 21 árs aldri, hélt
Helgi áfram. Grikkir ætluðu sér
mikið hér í Belgíu og þeir höfðu
gjörsigrað Ungverja um réttinn
til að koma hingað.
islenzka liðið byrjaði leikinn af
jnikluni krafti hér í Antwerpen
og náði þegar undirtökunum.
Eftir aðeins 5 mínútna leik var
staðan 1-0 íslandi í vil. Tekin var
aukaspyrna og knötturinn sendur
inn í vítateig Grikkja. Þar féll
hann fyrir fætur Einars Ólafsson-
ar, sem sendi knöttinn efst í
vinstra markhornið með föstu
skoti — mjög gott mark, 1-0.
Ísland hafði undirtökin í leikn-
um fram að leikhléi en eftir leik-
hlé náðu Grikkir betri tökum á
leiknum og þeir jöfnuðu á 74.
mínútu — aðeins 6 mínútum
fyrir leikslok. Knötturinn var
sendur fyrir mark Íslands og
Rúnar Sverrisson náði ekki
knettinum — átti mislukkað út-
hlaup og Grikkir náðu að skalla
knöttinn í netið. Nokkuð slysalegt
mark — 1-1 en sanngjörn úrslit
jafnra liða.
Íslenzka liðið var þannig
skipað: Markvörður Rúnar
Sverrisson Þrótti. Aðrir leik-
menn:
Ottó Hreinsson, Þrótti, Úlfar
Hróarsson, Val, Börkur Ingvars-
son, KR, Guðmundur Kjartans-
son, Val, Einar Ólafsson, ÍBK,
Sigurður Björgvinsson, ÍBK,
Þórir Sigfússon, ÍBK, Rafn
Rafnsson, Fram, Magnús Jónsson,
KR, og Jón Orri Guðmundsson,
Breiðablik. Þeir Jón Einarsson
Val, og Sverrir Einarsson, Þrótti,
komu inn sem varamenn.
Karl Guðmundsson fylgdist
með leik Englendinga og Belga,
sem lyktaði með sigri Englands
1-0. Belgar voru mjög óhressir
með ósigur og Karl sagði að bæði
liðin væru mjög sterk. Mark Eng-
lands skoraði Statham, en hann
er fastur maður i liði WBA.
island leikur við England á
laugardag. Guðjón Finnbogason
dæmdi leik Austurríkis og Möltu
en honum lyktaði með jafntefli
0-0.
Úrslit leikja:
England — Belgía 1-0
island—Grikkland 1-1
b-riðill:
Írland — Frakkland 1-0
Júgóslavía — V-Þýzkaland 1-2
c-riðill:
Austurriki — Malta 0-0
Sovétrikin — N-írland 1-1
d-riðill:
Svíþjóð — Holland 2-1
Hins vegar vantar okkur úrslit
úr leik Búlgaríu og Ítalíu.
Hreinn haf naði í öðru
sæti í Crystal Palace
—varpaði kúlunni 20,12 m en Bretinn Geoff Capes sigraði, 20,33 m
bæði í 100 og 200 metra hlaupun- I tíniann 20.7 i 200 metrunum —
um. Quarrie hljóp 100 metrana á þar Varð David Jenkins annar .
10.52 — og annar varð Steve 21.1.
Green á 10.59. Don Quarrie fékk |
Juventus vann sinn
fyrsta Evróputitil
Hreinn Halldórsson hafnaði í
öðru sæti á Crystal Palace mótinu
í Lundúnum á niiðvikudags-
kvöldið. Hreinn kastaði 20.12 en
náði sér ekki á strik —virtist
taugaóstyrkur f.vrir framan hina
fjölmörgu áhorfendur. Bretinn
Geoff Capes sigraði í mótinu —
kastaði 20.33.
Geoff Capes náði sínu kasti —
20.33 þegar í f.vrsta kasti og setti
það greinilega pressu á-þá Komar
frá Póllandi, olympíumeistarinn
frá Munchen '72 og Hrein.
Hvorugur náöi sér á strik —
Hreinn kastaði 20.12, Komar
19.70.
Asgeir Asgeirsson keppti i 3000
metra hindrunarhlaupi og
hafnaði í 17. sæti — vel frá
íslandsmeti sínu. Annars
einkenndi mótið góð frammistaöa
blökkumanna Afríku. Þar fór
fremstur Filbert Ba.vi frá
Tanzaniu, sem sigraöi í 3000
metra hlaupinu — meter á undan
Bretanum Steve Ovelt. Bayi náði
sínum bezta tima i greininni —
7:53.20. Sulaiman Naimbui
sigraði í 5000 metra hlaupinu — á
13.34.6. En þó var Kenyahúinn
Wilson Waigwa mest
sannfærandi er hann sigraöi i
1500 metra hlaupinu. náði mjög
góðum endaspretti og sigraði á
3:41.7.
Olympiuhafinn frá Montreal,
Don Quarrie frá Jamaica sigraði
Hreinn Halldórsson — varð
annar í Crystal Palace.
Juventus vann sinn fyrsta sigur
í Evrópukeppni á miðvikudags-
kviildið er ítalska liðið beið
ósigur 1-2 fyrir Atletico Bilbao.
Þrátt fyrir ósigur í Bilbao vann
Juventus. ítalska liðið sigraði 1-0
í Torino og útimarkið dugði
Juventus því til sigurs i keppn-
inni.
Juventus — 16 sinnum ítalskir
meistararar — fékk sannkallað
óskastart þegar ítalski landsliðs--
maðurinn Bettega skallaði knött-
inn i netið — kastaði sér fram,
glæsilegt mark. Markið var sem
vítamínsprauta á leikmenn Atle-
tico — eftir aðeins 5 mínútur
höfðu þeir jafnað er Churruca
sendi fasta sendingu fyrir mark
Juventus. Knötturinn fór á
Irureta og framhjá Dino Zoff í
marki Juventus.
Atletico Bilbao tókst að koma
knettinum í netið fyrir leikhlé —
Irureta — en inarkið var dæmt af.
Atletico náði síðan forustu á 78.
mínútu þegar Carlos Rose
skallaði knöttinn í netið eftir
hornspyrnu.
Pressa Atletico var þung það
sem eftir var og Baskarnir hvöttu
lið sitt ákaft en Juventus tókst að
halda út — og titillinn var þeirra,
fyrsti Evróputitill Juventus i
höfn.
Landsliðið sigraði pressuliðið 1-0 á Kaplak
fyrri hálfleik. Bæði lið sýndu góða samleiki
Atli Eðvaldsson. Einar Þórhallsson og
menn sigruðu stjórn KSÍ 5-4 í jöfnum leik.
í)
Þegar fjölskyld
fargjöld, þá borga:
aöeins hálft.
Þannig eru fjöl
allt áriö til allra h
Fullt fargjald :
hálft fyrir