Dagblaðið - 20.05.1977, Síða 15
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 1977.
15
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
1
rikavelli á miðvikudagskvöldið. Eina mark leiksins skoraði Kristinn Björnsson i
ikafla og baráttu. ADB-mynd Bjarnleifs stekkur Janus Guðlaugsson hæst en þeir
Jön Gunnlaugsson fylgjast með. Þór Hreiðarsson biður spenntur. íþróttafrétta-
Baráttu Sunderland
lauk á Goodison!
—Sunderland féll í 2. deild í gærkvöld. Beið ósigurO-2 fyrir
Everton en Coventry og Brístol City skildu jöfn 2-2
Sunderiand féll í gærkvöid í 2.
deild á Engiandi eftir ósigur á
Goodison Park í Liverpool 0-2. A
meðan skildu Coventry og Bristol
City jöfn á Highfield Road í
Coventry — 2-2. Sigur á annan
hvorn veginn í Coventry hefði
þýtt að Sunderland hefði haldið
sæti sínu — en eftir mikla bar-
áttu, sem um áramót virtist von-
laus, og síðan stórsigra , sem gáfu
liðinu góðar vonir er gengið var
til síðasta leiksins er allt hrundi,
verður Sunderland að sætta sig
við fall í 2. deild.
Everton yfirspilaði taugaslappt
lið Sunderland þegar frá upphafi
og hefði sigur Everton getað orðið
mun stærri. Everton náði forustu
þegar á 11. mínútu þegar Bob
Latchford skoraði.
Látlaus sókn að marki Sunder-
land allan leikinn — en þrátt
fyrir það kom síðara mark Ever-
ton ekki fyrr en á 89. mínútu að
Bruce Rioch skoraði síðara mark
Everton og sendi Sunderland í 2.
deild.
Coventry náði sannarlega góðri
stöðu á Highfield Road í Coventry
— eftir 52 mínútur var staðan 2-0
Coventry í vil og áhangendur
liðsins hvöttu lið sitt ákaft.
Tommy Hitchinsson skoraði bæði
mörk Coventry — síðara markið
kom á 52. mínútu. En leikmenn
Bristol City neituðu að gefast upp
— og aðeins mínútu síðar minnk-
aði Gerry Gow muninn í 2-1.
Við markið færðist mikil
spenna i leikinn — annað mark
Bristol City myndi sökkva
Coventry í 2. deild, að því gefnu
að Sunderland næði stigi. Og
Bristol City sótti mjög — á 80.
mínútu skoraði Don Gilliew og
fögnuður leikmanna Bristol City
var gífurlegur — þá ekki síður
hinna fjölmörgu áhangenda þess
sem ferðuðust frá Bristol. En þar
sem áhangendur Coventry voru
ríkti þögn — og vonleysi.
Hvorugu liðinu tókst að skora
það sem eftir var. Síðan voru
úrslitin frá Goodison Park til-
Sovétmenn sigruðu Ungverja 2-
0 í undankeppni Heimsmeistara-
keppninnar. Þrátt fyrir sigur
gegn Ungverjum eru möguleikar
Sovétmanna hverfandi. Til að
komast áfram upp úr riðlinum
verða Grikkir að sigra Ungverja í
Ungverjalandi — en sáralitlar
líkur eru á því.
kynnt og allt ætlaði vitlaust að
verða — fólk dansaði og hundruð
áhorfenda þustu niður á völlinn í
gleði sinni — þeirrá lið'voru hólp-
in. En naumt var það. Flesiír
höfðu gefið Bristol City upp á
bátinn fyrir nokkrum umferðum
— því liðið hefur verið i neðsta
sæti 1. deildar um hríð. En gífur-
leg barátta og staðföst neitun á að
falla héldu Bristol City í 1. deild
— fyrsta árið eftir 65 ára fjar-
veru.
Sunderland féll ásamt Stoke
City og Tottenham. Coventry og
Bristol City hlutu 35 stig —
Sunderland og Stoke 34 og
Tottenham 33 — naumara gat það
vart verið.
Þeir Burjak og Blokhin
skoruðu mörk Sovétmanná þegar
í fyrri hálfleik en leikurinn fór
fram í Tiblisi.
Staðan í riðlinum er:
Sovétríkin 4 2 0 2 5-3 4
Grikkland 3 1112-3 3
Ungverjaland 3 111 3-4 3
SOVÉTMENN SIGRUÐU
UNGVERJ A í TIBLISI
Lan ferðast saman og notar fjölskyldu-
r einn fullt fargjald, en allir hinir
Lskyldufargjöld okkar er gilda nú
íorðurlandanna og Bretlands.
Fjölskyldufargjöld henta vel jafnt vetur sem sumar,
og hvort heldur um er að ræða orlofsferð eða viðskipta-
erindi.
Spyrjið sölufólk okkar, umboðsmenn og ferðaskrif-
stofumar um þessa auknu ferðamöguleika allrar
íj ölskyldunnar.
fyrir einn,
alla hina.
flucfélac LOFTLEIBIR
ISLAJVDS