Dagblaðið - 23.05.1977, Síða 2

Dagblaðið - 23.05.1977, Síða 2
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 23. MAl 1977. r Omaklegar árásir á M.í. og ísfirðinga Formaður Stúdentaráðs svarar félagsf ræðinema kaus að birta svo alvarleg um- mæli í frjálsu og óháðu dag- blaði hefði hún skv. öllum lög- málum átt að bera þau'a.m.k. undir mig, sem uppsprettu þeirra. Það gerði hún náttúr- lega ekki. 6. I bréfi sínu greinir Dóra réttilega frá því að í skátaheim- ilinu hafi aðeins verið 7 dýnur en við allnokkru fleiri. Mér kemur hins vegar ekki til hugar að skólameistari hafi haft hug- mynd um það. Hefðum við haft klær okkar úti, hefði vafalaust ekki vafist fyrir okkur að afla nokkurra í viðbót. Eftir því var ekki gengið og tæpast er hægt að kenna forsvarsmönnum M.I. um það. Össur Skarphéðinsson skrifar: Ágæta Dagblað. Fimmtudaginn 12. þ.m. birti Dóra Stefánsdóttir nemandi í félagsfræði bréf í lesendapistli þínum undir fyrirsögninni „Ógestrisnir Isfirðingar". For- saga bréfs hennar er sú, að um nokkurra ára bil hefur Stúdentaráð Háskóla íslands í umboði menntamálaráðuneytis- ins haft með höndum kynning- ar á ýmsum greinum fram- haldsnáms fyrir nemendur í menntaskólumlandsins. Á þessu vori var ein slík námskynning- arför farin á vit isfirskra menntskælinga. Höfundur þessa bréfs stýrði þar liði og meðal förunauta var Dóra Stefánsdóttir sem fulltrúi þeirra sem kennd eru við þjóð- félagsfræði. Að dómi flestra heppnaðist förin ágætlega, en er nú eigi að síður — tæplega tveim mánuðum síðar — orðin Dóru tilefni til árása í pistli þínum á Stúdentaráð fyrir ,,skipulagsleysi“ og það ,,að ljúga blákalt að fólki“, einnig á nemendur M.I. fyrir að „fæstir þeirra voru einu sinni búnir að ákveða um hvaða grein þau hygðust spyrja“, en hlutur for- svar'smanna M.I. verður þó sýnu lakastur í meðförum Dóru. Þá ber hún sökum um „skammarlega ógestrisni“ sem skv. hefð er verstur glæpa á Islandi. Mér er reyndar þvert um geð að standa í opinberum orða- hnippingum út af jafnfráleit- um staðhæfingum og þeim sem Dóra birtir í bréfi sínu, en þar eð Stúdentaráð stóð fyrir þess- ari för og er á þann hátt óbeinn aðili að því, að ísfirðingar eru að ósekju sökum bornir, get ég tæpast annað en lagt lið mitt til að hrinda þeim áburði og gera þannig a.m.k. hreint fyrir mín- um dyrum. Því bið ég þig fyrir nokkrar athugasemdir. 1. Um „skipulagsleysi" af hálfu Stúdentaráðs er það að segja, að samband var haft við skólameistara og formann skólafélags M.I. og þeir beðnir um að sjá um öflun fæðis, húsnæðis og ferðir til og frá flugvelli fyrir námskynningar- menn. Það stóðst allt. 2. Hvað Dóra á við með „lyg- um Stúdentaráðs að blásak- lausu fólki“ er mér ráðgáta. Ef til vill á hún við, að hótelgisting — sem hún kveður í bréfi sínu að Stúdentaráð hafi lofað henni hafi brugðist. Sé svo, er Dóra ekki jafn „blásaklaust fólk“ og hún vill vera láta, því það eru ósannindi að umsjónarmenn námskynningarinnar hafi lofað Dóru eða nokkrum öðrum dvöl á hóteli. Öðru nær. Naum námslán hafa kennt okkur að fara betur með fé en svo. 3. Dóra segir í bréfinu að það hafi „farist fyrir að segja krökkunum að búa sig undir komu okkar". — Ekki er ég eygur vel, en hið fyrsta sem blasti við mér, þegar ég sté yfir þröskuld M.I., var stór auglýsing um námskynningu i M.í. með tilhe.vrandi. 4. Hún kvartar líka yfir því, að nemendur M t hafi fæstir veriðbúnir „að ákveðaumhvaða grein þai' hygðust spyrja". Um þetta vilég segja það eitt aðekki veit ég hvers kyns rökvísi mönnum er innrætt 1 Félags- vísindadeild H.I. en hitt þykist ég sjá í hendi mér, að væru nemendur allir búnir að velja sér framtíðargrein á eigin spýtur væru námskynningar með öllu óþarfar. Svo er að sjálfsögðu ekki og þess vegna m.a. fór Dóra Stefánsdóttir í námskynningarför til Isa- fjarðar. Svo flókið er það nú. 5. Hápunkturinn í raunum Dóru á Isafirði var að gisting fékkst ekki á heimavist M.I. — vegna „skammarlegrar ógest- risni“ — heldur var hópurinn vistaður í skátaheimili staðarins. Af því tilefni hefur LEÐUR- STÍGVÉL Svo mjúkog teygjanlegað þau passa á flesta fætur Verðaðems kr 9950 Litir: Svart Brunt Leggirnir að ofan eru 29 cm sverirog leggirnir til vinstri eru 42 cm sverir Laugavegi 69 simi168bU Miðbæjarmarkadi — simi 19494 hún eftir mér ummæli þess efnis að „Fólk á ísafirði tengdi jafnan háskólanema og óhóf- lega víndrykkju órjúfandi böndum og vegna þess hefði okkur verið útvegaður annar svefnstaður". Fyrr má nú rota en dauðrota. Hið rétta er að skólameistari tjáði umsjónar- manni námskynningar í símtali að hópurinn yrði vistaður á heimavistinni. Við komuna til ísafjarðar var okkur hins vegar tjáð, að sú áætlun hefði breyst og við fengjum inni í skáta- heimilinu. Orsök þessa var m.a. sú, að fyrstu stúdentsprófin átti að þreyta seinna í sömu vikunni og erfitt að færa nemendur saman í herbergjum til að rýma fyrir okkur, eins og upphaflega hafði staðið til. Jafnframt var sólrisuhátíð þeirra Isfirðinga nýgengin úr garði og mikil gestanauð hafði af hennar völdum verið á heimavistinni, m.a. dvaldi þar 40 manna hópur frá M.A. Með hliðsjón af þessu vár því ofur eðlilegt að okkur væri fenginn annar gististaður. Þegar ég færði hópnum þessar fréttir lét ég þess getið að sennilega ótt- uðust Vestfirðingar næðisrösk- un af völdum þeirrar ölgleði, sem stundum er tengd við há- skólastúdenta. Hitt er með öllu \ fráleitt, sem Dóra gefur í skyn (sbr. orð hennar: „Þó svo ráðendur teldu okkur fyllibytt- ur og aumingja...“), að þessi orð séu frá forsvarsmönnum skólans komin. En fyrst Dóra 7. Ennfremur kvartar Dóra undan því að hópnum hafi ekki verið séð fyrir morgunmat seinni dag dvalar okkar á ísa- firði. Því er til að svara að við komu okkar tilkynnti formaður skólafélags M.I. að matur stæði okkur til reiðu á matmálstím- um nemenda. En Dóra svaf yfir sig og það gerðum við hin líka. Vafalaust var það „skammarleg ógestrisni" af ísfirðingum að sjá Dóru ekki fyrir vekjara- klukku — eða hvað? Að lokum langar mig til að ítreka að mér þykir mjög miður að þessi námskynningarför skuli hafa leitt til þeirra ómak- legu árása sem forsvarsmenn M.í. og ísfirðingar almennt urðu fyrir í bréfi Dóru Stefáns- dóttur. En ég get víst ekki beð- ist afsökunar fyrir hennar hönd. Ég minnist þess að Bryndis skólameistari stóð óbeðin við kaffigerð fyrir hópinn allan þann tíma, sem námskynningin fór fram, ég heyrði því lfka fleygt að hún hefði lagt drög að kvöldvöku fyrir okkur sem reyndar varð ekki af. Kannski heitir það á máli reykvískrar háskóla- stúdínu „skammarleg ógest- risni“. Ekki veit ég það. Hitt veit ég af reynslu að þegar mönnum verða á mistök er jafnan eitt haldreipi sem miklu getur bjargað — og oftast sjálfsvirðingunni: Það er að kunna að skammast sín. Það ætti fröken Dóra að athuga núna. Ef við tökum öll hrogn kemur engin grásleppa. Sá sem étur útsæðið fær enga uppskeru. Grásleppuveið- ar og gáfnafar Erlendur skrifar: Örstutt er síðan ég leit í sjón- varpinu garp einn mikinn. í höndunum hafði hann grá- sleppu og brá sveðju á kvið hennar, tók út hrognin og lét í tunnu. Afgangurinn fór i sjóinn. Maður þessi sagði: ,,ég skil ekki hvers vegna grá- sleppan er að hverfa." I barna- skóla var okkur kennt að hrognin væru börn gráslepp- unnar. Ef við tökum öll hrogn kemur engin grásleppa. Sá sem étur útsæðið fær enga upp- skeru. Laxness segir menn ætíð hafa tíma til að skemma lista- verk, jafnt guðs og manna.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.