Dagblaðið - 23.05.1977, Side 6

Dagblaðið - 23.05.1977, Side 6
6 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 23. MAÍ 1977. ÚRVflL/ KJÖTVÖRUR OG ÞJÓflU/Tfl /4/allteitthvað gott í matinn STIGAHLÍÐ 45^47 SÍMI 35645 Kalda strídinu er lokiö segir Carter Bandaríkjaforseti Carter Bandaríkjaforseti lýsti því yfir í gærkvöld, aö kalda stríðinu við Sovétríkin væri nú loksins lokið. Forsetinn ræddi um utanríkisstefnu lands sins síðan í seinni heimsstvrj- öldinni og sagði: „Stefna okkar verður að spegla tru okkar um, að heimurinn geti vænzt annars og meira en bara að tóra.“ Forsetinn kvað það skyldu Bandaríkjamanna að hjálpa til við gerð alþjóðlegs kerfis, sem gilti lengur en ieynisamningar milli ríkja. Hann bætti við: „Við erum nú frjáls af þessari óskaplegu kommagrýlu." Utanríkisstefna Bandaríkj- anna verður í framtíðinni íslenska járnblendifélagið hf. Lágmúla 9, Reykjavík. Framkvæmdastjóri íslenska járnblendifélagið hf. óskar að ráða fram- kvæmdastjóra til að veita félaginu forstöðu. Skrifstofa þess verður að Grundartanga i Hvalfirði. Umsóknir, er greini menntun og fyrri störf, skúlu vera á íslensku og jafnframt einu Norðurlandamáli eða ensku. Senda ber umsóknir á nafn félagsins að Lágmúla 9, Reykjavik, b/t Hjörtur Torfason, varaformaður, eigi síðar en 6. júní nk. grundvölluð á beitingu valds og. áhrifa í mannlegum tilgangi og til að mjókka bilið milli ríkra þjóða og fátækra, að sögn for- setans. Mættir í slaginn. Marokkanskir hermenn við komuna til Kolwezi, stærsta þorps Shabahéraðs í Zaire. HERLIÐ MAROKKÓ ORÐIÐ Flokkar við allra ha*fi. Morgúnlimgr — dagtímar — kvöldtimar Gufa — Ijós — kaffi — nudd. Innritun og upplýsingar i síina 8.1295 alla virka daga kl. l.'t—22. Júdódeild Ármanns Ármúla 32. Húsgagnaverzlun Reykjavíkur hf. Fjölbreytt húsgagnaúrval á tveimur hæðum Seljum vönduð íslenzk húsgögn Mjögfjöl- breytt úrval af sófasettum. Verðmjög /r*\ Húsgagnaverzlun hagstætt. f p|) Reykjavíkur hf. BrautarhoKi 2 — Súnar 11940 * 12691 ÓÞARFT í ZAIRE — segir Hassan Marokkókonungur Hassan MaroKkókonungur sagði í útvarps- og sjónvarps- ávarpi i gær, að Shaba-héraðið í Zaire hefði verið ,,frelsað“. „Stríðinu þar er lokið, eða það er um það bil að taka enda,“ sagði konungurinn. — Hann sendi sem kunnugt er mikið herlið stjórnar- her Zaire til aðstoðar, er inn- rásarmenn gerðust uppivöðslu- samir í héraðinu. _ Konungurinn minntist ekkert á það, hvenær hermenn hans yrðu kallaðir heim. Utanríkisráðherra Marokkó, Ahmed Laraki, sem nú er í heimsókn í Zaire, sagði í gærmorgun að hermenn lands hans hefðu greinilega lokið hlut- verki sínn «landinu. í ræðu sinni sagði Hassan meðal annars, að Shabahérað hafi orðið fyrir árás innrásarliðs „frá landi, sem telst óvinveitt okkur,“ — þar átti konungurinn greini- lega við Angola. Herlið Marokkó var flutt flug- leiðis til Zaire 9. apríl síðast- liðinn. Stjórnvöld þar segja inn- rásarmennina hafa komið frá Angola með hjálp sovézkra og kúbanskra hermanna. Því hefur hins vegar þráfaldlega verið neitað, að Kúba og Sovétríkin eigi nokkurn þátt í þessari innrás. Bandaríkjamenn auka tedrykkjuna Tölur, sem bandaríska land- búnaðarráðuneytið lét nýlega frá sér fara, sýna, að vegna ört hækk- andi verðlags á kaffi snúa lands- menn sér í síauknum mæli að teþambi. Fyrsta ársfjórðung þessa árs notuðu Bandaríkja- menn aðeins þrjú pund af kaffi að meðaltali — en 3,6 pund á sama tíma í fyrra. Þá er talið að metinnflutningur verði af tei á þessu ári. Spár land- búnaðarráðuneytisins sýna að 200 milljón pund verða flutt inn á móti 181 milljón punda í fyrra. Smásöluverð á kaffi var fyrstu þrjá mánuði ársins 81% hærra í Bandaríkjunum en á sama tíma í fyrra. Rio de Janeiro, Brasilíu: Bráðskemmtilegt rán Brasilíumaður, búsettur i Rio de Janeiro, lenti í heldur óskemmtilegum, eða öllu heldur bráðskemmtilegum, þjófum nú í vikulokið. Er hann var á heimleið stöðvuðu hann tveir menn og til- kynntu honum kurteislega, að þeir þyrftu þegar í stað á bíl hans að halda vegna áríðandi stefnu- móts, en honum yrði skilað daginn eftir. Næsta morgun hringdi maður, sem lét nafns síns ekki getið, og tilkynnti um hvar bílinn væri að finna. Bensíntankurinn hafði verið fylltur og I hanzkahólfinu var þakkarbréf og tveir aðgöngu- miðar að söngleik, sem sýndur er um þessar mundir í Rio. ' Maðurinn notfærði sér að sjálf- sögðu aðgöngumiðana og bauð konu sinni með sér. Þau skemmtu sér dável um kvöldið, — allt þar til þau kornu heim aftur. Brotizt hafði verið inn í íbúð þeirra og hún tæmd! — Brasilíska dag- blaðið Jornal do Brazil sagði þessa broslegu raunasögu og bætti við einu ummælum bíleig- andans, sem kaus að láta nafns síns ekki getið: „Það er ekkert öryggi fyrir þjófum hér í Rio, en það verður að viðurkennast að þeir hafa kímnigáfuna í lagi.“ Erlendar fréttir MMÉa ÁSGEIR TÖMASSON I REUTER n

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.