Dagblaðið - 23.05.1977, Blaðsíða 8
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGÚR 23. MAl 1977.
TVEGGJA MÁNAÐA BIÐ EF ORLOFS-
r_ r IIAV Eigendurorlofsfjárstandavarnarlausir
AVISUN TYNIST gegnkerfinu
Postur og simi hefur nýverið
sent út orlofsávisanir til
launþega fyrir siðasta orlofs-
timabil. Avisanirnar eru
stilaðar á nafn og sendar tii
eigenda sinna i almennum
pósti. Nú voru sendar um 70
þúsund ávisanir að upphæð á
þriðja milljarð, þannig að hér
er um mikil verðmæti að ræða.
En stöku sinnum kemur það
fyrir að ávísun misferst af ein-
hverjum ástæðum og kemst þvi
ekki til eiganda sins og stendur
Iaunþeginn þá varnarlaus gegn
kerfinu og verður að biða 1 tvo
mánuði, eða þangað til næsta
ávisun verður gefin út og hin
fyrri fellur úr gildi. Má nærri
geta hversu óþægilegt slíkt er
fyrir fólk, sem er að fara í
sumarleyfi og treystir að sjálf-
sögðu á orlofsféð.
Af þessu tilefni hafði DB
BIAÐIÐ
Blaðburðarbörn
óskast strax á Akranesi.
Vegna sumarleyfa sér Aldís Hjörleifs-
dóttir um afgreiðslu Dagblaðsins fyrst
um sinn. — Sími 1584.
íslenska jámblendifélagið hf.
Lágmúla 9,
Reykjavík.
Raforkuverkfræðingur
Isienska járnblendifélagið hf. óskar að ráða raforkuverk-
fræðing til starfa við byggingu kísiljárnverksmiðjunnar
að Grundartanga og síðar við rekstur og viðhald raforku-
virkja hennar.
Umsóknir, er greini frá menntun og fyrri störfum,
sendist Jóni Steingrímssyni, íslenska járnbiendifélaginu
hf. Lágmúla 9, Reykjavík, eigi síðar en 6. júní nk.
samband við Birgi S. Her-
mannsson, yfirmann orlofs-
deildar Pósts og síma. Hann
sagði að sem betur fer væri það
ekki algengt að slíkar ávísanir
týndust, en það kæmi þó fyrir.
Samkvæmt reglugerð má ekki
greiða launþegum orlofsféð
fyrr en eftir tvo mánuði og
hefur það þá venjulega verið
gert með gíróseðli. Birgir sagði
að ekki ættu aðrir en eigendur
að geta leyst út orlofsávisan-
irnar, þar sem per-
sonuskilrikja væri krafizt í
öllum tilfellum.
Ef bréfin væru send í ábyrgð
ætti þó að vera hægt að koma í
veg fyrir þetta vandamál, en
Birgir sagði af ef slíkur fjóldi
bréfa yrði senduri ábyrgðar-
pósti myndi skapast hálfgert
öngþveiti á pósthúsum og iang-
ar biðraðir mynduðust.
Málið hefur þó komið til um-
ræðu og hata einstök stéttar-
■•Célög fjallað um þennan vanda.
bliígir sagði að Póststjórnin
myndi bera málið upp við
félagsmálaráðuneytið, sem
þessi mál heyra undir.
En meðan núverandi reglu-
gerð gildir er ekkert hægt að
gera og hinir óheppnu verða
aðeins að bíta i hið súra epli.
-JH.
DB-mynd: Sv. Þorm
Hér sjást göngumenn á leiðinni yfir Arnarneseiðið.
Efnt var til Straums-
'víkurgöngu sl. laugardag til að
mótmæla setu Bandaríkjahers
á Keflavíkurflugvelli. Lagt var
af stað snemma laugardags-
morguns og haldið gegnum
Hafnarfjörð, Kópavog og út á
Miklubraut. Alla leiðina frá
Straumi voru stöðugt ad bætast
í gönguna fleiri og fleiri þátt-
takendur oe var gizkað á aö um
þrjú til fjögur þúsund manns
hefðu verið á fundi j)eim á
Lækjartorgi sem efnt'vár til í
göngulok.
Ekki var gengið í einni lotu
heldur staldrað við og haldnir
fundir með ræðuhöldum og
skemmtiatriðum bæði í Hafnar-
firði og við trússhestinn í Soga-
mýri. Hrópuðu göngumenn
slagorð um úrsögn Islands úr
Nató og herinn á brott og sungu
gamlan ástralskan slagara með
nýjum íslenzkum texta um
brottför hersins.
Þóttu mótmælagangan og
baráttufundurinn hafa tekizt
með ágætum og verið aðstand-
endum til sóma í hvívetna. -BH.
- og allar hirslur, sem med þarf á skrifstofu. Skrifstofuborö
í þremur plötustæröum og úr þremur viöartegundum. Tengi - og vélritunarborö eru
laus eöa áföst skrifboröinu. Meö vélritunar - og tengiboröum getiö þér valiö
um 3 mismunandi geröir af skápum: skáp meö skúffum, plastbökkum eöa opinn
skáp. Einnig höfum viö á boöstólum tvöfalt skrifborð meö veggskilrúmi.^^^^
Þaö er um margt aó velja um h h /- A ■ jT^
og valió er yðar. H H ^H /A A A A A A
Jón Loftsson hf.
h Hringbraut
Sími 10600
Sluppulítið
meiddeftirveltu
Bílvelta varð á Reykjanes-
braut um kl. 20.30 á laugar-
dagskvöld á móts við Grinda-
víkurafleggjarann. Ástæðan
fyrir veltunni er talin vera
hvellsprenging á öðru fram-
hjóli bifreiðarinnar og við
það hentist hún út af vegin-
um og fór heila veltu.
Svo blessunarlega tókst til
að ekki urðu nema smávægi-
leg slys á þeim, sem í bílnum
voru, kvenkyns ökumanni
og karlkyns farþega. A.Bj.
Slysaöldu linnir
ekki á Akranesi
Mikil ölvun var á Akra-
nesi um helgina, en ekki
urðu óhöpp eða slys af
hennar völdum og þrátt
fyrir allt var rólegra hjá lög-
reglu en oft áður.
Enn urðu tvö umferðar-
slys á Akranesi fyrir helg-
ina. Á föstudag lenti vél-
hjólamaður ásamt farþega i
árekstri við bíl á mótum
Háholts og Kirkjubrautar.
Var vélhjólinu ekið eftir
Kirkjubraut, sem er aðal-
braut. Við áreksturinn
skarst ökumaður á höfði.
Bar hann þó hjálm. Farþeg-
inn slapp ómeiddur. Of
hraður akstur mun eiga ein-
hverja sök á þessu slysi.
Á fimmtudag varð hörku-
árekstur tveggja bila á
mótum Merkigerðis og
Vesturgötu. Handleggs-
brotnaði annar ökumann-
anna. Annar bíilinn er
talinn með öllu ónýtur og
hinn mjög illa skemmdur.
-ASt.