Dagblaðið - 23.05.1977, Page 10
10
DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 23. MAl 1977..
frjálst, úháð dagblað
Utgefandi DagblaðiA hf.
Framkvœmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Krístjánsson.
Fróttastjóri: Jón Birgir Pótursson. Ritstjómarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrifstofustjóri ritstjórnar:
Jóhannes Reykdal. Iþróttir: Hallur Simonarson. AÖstoAarfrettastjóri Atli Steinarsson. Safn: Jón
Sœ«.i Baldvinsson. Handrit: Asgrimj' Palsson.
Biaðu nenn: Anna Bjarnason. Asgeir Tómasson. Bragi Sigurösson, Dóra Stefánsdóttir, Gissur
SigurAsson, Hallur Hallsson, Holgi Petursson, Jakob F. Magnússon, Jónas Haraldsson, Katrín
Palsdóttir. Olafur Jónsson, Omar Valdimarsson, Ragnar Lár.
Ljósmyndir: Bjarnie.rur Bjarnleifsson. HörAur Vilhjálmsson, Sveinn ÞormóAsson.
bkntstofustjóri: Olafur Eyjólfsson. Gjaldken: Þiainn Þoiieifsson. Dreifingarstjóri: Már E. M.
Halldórsson.
Ritstjórn SíAumcla.12. AfgreiAsla Þverfiolti 2. Ásknftir, auglysingar og skrifstofur Þverfiolti 11.
AAalsimi blaAsins 27022 (10 línur). Áskríft 1300 kr. á mánuAi innanlands. i lausasölu 70 kr
eintakiA.
Setning og umbrot: DagblaAiA og Steindórsprent hf. Armúla 5.
Mynda-og plötugerA: Hilmir hf. SíAumúla 12. Prentun: Árvakurhf. Skeifunni 19.
Endurreisn sjávarútvegs
Þjóðfélagið hefur farið illa með
sjómenn og útgerðarmenn á
undanförnum áratugum. Hin
mikla framleiðni atvinnuvegar-
ins hefur verið undirstaða þjóð-
félagsins. Tekjunum af sjávarút-
vegi hefur jafnharðan verið dreift
út um þjóðfélagið. Þessi skattlagning hefur
verið of mikil og farið fram á rangan hátt.
Skattlagningin hefur einkum verið í formi
rangrar gengisskráningar. Gengi krónunnar
hefur jafnan verið of hátt skráð. Oftast hefur
verið reynt að miða það við núllrekstur í sjávar-
útvegi og fiskiðnaði. Þannig hefur rekstur
þessara greina verið látinn standa í járnum,
þrátt fyrir hina miklu framleiðni.
Ein afleiðingin er sú, að sjómenn og út-
gerðarmenn standa jafnan andspænis óleysan-
legum deilum um hlutaskipti. Utgerðin hefur
ekki getað greitt sjómönnum tekjur sem séu í
samræmi við framlag þeirra til þjóðarbúsins.
Vinnudeilur á þessu sviði hafa því orðið harð-
ari og langvinnari en á flestum öðrum sviðum.
Lægra gengi krónunnar hefði í för með sér
hærra fiskverð til sjómanna og útgerðarmanna.
Á þann hátt væri unnt að gera hvort tveggja í
senn, tryggja sjómönnum viðeigandi lífskjör og
tryggja útgerðinni sómasamlegan rekstur.
Að sjálfsögðu er eðlilegt, að sjávarútvegur-
inn leggi mest allra greina til þjóðarbúsins.
Hann er okkar eina stóriðja. En sú skattlagning
á ekki að fara fram með rangri gengisskrán-
ingu, heldur auðlindaskatti, greiðslu fyrir
afnot sjávarútvegsins af auðlind, sem þjóðin á
öll sameiginlega.
Hugmyndin um auðlindaskatt byggist á því,
að árlega sé ákveðið, hvað þurfi mörg og stór
skip til að ná þeim afla af hverri fisktegund,
sem talið er hæfilegt að veiða. Síöan séu veiði-
leyfin seld á uppboði. Þeir bjóða hæst, sem
heppilegust hafa skipin og beztan mannskap-'
inn.
Afkastageta flotans er nú talin vera um
770.000 tonn af þorskfiski eða 50% umfram
það, sem unnt væri að veiða, ef stofninn væri í
hámarki, 500.000 tonn, og þrefalt meiri en
aflinn varö í rauninni í fyrra, 276.000 tonn.
Auðvelt er að sjá, að helmingi minni sókn
mundi þýða helmingi minni olíunotkun, helm-
ingi minni vexti og afborganir og helmingi
minni mannskap. Framleiðni sjávarútvegsins
mundi magnast um allan helming. Þessi aðferð
hefur því alla kosti umfram kvótaskiptingu,
sem ekki hefur neina framleiðniaukningu í
för meö sér.
Framleiðniaukninguna gæti þjóðfélagið
tekið til sín í formi auðlindaskatts. Jafnframt
mundi hagur sjómanna og útgerðarmanna
batna verulega með réttri skráningu gengis
krónunnar.
Ef við hefðum beitt þessari aðferð undan-
farin ár, værum við ekki komnir langt á veg
meö að útrýma þorskinum. Þá hefði sóknin á
hverjum tíma verið í samræmi við þorskstofn-
inn. En það er aldrei of seint að taka upp réttar
vinnuaðferðir.
Sjómenn og útgerðarmenn ættu að ræða
þetta í samningaviðræðum sínum.
íslenzkfjölskylda í Erítreu:
Sköburstarar og
betlarar hafa
stór eyru fyrir
ógnarstjórnina
— eina nóttina voru 30 drepnir í götubardaga
skammt frá hótelinu
Ungur hafnfirzkur skip- í Eþíópiu med skip sitt í slipp, og festi þanka sína á blað hefur
stjóri, Baldvin Gislason, hefur enda er slík aðstaða ekki fyrir gildi frásagnar hans sízt
undanfarin misseri dvalizt í hendi í Jemen. Frá Hodeidak í rýrnað, því ástandið þar suður
Suður-Jemen þar sem hann Jemen, þar sem Baldvin og frá fer aðeins versnandi, eins
hefur kennt innfæddum fisk- fjölskylda hans bjuggu, til og glögglega hefur komið fram
veiðar. Massawa í Eþíópíu eru 205 í fréttum undanfarna daga.
Hefur Baldvin ferðazt víða mílur þvert yfir Rauða hafið. Frásögn Baldvins fer hér á
um þennan heimshluta með eftir.
f jölskyldu sína. I marz á síðasta Þótt nokkuð sé um liðið síðan
ári fór Baldvin t.d. tii Massawa Baldvin Gíslason var í Eþíópiu (>V,
Þar sem ég veit að engar
fréttir berast héðan lengur út
um ástandið hér í Eritreu lang-
ar mig til að skrifa nokkrar
línur þar um ef vera mætti til
smáfróðleiks og jafnvel
ánægju.
Massawa er önnur af tveimur
hafnarborgum í Eþíópíu við
Rauðahaf (hin er Assah og er
hún sunnar). Hér eru urn
þrjátíu og eitt þýsund íbúar
með útbæjum en í Eþíópíu allri
eru um tuttugu og sex
miiljónir, þar af ein og hálf til
tvær milljónir Erítreubúar.
Eritrear eru mjög geðslegt og
vinalegt fólk sem vill allt fyrir
okkur gera og er því gott að
vera hér. Þeir vilja losna úr
tengslum við Eþíópíu og stofna
sjálfstætt ríki hér við Rauða-
hafið en að sjálfsögðu líkar
nýju stjórninni í Addis Ababa
það ekki, því þar með myndi
Eþíóopía missa allt land að sjó,
Baldvin Gíslason skipstjóri.
Hann er nú staddur hér heima,
ásamt fjölskyldu sinni og er að
ná sér eftir veikina, guiu, sem
hann fekk í Jemen.
sem væri bagalegt fyrir svo
stóra þjóð. Út af þessu hafa
óeirðirnar sem voru í hámarki
fyrir rúmu ári og það andóf,
sem nú er skapazt er Eri-
trear reyna að gera allt sem
þeir geta til miska fyrir rikis-
stjórnina. Aðfaranótt laugar-
dagsins 3. apríl sprengdu þeir
upp hluta af sementsverk-
smiðju hér örskammt frá og í
vikunni þar áður var vegurinn
til Asmara sprengdur í loft upp
á allstórum kafla, það tók eina
viku að lagfæra það aftur.
Sementsverksmiðja þessi er
nú í höndum ríkisstjórnarinnar
eins og mörg önnur stórfyrir-
tæki á þessum slóðum, allt þjóð-
nýtt. Aætlað er að það muni
kosta milljón dollara að gera
sementsverksmiðjuna starf-
hæfa á ný.
í hluta Massawa er algört út-
göngubann eftir kl. 19 og hefur
það staðið í hálft ár. Ef einhver
V
r
Deilurnar um veiðina
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
Reyni Hugasyni
svarað
Mánudaginn 16. þ.m. birtist
kjallaragrein eftir Reyni Huga-
son, verkfræðing, sem hafði að
fyrirsögn: „Eftir hverju er
beðið? Endalok þorsksins —
harmleikur i fjórum þáttum"
og var greinin fyrsti þáttur
harmleiksins.
Ég geri ekki athugasemdir
við þau skrif, sem birst hafa
eftir verkfræðinginn um
ástand þorskstofnsins og ráð-
stafanir honum til verndar.
Ástæða þeirra athugasemda.
sem ég hér með óska að fá
birtar, er árás verkfræðingsins
á hinn mikla heiðursmann
Gunnlaug E. Briem, fyrrver-
andi ráðuneytisstjóra, eins og
t.d. þessi orð verkfræðingsins:
■„fiskifræðingurinn i útlandinu
bað ráðuneytisstjórann vel að
lifa, benti honum á að kíkja
ofan í skúffuna sína á bréfið,
sem honum hafði verið sent í
mars veturinn áður, þar sem
varað hefði verið við smásíldar-
veiðunum, hvað ráðuneytis-
stjórinn og geröi. Og viti menn,
rykugt bréfið fannst í fórum
ráðuneytisins en engum hafði
dottið í hug að taka mark á
þessari aðvörun þegar hún var
send inn. Allír vita afleiðing-
arnar af gleymsku og skilnings-
leysi ráðuneytistjórans. Um
suntarið var vorgots- og sumar-
síldinni endanlega útrýmt.
Hr.vðjuverkin lifðu af einungis
örfáar pöddur".
Hvað skyldi nú hafa átt sér
stað í þessu máli, og hví sýndi
■ i
■ i
ii