Dagblaðið - 23.05.1977, Síða 13
DACBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 23. MAÍ 1977.
13
Karfan
Lokastaðan í Evrópukeppninni
í körfuknattleik, sem lauk í
Helsinki i gær, varð þannig:
Hoiland
Frakkiand
Austurriki
Finnland
Pólland
Ungverjal.
364-354 9
410-387 8
372-365 8
383-384 8
437-442 6
354-388 6
Þetta var B-riðiII keppninnar.
Af úrslitum má nefna, að
Frakkland vann Hoiland 72-67,
Austurríki vann Pólland 81-70,
Finnland vann Ungverjaland 70-
66, Holland vann Finnland 61-
57, Frakkland vann Pólland 95-81,
og Austurríki vann Ungverjaland
63-62, Ungverjaland vann Frakk-
land 83-82, Finnland vann
Pólland 96-94 og Ilolland vann
Austurríki 74-71.
Islandsmeistararnir í bridge 1977. Frá vinstri Guðlaugur, Hjalti, Einar, Asmundur og Orn.
DB-mynd Bjarnleifur.
1960 Halls Símonarsonar
1961 Stefáns Guðjohnsen
1962 Einars Þorfinnssonar
1963 Þóris Sigurðssonar
1964 Benedikts Jóhannssonar
1965 Gunnars Guðmundssonar
1966 Halls Símonarsonar
1967 Halls Símonarsonar
1968 Benedikts Jóhannssonar
1969 Hjalta Elíassonar
1970 Stefáns Guðjohnsen
'1971 Hjalta Elíassonar
1972 Hjalta Elíassonar
■ 1973 Óla M. Guðmundssonar
1974 Þóris Sigurðssonar
1975 Jóns Hjaltasonar
1976 Stefáns Guðjohnsen
. 1977 Hjalta Elíassonar
Keppnin nú gekk vel fyrir sig
og aðstaða fyrir áhorfendur mjög
góð að Loftleiðahótelinu svo og
keppendur. Sýningartafla var i
gangi allar umferðirnar og oft
margir áhorfendur. Agnar
Jörgensson var röggsamur
keppnisstjóri að venju, en mót-
stjórn skipuðu Magnús Aspelund,
Ragnar Björnsson, Þorfinnur
Karlsson og Tryggvi Gíslason,
sem afhenti verðlaun í mótslok.
-hsím.
— Sigraði íöllum leikjum sínum á mótinu og hafði sigrað
áður en síðasta umf erðin hóf st
Stefáns Guðjohnsen, en sömu
menn hafa að mestu spilað í þeim
sveitum. Sveitir Benedikts
Jóhannssonar, Einars Þorfinns-
sonar og Þóris Sigurðssonar hafa
tvivegis orðið íslandsmeistarar.
Sá einstaklingur, sem oftast hefur
orðið íslandsmeistari I sveita-
keppni, er Stefán Guðjohnsen,
eða ellefu sinnum.
Fyrsta íslandsmótið var háð
1949 á Akureyri — og eftirtaldar
sveitir hafa orðið íslandsmeistar-
ar. Allar frá Bridgefélagi Beykja-
víkur.
Ár Sveit:
1949 Lárusar Karlssonar
1951 Ragnars Jóhannessonar
1953 Harðar Þórðarsonar
1954 Harðar Þórðarsonar
1955 Vilhjálms Sigurðssonar
1956 Brynjólfs Stefánssonar
1957 Einars Þorfinnssonar
1958 Halls Símonarsonar
1959 Stefáns Guðjohnsen
Sveit Hjalta Elíassonar,
Bridgefélagi Reykjavíkur, sigraði
með gífurlegum yfirburðum í úr-
slitakeppni íslandsmótsins í
sveitakeppni i bridge, sem lauk
að Hótel Loftleiðum í gær. Átta
sveitir spiluðu til úrslita — en
þátttökusveitir skiptu hundruð-
um viðs vegar að af landinu i
upphafi þess og spilað þar til átta
úrslitasvéitirnar stóðu eftir. Sveit
Hjalta vann alla leiki sína í úr-
slitakeppninni og þarf að fara
langt aftur i tímann til að finna
jafnmikinn yfirburðasigur, eða
ailt til ársins 1967.
Sveitin náði strax forustu í
mótinu og jók stöðugt bilið á
aðrar sveitir í úrslitakeppninni.
Fyrir síðustu umferðina hafði
sveitin þegar tryggt sér sigur.
Urslit á mótinu urðu þessi.:
Jön vann
íSvíþjóð
Jón Diðriksson keppti í 1500
metra hlaupi á móti í Nybro í
Svíþjóð á laugardag. Sigraði með
miklum yfirburðum og náði
athyglisverðum árangri 3:57.0
mín., sem lofar góðu fyrir
sumarið. Gunnar Páll Jóakims-
son, ÍR, keppti í 200 m hlaupi og
bætti árangur sinn verulega.
Hljóp á 23.6 sek., en átti bezt áður
24.0 sek. Góður árangur hjá
hlaupara, sem leggur stund á
millivegalengdir. Þá keppti
Guðmundur Rúnar Guðmunds-
son, FH, í hástökki á mótinu og
stökk 1.94 metra.
Þeir félagarnir munu keppa
ásamt Lilju Guðmundsdóttur á
mótum í Kil 30. maí, Lidingö 6.
júní, Stokkhólmi 14. júní og
Vesteras 22. júní.
1. Hjalti Elíasson, Reykjavík, 121
2. Ölafur Lárusson, Reykjavík, 81
3. Stefán Guðjohnsen,
Reykjavík, 81
4. Guðm. T. Gíslason,
Reykjavík, 69
5. Jón Hjaltason, Reykjavik, 57
6. Bogga Steins, Reykjanes, 50
7. Vigfús Pálsson, Reykjanes,
50
8. Þórir Sigurðsson, Reykjavík, 47
Þetta er í fjórða sinn, sem sveit
Hjalta Elíassonar verður íslands-
meistari I bridge — síðast fyrir
sigurinn nú. 1972. í sveitinni
spiluðu auk Hjalta Einar Þor-
finnsson, sem nú varð íslands-
meistari í sveitakeppni í níunda
sinn, Asmundur Pálsson, Guð-
laugur Jóhannsson og Örn
Arnþórsson. Þeir Guðlaugur og
örn urðu nú Islandsmeistarar i
sveitakeppni í fyrsta sinn. Tvær
aðrar sveitir hafa fjórum sinnum
orðið íslandsmeistarar — sveit
Halls Simonarsonar og sveit
BORUSSIfl MONCHENGLADBACH
notar uiiiiiimsfcó, því ekki þú?
Sportvöruverzlun
Ingólfs Óskarssonar
Klapparstíg 44 — Sími í 1783
Hólagarði í Breidholti — Sími 75020
STÓRSIGUR SVEITAR HJALTA
Á ÍSLANDSMÓTINU í BRIDGE
Teitur
skoraði
tvívegis
— en Halmia
missti forustuna
í 2. deild í Svíþjóð
Teitur Þórðarson átti
bráðsnjallan leik í Norrby í
gær í 2. deildinni sænsku.
Skoraði tvívegis í leik Jön-
köping og Norrby — og Jön-
köping vann óvæntan sigur
á útivelli gegn Norrby-
liðinu, sem ekki hafði tapað
heima fyrr. Hin mörk liðs-
ins skoruðu Hasser og
Johannsson.
Hins vegar missti Halmia,
liðið, sem Matthías Ilall-
grímsson leikur með, forust-
una í deildinni, þegar liðið
gerði jafntefli við IFK
Malmö 2-2 í Malmö í gær.
Það var leikur, sem Halmia
átti að vinna með miklum
mun. Halmia lék stórvel
allan fyrri hálfleikinn, en
inn vildi knötturinn ekki í
mark Malmö. Tvívegis var
bjargað frá Matthíasi á
marklinu og hann átti auk
þess stangarskot. Hins vegar
tókst Malmö að skora úr
einu af örfáum upphlaupum
sínum í leiknum og staðan í
hálfleik var 1-0. Miðherji
Halmia komst einn í gegn —
lék á markvörð Malmö og
markið var galopið, en mið-
herjinn spyrnti framhjá.
í siðari hálfleik hafði
Halmia áfram yfirburði, en
Malmö skoraði. Komst í 2-0.
Loks, þegar fjórar mín. voru
til leiksloka var dæmd víta-
spyrna á Malmö, sem Roger
Ström skoraðl úr. Nokkrum
sekúndum fyrlr leikslok
tókst svo Tord Samuelsson
að jafna í 2-2 og Halmia
hlaut eitt stig í leik, sem
iiðið átti að vinna stórt.
Matthias var ákaflega
óheppinn að skora ekki
nokkur mörk.
Atvidaberg, sem féll nið-
ur úr Allsvenskan i fyrra,
sigraði örgryte 4-0 og
komst við það i efsta sætið.
Hefur 11 stig. Halmia 10 og
Mjalby 9. Jönköping er um
miðja deild með sjö stig, en
Norrby hefur átta stig.