Dagblaðið - 23.05.1977, Side 15
íslenzku ungiingaianasiiospmarnir sem svo mjog hafa komið á óvart í Evrópukeppni unglingalandsliða í Belgíu.ásamt þjálfara sínum.Lárusi Loftssyni.DB-mynd Bjarnleifur.
ú \
1^1 <§§j 4 mm
íslenzku strákarnir höfðu í
fullu tré við Englendinga!
Jafntefli íslands og Englands 0-0 í Evrópumóti unglinga í Belgíu.
Englendingar töfðu í lokin með sendingum til markvarðar
brást Reuter okkur — Sovétmenn
sigruðu 1-0.
Urslit i d-riðli:
Holland-Italía
Svíþjóð-Búlgaría
0-0
1-4
— Ég hef ekki séð íslenzkt
ungiingalið leika betur en gegn
Englendingum. Strákarnir
virðast bæta við sig með hverjum
leik — þeir hafa komið skemmti-
lega á óvart, yfirspiluðu Englend-
inga á köflum, sagði Helgi
Daníelsson, fararstjóri íslenzka
unglingalandsiiðsins, sem á
laugardag gerði jafntefli við Eng-
land ð Evrópumóti unglinga i
knattspyrnu en keppnin fer fram
í Belgíu. ísland og England
skildu jöfn 0-0.
— í lokin voru Englendingar
ánægðir með eitt stig — gáfu
hvað eftir annað aftur til mark-
varðar síns, hélt Helgi áfram.
Englendingar byrjuðu leikinn
mjög vel, en strákarnir sýndu
ensku atvinnumönnunum til-
hlýðilega kurteisi og börðust
mjög vel. Englendingum tókst að
skapa sér nokkur tækifæri en
íslenzka vörnin var þétt og Rúnar
Sverrisson var góður í markinu.
Capes
vann
Hrein
Gcoff Capes, enski kúlu-
varparinn frægi, náði bezta
árangri i heimi í greininni í
gær, þegar hann sigraði
Hrein Ilalldórsson á móti í
Southampton. Báðir vörp-
uðu kapparnir vel yfir 20
metrana á mótinu, sem háð
var í gær. Capes varpaði
lengst 20.98 metra, en
Ilreinn 20.31 metra. í þriðja
sæti varð Pólverjinn Komar
með 19.59 metra.
Á æfingamóti í Wolver-
hampton á föstudag sigraði
Capes einnig, cn þá voru
kapparnir langt frá sínu
bezta. Sá enski varpaöi 19.78
metra, en Hreinn 19.48
metra — og enn varð
Olympíumeistarinn frá
1972, Komar, í þriðja sæti.
Eftir því sem leið á fyrri hálf-
leik kom íslenzka liðið meir og
meir inn í myndina og leikurinn
jafnaðist. Síðari hálfleikur var
mjög jafn og íslenzka liðið lék
stórgóða knattspyrnu — þá beztu
sem ég hef séð til íslenzks
unglingalandsliðs. Strákarnir
hreinlega yfirspiluðu Englend-
ingana á köflum og áttu góð
marktækifæri. Þannig náðu
Englendingar að bjarga á línu og
skö'mmu síðar komst Jón Orri
Guðmundsson í gott marktæki-
færi en skot hans fór framhjá —
hefði hann verið rólegur og nýtt
tækifærið hefði ekki verið að
sökum að spyrja.
Eins og ég sagði, þá voru
Englendingar ánægðir með jafn-
teflið í lokin — mótstaða íslenzka
liðsins hafði greinilega komið
þeim mjög á óvart.
Þetta var mjög skemmtilegur
Ieikur og eftir því sem maður
hugsar meir út í leikinn við
Grikki þá gremst manni meir að
aðeins eitt stig skuli hafa náðst —
já, slík er frammistaða piltanna.
Það er mikið af erlendum
,,njósnurum“ hér í Belgíu að
fylgjast með keppninni. Þannig
kom fram hjá einum Belga að
hann byggist ekki við að Guð-
mundur Kjartansson yrði lengi á
íslandi. Átti þar við að honum
myndi áreiðanlega bjóðast at-
vinnumennska með erlendu liði.
Það hafa verið 3-4 ttalir á
hverjum leik að fylgjast með
leikjum okkar, en alls eru þeir á
milli 20 og 30. Aðalfararstjóri
Englendinga var sérlega hrifinn|
af Guðmundi Kjartanssyni og
frammistaða íslenzku piltanna
hefur komið verulega á óvart,
sagði Helgi Daníelsson að lokum.
Börkur Ingvarsson gat ekki
leikið með gegn Englendingum
en hans stöðu tók Sverrir Einars-
son Þrótti. Þá kom Jón Einarsson
inn fyrir Þóri Sigfúss.on, ÍBK,
sem meiddist illa á hné. En
íslenzka liðið gegn Englendingum
var þannig skipað: Markvörður:
Rúnar Sverrisson Þrótti. Aðrir
leikmenn: Ottó Hreinsson Þrótti,
Ulfar Hróarsson Val, Sverrir
Einarsson Þrótti, Guðmundur
Kjartansson Val. Einar Ólafsson
ÍBK, Sigurður Björgvinsson ÍBK,
Þórir Sigfússon ÍBK, Rafn Rafns-
son Fram, Magnús Jónsson KR og
Jón Orri Guðmundsson Breiða-
blik.
Úrslit í leik Belga og Grikkja
urðu þau að Belgar sigruðu 7-1
eftir að hafa haft yfir 3-1 í leik-
hléi og brotnuðu Grikkir alveg í
leiknum.
Staðan í a-riðli er:
England 2 110 1-03
Belgía 2 10 17-22
Island 2 0 2 0 1-1 2
Grikkland 2 0 112-81
Urslit í b-riðli:
Írland-Júgóslavía 0-3
Frakkland-V-Þýzkaland 0-0
Staðan í b-riðli er því — V-
Þýzkaland 3 stig, írland og
Júgóslavía 2 stig og Frakkland 1
stig.
Urslit í c-riðli:
Austurríki-Sovétríkin 0-4
Malta-N-írland 0-2
Sovétríkin hafa þegar tryggt
sér sigur í c-riðli. Þeir hafa hlotið
4 stig, N-Írar 2 stig og Austurríki
og Malta 1 stig. Við skýrðum svo
frá á föstudag, að Sovétmenn og
N-Irar hefðu skilið jafnir 1-1. Þar
Italía hefur hlotið þrjú stig,
Svíar og Búlgarir 2 stig og Hol-
lendingar 1 stig. Fulltrúar
Norðurlanda, ísland og Svíþjóð,
hafa því enn möguleika á að
komast í undanúrslit — þó ef til
vill litlir séu.
Selfoss sigraði
Selfoss fékk Þrótt Neskaupstað
í heimsókn á laugardag í 2. deild
íslandsmótsins í knattspyrnu.
Selfyssingar hlutu sín tvö fyrstu
stig í 2. deild í sumar, sigruðu 1-0.
Eina mark leiksins skoraði
Sigurður Reynir Óttarsson.
Þróttur Neskaupstað hefur því
tapað tveimur fyrstu leikjum
sínum í 2. deild — en Þróttur
kom upp úr 3. deild á síðasta
sumri. Þróttur hafði áður ieikið á
Húsavík — mætti þar Völsungum
og beið einnig þá ósigur, 0-1.
Selfoss hafði áður mætt sigur-
vegurum 3. deiidar — Reyni úr
Sandgerði og máttu Selfyssingar
þá gera sér ósigur að góðu, 1-3.
Ármann sigraði isfirðinga i 2.
deiid í íslandsmótinu i knatt-
spyrnu með 4-1 á Melaveili á
laugardag.
Friðrik stökk 7.53
Óskar kastaði 57.52!
—á Vormóti IR ífrjálsum íþróttum í gær
IR-ingarnir Friðrik Þór Oskars-
son og Óskar Jakobsson unnu
mjög athyglisverð afrek á
Vormóti ÍR í gær, þó svo kalt og
hvasst væri, þegar mótið fór fram.
Óskar kastaði kringlunni 57.52
metra, sem er iangbezti árangur
hans í greininni. Bætti sig um
3.22 metra. Átti áður bezt 54.30
metra. Greinilegt, að Óskar er
maður framtiðarinnar í þessari
íþróttagrein og þetta er stórgóður
árangur hjá tvítugum manni.
Friðrik Þór stökk 7.53 metra —
eða sjö sentimetrum lengra en
islandsmet Viihjáims Einars-
sonar er í iangstökki. Hins vegar
var meðvindur of mikill þannig
að árangur Friðriks Þórs verður
ekki staðfestur sem Íslandsmet.
Þó meðvindur væri var engan
veginn gott að stökkva í kuld-
anum. Jóhann Pétursson varð
annar með 6.57 metra og var því
nokkuð frá sínum bezta árangri.
Það segir talsvert um árangur
Friðriks Þórs og greinilegt, ef
hann sleppur við meiðsli i sumar,
að miklir möguleikar eru á að
hann bæti met Vilhjálms. Á móti í
Kópavogi nýlega stökk Friðrik
Þór 7.16 metra, sem er bezti lög-
legi árangur hans í langstökkinu.
I kringlukastinu náði Elías
Sveinsson, KR, sínum bezta
árangrit 50.66 metrum, sem er at-
hyglisvert afrek hjá tugþrautar-
manni.
Ingunn Einarsdóttir, IR, er í
góðri æfingu og líkleg til mikilla
afreka í sumar. Hún sigraði í
þremur greinum. Stökk 5.58 m í
langstökki, hljóp 100 m grinda-
hlaup á 14.2 sek. og 200 m á 25.2
sek. Þórdís Gísladóttir, IR, stökk
I. 65 m í hástökki og Ása
Halldórsdóttir, Á, varpaði kúlu
II. 01 m. í 800 m hlaupi sigraði
Thelma Björnsdóttir, UBK, á
2:29.9 ntín., en Guðrún Árnadótt
ir, FH, varð önnur á 2:31.2 mín.
Hörkukeppni var í 110 m
grindahlaupi: Þar sigraði Björn
Blöndal, KR, á 15.2 sek., en Jón
Sævar Þórðarson, IR, varð annar
á 15.3 sek. I 100 m hlaupinu varð
Magnús Jónasson, Á, sjónarmun
á undan Birni Blöndal, en báðir
‘fengu sama tíma 11.0 sek. 1 400 m
var einnig hörkukeppni. Jón
Sævar vann Þorvald Þórsson á
síðustu metrunum. Hljóp á 52.2
sek., en Þorvaldur á 52.3 sek.
Sigfús Jónsson, ÍR, sigraði með
yfirburðum í 1500 m hlaupi á
4:09.3 mín. og Óskar Jakobsson
varpaði kúlu 16.56 metra. Þá
vakti 13 ára drengur mikla
athygli í 100 m hlaupinu. Hann
heitir Guðni Tómasson og hljóp á
11.6 sek. og virðist hafa allt til að
bera að verða snjall sprett-
hlaupari.
Á fimmtudag verður úrtöku-
mót i köstum á kastsvæðinu í
Laugardalnum. Mótið hefst kl.
sex