Dagblaðið - 23.05.1977, Page 24

Dagblaðið - 23.05.1977, Page 24
24 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 23. MAl 1977. Matthías G. Guðmundsson frá Villingadal sem andaðist 27. apríl sl. var fæddur 15. ágúst 1899. Foreldrar hans voru hjónin Jakobína Jónsdóttir og Guó- mundur Sigmundsson, sem bjuggu í Villingadal. Lauk Matthías námi í Stýrimannaskól- anum og var ýmist skipstjóri eða stýrimaður á togurum eða fiski- skipum þar til hann fór í land. Gerðist hann fiskmatsmaður og einnig netagerðarmaður. Hann var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Hinrika Ólafsdóttir og eign- uðust þau eina dóttur, Ólöfu. Síðari kona Matthíasar var Jóhanna Ingimundardóttir og lifir hún mann sinn. Bjuggu þau að Hátúni 8. Matthías var jarð- sunginn frá Fossvogskirkju 5. maí sl. og fór útför hans fram í kyrr- þey samkvæmt ósk hins látna. Valdimar Bjarni Guðmundsson var fæddur 5. maí 1905 og voru foreldrar hans hjónin Halldóra Bjarnadóttir og Guðmundur Guð- mundsson að Geróum í Gaulverja- bæ, síðar i Hafnarfirði. Valdimar kvæntist 1940 og bjó hann ásamt konu sinni Þóru í Hafnarfirði. Stundaði hann sjó lengi framan af sem vélamaður en á síðari árum vann hann hjá Vélsmiðju Hafnarfjarðar og víðar. Þau eign- uðust þrjú börn, Bjarna, Eygló og Halldóru. Alfons Hannesson, sem lézt 13. maí 1977, var fæddur 3. ágúst 1900 og voru ' foreldrar hans Jóhanna Þórunn Jónasdóttir frá Helgafelli og Hannes Andrésson skipstjóri sem lézt af slysförum árið 1919. Alfons kvæntist fyrir fimmtíu árum Hansínu Kr. Hans- dóttur og hófu þau búskap á Grundum við Isafjarðardjúp. Síðar fluttist fjölskyldan til Bolungarvíkur en loks til Reykja- víkur. Allmörg síðustu árin vann Alfons hjá vita- og hafnarmála- stjórn í Kópavogi. Alfons missti konu sína árið 1970 en þeim varð sjö barna auðið. Þau eru: Hannes blikksmiður, Benedikt kennari við Sjómannaskólann, Þórir arki- tekt, búsettur i Bandaríkjunum, Garðar járnsmiður, Gunnhildur Soffía, Ásta Sigríður og Aðai- heiður Kristín. Hann verður jarðsunginn i dag kl. 3 e.h. frá Fossvogskirkiu. Ingibjörg Björnsdóttir, sem lézt 13. maí sl., var fædd 20. septem- ber 1914 og voru foreldrar hennar hjónin Guðrún Sigríður Ölafs- dóttir frá Hjarðarholti og séra Björn Stefánsson prestur á Bergs- stöðum í Svartárdal og síðar á Auðkúlu í Svínadal. Ingibjörg giftist eftirlifandi manni sínum árið 1941, en hann er Þórarinn Sigmundsson mjólkurfræðingur við Mjólkurbú Flóamanna á Sel- fossi. Fluttust þau hjón til Selfoss en siðar að Glóru sem er þar skammt frá. Þau eignuðust fjögur börn, sem öll eru á lífi, þau Guð- rúnu Sigríði kennara, Björn hljómlistarmann, Kristínu og Ólaf hljómlistarmann. Kristín Símonardóttir, sem lézt 12. maí sl., var fædd 11. júní 1903 að Dynjanda í Arnarfirði en ólst upp’ í Mosdal í sömu sveit. Hún giftist Skarphéðni Magnússyni árið 1924, en missti hann 1963. Fyrstu búskaparárin bjuggu þau á Þingeyri en fluttust til Hafnar- fjarðar og síðar til Reykjavikur þar sem þau bjuggu lengst af á Sogavegi 192. Þau eignuðust þrjú börn og eru tvö þeirra á lífi: Berg- þóra og Magnús rafvirkja- meistari. Kristín var jarðsungin frá Bústaðakirkju sl. föstudag. Jónína Loftsdóttir var fædd í Hreiðurborg í Sandvíkurhreppi 11. nóvember 1900, en ólst upp í Sölkutóft á Eyrarbakka hjá for- eldrum sínum Jórunni Markús- dóttur og Lofti Jónssyni útvegs- bónda. Hún giftist Hafliða Hall- grímssyni yfirvélstjóra,. sem látinn er fyrir tæpu ári. Þeim varð fimm barna auðið og eru fjögur þeirra á lífi: Kristján vél- stjóri, Loftur skipstjóri, Ásdís og Hákon Jarl vélstjóri. Jónína verður jarðsungin í dag kl. 13.30 frá Dómkirkjunni. Magnús Kristján Gíslason, bóndi og skáld á Vöglum, sem lézt 25. marz sl., var fæddur 31. marz 1897. Foreldrar hans voru Þrúður Jónína Árnadóttir og Gísli Sigur- jón Björnsson á Stóru-Ökrum. Magnús kvæntist árið 1921 Ingi- björgu Stefánsdóttur og bjuggu þau að Vöglum, fyrst í sambýli með foreldrum Magnúsar og síðar með syni þeirra Gísla og konu hans Kristínu.__ Ingveldur Einarsdóttir frá Garð- húsum, Grindavík, Rauðalæk 65, verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju þriðjudaginn 24. maí kl. 13.30. Kristján Sveinbjörnsson, Háaleitisbraut 101, verður jarð- sunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 24. mai kl. 10.30 f.h. Ragnheiður Hákonardóttir frá Reykjafirði andaðist i Borgarspít- alanum 19. maí. Kristín R. Sigurðardóttir, Haga- mel 16 Reykjavík, verður jarð- sungin frá Fossvogskirkju þriðju- daginn 24. maí kl. 3 e.h. Guðrún Jónsdóttir frá Hjalla verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju í dag kl. 1.30. Ingunn Arnadóttir frá Stóra- hrauni verður jarðsungin frá Dómkirkjunni á morgun kl. 3 e.h. Guðrún Gunnarsdóttir, Álfaskeiði 27, Hafnarfirði, verður jarðsung- in frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði á morgun kl. 14.00. ÍbróUir Íþróttir í dag. íslandsmótiA í knattspyrnu 1. doild. Vostmannaeyjavöllur kl. 19: lBV — Valur. Hringið í dagbókina og lótið vita um mót og leiki — Sími 27022. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiriiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiimi Framhald af bls.23 13 ára stúlka óskar eftir að komast í sveit. Uppl. í síma 38666. Get tekið börn í sveit, æskilegur aldur 4 til 9 ára. Uppl. í Síma 66292. Til sölu lax- og silungsmaðkar, hagstætt verð. Uppl. í sima 83227. Einkamál Oska eftir að kynnast konu á aldrinum 58-60 ára, sem er einhleyp og reglusöm. Ég er í föstu starfi og í góðum efnum, svo þig þarf ekki að vanta neitt, aðeins kemur til greina góð og myndarleg kona, sem er heilsu- hraust. Margt kemur til greina við kynningu, mynd æskileg. Tilboð sendist DB fyrir 1. júní merkt: „Trúnaður —47622“. 43ja ára reglusamur maður í góðri vinnu og á góða íbúð á bezta stað í bænum óskar eftir að kynnast stúlku, traustri og tryggri, á aldrinum 30-40 ára sem vin og félaga, með allt með þag-' mælsku farið. Tilboð sendist DB merkt „47604“. 48 ára gömul kona óskar eftir að kynnast heiðarlegum og reglusömum manni 50-55 ára í góðri stöðu. Tilboð merkt „Reglu-’ samur" sendist DB fyrir föstudag, fullri þagmælsku heitið. Barnagæzla Barngóð stúlka óskast til að gæta 1 'A árs barns allan daginn, helzt í Kópavogi. Uppl. í síma 41407. Barngóð kona óskast til að gæta 7 mánaðaða drengs frá . kl. 8 til 4, helzt í Háaleitishverfi. Uppl. í síma 84651 eftir kl. 6. Óska eftir stúlku úr Hafnarfirði til að gæta 2ja barna í sumar. Sími 51659. Óska eftir barngóðri stúlku á fermingaraldri til að gæta rúmlega 1 árs barns ea hálfan daginn í sumar, helzt nálægt Strandaseli. Uppl. í síma 76536' eftir kl. 6. Til frambúðar. Öska eftir konu til frambúðar til að gæta 4ra mánaða stúlkubarns á daginn. Uppl. í síma 76850 eftir kl. 6.30. 13-14 ára telpa óskast til að gæta 2ja barna nokkra tíma á dag í sumar. Uppl. í sima 44975 eftir kl. 19. Tek börn í gæzlu allan sólar- hringinn fýrir fólk sem er að ferðast í utan- landsferðir í skamman tíma. Uppl. í síma 35923. 12 ára stelpa í Fossvogi óskar eftir að gæta barna í sumar. Uppl. í síma 84743. 14 ára stúlka óskar eftir að gæta barna í Hafnarfirði. Uppl. í síma 50412. Fóstra óskar eftir að gæta barna. Tilboð sendist DB merkt „Fóstra 47496“. Barnagæzla Breiðholti. Kona óskast til að passa 8 mánaða gamalt barn eftir hádegi, vil gjarnan taka barn fyrir hádegi í staðinn. Uppl. í síma 71874 eftir kl. 7. 13 ára stúlka óskar að gæta barna hálfan daginn sem næst Vesturbergi. Uppl. í síma 73515. Barngóð kona óskast til að gæta 3ja ára telpu á Teigun- um. Sími 83885 eftir kl. 19. Óska eftir 12-14 ára telpu til að gæta 2ja ára gamals barns eftir hádegi. Uppl. í síma 14628 eftir kl. 19. Hreingerningar Onnumst hreingerningar á ibúðum og stofnunum. Vant og; vandvirkt fólk. Simi 71484 og 84017. Tökum að okkur hreingerningar á íbúðum, stigagöngum, einnig teppahreinsun og gluggaþvottur. Föst verðtilboð, vanir og vand- virkir menn. Sími 22668 og 44376. Hreingerningafélag Reykjavíkur. Teppahreinsun og hreingerning- ar, fyrsta flokks vinna. Gjörið svo vel að hringja í síma 32118 til að fá upplýsingar um hvað hrein- gerningin kostar. Sími 32118. Hreingerningar—teppahreinsun á íbúðum, stigagöngum, stofnunum og fleiru. Margra ára reynsla. Uppl. í síma 36075, Hölmbræður. Hreingerningastöðin hefur vant og vandvirkt fólk til hreingerninga, teppa- og hús- gagnahreinsunar. Þvoum hansa- gluggatjöld. Sækjum, sendum. Pantið í síma 19017. Vanir og vandvirkir menn. Gerum hreinar íbúðir og stiga- ganga, einnig húsnæði hjá fyrir- tækjum. Örugg og góð þjónusta. Önnumst einnig allan giugga- þvott, utanhúss sem innan, fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Jón, sími 26924. ökukennsla Ókukennsla-Æfingatímar. -Bifhjólapróf. Kenni á Austin Allegro '77. Ökuskóli og prófgögn ef óskað er. Lúðvík Eiðsson, sími 74974 og 14464. Okukennsla-Æfingatímar. Kenni á lítinn og lipran ICIazda árg. '77. Ökuskóli og prófgögn og góð greiðslukjör ef óskað er. Ath.1 að prófdeild verður lokuð frá 15. júlí til 15. ágúst. Sigurður Gísla- son ökukennari, simi 75224. Okukennsla-Æfingatimar. ATH: Kennslubifreið Peugeot 504 Grand Luxe. Ökuskóli og öll' pröfgögn ef oskað er. Nokkrir nemendur geta byrjað strax. Friðrik Kjartansson, sími 76560. tlkukennsla — bifhjólapróf. Kenni á Mercedes Benz. Öll prófgögn og ökuskóli ef óskað er. Magnús Helgason, simi 66660. Okukennsla — æfingatímar. Hæfnisvottorð. Fullkominn öku- skóli, öll prófgögn ásamt mynd i ökuskírteinið ef óskað er, kennum á Mazda 616. Ökuskólinn hf. Friðbert Páll Njálsson, Jóhann Geir Guðjónsson. Símar 11977, 21712 og 18096._________.. Kenni akstur og meðferð bif- reiða, kenni á Mazda 818. Ökuskóli og öll prófgögn ásamt litmynd í ■ökuskírteini ef þess er óskað. Helgi K. Sessilíusson, sími 81349. Ökukennsla-æfingatímar. Lærið að aka á skjótan og örugg an hátt. Peugeot 504. Sigurður Þormar ökukennari, símar 40769 og 72214. Lærið að aka nýrri Cortínu Ökuskóli og prófgögn ef óskað er. Guðbrandur Bogason, sími 83326. Þjónusta Jarðtætarar í garða og flög til leigu. Pantanir í símum 74800 og 66402. Tek að mér að slá tún og bletti. Guðmundur, sími 37047. Geymið auglýsinguna. Tek að mér málningu og minniháttar viðgerðir á þökum, ódýr og vönduð vinna. Uppl. í síma 76264. Standsetjum lóðir, jafnt stærri sem smærri verk. Steypum bíiainnkeyrslur og fl. Uppl. í síma 76277 og 72664. Loftpressa til leigu. Tek að mér múrbrjót, fleygun og sprengingar. Jón Guðmundsson, sími 72022. Látið fagmenn vinna verkið. Dúk-, teppa-, flísa- og strigalögn, veggfóðrun, gerum tilboð ef óskað er. Uppl. í sima 75237 eftir kl. 7 á kvöldin. Tökunt að okkur viðgerðir á miðstöövarkötlum og alls konar suðuvinnu. logsuðu og rafsuðu. ásamt ýmiss konar járn- smiðavinnu. Uppl. i simum 31196 og 84109 eflirkl. 17. Kndurnýjum ákheði á stálslólum og bckkjum. \'anir menn. Uppl. í sima 84962. Odýr en góð skemmtun. Diskótekið Dísa tekur að sér að flytja vandaða og fjölbreytta dansmúsik í samkvæmum og á skemmtunum. Sérlega lágt verð og góð þjónusta. Simi 50513 á- kvöldin. Látið fagmenn vinna verkið. Dúk-, teppa-, flísa- og strigalögn, veggfóðrun, gerum tilboð ef óskað er. Uppl. í síma 75237 eftir kl. 7 á kvöldin. tiusasmíðameistari auglýsir. Húseigendur og aðrir þeir sem hafa hug á framkvæmdum i sumar, tek að mér t.d. nýsmiði. vanalegar breytingar m.a. ál og plastklæðningar utanhúss. Viðgerðir, glerisetningar,- girðingar, og sólskýli og fl. Einnig verkstæðissmiði svo sent eldhús- innréttingar, fataskápar og fl. Ath. að panta strax vegna anna i sumar. Steingrímur K. Pálsson Lækjarfit 12 Garðabæ s. 53861. Tökum að okkur viðgerðir á miðstöðvarkötlum og alls konar suðuvinnu, logsuðu og rafsuðu, ásamt ýrniss konar járn- smíðavinnu. Uppl. í símum 31196 og 84109 eftir kl. 17. Sjónvarpseigendur athugið. Tek að mér viðgerðir i heimahús- um á kvöldin. Fjót og góð þjón-' usta. Pantið í síma 86473 eftir kl. 17 á daginn. Þórður Sigurgeirsson útvarpsvirkjameistari. Húsdýraáburður til sölu, á lóðir og kálgarða, gott verð. dreift ef óskað er. Uppl. í sínta 75678. Múr- og málningarvinna. Málunt úti og inni. Múrviðgerðir og flísalagnir. Fljót þjónusta. Föst tilboð. Uppl. í síma 71580 i hádegi og eftir kl. 6. Eldhúsinnréttingar. Fataskápar. Tilboð í alla trésmiði. Trésmíðaverkstæðið Dugguvogi 7. Sími 36700. Túnþökur til sölu. Höfum til sölu góðar. vélskornar túnþökur. Uppl. í sinia 30766 og1 73947 eftir kl. 17. Kópavogsbúar. Alhliða innrömmynarþjónusta.., Fjölbreytt útval rammalista. glært og matt gler. Tempo innriimmun Alfhólsvegi 30A. simi 41217.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.