Dagblaðið - 17.08.1977, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 17.08.1977, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. AGUST 1977. príns ber frystihúsag Skattskrá Austurlandskjördæmis: Gestgjafi Brian Booth majór og gest- gjafi Karls Bretaprins á Islandi ber hæstu gjöld einstaklinga á Austurlandi þetta árið eins og fram kom í DB í gær. Sam- kvæmt áætlun Skattstofu Austurlands ber honum að greiða alls 13.340.098 krónur, þar af 9.857.600 kr. 1 tekjuskatt. Þessi gjöld eru örlítið lægri en heildargjöld Kaupfélags Austur-Skaftfellinga á Horna- firði. Skattskrá Austurlandskjör- dæmis kom út i gær. Páll Hall- dórsson skattstjóri tjáði Dag- blaðinu að heilarálagn- ing í fjórðungnum næmi 1.948.680.739 krónum. Þar af nemur tekjuskatturinn 816 milljónum króna. Þar af greiða einstaklingar 529.726.418 krón- ur og félög 286.661.961 kr. Utsvör námu 638.964.200 krón- um og aðstöðugjöld 157.714.100 kr. Eftirtalin félög bera hæstu gjöld á Austurlandi: 1. Hafsíld, Seyðisfirði. Heildar- gjöld 29.025.277 kr. Tekju- skatturinn er 23.419.375. 2. Dráttarbrautin hf., Neskaup- stað. Heildargjöld 23.645.042 kr. (Tekjusk. 16.059.000 kr.). 3. Hraðfrystihús Eskifjarðar hf. Heildargjöld 18.547.831 kr. (Tekjusk. 0). 4. Fiskvinnslan hf. Seyðisfirði. Heildargjöld 16.686.540 kr. (Tekjusk. 10.706.000 kr.). 5. Brúnás hf., Egilsstöðum. Heildargjöld 14.828.444 kr. (Tekjusk. 8.029.500 kr.). 6. Kaupfélag Austur- Skaftfellinga, Höfn Horna- Sjentilmaðurinn Booth, fyrrum majór i brezka hernum liggur hér makindaiega i austfirzkri náttúru i siðustu viku, grunlaus um að skattstjórinn hefur auga á honum sem góðum og giidum skattgreiðanda. — DB-mynd R.Th. Sig. firði. Heildargjöld 13.414.945 kr. (Tekjusk. 0). Eftirtaldir sjö einstaklingar bera yfir tvær milljónir króna í gjöld: Brian Booth majór frá London er efstur. Á hann voru áætlaðar 13.340.098 krónur. Botth starfar við Moorland list- sýningasalinn I London. Hann dvelur við Hofsá í Vopnafirði i tvo mánuði á hverju ári. 2. Guðjón K. Sveinsson fram- kvæmdastjóri. Heildargjöld eru 3.843.968 kr. (Tekjuskattur 2.650.618 kr.). 3. Þorbjörn Þorsteinsson lög- reglu- og fjskmatsmaður, Seyðisfirði. Heildargjöld 2.182.318 kr. (Tekjusk. 1.523.337 kr.). 4. Þorsteinn Sigurðsson héraðslæknir, Egilsstöðum. Heildargjöld 2.831.977 kr. (Tekjusk. 1.753.213 kr.). 5. Guðmundur Sigurðsson læknir, Egilsstöðum. Heildargjöld 2.394.336 kr. (Tekjusk. 1.569.969 kr.). 6. Kjartan Arnason héraðs- læknir, Höfn Hornafirði. Heildargjöld 2.564.751 kr. (Tekjusk. 1.629.589 kr.). 7. Hilmar Símonarson málara- meistari, Neskaupstað. Heildargjöld 2.519.752 kr. (Tekjusk. 1.186.118 kr.). - AT Nei, nei DB er ekkert fara í flugið Suður á Reykjavíkurfiugvelli hafa tvær flugvélar vakið athygli þeirra sem ieið hafa átt hjá. Þær eru semsé merktar Dagbiaðinu. „Eruð þið að fara yfir í flugið?“ hafa Dagblaðsmenn verið spurðir. Svarið er nei. Dagblaðs- menn láta aðra um flugmálastarf- semina. Fiugvélar Flugtaks hf. á Reykjavíkurflugvelli bera aftur á móti auglýsingar frá Dagblaðinu, það er skýringin á þessum Dag- biaðs-flugvélum. launaskatturfallinn ígjalddaga: Þú færð mánuð til að borga — ella bætist fjórðungur viðalla summuna „Það er satt, þetta eru orðnar álitlegar upphæðir, sem menn borga í launaskatt árlega," sagði Þórir Sigurjónsson hjá Skattstofunni i viðtali við Dag- blaðið. „Þeir sem greiða meira en 500 þúsund í laun á ári, greiða 3 ‘A% ársfjórðungslega, en hinir, sem greiða minna, inna greiðslurnar af hendi ár- lega.“ Gjalddagi fyrir launaskatt var í gær, en nú hafa menn eins mánaðar greiðslufrest. Eftir það koma 25% vextir á upp- hæðina, „en það er afar sjald- gæft að menn falli í þá gryfju," sagði Þórir. „Skatti þessum og viðurlög- um var komið á árið 1965 og hefur verið að hækka síðan,“ sagði Þórir ennfremur. „Árið 1965 var hann 1% en er eins og menn vita orðinn um 14% á ári fyrir þá, sem greiða einhver laun að ráði. Þetta er því orðin mikil viðbót við launagreiðsl- urnar," sagði Þórir að lokum. - HP Vísitalan 4,9 upp —tóbakið hækkar mest kjötið lækkar Kjöt og kjötvörur eru einu liðir vísitölunnar, sem lækkað hafa frá l'. maí til 1. ágúst, þegar vísitala framfærslukostnaðar er reiknuð út. Stafar það af auknum niðurgreiðslum rikissjóðs á verði þessara vara. Hækkun vísitölunnar er 4,87% eða 35 stig úr 731 i 766 stig. Tóbak hefur hækkað mest eða um 27%, aðrir liðir minna. Athygli vekur, að liðirnir hiti og rafmagn og síma- og póstgjöld eru óbreyttir, hafa ekkert hækkað í þrjá mánuði. - ÖG

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.