Dagblaðið - 17.08.1977, Blaðsíða 24
Manndrápið í Rauðhólum:
Urskurðaður í geðrannsókn
og 60 daga gæzluvarðhald
Stööug lögregluvakt er yfir
Einari Hirti Gústafssyni sem í
fyrradag varð Halldóru
Ástvaldsdóttur aö bana með
þremur riffilskotum i háls og
höfuð í Rauðhólum skammt
ofan við Reykjavík. Einar var í
gær úrskurðaður í allt að sextíu
daga gæzluvarðhald og gert að
sæta geðrannsókn.
Það var eftir vinnutíma Hall-
dóru heitinnar á mánudag að
Einar Hjörtur kom til fundar
við hana og fékk hana til að
fara með sér í ökuferð. Ök hann
síðan sem leið liggur upp í
Rauðhóla. Þar stöðvaði hann
bílinn, steig út og skaut þremur
skotum í höfuð og háls Hall-
dóru með 22 kalibera riffli inn
um dyrnar bílstjóramegin. Mun
hún hafa látizt samstundis, að
því að talið er. Krufnings-
skýrsla liggur þó ekki fyrir
enn.
Þau Einar Hjörtur og Hall-
dóra heitin komu hingað til
lands í byrjun júlí sl. frá Sví-
þjóð, þar sem þau höfðu verið
við vinnu siðan í maí í fyrra.
Slitu þau samvistum skömmu
eftir það og hélt Einar síðan
aftur til Svíþjóðar. Hann kom
síðan aftur til landsins sl.
laugardag og hóf þegar tilraun-
ir til að komast í samband við
Halldóru heitna, að sögn kunn-
ingja hennar. Tókst það loks á
mánudag með fyrrgreindum
hörmulegu afleiðingum
(Mishermt var í DB í gær að
þau hefðu komið saman til
landsins frá Svíþjoð á laugar-
daginn).
Einar Hjörtur og Halldóra
bjuggu í eigin íbúð á Njálsgötu
4a áður en þau héldu til
Svíþjóðar en leigðu íbúðina á
meðan. Hafði hún fengið sér
leigt herbergi skammt frá
vinnustað sínum í sumar og var
fyrirhugað að selja íbúðina á
Njálsgötunni vegna samvistar-
slitanna. -ÓV
Lögreglumenn og sjúkraliðs-
menn komnir á staðinn í
Rauðhólum og bera hina látnu
og særða piitinn inn í
sjúkrabílana. — DB-mynd
DOLLARINN1230 KRONUR
—til að f iskverkunin stöðvist ekki — Suðurnes jamenn f unda með
fijálsl, úháð dagblað
MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGUST 1977.
þingmönnum sínum
„Yfirlýsingar hraðfrystihúsaeig-
enda verða ekki skildar nema sem
bein krafa um gengisfellingu,"
sagði Jón Skaftason alþingis-
maður í viðtaii við DB í morgun.
Jón sat fjölmennan fund með
fiskverkendum á Suðurnesjum
ásamt fimm öðrum þingmönnum
Reykjaneskjördæmis í gærkvöldi.
Stóð fundurinn fram eftir nóttu. -
Að sögn hans skýrðu fiskverk-
endur á svæðinu frá vandamálum
sinnar atvinnugreinar. Ljóst væri
að flest fyrirtæki í fiskiðnaði á
Suðurnesjum mundu stöðvast
vegna rekstrarerfiðleika á næstu
dögum eða vikum ef ekkert yrði
að gert.
„í fljótu bragði er ekkert annað
úrræði en gengisfélling sýnilegt
til lausnar vanda fiskiðnaðarins,"
sagði Árni Benediktsson fram-
kvæmdastjóri Kirkjusands hf. í
morgun.
„Samkvæmt þeim útreikning-
um, sem gerðir voru á grundvelli
sáttatillögu sáttanefndar í kjara-
samningum í vor,þarf dollarinn
að fara upp í 220—235 krónur,"
sagði Arni Benediktsson enn-
fremur.
Hann taldi þó að það væri ekki
forráðamanna frystihúsa að
benda á úrræði til lausnar vanda í
efnahagsmálum.
„í venjuiegu þjóðfélagi mundu
afleiðingar kjarasamninganna í
júlí síðastliðnum ekki þýða annað
en samdrátt og atvinnuleysi,"
sagði Árni.
„Ég tel þó víst að flestir þeir,
sem að samningum um launin
stóðu þá, hafi treyst á að samning-
arnir yrðu meira og minna ógiltir
í raun,“ sagði Árni Benediktsson
að lokum.
Jón Skaftason benti á að sam-
kvæmt fyrri reynslu væri gengis-
lækkun mjög tvíeggjuð leið til
lausnar efnahagsvanda.
„Sjávarútvegurinn fengi þá að
vísu smáforskot en síðan kæmu
hækkanir "á launum, hráefni og
rekstrarvörum fljótlega í kjöl-
farið þannig að gengislækkunin
leysti engan vanda til
frambúðar".
Þjóðhagsstofnun kannar nú
tiltæk gögn um afkomu fiskverk-
unar. Ekki er Ijóst hvenær-niður-
stöður hennar munu liggja fyrir.
ÓG.
Tveir utan til náms
i borholuviðgeröum
„Við erum að leggja höfuðin
í bleyti hér á meðan erlendu
sérfræðingarnir kenna okkar
mönnum á stjórntækin," sagði
Einar Tjörvi verkfræðingur við
Kriiflu í viðtali við Dagblaðið í
morgun. „Tveir menn frá
okkur, annar frá Jarðborunum
og hinn frá Orkustofnun, fara
til Skotlands í dag þar sem þeir
munu kynna sér viðgerðir olíu-
borunarmanna þar á borholum
og í ljósi þeirra upplýsinga sem
þá fást og þeirra athugana, sem
við erum að gera núna, verður
hafizt handa við að bora í holu
10 eða 7 núna í vikunni."
Sagði Einar að lokaborun
yrði gerð á holu 9 i dag en lokið
var við að setja toppstvkkið á
hana í gær. Á hún því að gefa
fulla orku innan skamms og'
sagði Einar að ákvörðun um
afltilraunir yrðu teknar síðar í
þessari viku!
HP
Vaðandi
sfld íNorð-
fjarðarflóa
Bátar frá Norðfirði hafa
undanfarið verið að fá stóra
síld í þorskanetin, svokall-'
aða demantssíld sem er
34—37 cm á stærð. Síldin
hefur fengizt í flóanum út af
Norðfjarðarvitanum. Sjó-
menn, sem komu inn á bát í
gær, sáu vaðandi síld í flóan-
um og fréttaritari DB hafði
tal af gömlum sjómanni sem
var að koma að og hafði
dregið í gegnum þykka
síldartorfu.
Þetta þykja góð tíðindi á
Neskapstað en þar hefur
ekki sézt síld í fjölda ára.
Ekki er vitað hvaðan síldin
gengur. Veiðar netabáta á
Neskaupstað hafa gengið vel
og hafa þeir fengið 3,5—5
tonn í róðri út af Rauðu-
björgum.
- JH/Friðjón.
Krafla:
Hola ellefu
„datt
niður”
„Hola ellefu datt niður
hjá okkur í gær og það kann
að valda okkur einhverjum
töfum,“ sagði Einar Tjörvi,
yfirverkfræðingur við
Kröflu, í viðtali við Dag-
blaðið í morgun. „Þeir voru
að setja hana í gang en
neðra hitakerfið í holunni,
sem er heitara en það efra af
tveimur kerfum í holunni,
virðist ekki geta lyft af sér
vatnssúlunni."
Sagði Einar að þetta hefði
nokkrum sinnum komið
fyrir áður „og það er eins og
hún sé að íáta okkur vita að
það sé hún sem ræður, ekki
við.“
Hola ellefu er sú hola sem
tengd er gufuveitunni og
gufa frá henni hefur verið
notuð við tilraunirnar á
vélasamstæðunni við Kröflu
að undanförnu.
- HP
Lentu íhjól-
sögog
sláttuvél
Slysaaldan var minni í
Reykjavík sl. sólarhring en
hinn næsta þar á undan,
enda var mál að linnti. Tveir
menn munu þó lengi
minnast gærdagsins vegna
óhappa er þeir urðu fyrir.
1 smíðasal Gamla
kompanísins rak maður
handlegg í hjólsög. Varð af
mikið sár en hve alvarlegt lá
ekki fyrir i morgun.
Annar var að slá með vél-
knuinni garðsláttuvél i
Engjaseli. Eitthvað lét vélin
ekki vel að stjórn og káfaði
maðurinn undir hana. Vél
tók móti hendi hans eins og
grastoppi og fór höndin illa.
ASt.