Dagblaðið - 17.08.1977, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. AGUST 1977.
2
r
Lagfæringar” á íbúð
Ein mjög óánægð hringdi:
Mig langar að segja ykkur frá
slæmri reynslu til þess að fólk
geti varað sig á því, að slíkt
hendi það ekki. Svoleiðis var að
ég auglýsti í Vísi eftir manni til
að standsetja fyrir mig íbúð,
m.a. mála og veggfóðra einn
vegg. Ég fékk skriflegt tilboð
frá einum manni sem ég vil
ekki gefa upp nafnið á að svo
stöddu. Við ræddum saman, ég
og þessi maður, og komumst að
samkomulagi um það að hann
málaði fyrir mig og veggfóðraði
fyrir 10 þúsund krónur að
meðaltali á herbergi. Efni
keypti ég allt sjálf.
Maðurinn kom svo nokkrum
dögum seinna og málaði fyrst
hjá mér stofuna. Það var illa
unnið að mörgu leyti, enda
maðurinn greinilega undir
áhrifum áfengis á meðan. Ég
greiddi honum þó umsamdar 10
þúsund krónur. En þegar hann
hóf störf á ganginum versnaði
málið enn. Hann málaði mjög
illa og sá eini veggur sem átti
að fóðra er eins og um hann
hafi farið höndum óvita börn.
Veggfóðrið hangir í tæjum á
veggnum í mörgum bútum og
hylur þó hann alls ekki allan og
munstrar ekki saman.
Síðan fyrir hálfum mánuði
hef ég ekkert frá honum heyrt
en þá hringdi hann og er ég fór
að finna að framkvæmdum var
hann mjög dónalegur og sagði
að ég ætti ekki að vera með
neinn kjaft fyrr en hann hefði
lokið verkinu. Svaraði ég þá þvi
til að ég hefði efni á því að tala,
en verkin töluðu hans máli. Til
staðfestingar á þvl get ég nefnt
að til mín kom málarameistari
og sagði að verkið væri verra en
ógert.
Vilji maðurinn halda sínu
mannorði lagfærir hann þetta á
eigin kostnað, annars sný ég
mér til annarra aðila.
Ragnar Th. tók þessar myndir
af hinni miklu „Iagfæringu".
Stræto og Breiðholtið
Asa Benediktsdóttir hringdi:
Mig langaði að koma að
nokkrum orðum um strætis-
vagnana til okkar i Neðra-
Breiðholti. Fyrst er það
hraðferðin. Hún er góð að
flestu leyti nema einu. Það er
að hún stoppar aðeins á einum
stað i Neðra-Breiðholti. Fólk
sem þarf að taka hana þarf því
oft á tíðum að hlaupa drjúgan
spöl í hana. Það má líkja þessu
við ef strætisvagn stoppaði
aðeins á einum stað fyrir alla
Vogana. Á sumrin er kannski
Númer á stöðumælaverði
Vegfarandi hringdi:
Það var um daginn að ég
lagði bílnum mínum við stöðu-
mæli, sem í sjálfu sér er ekki f1
'frásögur færandi. Mælirinn var
eitthvað bilaður þannig að ekki
var hægt að snúa honum áfram
eftir að gula spjaldið hafði
komið í ljós. Ég gafst upp á því
að reyna að tjónka við mælinn
og fór erinda minna og skildi
bílinn eftir. Þegar ég kom að
honum aftur stóð þar stöðu-
mælavörður og var að skrifa
upp bílinn. Ég reyndi að út-
skýra afstöðu tnína fyrir hon-
um en hann brást hinn versti
við og var mjög dónalegur í
allri framkomu sinni.
En það var alls ekki það sem
ég ætlaði að gera að máli mínu.
Heldur hitt að gera það að til-
lögu minni að stöðumælaverðir
yrðu númeraðir líkt og lögreglu-
þjónar og strætisvagabílstjórar.
Þá geta menn, ef þeir hafa yfir
einhvcrju að kvarta, líkt og
slíkri framkomu sem fyrr-
nefndur vörður hafði i frammi
við mig.nefnt númer þeirra og
þá á ekkert að geta farið á milli
mála hver vörðurinn hefur ver-
ið.
ekkert hægt að segja við slíku,
en öðru máli gegnir um
vetrartímann. Þá er þetta alveg
ferlegt.
Annað mál er svo vagninn
sem á að vera fyrir Breiðholt
sérstaklega en er það í rauninni
ekki. Þetta er númer 11, sem
stoppar á hverri einustu stöð
frá Hlemmi og upp í Breiðholt.
Þannig held ég t.d. að það sé
stöðvað 3svar á Bústaðavegin-
um einum. Það tekur því mjög
langan tíma fyrir Breiðhyltinga
að komast heim til sín með
þessum vagni og ég tel að
við fáum afgangsþjónustu. Hví
er ekki hægt að hafa sérstaka
vagna fyrir fólkið sem býr
hérna fyrir neðan? Það væri
gott að fá svar við þessu og eins
því hvort númer 13 á ekki að
stoppa á fleiri stöðum í vetur.
Eiríkur Asgeirsson forstjóri
SVR hafði það um málið að
segja að ekki væru uppi neinar
áætlanir um að fjölga viðkomu-
fetöðum hraðferðarinnar. Gildi
hennar lægi fyrst og fremst i
þvf að hún stöðvar óvíða og er
því fljót í förum. Hvað númer
11 varðar, sagði Eiríkur að fólk
sem leið ætti upp í Breiðholt
kæmi víða að úr bænum. Reynt
væri að samræma biðstöðvar og
stöðvunartíma vagnsins við
nokkra aðra vagna á leiðinni,
svo að það fólk sem með þeim
vögnum kæmi þyrfti ekki að
fara alla leið niður á Hlemm.
ÖKUFANTAR 0G GÖNGULJÓS
Kona hringdi:
Um daginn þurfti ég að fara
yfir Laugaveginn á móts við
hús Öryrkjabandalagsins. Ég
gekk að gangbrautinni góðu
sem þar er teiknuð á götuna og
ýtti á hnappinn göða er gefa
skyldi mér grænt yfir götuna.
Hann sveikst ekki um það og ég
gekk af stað. En þegar ég var
komin fram hjá þeim bíl sem
næstur var mér, kom annar
fram úr honum á slíkri ferð að
engu munaði að hann æki yfir
mig.
Nú eru ljósin þannig úr garði
gerð að það heyrist væl þegar
þau sýna grænt fyrir gangandi.
Er það gert með blinda fyrir
augum. En ég fullyrði það að ef
ég hefði verið blind þegar þetta
kom fyrir, væri ég nú örkumla
eftir ákeyrslu bílsins áður-
nefnda!
Mig langar að fá þessar línur
í blaðið til þess að vara fólk við
svona framkomu. Gangandi
vegfarendur verða að gera sér
grein fyrir þessu, þó það sé nart
að bílstjórar svífist einskis í
umferðinni og haldi áfram á
þeirri braut sem þegar er mörk-
uð stórslysum og mannslátum.
Fyrir hvaða fólk skyldi hann vera?