Dagblaðið - 25.08.1977, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 25.08.1977, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 25. AGUST 1977. ÍíllIIIIIEEE IIIIIPMIIII ÍIÍIRÍBÍÍÍÍÍ Ályktun norræns sjónvarpsfólks: Nordsatgæti valdið atvinnuleysi „Aætlunin um fyrirhugaða gervihnattaráætlun Norðurland- anna, Nordsat, veldur starfsfólki sjðnvarpsstöðva á Norðurlöndum ðhyggjum,“ segir I frétt frá Starfsmannafélagi útvarps og sjónvarps hér á landi. Telja full- trúar starfsfólks sjónvarpsstöðv- anna „hættu á að höfundarréttur verði fótum troðinn og jafnframt að hætta sé á að gerð innlends dagskrárefnis kunni að minnka og þar með að komið geti til at- vinnuleysis hjá þessum starfs- hópum.“ Fulltrúar Starfsmannafélags íslenzka sjónvarpsins sóttu nýlega fimm daga norræna ráðstefnu sjónvarpsfólks sem haldin var í Finnlandi. Helztu mál voru höfundarréttarmál, norræni gervihnötturinn, heilsuvernd og aðstaða á vinnustað, þátttaka starfsmanna í stjórnun fyrir- tækjanna, menntunarmál starfs- manna og félagslegt samstarf starfsmannafélaganna. Ráðstefnan taldi að þar sem áætlaður kostnaður við Nordsat muni verða mjög mikill, sé augljóst að fjármagn til upp- setningar gervihnattarins yrði út- vegað með því að draga úr dag- skrárgerð. Af því leiddi að inn- lend menningaráhrif sjónvarps og útvarps væru í hættu. Höfundarréttur sjónvarps- og út- varpsstarfsmanna hefur verið viðurkenndur í Sviþjóð í mörg ár og er kominn vel á veg í Dan- mörku, Noregi og Finnlandi. Hér á landi er slíkur höfundarréttur ekki viðurkenndur, þátt fyrir aðild Islands að fjölþjóða sátt- mála um höfundarrétt. -ASt. nemendur, á öðru ári 90 og 190 hafa hlotið skólavist i Kennara- háskólanum á fyrsta ári. Sagðist Baldur álita að kennaraskortur sá sem nú er við að etja væri aðeins tíma- bundinn. A næsta ári ætti Kennaraháskólinn að vera kominn vel á veg með að full- nægja kennaraþörfinni hér á landi. Einnig bæri að athuga að fleiri útskrifuðu kennara en þeir, t.d. Myndlista- og handíðaskólinn og íþróttakennaraskólinn. Einn vetur enn þurfa Islendingar að búa við það ástand að ekki séu allar kennarastöður landsins setnar, en síðan er von um að úr fari að rætast. BH Kennaraskortur sá í Reykjavík sem mikið er talað um þessa dagana virðist vera nær eingöngu bundinn við hin nýrri og barn- mörgu hverfi Reykjavíkurborgar. Gunnar Guðröðarson skóla- stjóri kvað engan kennaraskort hrjá Breiðagerðisskólann. Sl. fimm ár hefði nemendum þar fækkað úr mest 1200 niður í 500 nemendur. Hafði Gunnar fengið nokkrar fyrirspurnir frá kennurum sem væru að spyrjast fyrir um starf en allar kennara- stöður við Breiðagerðisskólann væru setnar. Breiðagerðisskólinn tekur mest við börnum úr Smáíbúðahverfinu (Gerðunum) og þar eru húsin flest einbýlishús, orðin nokkuð gömul. Börnin eru flutt að heiman en eftir sitja for- eldrarnir i hálftómum húsunum. Finnbogi Jónsson skólastjóri Fellaskóla hafði allt aðra sögu að segja. Það vantaði 6 kennara á barnaskólastigið og sæi hann ekki enn fram á hvernig sá vandi skólans yrði leystur. Hefði hann fengið nokkrar upphringingar frá réttindalausu fólki, sem sæktist eftir vinnu sem kennarar. Væru það aðallega stúdentar sem vildu fá vinnu í svo sem eitt ár. Fella- skóli er sem stendur þrísetinn skóli með u.þ.b. 1500 nemendum. Sagði Finnbogi það áldrei áður hafa verið jafnerfitt að ráða kennara og nú. Hvorki meira né minna en átta kennarar hefðu hætt við Fellaskóla eftir síðasta vetur og það munaði um minna. Tveir þessara kennara ætluðu að halda út á land til kennslu, annar til Bolungarvíkur og hinn til Tálknafjarðar. 365 nemendur í Kennarahóskólanum I vor útskrifuðust úr Kennara- háskóla Islands 39 kennarar, við þessa tölu munu bætast nokkrir nemendur sem skila ritgerðum í haust og öðlast þá kennara- réttindi. Samkvæmt upplýsingum Baldurs Jónssonar rektors Kennaraháskólans munu í haust byrja á þriðja og sfðasta árinu 85 Kennaraháskólinn við Stakkahlið, þar munu 365 stunda nám i vetur. Kennaraskorturinni NÝIU HVERFIN VERÐA HARÐAST UTI Til allra stúdenta Háskóla íslands Árleg námskeiðaskráning háskölaárið 1977-78 Við árlega skráningu stúdenta í Háskóla Islands á hausti komanda verður.stúdentum gert skylt að skrá sig í þau námskeið, sem þeir hyggjast leggja stund á á haust- misseri 1977. Um námskeiðaskráninguna gilda eftirfarandi reglur: 1. Stúdent verður að skrá sig í þau námskeið, sem hann hyggstsækja á hverju misseri í upphafi þess misseris. Sé námskeið lengra en eitt misseri þarf ekki sérstaka skráningu í það á síðari misserum. 2. Hægt er að segja sig úr og skrá sig í námskeið án takmarkana til 31. október á haustmisseri og 28. febrúar á vormisscri. 3. Skráning í námskeið er jafnframt skráning í próf að námskeiði loknu, þó er hægt að segja sig frá prófi eftir sömu reglum og gilt hafa. Hins vegar verður stúdent að skrá sig í slíkt námskeið að nýju, vilji hann gangast undir próf í því síðar. Arleg skráning 1977 fer fram i aðalskrifstofu Háskólans sem hér segir: 1.-9. september: Verkfræði- og raunvisindadeild, Læknisfr. (1. ár), Lyfjafr. lyfsala (1-ár), Hjúkrunarfr. (1. ár) og Tann- læknadcild (1. ár). 12.-16. septembcr: Læknisfr. (2.-6. ár), Lyfjafr. lyfsala (2.-3. ár), Hjúkrunarfr., (2.-4. ár), Sjúkraþjálfun (2. ár) og Tannlæknadcild (2.-6. ár). 19.-23. september: Félagsvísindadeild. 19.-30. september: Viðskiptadeild, Lagadeild, Guðfræðideild og Heimspekideild. Skrásetningargjald er kr. 6.500. ATHUGIÐ, að allir stúdentar, NVSKRAÐIR SEM ELDRI STUDENTAR verða að koma til námskeiða- skráningarinnar. Nánari upplýsingar um skráninguna munu liggja frammi á skrifstofu háskólans þegar skráningin hefst. Laus staða Dósentsstaða í lögfræði við lagadeild Háskóla Islands er laus til umsóknar. Laun skv. launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknarfrestur er til 1. október nk. Umsóknum skulu fylgja ítarlegar upplýsingar um rit- smfðar og rannsóknir, svo og námsferil og störf, og skulu þær sendar mcnntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavfk. Menntamólaráðuneytið, 23. ágúst 1977. Meistaramót Norðurlanda haldið hér í september: Tekst okkur að eignast Norðurlandameistara í hárgreiðslu eða hárskurði? Tekst Islendingum í ár að eignast Norðurlandameistara í hárgreiðslu eða hárskurði? Tækifærið gefst í Laugar- dalshöllinni 18. september nk„ þegar þar verður háð Norður- Sigurvegari Norðuriandameistaramótsins '75, Grete Nervold (t.h.) ásamt módeli sinu. landameistaramót í þessum greinum. Þátttakendur verða 50 talsins — fimm í hvorri grein frá hverju Norðurland- anna, að sögn Arnfrfðar Isaks- dóttur, formanns Sambands hárskera og hárgreiðslumeist- ara. Fulltrúi Islands í síðustu keppni, Elsa Haraldsdóttir í Salon VEH, varð önnur í röðinni hjá hárgreiðsludömun- um eftir harða keppni við norska stúlku, Grete Nervold. Grete verður ekki með i þetta skipti, þannig að möguleikar heimamanna ættu að vera meiri fyrir bragðið. Keppt verður í þremur grein- um í hárgreiðslukeppninni, — þ.e. í kvennaflokki — „Gala“- klippingu, daggreiðslu og klippingu og hárblæstri. Herrarnir keppa svo i tízkuklippingu og „skúlptúr- klippingu" en slík klipping gerir ráð fyrir að sá sem hana ber klæðist annaðhvort smóking eða kjólfötum, að sögn Arnfríðar. „Með þátttakendunum koma mjög margir gestir, auk þess sem flestir koma með módel sín með sér,“ sagði Arnfríður í spjalli við DB um Norðurlanda- meistaramótið. „Þetta verður svo margt að við leggjum Hótel Sögu alveg undir okkur og dugar þó ekki til. Dómarar verða þrír i hvoru fagi — tveir frá Englandi og einn frá Frakklandi, Italfu, Hollandi og Belglu.“ Sjálf keppnin stendur frá kl. 10 að morgni sunnudagsins 18. september til kl. 18 um kvöldið, en síðar um kvöldið verða verðlaun afhent og tilkynnt á miklu „Gala"-balli á Hótel Sögu. -ÓV.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.