Dagblaðið - 25.08.1977, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 25.08.1977, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 25. AGUST 1977. 9 __________ Húsið yfirgefna við Hollagerði. Ileggja vegna við eru vel hirt hús með fallegum görðum. Stingur lóðin og húsið mjög i stúf við umhverfið. DB-mynd R.Th. Sig. Yfirgefið hús í Kópa- vogi veldur kryt og ■ * — Tilraun gerðtil aðsmíða Villin 1*20mmM kjallara undirhúsiðeftir á, W U11111 I^UUI II en þá brotnaði gdlfplatan Heimilið’77: Þá eru karlmenn líka orðnir „sýn- ingarfreyjur” Við Holtagerði í Kópavogi er hús eitt sem lengi hefur staðið mannlaust og autt. Er húsið til mikilla lýta við götuna, sem annars er með hreinlegum svip og mörg hús við götuna eru vel hirt og skarta fallegum lóðum. Húsið sem nú er í vanhirðu stingur mjög í stúf við umhverfi sitt og hefur að sögn lengi verið nokkurt bit- bein milli bæjaryfirvalda og eiganda hússins. Lóóum þarna við götuna var úthlutað skömmu eftir 1960. Lóð vanhirta hússins og næsta lóð við kom í hlut byggingarfélags eða byggingaraðila, sem reisti á lóðunum einingahús, þar sem veggir eru boltaðir saman eins og tíðkast í einingahúsum. Grunn- plötur húsanna voru hins vegar gerðar úr ójárnbentri steinsteypu á fylltum grunni. Núverandi eigandi vanhirta hússins bjó í húsinu á sínum tíma. Hugðist hann síðan stækka húsnæði sitt að sögn með því að grafa uhdan grunnplötunni og skapa sér kjallara. Holrúmið sem myndaðist við gröftinn þoldi, ójárnbent platan ekki og að sögn brotnaði hún að nokkru eða öllu leyti. Var þá gert trégólf í húsið, en það síðan yfirgefið og hefur lengi staðið autt. Þarna er allmikil eign sam- kvæmt skrám Fasteignamats ríkisins. Lóð hússins er 758 fermetrar oe matsverð Iððar 1.046.000. Húsið er 441 rúmmetri og fasteignamat þess 8.438.000 krónur. Friðrik Guðmundsson byggingafulltrúi Kópavogs sagði í viðtali við DB að ýmislegt hefði verið ógert við þetta hús, m.a. hefði aldrei verið ýtt upp að því jarðvegi. Lengi hefðu átt sér.stað viðræður milli eiganda og bæjar- yfirvalda um húseignina, en ekk- ert gerzt. Vísaði hann til bæjar- lögmanns varðandi málið. Bæjarlögmaður Kópavogs, Kristján Beck, sagði í viðtali við DB að Kópavogsbær hefði gert eiganda tdboð um lausn mála varðandi húsið, en kvað sér ekki kunnugt um að tilboðinu hefði verið svarað. Vísaði hann málinu að öðru leyti frá sér og kvað málið í höndum bæjarráðs eða bæjar- stjóra. I bæjarstjóra náðist ekki þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Á viðmælendum DB var að skilja að mál þetta allt ætti ,,við- kvæmar" hliðar og langa sögu. En árum saman getur slíkt mál sem þetta ekki verið einkamál bæjar- yfirvalda og húseigenda. Málið varðar einnig þá sem búa í ná- grenni hússins. -ASt. Sautján sjónvarpstæki munu standa gestum þeim sem sækja sýninguna Heimilið 77 til hoða. Stendur sýningin í 17 daga og að kveldi hvers dags verður dregið um eitt litsjónvarpstæki og í lok sýningarinnar um fjölskylduferð alla leiðina til Flórída. Er þetta aðeins lítill hluti þess sem haft verður til skemmtunar og af- þreyingar á sýningunni frá 26. ágúst, er sýningin byrjar, til 11. september sem er síðasti dagurinn. A útisvæði sýningarinnar verður Hjálparsveit skáta með kynningu á sinni starfsemi og mun Hjálparsveitin gangast fyrir flugeldasýningu eitthvert kvöldið og bjóða upp á alls kyns leiktæki. Auk þess verða utan dyra til sýnis tveir sumarbústaðir, 13 bílar, veiðihús, hjólhýsi o.m.fl. Tízkusýningar verða stór þáttur í sýningunni, tvær sýning- ar á dag og þrjár um helgar. Áður og fyrr á sýningum sem þessum fóru tízkusýningarnar fram í veitingasal Laugardals- hallarinnar, en nú verða sýning- arnar inni í aðalsalnum á þar til gerðum upphækkuðum palli. Einnig munu á pallinum verða framin hin ýmsu skemmtiatriði. Ríó-tríó mun koma fram og leikið verður á skemmtara. Sérstæðan stól er verið að reisa við Suðurlandsbraut og mun sá stóll vera sá stærsti sem reistur hefur verið í veröldinni hingað til, samkv. upplýsingum er for- ráðamönnurn sýningarinnarbárust frá skrifstofu heimsmctabókar Guinness. Ráðnar hafa verið sjö „sýning- arfreyjur“ til starfa á sýningunni, en þar sem karlmenn munu verða í þessu starfi einnig að þessu sinni hefur verið reynt að finna nöfn yfir þessa starfsstétt, en án árangurs. Meðal þeirra nafna sem stungið var upp á við sýningar- stjórnina má nefna: sýningar- tæknir, leiðarljós, rati og fleira í þeim dúr. En ekkert nafnanna reyndist nothæft að mati sýning- arstjórnar svo áfram er haldið að leita að nýjum nöfnum. Sýningin verður opin alla virka daga frá kl. 15.00 til 20.00 og um helgar frá kl. 13.00 til 22.00, sýningarsvæðinu er þó ekki lokað fyrr en kl. 23.00. Verður sýningin opnuð við hátíðlega athöfn á föstudag kl. 16.00 að viðstöddum ýmsum af beztu sonum þjóðarinnar og sýningin siðan opnuð almenningi kl. 18.00 þann dag. -BH Svona verður litsjónvarps- tækjunum sem eru í happdrættisvinning komið fyrir í anddyri Laugardals- hailar. Veiðihúfan ígeymslu tollstjóra: 1275 KRÓNA „FATAGJALD” FYRIR MÁNUÐ Oft gerist það að kerfið marg- nefnda verður hálfhjákátlegt. Þannig er það, þegar sögð er sagan af veiðihúfu einni sem flutt var til landsins á dögunum frá Ameríku. Að sjálfsögðu er þetta forláta veiðihúfa, sem strax hefur komið í góðar þarfir, en hvað um það. Húfan kostaði i innkaupi 1285 krónur á tollverði en tollur og tollmeðferð var sam- tals 593 krónur. Rúsínan í pylsuendanum var loks reikningur fyrir geymslu húfunnar góðu. Fyrir einn mánuð kostaði að geyma hana 1275 krónur! Vonandi er verðmyndun á vörum ekkert í þessa áttina. Frá blaðamannafundinum þar sem sýningin Heimilið 77 var kynnt fyrir fjölmiðlum. Talið frá vinstri: Bjarni Ólafsson, Haildór Guðmundsson, Jón Asgeir Sigurðsson, Ragnar Kjartans- son og Gísli B. Björnsson. CENTliRY T0LVU-UR MEÐ SKEIÐKLUKKU I)ömu (án skeiðklukku) Cerntury-úrin eru með fljótand Ijósaborði sem sýnir: 1. Stundir — min — sek. 2. Mánuð — mánaöardag. 3. Fyrir hádegi — eftir hadegi. 4. Nákvæmni cc + -2 min á ári. 5. Sjálfvirkt dagatal i 4 ár. 6. I.jósahnapp fyrir álestur i myrkri. 7. Rvðfrítt stál — hert gler. 8. Vatnsvarið .— höggvarið. 9. Skeiðklukka, sek- og mín - teljari. 10. 1 árs ábyrgð. Fagla>rðir menn. CfiNtuna' Fullkomin viðgerðarþjónusta Kaupið úrin hjó úrsmið. r ... Sendum í póstkröfu. ;; Verð: 18.365 Skífa. biá+grá Verð: 19.720 Skifa brún+blá Verð: 18.365 Skífa græn Skífa brún + blá Ur og skartgripir - Jón og Öskar - Laugavegi 70 - Sfmi 24910

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.