Dagblaðið - 25.08.1977, Blaðsíða 10
10
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 25. AGtJST 1977.
BIAÐIB
frjálst, nháð dagblað
■ndí OagblaAiö hf.
ivamdMtjöri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Krístjánsson.
i: Jón Birgir rótursson. Ritstjómarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrifstofustjórí ritstjórnar:
Raykdal íþróttir: Hallur Símonarson. AðstoÖarfróttastjóri: Atli Steinarsson. Safn: Jón
Baldvir>».son. Handrit: Ásgrímur Pálsson.
i: Anná Bjarnason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurösson, Dóra Stefánsdóttir, Gissur
i. Hallur Hallsson, Helgi Pótursson, Jakob F. Magnússon, Jónas Haraldsson, Katrín
ólafur Jónsson, ómar Valdimarsson, Ragnar Lár.
: Bjamleifur Bjarnleifsson, Höröur Vilhjálmsson, Sveinn Þormóösson.
Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkerí: Þráinn Þoríeifsson. Dreifingarstjóri: Már E’.M.
Siöumúla 12. Afgreiðsla Þverholti 2. Áskríftir, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11.
blaðsins 27022 (10 línur). Áskríft 1300 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 70 kr.
I og umbrot: Dagblaöiö og Steindórsprent hf. Ármúla 5.
og plötugerö: Hilmirhf. Síöumúla 12. Prentun: Árvakur hf. Skeifunni 19.
Færeysk hús 8-13% betrí
Starfsfólk í færeyskum frysti- /S
húsum hefur 31-37% hærri laun
en starfsfólk í íslenzkum frysti-
húsum, þrátt fyrir kjara-
samningana í sumar, sem sagðir
eru vera að sliga íslenzku frysti-
húsin.
í þessum hlutfallstölum er miðað við bónus-
kerfið, sem notað er víða hérlendis. Ef aðeins
er miðað við tímakaup í dagvinnu og nætur-
vinnu, en ekki bónusgreiðslur, er dæmið mun
óhagstæðara fyrir okkur. 1 slíkum samanburði
hefur færeyskt frystihúsafólk 58-64% hærri
laun.
Færeysk frystihús greiða nokkurn veginn
sama verð fyrir fisk upp úr sjó og íslenzk
frystihús gera, þegar gert hefur verið r'áð fyrir
verðbótum og greiðslum í stofnfjársjóð hér á
landi.
Þessar staðreyndir komu fram í nákvæmri
athugun, sem Dagblaðið hefur látið gera og
birtist í blaðinu í gær. Þar er rakinn í
einstökum atriðum munurinn á launakostnaði
og hráefniskostnaði frystihúsa í þessum lönd-
um og reynt að taka tillit til sem flestra hliðar-
atriða.
Jafnframt er vitað, að færeysk frystihús
selja sínar afurðir á vegum íslenzkra
sölusamtaka og á sama verði og íslenzk
frystihús gera. Færeysku frystihúsin eru samt
ekki að sigla í strand, þrátt fyrir sama fiskverð
og hærri laun.
Ef gert er ráð fyrir, að laun séu fjórðungur
rekstrarkostnaðar frystihúsa, er niðurstaða
dæmisins sú, að færeysk frystihús séu 8-13%
betur rekin en íslenzk frystihús.
Ýmsar skýringar eru á þessum mismun.
Þeim er yfirleitt það sameiginlegt, að þær eiga
einkum við um Suðvesturland, þar sem
erfiðleikar frystihúsanna eru mestir.
í fyrsta lagi er verð á karfa upp úr sjó alltof
hjitt hér á landi. Þar er um að ræða tilraun til
að beina togurunum frá þorskfiskum, en
hún tekur ekki tillit til greiðslugetu
frystihúsanna. Munurinn á karfaverðinu er
ekki tekinn með í samanburðinum hér að ofan.
I öðru lagi er óhófleg samkeppni milli
frystihúsa um takmarkað hráefni, einkum á
Suðvesturlandi. Þetta hefur leitt til undir-
borðsgreiðslna og óstöðugrar hráefnisöflunar.
Þessi skýring er sennilega sú, sem mestu máli
skiptir.
í þriðja lagi er óhóflegur akstur og aðrar
tilfærslur með hráefnið, einkum á Suðvestur-
landi. Þetta hækkar flutningskostnaðinn og
gerir hráefnið verra til vinnslu.
Sjálfsagt eru skýringarnar fleiri. En þessar
þrjár gefa samt töluverða vísbendingu um
hvernig frystihúsin og aðrir þeir aðilar. sem
málið varðar, geta brugðizt við vandanum.
Loka þarf óhagkvæmum frystihúsum og jafna
hráefnisöflun hínna. Lækka þarf verð a karia
og ef til vill einnig ufsa. Afnema þarf óhóflega
flutninga á fiski á landi.
Ef þetta dugir ekki til að gera íslenzk
frystihús samkeppnishæf við færeysk, er til
enn eitt ráð. Það er að draga um tíma úr
fjárfestingum dótturfyrirtækja vestanhafs.
r
— Alþjóðleg ráðstefna hinna
ýmsu þjóðabrota haldin
í Kiruna í Svíþjóð
aó ræða vandamál minnihluta-
hópa, eins og t.d. Sama í
Svíþjóð, sem byggja hinar ýmsu
heimsálfur. Frá því árið 1975
hefur nefnd á vegum samtaka
þjóðabrota athugað minnihluta-
hópa í t.d. Suður-Ameríku, á
Norðurlöndum og á Grænlandi.
Samtökin hafa einnig samstarf
og samband við þjóðabrot, sem
hafa barizt af mikilli hörku
fyrir rétti sínum I tugi ára, eins
og Baskana á Spáni.
Ýmis þjóðabrot berjast hat-
rammri báráttu víða um heim
fyrir tilverurétti sínum. Þetta
er ekki auðveld barátta og oft
hefur komið til blóðsúthellinga
hennar vegna. Fólkinu finnst
oftsinnis sem gengið sé á sjálf-
sagðan rétt þess og það svipt
því sem það hefur talið sjálf-
sagt að sé eign þess og hafi
verið svo frá aldaöðli í mörgum
tilfellum. En það eru ekki öll
þjóðabrot sem þurfa að úthella
blóði sínu, heldur leita réttar
síns eftir öðrum leiðum. Svo er
til dæmis með Sama eða Lappa,
eins og þeir hafa verið kallaðir.
Samar eru nú gestgjafar full-
trúa frá þjóðabrotum um allan
heim. í Norður-Svíþjóð er nú
haldin alþjóðaráðstefna ýmissa
þjóðabrota, sem berjast fyrir
rétti sínum, vilja t.d. halda
ákveðnum landsvæðum. Þetta
er önnur ráðstefna af þessu
tagi en sú fyrsta var haldin
fyrir tveimur árum í Kanada.
Eskimóar, Samar, Baskar
og Indíónar
Ráðstefna þessi er haldin í
Kiruna í Svíþjóð. Borgin liggur
um 160 kílómetra norðan við
heimskautsbaug, þar sem
Samar búa. Þarna eru heim-
kynni hreindýra, en þau eru
þarna í stórum hjörðum.
Úlfurinn fer þar um Iönd, en
hann er sjálfsagður gestur ann-
að slagið og skýtur fólki alltaf
jafnmikinn skelk í bringu.
Um fimmtíu fulltrúar frá
tuttugu löndum eru í Kiruna í
Svíþjóð. Þar eru þeir komnir til
Samar eiga sögu sem
er miklu eldri
en víkinganna
Ráðstefnan hefur gert ýmsar
rannsóknir á högum minni-
hlutahópa í ýmsum löndum.
Niðurstöður þessara kannana
verða ræddar mjög gaumgæfi-
lega á ráðstefnunni, sem lýkur
fyrir helgina.
Fulltrúarnir eru sammála
um það að miklu meiri skilning-
ur ríki nú um málefni þjóða-
brota og menningu þeirra en
fyrir tiu árum síðan. Almenn-
ingsálitið hefur þrýst á stjórnir
landanna til að viðurkenna
þjóðareinkenni hinna ýmsu
þegna sinna. Það er ekki lengur
krafizt að þeir taki upp annað
tungumál, en gott dæmi um það
var stefna Dana á Grænlandi en
þar fór öll kennsla fram á
dönsku til skamms tíma. Græn-
lendingar hafa nú vaknað til
vitundar um tungu sína og
menningu og leggja nú orðið
rækt við það litla sem eftir er af
gamalli menningu.
Menning Sama er mjög merk
og eiga þeir t.d. sitt eigið tungu-
mál, sem þeir nú reyna eftir
megni að varðveita. Einnig eru
þjóðbúningar þeirra mjög fall-
egir og ekki vantar hagleikinn í
gerð þeirra. Það er ekki að
furða þó Samar séu hagir á tré
og járn, þvi á víkingaöldinni
voru þeir taldir beztu skipa-
smiðir sem fyrirfundust á
Norðurlöndum og þó víðar væri
leitað. Menning þeirra er miklu
eldri en víkinganna, en Samar
voru fyrir í Skandinavíu, þegar
þeir komu þangað. Enginn veit
hvaðan þeir komu, en sögur eru
til um þá, sem eru miklu eldri
en sagnir af víkingum.
Um 50 þúsund Samar
í fjórum löndum
Samar voru hirðingjar og
Svartagallsraus
um Orkustofnun
íngvar Gíslason lögfræð-
ingur og alþingismaður hef-
ur að undanförnu haft uppi
harkalegar árásir á
Orkustofnun bæði í útvarpi og
blöðum í tilefni af þeim
hrikalegu mistökum sem orðið
hafa við fyrirhugaða Kröflu-
virkjun. Ég hef þekkt Ingvar
Gíslason í æði mörg ár, sem
samverkamaður hans á þingi;
mér hefur ■ reynst hann
duglegur og greindur og
prúðmannlegur þingmaður og
ég hef aldrei fyrr rekist á þann
hroka og .það ofstæki sem
einkennt hefur ummæli hans
að undanförnu. Sú breyting
bendir til þess að áhrif Kröflu-
framkvæmda geti nú einnig
orðið viðfangsefni sálfræðinga.
íngvar kallar þær miklu
umræður sem orðið hafa und-
anfarin ár um fram-
kvæmdirnar við Kröflu
„Kröfluhysteriu". það er að
segja einhvers konar tauga-
veiklunarmálæði. Mér hefði
þótt hitt bera vott uni sjúkdóm
hjá þjóðinni ef hún hefði ekki
rætt Kröfluframkvæmdir og
stjórn orkumála í heild, því að
þtjr er um að ræða stórfelldustu
framkvæmda- og fjármálaaf-
gliip scm orðið hafa hérlendis
eftir að stjórn þjóðmála fluttist
inil í landið. Eg hef áður fært
rök að því í grein að sú ráðs-
mennska að tryggja Sigiildu-
virkjun engan markað i
upphafi og binda nærri 10
miljarða króna I virkjun, sem
ekki framleiðir neina orku,
jafngildi nær hálfrar miljónar
króna byrði á hverja fimm
manna fjölskyldu að jafnaði;
mér hefði þótt þjóðin alvarlega
sjúk ef hún hefði ekki brugðist
við slíkum ósköpum bæði með
rökum og tilfinningum.
t grein sem Ingvar Gíslason
birtir í Dagblaðinu 19da ágúst
ræðst hann á Orkustofnun með
furðulegum hrakyrðum. Hann
segir þar að erfiðleikarnir við
gufuöflun við Kröflu stafi af
tveimur meginástæðum og
segir svo um hina fyrri:
„Aðra ástæðuna má rekja
beint til náttúruhamfara sem
komu þó ýmsum (!) á óvart,
ekki sist (!) sérfræðingum
Orkustofnunar."
Þarna er gefið í skyn að aðrir
hafi haft meiri spádómsgáfu en
„ýmsir.... ekki síst sérfræðingar
Orkustofnunar", án þess að
þeir spöku hefðu þó fyrir þvi að
láta niðurstöður dulargáfunnar
uppi. Mér er ekki kunnugt um
að náttúruvisindi okkar daga
kunni aðfcrði:' til þess að segja
fyrir um eldgos með nokkrum
umtalsverðum fyrirvara. 1
,Ia|)an hefur um alllangt skeið
verið fylgst með eldvirkum
stöðum sem gjósa næsta
reglulega: til þess að hafa verið
notaðir jarðskjálftamælar og
mælingar á risi eða sigi lands
og vísindamenn þar í landi hafa
getað sagt fyrir um eldgos á
sunium stöðum með nokkurra
daga fyrirvara. Slíkur tækja-
búnaður hefur einnig verið
notaður hérlendis um nokkurra
ára skeið, m.a. til þess að geta
varað við gosi í Kötlu með ein-
hverjum fyrirvara. Þá hefur
þessi tækjabúnaður verið á
Kröflusvæðinu síðan eldvirkni
hófst þar og orðið vísinda-
mönnum og öðrum að gagni.
Vafalaust mætti færa rök að
því að skynsamlegt hefði verið
að koma slíkum tækjabúnaði
upp á Kröflusvæðinu áður en
nokkrar framkvæmdir hófust
og kynnast þannig ástand,
svæðisins, en þau rök geta varla
komið frá Ingvari Gfslasyni
sem ekki hefur gert neinar at-
hugasemdir við það að anað
væri áfram með einn þátt fram-
kvæmdanna án tillits til
annarra. Og slík gætni hefði
varla komið að miklum notum,
nema tilviljanir hefðu hjálpað,
því að eldgos gera ekki löng boð
á undan sér og eru sem betur
fer næsta sjaldgæf á hverju
einstöku svæði hérlendis.
Hina ástæðuna segir Ingvar
Gislason að megi rekja „til
reynsluleysis og of litillar þekk-
ingar Orkustofnunar á bor-
tieknimálum. Þessi ástæða kom
flatt upp á flesta og sýnir okkur
hversu valt er að treysta i
blindni visindum og tiekni...