Dagblaðið - 25.08.1977, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 25.08.1977, Blaðsíða 14
14 DAtiBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 25. ÁGUST 1977. Þeir greiddí piku Það er norðan garri og mér er skítkalt. Utan við Tónabæ standa nokkrar hræður og bíða eftir að dyravörðurinn opni. Það góða við blaðamannsstarfið er að manni er alltaf hleypt inn á undan öðrum, — eða næstum þvi alltaf. Að sjálfsögðu eru dyraverðirnir með múður, en ef þeir gætu ekki sýnt sig svo- lítið fengjust þeir ekki til að vinna starfið. — Brimkló er komin í bæinn. Baldvin skipuleggjari er að gera áætlun kvöldsins. Brimkló í klukkustund, síðan Klára- kvartettinn, þá Brimkló aftur og svo diskótek....Áður en langt um líður er hann búinn að krassa út fjölda arka, en þá er lika áætlunin smám saman að skríða saman. Brimklóarmenn tínast inn hver af öðrum. Halli og Laddi voru fyrstir. Pjetur Maáck forstöðumaður Tóna- bæjar lítur inn og skellihlær að þvi að prentaðir voru 850 að- göngumiðar að dansleik kvöldsins. „Það koma í mesta lagi hundrað manns,“ segir hann. Engin furða þó að Pjetur sé svartsýnn. Aðsóknin að Tóna- bæ á þriðjudögum í sumar hefur verið allt frá 15 upp í um 150. Hinir hrista höfuðið. Þeir þekkja ekki jafnlitla tölu og hundrað, — í minnsta lagi stórt hundrað. Slðast á laugardaginn seldust 600 miðar. Það var á Húsavík. Þá taldist svo til að selzt hefðu þrjátíu miðar á mínútu. Engin furða þó að miðasalinn hafi verið fluttur suður eftir þá törn. Ekki má heldur gleyma Dyn- heimum á Akureyri. Þar sló Brimkló annað met, því að upp seldist á tíu mínútum. — Já, þeir eru sannarlega handfljótir að skíta miðasalarnir fyrir norðan. Ekki reyndist Pjetur Maack sannspár. Alls mættu 185 Reykjavíkurunglingar í Tóna- bæ, — enn eitt metið hjá Brimkló. En þessir unglingar höfðu allt annað viðmót en jafnaldrar þeirra úti á lands- byggðinni. Fyrstu klukku- stundina virtist ríkja fullur fjandskapur með áhorfendum geispað, svona út í annað, að minnsta kosti einu sinni. En andrúmsloftið snögg- breyttist er Klárakvartettinn— öðru nafni Hulli og Laddi — þeysti inn á sviðið. Stemmn- ingin hófst brátt upp úr öllu valdi og þannig hélzt hún allt fram á síðustu mínútu. Krakk- arnir tóku nú að syngja með og þó nokkrir sýndu tilburði til að dansa. Þær voru þá sennilega engar lygasögur, sögurnar sem heyrzt höfðu utan af landi um að þar syngi hver með sinu nefi á Brimklóarböllunum og skemmti sér með slíkum ólík- indum að annað eins hefði ekki sézt svo lengi sem elztu menn muna. Hljómsveitin stórbatnaði eftir að áheyrendur voru komnir á hennar band. Agúst rótari Agústsson trúði mér fyrir þvl að nú væri Brimklóin fyrst orðin verulega góð. „Þetta small allt saman hjá okkur á Húsavik á laugardag- inn,“ sagði hann. „Við fengum heilan hóp af Vestmanneying- um á ballið og einnig litu Kröflumenn inn. Ég man ekki eftir öðru eins balli.“ Gústi lítur dreymandi upp i loftið og rifjar upp dansleiki aldarinnar og matarveizluna í Skuld á eftir. Dansleikurinn I Tónabæ var sá fimmtándi í hringferð Brimklóar og Halla og Ladda um landið. Alls verða þeir átján talsins, því að hringurinn lokast á Hellu á laugardaginn. I kvöld skemmtir hópurinn i Sigtúni og í Stapa á morgun. Einhver hafði það á orði, hvort ekki væri rétt að fara annan hring. Brimklóarmenn litu hver á annan og hristu síðan höfuðin. Síðustu sex vikur höfðu verið mjög skemmti- legar, en það væri ekkert gaman á jólunum, ef þau væru annan hvern dag allt árið um kring. AT Ljósmyndir: Ragnar TH. Sigurðsson <c Allir á dekki í „Síðustu sjó- ferðinni." Halli og Laddi eru greiddir í píku og dreifa lím- miðum í ákafa. Það var með eindæmum, hve mikiu fjöri var hægt að hleypa í jafnfáa krakka og mættu á dansieikinn. Einu sinni voru þeir ungir og fallegir. Nú eru þeir bara fallegir. — Halli og Laddi taka iagið. „Leikiði þetta eftir, að koma stuði í svona lítinn hóp.“ Björgvin Halldórsson var ánægður með dansleikinn, þrátt fyrir fámennið. og hljómsveitinni, — slík var spennan. Sjá mátti hvernig áhugi Brimklóarmanna fyrir að skemmta þessum myndastytt- um dvínaði með hverju laginu, og ég er ekki frá því að Björgvin Halldórsson hafi „Eg ætla að flytja’út i fjós, ég finn heita strauma i básnum," syngur Hannes. Aheyrendur virðast daprir yfir þvi að kaupakonan brást ( Verzlun Verzlun Verzlun Heyrðumanni! Bdmmbíður Bílasalan SGangstéttasteypa — Mold wSteypum gangstéttir og heimkeyrslur. Útvegum góða mold. Vélaleiga Símonar Símonarsonar sími 74422 Traktorsgrafa Ný Case traktorsgrafa til leigu i öll verk. Vélaleiga Símonar Símonarsonar sími 74422.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.