Dagblaðið - 09.09.1977, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 09.09.1977, Blaðsíða 1
STÓRGOS UM ÁRAMÓT? 3. ARG. — FÖSTUDAGUR 9. SEPT. 1977. - -197. TBL. RITSTJÖRN SÍÐUMULA 12. AUGLVSINGAR ÞVERHOLTI 11, AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 2 — fVÐALSÍMf 27022 — þróun á Kröflusvæðinu virðist gefa það til kynna segir Eysteinn Tryggvason íviðtali við DB Stórgos um naéstu áramót. Til þess bendir jarðfræðileg þróun Kröflusvæðisins. „Minna landsig varð við gosið I gær heldur en i apríl síðast- liðnum, þegar síðast gaus á svæðinu. Landhækkunin rétt fyrir gosið í gær var ekki heldur orðin jafnmikil og síð- ast. Þar vantaði þó líklega ekki; nema tvo daga upp á, að hækk- unin yrði jöfn.“ Þetta sagði Eysteinn Tryggvason jarðeðlisfræðingur í viðtali við DB í morgun. „Þetta gos er raunar nokkru fyrr á ferðinni en ég var búinn að áætla. Ég bjóst fremur við því upp úr næstu mánaðamót- um,“ sagði Eysteinn ennfrem- ur. „Þess vegna má búast við stvttri tíma þar til næsta gos verður, ef dregnar eru ályktan- ir af þvi sem orðið hefur þarna áður. I þessu gosi virðist um það bil tiundi hluti hraunkvikunn- ar hafa komið upp á yfirborðið. Næsta gos gæti þvi orðið mun stærra — allt að tífalt stærra. Eysteinn Tryggvason lagði þó áherzlu á, að í jarðfræðinni væru vikur ekki langur tími. Að tímasetja gos væri því alitaf erfitt og ejnn til tveir mánuðir til eða frá slíkri áætlun væru ekki óeðlilegir. . ÓG Þannig leit vegurinn i Bjarnarfiagi út í nótt eftir að hann giiðnaði og misseig af völdum jarðhræringanna. Neyðarástand við Kísiliðjuna: TVÆR ÞRÆR AF ÞREMUR ÓNÝTAR SÚ ÞRKMA LAFIRÁ BLÁÞRÆÐI Skrifstof ubygging krosssprungin og gengin til á skakk og skjön Allt að því neyðarástand er ríkjandi við Kísiliðjuna og þar v&rð á skömmum tíma í gær stórfellt tjón, sem vart er hægt að gera sér grein fyrir hver áhrif hafi. Við Kísiliðjuna eru þrjár geymsluþrær fyrir kfsil- gúr. Tvær þeirra voru fylltar í sumar sem vetrarforði verk- smiðjunnar. Myndaðist sprunga í annarri þeirra og læmdist hún . I barmi hinnar, sem enn heldur, er fjögurra til fimm metra breitt skarð og má furðulegt telja að hún haldi enn. Þá kom ný sprunga f botn þriðju geymsluþróarinnar. Það var hún sem fór verst í hrin- unni í vor og hefur verið unnið að viðgerð hennar að undan- förnu. Skrifstofubygging Kísiliðj- unnar er stórskemmd, veggir gengið á misvíxi, 10—20 cm breiðar sprungur í gólfum og leggur gufu upp úr sprungun- um. Hurðir eru gengnar til og sumar gengnar úr falsi. Steypt plata við skrifstofu- bygginguna (stétt) er illa sprungin. M.a. er þar ca 15 cm breið sprunga. Þá hefur myndast djúp gjá við hornið á skrifstofubyggingunni. Símasambandslaust . er til verksmiðjunnar, enda hefur landið allt í næsta nágrenni gengið til og er misgengið mjög mikið. - JH/A.St. Eins og olíueldar í eyðimörkum Afríku — sjá baksíðu um gaseldana íBjamarflagi ínótt

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.