Dagblaðið - 09.09.1977, Blaðsíða 20

Dagblaðið - 09.09.1977, Blaðsíða 20
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1977. ' Veðrið A I dag mun hvessa um allt land og byrja að rígna á Suður- og Suö- vestur landi. Þurrt verður fyrir norðan en skýjað. 5-7 vindstig verða komin um allt land seinni partinn en veður fer hlýnandi um leið. Klukkan 6 i morgun var 1 stigs hiti i Reykjavik, 3 stig á Galtarvita, 0 stig á Hombjargi 3ja stiga frost á Sauðárkróki, 2. stiga frost á Raufar- höfn, á Akureyrí og Eyvindará. Eins stigs hiti var á Dalatanga, 0 i Höfn 3 á Kirkjubnjarklaustrí, 5 i Vest- mannaeyjum og 2 á Keflavikurvelli. í Kaupmannahöfn var 8 stiga hiti, 3 í Osló, 7 i London, 8 í Hamborg, 13 á Palma, 15 i Barcelona, 16 i Madríd, 15 i New Yorfc og 3 i Þórahöfn. Sigurður Jónasson múrari, sem lézt 29. ágúst sl. var fæddur 2. marz 1928 á Siglufirði og voru foreldrar hans Guðrún Sigurjóns- dóttir og Jónas Guðmundsson tré- smiður. A unga aldri nam hann bakaraiðn og vann að henni þar til 1956 er hann hóf nám í múriðn og stundaði hann múrverk til dauðadags. Gegndi hann ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Múrara- félag Reykjavíkur. Hann kvæntist árið 1953 Sveinbjörgu Helga- dóttur frá ísafirði og eignuðust þau fjögur börn: Þórunni, Helga Jónas, Guðrúnu og Rósu. Sig- urður verður jarðsunginn f dag. Jens Olsen Sæmundsson simstöðvarstjóri, sem lézt 31. ágúst, var fæddur 12. júlí 1913 i Neskaupstað. Foreldrar hans voru Martha Ólína Olsen og Sæmundur Þorvaldsson. Árið 1944 kvæntist hann Asdísi Jóhannesdóttur frá Stykkishólmi og eignuðust þau fjögur börn. Arið 1954 fluttust þau hjón suður í Hafnir og bjuggu þar æ síðan. Jens starfaði hjá Pósti og síma og auk þess starfaði hann við vél- gæzlustörf hjá varnarliðinu um 20 ára skeið. Jens verður jarð- settur í dag. Gunnar H. Kristjánsson kaup- maður andaðist 31. ágúst í sjúkra- húsi Akureyrar. Gunnar var fæddur á Akureyri 3. ágúst 1909" og voru foreldrar hans Hólm- fríður Gunnarsdóttir og Kristján Arnason kaupmaður á Akureyri. Gunnar gerðist starfsmaður hjá föður sínum í Verzluninni Eyja- fjörður eftir að hann lauk námi. Árið 1939 kvæntist hann Guðrúnu Björnsdóttur, en hún lézt árið 1957. Sama ár lézt elzti sonur þeirra hjóna, Björn, á voveiflegan hátt, en þau hjónin eignuðust fimm börn. Gunnar fluttist til Reykjavíkur og hóf störf hjá Toll- stjóraembættinu og starfaði þar þangað til heilsa hans bilaði. -í Sæmundur Friðriksson fram- ■kvæmdastjóri lézt 30. ágúst sl. Hann fæddist 28. júni 1905 að Efri-Hólum í Presthólahreppi í N.-Þing. Foreldrar hans voru Guðrún Halldórsdóttir Ijósmóðir' og Friðrik Sæmundsson bóndi. Sæmundur lauk búfræðingsprófi frá Bændaskólanum á Hvanneyri og stundaði framhaldsnám í bú- fræði bæði í Danmörku og Eng- landi. Starfaði hann sem yfir- - kjötsmatsmaður á Norðaustur- og‘ Austurlandi, hann var fram- kvæmdastjóri Sauðfjársjúkdóma- nefndar og stjórnaði sauðfjár- veikivörnum í hálfan fjórða ára- tug. Framkv.stj. Stéttarsam- bands bænda var hann i 30 ár, framkvæmdastjóri byggingar Bændahallarinnar og siðan húss- ins frá upphafi. Auk þessa gegndi Sæmundur ýmsum öðrum trúnaðarstörfum fyrir bændasam- tökin. Árið 1930 kvæntist Sæmundur Guðbjörgu Jónsdóttur frá Brekku i Núpasveit. Andaðist hún 1949. Eignuðust þau hjón tvær dætur, Jónu og Guðrúnu. Bjó hann með Guðrúnu dóttur sinni i Reykjavík siðustu árin. Knútur Hákonarson frá Þinghóli Tálknafirði, Hagamel 28, lézt 27. ágúst. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. . Kristján Guðmundsson frá Vill- ingadal, fyrrverandi kaupmaður í Reykjavík, andaðist 30. ágúst. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Haraldur Björnsson fyrrverandi aðalféhirðir, Grettisgötu 30, lézt 7. september i Landspítalanum. Eiríkur Bjarnason frá Eskifirði, Sporðagrunni 1, er látinn. Gunnar Ólafsson vörubílstjóri, Sæviðarsundi 21, verður jarð- sunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík næstkomandi mánu- dag, 12. september kl. 13.30. Oddur Jónsson, Prestshúsum, Garði, verður jarðsunginn frá Ut- skálakirkju laugardaginn 10. september ki. 14. Gunnar Jónasson vélvirkja- meistari, Skúlagötu 76, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni i dag kl. 3 síðdegis. Fró Listdansskóla Þjóðleikhússins Nokkrir nýir nemendur verða teknir inn I skðlann I haust. Inntökupróf verður mánu- daginn 12. sept. kl. 17. Gengið inn um dyr á austurhlið hússins. Umsækjendur hafi með sér æfingaföt og stundatöflu og séu ekki yngri en 9 ára. Eldri nemendur komi föstudaginn 9. sepem-i ber. Þeir sem voru í 1. fl. í fyrra komi kl. 17.30 Þeir sem voru I II. fl. í fyrra komi kl. 18.00 Þeir sem voru í III. fl. í fyrra komi kl. 18.30 Þeir sem voru I IV. fl. I fyrra komi kl. 19.00 Fró Hússtjórnarskóla Reykjavíkur Sólvallagötu 12 Skólinn býður upp á eftirtalin námskeið I vetur: I. Saumanámskeið 6 vikur. II. Vefnaðarnámskoið, 8 vikur. III. Matreiðslunámskeið, 5 vikur. IV. Matreiðslunámskeið 5 vikur. Stutt malreiðslunámskeið. Kennslutlmi kl. 13.30—16.30. Innritun og upplýsingar I slma 11578 kl. 10—14. Fimleikafélagið Björk Innritun verður föstudaginn 9. september milli kl. 6 og 8 I sfma 51385. Frúarleikfimi auglýst sfðar. Húseigendafélag Reykjavíkur Bergstaðastrœti 11. Skrifstofa félagsins er opin alla virka daga frá kl. 16-18. Þar fá félagsmenn ókeypis ýmis konar leiðbeiningar um fasteignir, þar fást einnig eyðublöð um húsaleigusamninga og sérprentanir að lögum og reglum um fjöl- býlishús. Kvennaskólinn í Reykjavík. Uppelaisbraut verður starfrækt við skólann næsta vetur. Hægt er að bæta við nokkrum nemendum. Upplýsingar veittar í slma 13819. Kattavinir — húseigendur ■ Kattavinafélag 'Islands hefur hug & að koma upp varanlegri aðstöðu til að geyma • ketti í fjarveru eigenda og til að geyma týnda ketti á meðan eigenda er leitað. Ung hjón hafa áhuga á að taka þetta verkefni að sér. Kattavinir og aðrir húseigendur, sem vilja stuðla að lausn þessa vandamáls með því að leggja til hentugt húsnæði í eða nálægt Reykjavík, eru beðnir að hringja I síma 14594. Stjórn Kattavinafélags tslands. Hjólparstarf aðventista fyrir þróunarlöndin, gjöfum veitt móttaka á gíróreikning númer 23400. Tónlistarskólinn í Réykjavík tekur 'il starfa 19. september. Umsóknar- fréstur er til 10. sept. og eru umsóknareyðu- blöð afhent hjá Hljóðfæraverzlun Poul Bern-' burg, Vitastig 10. Upplýsingar um nám og inntökuskilyrði eru gefnar á skrifstofu skól- ans. Inntökupróf verða sem hér segir: I Tón- menntarkennaradeild mánudag 12. septem- ber kl. 1. ! undirbúningsdeild kennaradeilda þriðjudag 13. september kl. 5. 1 píanódeild miðvikudag 14. september kl. 1 og 1 allar aðrar deildir sama dag kl. 4. Tónlistarskóli Hafnarfjarðar Söngnemencfur, starfrækt verður I vetur söngdeild við Tónlistarskólann i Hafnarfirði. Kennarar verða Sieglinde Kahman og Sig- urður Bjömsson. Nemendur skili umsóknum fyrir 15. september. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofu skólans kl. 4-6 daglega. Tónlistarskólinn í Kópavogi Tónlistarskóli Kópavogs tekur til starfa 17. september. Umsóknarfrestur um skólavist er frá og með 5. til 10. september. Tekið verður á móti umsóknum og greiðslu skólagjalda á skrifstofu skólans að Hamraborg 11, 3. hæð, kl. 10-12 og 17-18. Auk venjulegra aðalnáms-* greina verður tekin upp kennsla á horn, kornet og básúnu. Kennsla í forskóladeildum hefst í byrjun okt. og verður nánar auglýst siðar. Athygli skal vakin á þvi að nemendur verða ekki innritaðir í skólann á miðju starfs- ári. Vinsamlega látið stundaskrá frá almennu skólunum fylgja umsóknum. Tónlistarskólinn í Keflavík hefur starfsemi sína 1. október nk. Vakin skal athygli á því að tónlistarnám er valgrein á framhaldsstigi skólakerfisins. Umsóknar- eyðublöð liggja frammi á bæjarskrifstofunni I Keflavík og skilist til Ragnheiðar Skúladótt- ur, Suðurgötu 9, fyrr 20. september, enn- fremur verður skólastjórinn til viðtals um starfsemi skólans I Tónlistarskólanum mánu- daga, miðvikudaga og föstudaga frá kl. 3-6. Dansskóli Sigvalda Innritun er hafin. Jassdans og rokk. Sér- stakir timar fyrir jitterbug og rokk fyrir 30 ára og eldri. Upplýsingar i sima 84750 frá kl. 10 6 Stjórnmálafundir Patreksfjörður föstudagur 9. sept. Alþýðubandalagið efnir til almenns stjórn- málafundar I Félagsheimilinu Patreksfirði, I kvöld og hefst fundurinn kl. 20.30Frnmm«l- endur: Regnar Amalds, form. Alþýðubanda- lagsins og Kjartan ólafsson, rítstjórí. Skaftfellingar Héraðsmót framsóknarfélaganna í V- Skaftafellssýslu verður haldið í Leikskálum i Vík i Mýrdal iaugardaginn 10. september og hefst klukkan 21.00.' Avörp flytja Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráðherra og Jón Helgason alþm. Guðmundur Jónsson óperu- söngvari syngur við undirleik Ólafs Vignis Albertssonar og hin frábæra eftirherma og grinisti Jóhann Briem skemmtir. Hljóm- sveitin Glitbrá leikur fyrir dansi. Fram- sóknarfélögin. Sjólfstœðismenn ó Austurlandi Haustmót I Austurlandskjördæmi verður í Valaskjálf á laugardag, 10. september, kl. 20.00. Borgarstjórinn 1 Reykjavík og kona hans verða gestir mótsins. Hafnarfjörður Bæjarfulltrúar Alþýðuflokksins Kjartan Jóhannsson og Guðriður Eliasdóttir eru til viðtals I Alþýðuhúsinu á fimmtudögum milli kl. 6 og 7. Alþýðubandalagið ó Vestfjörðum Kjördæmisráðstefna Alþýðubandalagsins á Vestfjörðum verður að Laugarbóli i Bjarnar- firði i Strandasýslu 10. og 11. sept. Hefst ráðstefnan kl. 2 á laugardag. Gestir fundarins verða Ragnar Arnalds og Kjartan Ölafsson. Vélbótaóbyrgðarfélag íslands Aðalfundur verður haldinn i Sjálfstæðis- húsinu, Isafirði, laugardaginn 10. sept. nk. kl.. 2e.h. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. iþróitir íþróttir í dag. íslandsmótið í knattspyrnu, 2 deild. Sandgeröisvöllur kl. 18.30, Reynir S-Haukar. 11. september 1973 Baráttuhópur fyrir mannréttindum I Chile gengst fyrir samkomu I Félagsstofnun stúdenta á sunnudaginn 11. september kl. 15.00 til þess að minnast fjögurra ára valda- setu herforingjastjórnarinnar I Chile. Flutt verða ávörp og sýnd kvikmynd um alþýðu- söngvarann Victor Jara. Gefinn hefur verið út bæklingur í tilefni samkomunnar og verður hann seldur á staðnum. Fyrirlestur: I dag föstudaginn 9. september kl. 16.30 flytur prófessor Michael Rutter frá Institute of Psychiatry við Maudsley Hospital í London, fyrirlestur sem hann nefnir: „Maternal deprivation 1972 — 1977. New findings, new concepts, new approaches.“ Prófessor Rutter er hér á landi, á vegum Geðdeildar Barnaspitala Hringsins, hann er meðal helztu hugmyndafræðinga heimsins i barnageðlækningum. Fyrirlesturinn, sem verður að Hótel Loftleiðum Kristalsal, er öllumopinn. Líknarsjóðsblóm í Kópavogi Á þessu ári er Liknarsjóður Aslaugar K.P. Maack 25 ára. Sjóðurinn var stofnaður af konum I kvenfélagi Kópavogs árið 1952 til minningar um fyrsta formann félagsins og ber hann nafn hennar. Markmið sjóðsins er að styrkja eftir þvi sem ástæður leyfa fjöl- skyldur eða einstaklinga I Kópavogi, sem vegna veikinda eða annarra erfiðleika þurfa á hjálp að halda. Sl. ár voru veittar 355 þúsund krónurúrsjóðnum. Fjáröflunarleiðir sjóðsins eru blómasala einu sinni á ári, sala jóla- og minningarkorta og hluti af árlegum basartekjum Kvenfélagsins. Einnig berast sjóðnum áheit og gjafir. Blómasöludagur liknarsjóðsins er á sunnu- daginn kemur þann 11. september og verður þá Liknarsjóðsblómið til sölu I Kópavogs- kaupstað. Maraþonupplestur úr biblíunni verður f Safnaðarheimili Aðventista að Blika braut 2 í Keflavík I kvöld kl. 20. Verður biblian lesin spjaldanna á milli af prestum á, Suðurnesjum. Ráðgert er að lesturinn taki 70 klukkustundir. Listasafn íslands, Þjóöminjasafninu Sýning á verkum danska myndhöggvarans Robert Jacobsen, opin til sunnudagsins 11. september. Minningarsafn um Jón Sigurösson I húsi þvi sem hann bjó 1 á sínum'tíma að öster Voldgade 12 I Kaup- mannahöfn, er opið daglega kl. 13—15 yfir feumarmánuóina en auk þess er hægt að skoða pafnið á öðrum tímum. Sýningar Ásgrímssafn, Bergstaðastrœti 74, er öpið sunnudaga, þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 13.30-16. Aðgangur er ókeypis. Loftið A Loftinu, Skólavörðustig er sýning á vefja- list fjögurra kvenna, sem þær hafa unnið i tómstundum sfnum. Konurnar eru: Aslaug Sverrisdðttir, Hðlmfriður Bjartmars, Stefania Steindðrsdðttir og Björg Svei;ris- iSittjr. JSr þetta sölusýning. Kjarvalsstaðir: Sýning á verkum færeyska málarans Eyvind Mohr og grafíkmyndasýning á vegum Mynd- kynningar. Bogasalur Sýnin á verkum Alfreðs Flóka. Listasafn Íslands Sýning á verkum danska myndhöggvarans Roberts Jacobsen. Gallerístofan Kirkjustræti 10. Opið frá 9-6. Handritasýning í Stofnun Árna Magnússonar Sýning er opin kI. 2-4 á þriðjudögum, fimmtu- dögum og laugardögum i sumar. Minningarspjöid Minningarkort Flugbjörgunarsveitarinnar fásl X e/tirtöldum 4töðuna: BSkabúð Bfaga Laugavegi 26, Amaitörverzluninni Laugavegij 55. Húsgagnaverzlún Guðmundar Hagkaups- húsinu sími 82898, Jijá Sigurðir Waage s: 34527, Magnúsi Þóraritosynj.s. 37407, Stefáril Bjarnasyni s. 37392 og Sigurði M. Þorsteins- syni s. 13747. MinningoKjiJöld Sjúlfsbjargar fást á eftiftoldum stöðum. Reykjavfk: Vestur- bæjar Apótek , Reykjavíkur Apótek, Garðs Apótek, Bókabúðin Alfheimum 6, Kjötborg Búðagerði 10, Skrifstcfta SJálifaEjárgár Hátúni 12. Hafnarfjörður: '„‘Bókabúð Olivers jSteins, Valtýr Guðmundsson öldugötu '9, Kópavogur: Pósthús Kópavogs. Mosfells- pyeit: BókaverzlunirtSnerra, Þverholti. Minningarspjöld Elliheimilissjóðs Vopnafjarðar fást 1 verzluninni Verið Njálsgötu 86, simi 20978 og hjá Ingibjörgu Jakobsdóttur, sími. 35498. Flóamarkaður Félags einstæðra foreldra veröur innan tiðar. Við biðjum velunnara að gá I geymslur og á háaloft. Hvers konar munir þakksamlega þegnir. Simi 11822 frá kl. 1—5 daglega næstu þrjár vikur. Skrifstofa Minningarspjöld Félags einsfæðra foreldra fást I Bókabúð Blöndals, Vesturveri, i skrifstofunni Traðar- kotssundi 6, hjá Jóhönnu s. 14017, Ingibjörgu s. 27441, Steindóri s. 30996, í Bókabúð Olivers i Hafnarfirði og hjá stjórnarmeðlimum FEF á Isafirði og Siglufirði. Félags einstæðra foreldra er opin alla daga kl. 1—5 e.h. að Traðarkotssundi 6, simi 11822. Mónudagsdeild AA-samtakanna flytur alla starfsemi sína úr Tjarnargötu 3c í safnaðarheimili Langholts- jcirkju. Deildin verður rekin áfram sem opin deild. Erum til viðtals milli kl. 8 op 9 á mánudögum, fundir kl. 9. Munið safnaðar- heimili Langholtskirkju frá og með 2 mal J977. Ferðafélag ísiands Minningarkort Styrktarféiags vangefinna iást I Bókabúð Braga, Verzlanahöllinni, bóka- vérzlun Snæbjarnar, Hafnarstræti, og í skrif- stofu félagsins. Skrifstofan tekur á móti samúðarkveðjum simleiðis — f sfma 15941 og getur þá innheimt upphæðina I giró. Minningarspjölá Manningar- og minrtingar- ajóða kvanna eru til sölu i Bókabúð Braga^ Laugavegi 26, Reykjavik, Lyfjabúð Breið- holts, Arnarbakka 4-6 og á skrifstofu sjóðefns að Hallveigarstöðum við Túngötu. Skrifstofá Menningar- og minningarsjóðs kvenna eF opin á fimmtudögum kl. 15-17 (3-5) simi 18156. Upplýsingar um minningarspjöldin og æviminningabók sjóðsins fóst hjá formanni f jóðsins: Else Mia Einarsdóttur, s. 24698. Laugardagur 10. sapt. kl. 08. Þórsmörk — norðurhlíðar Eyjafjalla. Gist í sæluhúsinu I Þórsmörk. Nánari upplýsingar og farmiðasala á skrif- stofunni. Laugardagur 10. sept. kl. 08. 20. Esjugangan. Sunnudagur 11. sept. kl. 13. Hrómundartindur — Hellisheiöi. Útivistarferðir Laugard. 10/9 kl. 13 VffilsfalL létt fjallganga, gott útsýnisfjall. Fararstj.: Kristján M. Baldursson. Verð: 800 kr. Sunnud. 11/9 1. kl. 10 Svaifluhála-Krísuvik. Fararstj: Þor- leifur Guðmundsson. Verð 1200 kr. 2. kl. 13. Krísuvfk, gengið um hverasvæðið sem nú er að hitna og breytast. Fararstj: Gísli Sigurðsson. Vcrð: 1200 kr. Frltt fyrir börn m. fullorðnum. Farið frá B.S.I að vestanverðu. (I Hafnarfirði við Kirkjugarðinn.). Höggmyndasafn Ásmundar Sveinssonar við Sigtún er opið þriðjudaga. fimmtudaga og laugardaga frá kl. 2-4. Leiðrétting Matthías en ekki Ásgrímur 1 blaðinu i gær, á bls. 23 sagði I myndatexta að Ingólfur Þorsteinsson stæði undir Heklu málverki sem Asgrimur hefði málað. Þetta var á misskilningi byggt, þvi myndina málaði Matthias Sigfússon. GENGISSKRÁNING Nr. 70 — 8. september 1977. Eining Kl. 12.00 Kaup Sala 1 Bandaríkjadollar 205,70 206,20* 1 Steríingspund 358,65 359,55* 1 Kanadadollar 191,40 191.90* 100 Danskar krónur 3342.90 3351,10* 100 Norsksr krónur 3785,40 3794,60* 100 Sasnskar krónur 4239.90 4250,20' 100 Finnsk mörk 4932,85 4944,85' 100 Franskir frankar 4191,50 4201,70* 100 Belg. frankar 8576.70 8578,10* 100 Svissn. frankar 8646.85 8667,85* 100 Gyllini 8385.60 8406,00’ 100 V-þýak mörk 8875.55 8897,15' 100 Lirur 23,32 23,38’ 100 Austurr. Sch. 1247.40 1250,40' 100 Escudos 506,65 507,85' 100 Pasatar 243,45 244,05' 100 Yan 77,17 77.35* ’ Brayting frá síðustu skráningu.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.