Dagblaðið - 09.09.1977, Blaðsíða 8
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1977.
8
Nýtt hraun rennur fram, stærra en hraunin sem myndazt hafa á þessum
Þriðja eldgosið á tveimur árum
slóðum I tveim undangengnum gosum, eða allt að einn ferkilómetri að sterð að sögn Jarðvislndamanna.
— DB-mynd Hörður Vilhjálmsson.
■
Vfsindamenn lokuðust
inni í Kröflubúðum
Aðeins gufa steig upp af eldstöðvunum í morgun
--------------
—vegna
sprungu-
myndunar
í veginum
Jarðvísindamenn við Kröflu
lokuðust inni í vinnubúðunum við
Kröfluvirkjun i nótt vegna
sprungumyndunar í veginum frá
Reykjahlíð að virkjuninni. I
morgun hafði farið fram bráða-
birgðaviðgerð á veginum og
komust vísindamenn og aðrir þá
leiðar sinnar.
Eldgosinu í norðanverðum
Leirhnúk var lokið í morgun
þegar DB menn fóru um svæðið. I
nótt ræddi blaðamaður Dag-
blaðsins á gosstöðvunum við Axel
Björnsson, jarðeðlisfræðing,
þegar hann var nýlega kominn af
gosstöðvunum. Axel sagði þá hafa
verið mikla glóð í sprungunni og
viða hefði mátt sjá gasloga.
Axel gizkaði á að nýja hraunið,
sem fór að renna um kl. 18 í
gærkvöld, væri um einn ferkíló-
metri að flatarmáli, en það er
mun stærra en það hraun sem
rann í apríl 1 vor og við „jóla-
gosið“ 1975.
„Ef þetta hagar sér svipað og
við undangengin sigtímabil,"
sagði Axel Björnsson, „þá hafa
þau verið stutt, með örum halla-
breytingum. Skjálftahrinurnar
hafa gengið yfir á einum til
tveimur sólarhringum. Nú er
bæði gosið og skjálftahrinan i
rénun, hallabreytingar hægja á
sér og allt bendir til þess að þessi
viðburður sé nú að ganga um
garð. Fyrir gosið var hallinn svip-
aður og í vor, en landris meira
en þá,“ sagði Axel.
Gosið hófst kl. 17.54 I gærdag,
en áður, eða frá kl. 15.47, hafði
verið mikill órói á jarðskjálfta-
mæli í Gæsadal, og frá kl. 15:50
var stanziaus órói á jarðskjálfta-
mæli við Kröflu.
Um þriggja km löng sprunga
opnaðist nyrzt í Leirhnúk og
brann í henni eldur á 500-1000
metra löngum kafla. Hraun rann I
NV í átt til óbyggða. Gosmökkinn
lagði 12—14 þúsund fet beint upp
í kyrru veðri, sem var við Kröflu í
gær og I nótt. Talsvert leir- og
gufugos var í gömlu eldstöðvun-
um í Leirhnúk þegar DB-menn
flugu yfir gosstöðvarnar um
kvöldmatarleytið í gær.
Hámarki náði gosið á áttunda
og niunda tímanum í gærkvöld.
Stóðu þá miklar eldtungur upp úr
sprungunni, en eftir það fór að
draga úr gosinu. í morgun steig
aðeins mikil gufa upp af gosstöðv-
Y~ i aðalbúðunum
Laugavegi 69 og Miðbœjarmarkaði
STENDUR YFIR
Mikið úrval af dömuskóm, herraskóm og leðurstígvél
um ó mjög hagstœðu verði. A t..., _ , •
Opið til kl. 7 i kvold.
9—12 ó laugardag.
AFSLATTUR
unum en ekkert gos var sjáanlegt.
Jarðskjálftavirkni hefur
minnkað mjög mikið síðan í gær-
kvöld. Sterkustu kippirnir i gær
mældust um 3,5 stig á Richter og
varð fólk þeirra greinilega vart.
JH/ÓV
ÚRVflL/ KJÖTVÖRUR
OG ÞJÓÍlU/Tfl
/4/allteitthvaó
gott í matinn
SeP
vn-
STIGAHLIÐ 45-47 SIMI 35645