Dagblaðið - 18.10.1977, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 18.10.1977, Blaðsíða 23
/ Um skáldsögu Hafliða Vilhelmssonar, „Leið 12, Hlemmur-Fell” 200 bls., Örn og Örlygur Þær eru nú orðnar æði margar Reykjavíkurskáldsög- urnar svokölluðu og mætti ef- laust skrifa digra bókmennta- ritgerð um afstöðu höfunda til borgarinnar gegnum árin. I fljótu bragði minnist ég eins einkennis á mörgum þessara verka, þ.e. söguhetjurnar eru gjarnan rithöfundar eða annars konar listamenn sem standa aðeins utan við flauminn, lita hann gagnrýnum augum eða eru hátt yfir hann hafnir þótt þeir verði honum að bráð á einhvern veg. Einn höfuðkost- ur fyrstu skáldsögu Hafliða Vil- helmssonar „Leið 12, Hlemmur- Fell“ sem er nýkomin út hjá Erni og örlygi, er að söguhetj- an Þorlákur er ekkert andans menni með háleitar hugsjónir heldur venjulegur meðaljón, mátulega kærulaus, mátulega drykkfelldur, mátulega kven- samur, — hvergi of eða van i nokkrum hlut: Milli tveggja póla Þorlákur er hluti af straumn- um, hversu mjög sem hann sjálfur telur sig spyrna á móti, og með honum berst hann á kojufyllerí, í tómleg ástarsam- bönd, „venjulega“ sambúð og íbúð í Breiðholti, án þess að gera sér fyllilega grein fyrir því sem er að gerast þótt innra með honum nagi ormur óljósra efa- semda. Lífi sínu lifir hann milli tveggja póla, rómantíkurinnar og efnishyggjunnar, — milli Vesturbæjarins og Breiðholts, en án þess að skilja eðli þeirra og liggur söguþráðurinn frá hinu fyrrnefnda til hins síðar- nefnda. t leit að einhvers konar frelsi býr Þorlákur um sig í rómantískum kofa við Vestur- götuna (einhvers staðar í ná- grenni við mig...) og leitar sér kvenna sem falla inn í það um- hverfi, á milli þess sem hann unir sér við draumadisirnar I Palyboy. En meyjarnar bregð- ast honum, ekki í atlotum, sem eru tíð, heldur vegna þess að á bak við sjálf mökin er engin væntumþykja. I sinnuleysi dregst Þorlákur síðan inn f sambúð við stúlku sem breytist smátt og smátt úr draumadís í skass sem vill fá sinn ísskáp og sjónvarp og engar refjar. Draumsýnir splundrast Ekki bæta úr ættingjar hennar sem virðast komnir beint upp úr Ouðbergi' Bergs- syni. Söguhetjan flýr síðan á náðir brennivíns og annarrar draumsýnar sem virðist öðrum dásamlegri en sú er einnig full- trúi holdsins. Draumsýn splundrast. í lokin horfa ná- grannar síðan á flutninga Þor- láks og óléttrar sambýliskonu hans upp 1 íbúð í Breiðholti. Eflaust mætti túlka afstöðu hins hlédræga höfundar sem hlutlausa ef ekki væri skýr merking gamla mannsins f bók- inni. 1 byrjun er hann augljós- lega tákn gamla tímans og fornra dyggða sem hinn rót- lausi Þorlákur ekki skilur. Þegar lfður á bókina hittast þeir aftur og eru þá báðir á sjúkrahúsi en í bókarlok rekst söguhetjan (eða and-hetjan) á sjúkrabfl með gamla mannin- um drukknum og er þá sjálfur að gefa sig á vald örlaga sinna, — steinkumbaldans og lffsgæðakapphlaupsins. Sem sagt, — gamli tíminn er á enda án þess áð við skiljum hann eða metum og hinn nýi er án nokk- urrar undirstöðu. Upp í Breiðholt Þetta eru út af fyrir sig ekki nýstárlegar niðurstöður, en þó sýnir höfundur töluverða hug- kvæmni, skipulagshæfileika og Bók menntir Tvær nýjar bækur um Barbapapa Græna blómið: DACiBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 1977. skarpskyggni i að undirbyggja þær og gott eyra hefur hann fyrir talsmáta þess aldurshóps sem hann fjallar um. Óneitan- lega saknar maður sterkari per- sónueinkenna í söguhetjum Hafliða, en f þessu samhengi virðist flatneskja þeirra eðlileg. Takist höfundi að gefa söguper- sónum sfnum ríkari skilning á umhverfi sínu og snfða af ýmsa menntaskólatakta f stfl, má vera að hann eigi eftir að gera fyrir 1955 árganginn það sem Pétur Gunnarsson hefur þegar gert fyrir stríðsbörn tslands í skáldsögu sinni. Kannski að eðlilegt framhald á Reykja- víkurskáldsögunni séu Breið- syni treysti ég vel til þess að holtssögur. Hafliða Vilhelms- hefja þá söguritun. Ævintýrabók fyrir börn og f ullorðna ,Ertu sofandi, Róbert?1 ,Ha? Nei, ég var annars staðar.1 Sólarhring síðar. .Komdu og sjáðu. Þarna var ég.‘ Sagan um Græna blómið lá á borðinu." Ekki er þetta ljóð, heldur lýsing annars tveggja þýðenda Græna blómsins á tilurð bókar- innar. Græna blómið er skrifuð og myndskreýtt af Normandí- búanum Robert Guillemette. Hann hefur dvalið hér á landi um nokkurt skeið, stundað fs- lenzkunám í Háskóla tslands, unnið við fiskflatningu f Gríms- ey og stundað sjóróðra í Grinda- vfk. Af myndlistarverkum hans má nefna, að hann mynd- skreytti plötuumslag Sigrúnar Harðardóttur, sem út kom í fyrra. Ævintýrið Græna blómið er jafnt við hæfi barna sem full- orðinna. Magnús Rafnsson og í strætó SKÚLINN HANS BARBAPAPA Skólinn hans Barbapapa og Barbapapa bókin 1977 nefnast nýjustu bækurnar um kynja- veruna Barbapapa. Þær eru númer sex og sjö i þessum vin- sæla barnabókaflokki. Sfðar- nefnda bókin er sú stærsta, sem út hefur komið um Barbapapa eða 61 blaðsfða. I henni er að finna spil, iþróttagetraun, kökuuppskriftir og margt fleira. Prentun Barbapapabókanna fer fram f Hollandi. Höfundar þeirra eru Annette Tison og Talus Taylor. Persónur bók- anna njóta núorðið mikilla vin- sælda víða um heim og hafa sjónvarpsþættir og kvikmyndir verið gerðar eftir bókunum. Ot- gefandi Barbapapa á Islandi er Iðunn. Þýðingu þeirra annast Þuríður Baxter. - AT - BÓKIN1977 Ágæt mynd en ekkert meira Imbakassinn: Tónabíó: Imbakassinn (The Groove Tube). Framlelðandi og leikstjóri Ken Sharpiro. Aðal- leikarar: William Faxton og Robert Fleishman. Eg var búin að heyra svo mikið lof borið a Imbakassann að satt bezt að segja varð ég fyrir svolitlum vonbrigðum með myndina. Ég hafði heyrt að menn næðu ekki andanum af hiatri og annað eftir því. En ég fór klukkan þrjú a sunnu- degi og mér fannst fyndnast þegar lftill krakki fyrir aftan mig spurði þegar ástarleikur á tjaldi stóð sem hæst, „Mamma af hverju gerir hann þetta“. Þá hlógu allir sem til heyrðu. Með þessu er ég alls ekki að segja að Kassinn hafi verið leið- inlegur. Þvert á móti. Þetta var ágæt mynd en hreint ekkert meira. Ærslin sem einkenna hana eru stundum fyndin en stundum einum of grófgerð til að ganga ekki út f öfgar. Mér ér sagt að fyrsta atriðið það er að segja kúrekamyndin æðisgengna hafi ekki verið upphaflegur hluti myndarinn- ar. Um þetta get ég ekki dæmt en hann stakk ekkert mjög i stúf við annað. Apadansinn kringum Kass- ann sem kom þar næst á eftir var að mínum dómi það bezta i myndinni. En vitaskuld var það af þvf að ég sá myndina sem stæld var: 2001: A Space Oddyssey eftir Kubirick. Fyrir aðra en þá sem hana sáu veit ég ekki hvort þetta atriði hafði nokkra beina þýðingu. 1 fáum orðum þetta. Kassinn er ágæt mynd, er bærileg kvöld- skemmtun en varla efni á þrjú sýningu þar sem börnum niður í 2-3 ára aldur er hleypt inn. Til hvers var þá lika verið að aug- lýsa f blööum að m.vndin væri bönnuð börnum innan 14 ára? D.S.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.