Dagblaðið - 18.10.1977, Blaðsíða 9
DACiBLAÐIÐ. ÞKIÐJUDAC.UK 18. OKT0BER 1977.
9
Útlendingarnir sem strönduðu hér vegna verkfalls:
Sendu BSRB þakkarskeyti
I fyrradag barst Verkfalls-
nefnd BSRB skeyti fra forvígis-
mönnum útlendinganna, sem
hér urðu strandaglópar vegna
verkfallsins en fengu að fara úr
landi í fyrradag.
„Fyrir hönd þeirra útlend-
inga, sem dvöldu lengur hér á
Islandi en þeir vildu, viljum við
færa Verkfallsnefnd BSRB
þakkir fyrir þatt hennar í því
að við fengum að fara úr landi.
Við förum héðan með það a
tilfinningunni, að íslendingar,
þratt fyrir sín eigin vandamál,
hafi hlýtt með skilningi a okkar
vandamál og reynt að leysa úr
þeim, þa er við fengum tæki-
færi a því að ræða þau.
Við förum heim með þá full-
vissu í huganum, að samvinna
og samstaða er möguleg, þratt
fyrir landamæri tungumála og
þjóða.
Við munum koma aftur!“
Undir þetta rita þeir Tore
Midtvedt, sem var formaður
nefndar útlendinganna, og
Bernt Persson, sem var ritari.
- HP.
BSRBogferm
ingarbörnin:
Hljóðfærin íkirkjunni
mátti ekki færa úr stað
Fáum við leyfi til að flytja til
hljóðfæri Sinfóníuhljómsveitar-
innar i kirkjunni þannig að ferm-
ingarguðsþjónusta geti farið
fram? Eitthvað þessu líkt spurðu
forráðamenn Bústaðakirkju verk-
fallsnefnd BSRB. SVAR: Nei!
Sinfóníuhljómsveit Islands hélt
tónleika í kirkjunni á föstudags-
kvöldið; fékk leyfi til að flytja
hljóðfærin frá Háskólabíói í Bú-
staðakirkju. En þaðan fékkst ekki
að flytja þau aftur, ekki einu
sinni hreyfa þau til.
Til að undirstrika þetta voru
settir tveir verkfallverðir við
kirkjudyrnar, og sátu þeir þar í
bifreið aðfaranótt laugardagsins,
þegar síðast fréttist til.
Fermingarathöfnin fór fram á
sunnudaginn. Þar voru fermd
börn úr Breiðholtshverfum. Hinn
viðamikli útbúnaður hljómsveit-
arinnar var þó ekki aberandi
liður, né til trafala, hljóðfærin
voru flutt af starfsmönnum kirkj-
unnar an þess að ríkisstarfsmenn
væru neitt hafðir með í ráðum.
- JBP-
Þarna sést hluti hljóðfæranna í
Bústaðakirkju, — BSRB bannaði
að þau yrðu flutt úr stað.
DB-mynd Sv. Þorm.
Villtist á
fyrsta degi
rjúpnatímans
Rjúpnaveiðin hotst með
pompi og pragt laugardaginn
15. október. Munu margir
hafa farið til fjalla og með mis-
jöfnum arangri. En þegar a
fyrsta degi villtist ein rjúpna-
skytta á Holtavörðuheiði.
Höfðu tveir menn farið saman
frá bíl norðarlega a heiðinni og
gengið vestanvert í 'lröíia-
kirkju. Annar kom ekki til bíls
þá er dimma tók eins og ráðgert
var. Er bið varð a komu hans
var SVFÍ-deildum gert viðvart.
Fóru Hvammstangamenn a bu-
um upp á heiði og beittu ljósum
bifreiðanna til þess hugsanlega
að visa villtum a rétta leið.
Klukkan 10 um kvöldið var
farið að^jndirbúa leit er hefjast
átti á miðnætti. En áður en það
varð kom skyttan til byggða.
Hafði maðurinn séð ljós í
möstrum í Snjófjöllum sem eru
allmiklu suðvestar og áttaði sig.
Varð honum ekki meint af
göngunni enda veður gott.
- ASt.
Kátt á hjalla h já
borgarstarf smönn um
/
Það var kátt á hjalla þegar
lokið var 'alningu í atkvæða-
greiðslunni um nýjan kjarasamn-
ing Reykjavíkurborgar og Starfs-
mannafélags borgarinnar á
sunnudagskvöldið.
Mikil smölun fór fram — eink-
um af hálfu stjórnar félagsins —
enda voru úrslitin í samræmi við
það: 67% atkvæða voru „já“.
Mjög fljótlega eftir að talning
hófst lágu úrslitin fyrir — þótt
raunar hefði legið í loftinu að
81 % kjörsókn þýddi yfirgnæfandi
meirihluta atkvæða með sam-
komulaginu.
Þegar talningu var lokið börðu
menn hver annan í bakið og
óskuðu til hamingju með „sigur-
inn“. Á neðri myndinni er verið
að telja saman síðustu atkvæðin í
Miðbæjarbarnaskólanum en á
hinni óska þeir Hinrik Bjarnason,
framkvæmdastjóri Æskulýðsráðs
Reykjavíkur, og Þórhallur Hall-
dórsson, formaður Starfsmanna-
félags borgarinnar, hvor öðrum
til hamingju.
-OV/DB-myndir BJ.Bj.
Þrír strákar í síðdegissól
„Það er flott að fá frí í skólan-
um. Maður hefur gott af því að
slappa svolítið af. Það má alveg
standa fram að helginni verkfall-
ið,“ sögðu þrír hressir strákar
sem voru að hvíla sig a Austur-
velli þegar sólin var komin a
vesturmmimnn og sKuggarmr
orðnir langir í miðbænum.
Strákarnir höfðu dregið reið-
hjólin fram og sögðu það hina
mestu heilsubót að fá sér hjól-
reiðasprett. Það er líka gott að
hafa eitthvert handhægt og spar-
neytið farartæki þegar almenn-
ingsvagnar eru ekki lengur með 1
bæjarlífinu. Strákarnir heita,
talið frá vinstri: Gunnar, er 1 Iðn-
skólanum, Dagur, er í Fjölbrauta-
skólanum 1 Breiðholti, og Lárus 1
Laugalækjarskóla.
A.Bj./DB-mynd Bjarnleifur.