Dagblaðið - 18.10.1977, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 18.10.1977, Blaðsíða 24
Verkfallssjöður BSRB: Peningar streyma inn Fé er tekió að berast til hins nýstofnaða verkfallssjóðs BSRB, að því er Kristín Tryggvadóttir formaður sjóð stjórnarinnar upplýsti a fundi í gær. „Eina vandamaiið er að vegna verkfallsins kunnum við að lenda í erfiðleikum með að fa peningana utan af landi,“ sagði Kristín. „Það a hins vegar ekki að koma að sök því að fólk fékk greidd sín laun við síðustu manaðamót. Vandamaiið kann að verða aðkallandi eftir næstu manaðamót, en þa verður út- hlutað úr sjóðnum eftir nanari reglum." Sagði Kristín að safnað yrði í stofnunum og eins yrðu aðildar- félögin beðin um einhverja að- stoð ef þau eru aflögufær. „Félag flugmaiastarfsmanna hefur riðið á vaðið, af þeim starfsmönnum ríkisins sem verða að vinna í verkfalli og hafa þau akveðið að gefa 10% af launum sínum f verkfalls- sjóð,“ sagði Kristín. „Eins hafa einstaklingar íatið fé af hendi rakna og nú a næstunni munu söfnunarlistar liggja frammi í stofnunum.“ -HP. Stjjdrn BSRB skömmuð íRáðherra- bústað —samningamál barekkiágóma „Það var klukkan 13.15 sem við, stjórn BSRB og varastjórn asamt formanni verkfallsnefndar- innar, mættum a fundinn hja rfk- isstjórninni í Raðherrabústaðn- um,“ sagði Kristjan Thorlacíus formaður BSRB a fundi í gær. „Þar var öll ríkisstjórnin fyrir og einnig formaður kjaradeilunefnd- ar, Helgi V. Jónsson." Kristjan sagði að umræður aðil- anna hefðu snúizt um bréf það sem kjaradeilunefnd hefur ritað ríkisstjórninni og þar gerir hún grein fyrir þeim meintu lagabrot- um sem hún telur BSRB hafa framið. Sagði Kristjan að rfkisstjórnin hefði lagt a það aherzlu að slfk lög ætti að halda og að hún teldi málið alvarlegt. „Svar BSRB við þessu var það Stjórnarmenn BSRB á blaðamannafundi í gær, þar sem greint var frá viðræðunum við ríkisstjórnina. DB-mynd: Sv. Þorm. að við teldum það ekki hlutverk ríkisstjórnarinnar að setjast í dómarasæti, hér a íslandi ríkti annað skipulag en það,“ sagði Kristjan. „Við lögðum á það þunga aherzlu að það væri ekki hlutverk ríkisstjórnarinnar að dæma í maii þessu og jafnframt vöktum við athygli á þeim ágrein- ingi sem upp er um ýmis atriði varðandi úrskurði kjaradeilu- nefndar, sem við teljum að hafi í ýmsum atriðum þverbrotið lög- in.“ Kristjan sagði ennfremur að samningamál hefðu ekki borið a góma a fundinum. -HP. Gengur um með gftar- spili ígdða veðrinu Ekki vitum við hvort hann ei opinber starfsmaður eða ekki, þessi lifsglaði naungi, sem við hittum með gítarinn sinn a gangi á Austurvelli. Hitt er annað mai að góðviðrinu und- anfarna daga hefur verið vel tekið af fólki, opinberu starfs- fólki sem iiðrum. Það var timi til kominn að góða veðrið kæmi eftir þa bleytu sem Reykvíking- ar og nágrannar urðu að þola allt síðasta sumar. _ l)B-m.vnd Bj.Bj. Sögur af LEIGUBÍLAMERKIOG **-!l LÖGREGLUHANDJÁRN Þeim er vfða laus höndin, strákunum. Ekki sfzt a Kefla- vfkurflugvelli. Þar gerðist það á föstudags- kvöldið, að ieigubílstjóri einn á ökuleiðum kom að þremur keflvfskum piltum við Aðal- stöðina a Keflavíkurflugvelli og taldi sig haf.a staðið þa að þvf að líma Aðalstöðvarmerki yfir Ökuleiðamerki. Lagði hann bíl sfnum þvert í veg fyrir þa f mótmælaskyni. Strakarnir báðu hann blessaðan að koma sér í burtu en hann fór hvergi. Kvaðst leigubílstjórinn a endanum reiðubúinn að láta líkamsafl skera úr um deiluna og taldi sig vel færan, enda þjaifaður júdómaður. Strákarn- ir eru duglegir í fótbolta og tóku áskoruninni. Tókust þeir sfðan á, og höfðu þremenning- arnir bflstjórann undir eftir skamma stund, enda má enginn við margnum. Þótti Ökuleiðamanninum þetta slæm maialok og kallaði að tvo félaga sína til hjaipar, Stóðu þa leikar nokkuð jafnir en þegar bílstjórunum dugðu ekki lengur hnefarnir og höfðu sparkað a.m.k. einu sinni í handlegg eins stráksins kom lögreglan og skakkaði leikinn. Gömlu járnin komu í góðar þarfir Kvöldið eftir gerðist það að starfsmaður einn a Keflavíkur- flugvelli tók sér leigubil til að komast erinda sinna innan Vallarsvæðisins. Þegar a áfangastað koni tók farþeginn eftir því að gjald- mælirinn f bílnum var ekki f gangi og hafði hann orð a því við bílstjórann. Svaraði hann því til að innan Vallarsvæðisins væri fast gjald fyrir „skottúra“. Farþeginn steig út ,við þetta og taldi bilstjórinn einsýnt, að nú ætlaði hann að stinga af. Tók hann f úlnlið farþegans, sem brást illa við og sló til bílstjór- ans. Urðu af nokkur atök. Leigubílstjórinn gerðr sér þa lítið fyrir og handjárnaði far- þegann ■— æn sl. sumar hafði þessi leigubílstjóri starfað sem afleysingamaður í lögreglunni í Keflavfk, og ekki munað eftir að skila handjarnunum þegar hann hætti. Lögregluna bar að f þessu. Farþeginn var leystur úr járn- unum — en bílstjórinn settur í svartholið um stund. -emm/ÖV. frjálst, úháð daffhlað ÞRIÐJUDAGUR 18. OKT. 1977. Vesturlandskjördæmi: Alþýðubanda- lagiðvill ekki í prófkjör Kjördæmisrað Alþýðubanda- lagsins í Vesturlandskjördæmi felldi a fundi sfnum a Akranesi um helgina tillögu um prófkjör um skipan framboðslista við al- þingiskosningarnar næsta sumar, skv. upplýsingum sem DB hefur aflað sér. Greiddu 16 fulltrúar atkvæði a móti tillögunni um prófkjör, 10 greiddu atkvæði með henni og 1 seðill var auður. Áður hafði verið felld tillaga um að láta félögin sjaif ákveða skipun framboðslist- anna. Mun nú kjördæmisraðið sjaift ákveða skipun framboðslistans, eins og víðar hjá Alþýðubanda- laginu. -ÖV. Vinna aftur hafin í Græn- metis- verzluninni — Fariðvarað bera á kartöfluskorti Starfsemi hófst aftur í Græn- metisverzlun landbúnaðarins f gærmorgun, en verkfallsverðir lokuðu þar sl. miðvikudag. Vegna lokunarinnar var farið að vanta kartöflur og grænmeti í verzlanir fyrir helgina. Að sögn Jóhanns Jónassonar forstjóra Grænmetisverzlunarinn- ar var þessi lokun frá upphafi á misskilningi byggð, því starfs- menn eru ekki ríkisstarfsmenn, þótt sumir hafi verið f félagi rfkis- starfsmanna en ekki notið þar fullra réttinda. Starfsfólk ákvað á fundi sínum að hefja vinnu í gær- morgun og var það látið afskipta- laust af haifu BSRB. Lokunin skapaði mikla erfiðleika fyrir Grænmetisverzlunina, þvf stoppa þurfti alla móttöku. En f gær var unnið fram eftir við móttöku og vonazt er til þess að dreifing verði komin f samt lag f dag, þótt erfitt sé að afgreiða allar verzlanir f einu. -JH. Reynt að halda uppi kennslu í Háskólanum Reynt verður að halda uppi eðlilegri kennslu í Háskóla Is- lands í dag. Kennarar eru allir mættir, en helzt strandar kennslan á mætingum nem- enda, sem sýna samstöðu með verkfalli BSRB. Verkfallsverð- ir eru við hverjar dyr og ræða þeir við nemendur og hvetja til samstöðu. Sú viðleitni bar veru- legan arangur í gær, en virðist ætla að verða minni í dag. Kennsla ætti því að geta farið fram, nema mætingar verði það slæmar að kennsla falli um sjálfa sig. „jji. MÖRG SLYS —en ekkl alvaiiegj meiösli Einn af söludrengjum DB varð fyrir bfl f gær. Var hann a austurleiö yfir Bæjarhaisinn er bill lenti aftan a honum. Meiðsli urðu ekki alvarleg. Nokkur önnur slys urðu f gær og m.a. bllvelta. Hvergi urðu alvarleg slys a fólki.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.